Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978. 3 Venðlag veitinga á Söngleikjum 78: GOSGLASIÐ HÆKKAÐI UM MEIR EN HELMING Á EINNIKVÖLDSTUND 7873-3624 skrifar: Ég var einn þeirra fjölmörgu, sem fékk að njóta þeirrar ánægju að taka þátt í stórglæsilegri og velskipulagðri sönghátið Landssambands blandaðra kóra, „Söngleikar 78”. sem haldin var í Háskólabíói og Laugardalshöll dag- ana 14. og 15. apríl sl. Hátíðahaldið fór frábærlega vel fram, var vel heppnað að öllu leyti og stjórnendum til mikils sóma. Hámarki var náð með flutningi þjóðsöngsins. er allir kórarnir sungu saman. og var það ógleymanlegt. Um kvöldið var haldin hátiðar- samkoma í Laugardalshöll. og var hún með glæsibrag og þar framreiddar gómsætar kræsingar. Eitt var þó með þeim hætti. að ég á erfitt með að skilja, hvernig á því getur staðið. Þegar ég kom á samkomuna, keypti ég eitt glas af Coca Cola og kostaði það kr. 200.00. Siðar um nótt- ina varð ég aftur þyrstur og fór þá að bar innst inni i danssalnum og bað þar einnig um eitl glas af sama drykk. Þar kostaði það kr. 350.00. Hvernig stendur á svona verðlagningu? Hver er munurinn á verði þessa drykks i anddyri og danssal? Þjónustan var með nákvæmlega sama hætti; látið var renna i glas úr þartilgerðum krana. en glasið siðan rétt fram á barborðið. Er hér um að ræða duttlunga af- greiðslufólksins eða er verið að reyna að notfæra sér. að fólk er orðið meira við skál. er liða tekur á nóttina, og þvi ef til vill örlátara á fé? Bágl á ég með að trúa þvi. að verðlagsyfirvöld sam- þykki slika hentistefnu i verðlagningu. Gaman væri að fá skýringu frá við- komandi aðilum. Svar: Á skrifstofu verðlagsstjóra fékk blaðið þær upplýsingar að áður en verðstöðvun gekk i gildi hafi þessi álagning verið frjáls. Við verðstöðvun- ina hættu húsin að hækka án leyfis og hafa fengið fasta prósentuhækkun siðan. Það þýðir að þeir sem seldu dýr- ast fyrir verðstöðvun, selja enn dýrar. ■ hlutfallslega, nú en þeir sem seldu ódýrar þá. Varðandi þessa hækkun á einu kvöldi. taldi embætlismaðurinn að sá er hafði veitingaleyfið hefði hækkað gosverðið eftir að vinveitingar hófust til samræmis við gosverð á sinum veit- ingastað. Hins vegar væri mjög erfitl að fylgjast með verðlagi á samkomum sem þessum. sem aðeins væru eitt kvöld. Eölur blaka ekki vængj- um Eðluvinur hringdi: Ég vil taka undir kvikmyndagagn- rýnina sem birtist i DB á þriðjudag um myndina Fólkið sem gleymdist. Hún var illa leikin og tæknilega illa gerð. sérstaklega fomaldardýrin. Hins vegar er ég ekki sammála gagnrýnandanum er hann finnur að eina atriðinu, sem var vel og rétt gert. Finnur hann að því þegar forneðlurn- ar réðust á flugvélina að þær hafi ekki blakað vængjunum. Vil ég hér með upplýsa hann um að skv. áreiðanlegum heimildum blökuðu þessar ijðlur ekki vængjunum, heldur flugu nánast eins og svifflugur. Raddir lesenda STÓRA NAFNIÐ í GERÐ SJÓNVARPSLEIKTÆKJA ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYK.IAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366 »»- V» A ‘A 'I ^ [\daio Hvað er sumar? (Spurt á barnahéimilinu Steinahlið). Logi Þór Laxdal, 3ja ára: Mér finnst gaman i sumrinu. Þegar mamma min er búin að fá marga peninga ætlar hún að kaupa stórt hjól handa mér. Kristinn Freyr, 4ra ára: Þá kemur sól og gotl veður. Dagur Eiríksson, 5 ára: Sumar? Þá kemur hiti og sól og þá fer maður lika i fótbolta. Hjalti íslcifsson, 4ra ára: Veit ekki hvað það er. Ég fcr bara að renna mér i renni braulinni og klifra lika. Guðjón, kallaður Gauji, 3ja ára: Einu sinni * sumrinu þá sá ég kaninu þegar ég fór með mömmu minni að tina ber. Axel Ársælsson, 5 ára: Sumarið cr bara sumar. Þá er maður að leika sér úti — og stundum kemur sól og gott veður i sumrinu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.