Dagblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978. 16 r Innlend myndsjá UMEINAUTLA LEYNILÖGGU.. „Ég ætla að verða leynilöRga,” sagði einn af ungu mönnunum á mynd- inni þegar blm. spurði hvað þcir ætluöu að verða þegar þeir yrðu störir. Þá gall í öðrum: „Ég ætla að verða lögga,” og einn bætti við „og lika kaf- ari.” Þá vitum við það. Lögreglustarfið er enn meðal þeirra starfa sem litlir strákar vilja helzt kjósa sér. — Þessir strákar voru að grafa með forkunnar finum „gröfum” i sandkassanum hjá ídu í Steinahlið einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. DB-mynd Bjarnleifur. Leika fótbolta án þess Aflaskipið færnýttafl Hörmungasaga aflaskipsins Sigurðar er flestum kunn. Togarinn var úr leik þessa vertíðina vegna skemmda á vél hans. Þessa dagana er Sigurður í Trollháttan i Sviþjóð f vélaskiptum hjá Bofors. Að sögn eftirlitsmanns út- gerðarinnar við vélaskiptin hjá Bofors, Jóhanns Jóelssonar, er reiknað með að skipið geti látið úr höfn um næstu mánaðamót og haldi það þá til veiða við Færeyjar. Myndin sýnir þegar Nohab-vélinni, 12 strokka 2400 hest- afla, var lyft með krönum um borð i skipið á dögunum. Láta ekki að sér hæða.... Grundfirðingar kunna vel að meta nýju sundlaugina. Á dögunum kyngdi niður snjó — engu að síður var laugin full af ungu sundfólki. Harðir menn, Snæfellingar! — DB-mynd Bæring. V að nota fæturna Allri tækni hefur fleygt fram á undan- förnum árum og ekki er hægt að segja að alls konar lciktæki hafi orðið þar útundan. Það má bezt sjá á þvf að nú er hægt að keppa í fótbolta án þess að nota fæturna. Nú eru nefnilcga komin fram á sjónarsviðið svokölluö sjón- knattleikstæki sem hafa skerm eins og sjónvörp og nokkra takka til að stjórna leiknum. Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir í Óðali Reykja- vfkurmót i sjónknattleik. Leiknar voru 9 umferðir og komust 4 efstu menn í úrslitakeppnina sem fram fór laugar- daginn 15. apríl. Veitingahúsið Óðal gaf glæsilcgan bikar til keppninnar og í mótslok afhenti Þorsteinn Gunnars- son fyrir hönd Óðals sigurvegaranum Jóhanni Stefánssyni bikarinn. ESKJ Gluggarnir þóttu hneykslan- lega stórir Hvar eru höklarnir? Einhver allra undarlegasti þjófnaður sem um getur á siðari árum er stuldur- inn á þrem messuhöklum úr Frikirkj- unni í Reykjavlk. Þrátt fyrir áskoranir til þjófsins eða þjófanna hafa höklarnir ekki komið i leitirnar. Höklarnir eru ómetanlegir fyrir kirkjuna en fyrir þjófa munu þeir væntanlcga aldrei verða nokkurs virði. Einn höklanna hefur verið notaður af prestum safnaöarins frá upphafi, annan gaf Hjalti Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður kirkjunni árið 1949. Safnaðarstjórnin heitir á fólk að hafa augun opin og láta rannsóknar- lögrcgluna vita ef það gæti gefið ein- hverjar upplýsingar um hvar höklarnir eru niður komnir. Dömurnar hans Ein af þcssum gömlu verzlunum, sem enn lifir í Reykjavík, er bygginga- vöruverzlunin Brynja að Laugavegi 29. Líklega hefur viðskiptavinunum brugðið i brún þegar þeir komu þar að lokuðum dyrum. En Brynja opnaði aftur — og þá kom í Ijós aö búið var að „lyfta andlitinu”. Innréttingarnar höfðu þá staðið i 50 ár og þjónað vel. Nú hverfur semsé gamli „diskurinn” fvrir léttari innréttingum. Árið 1906 þóttu gluggar verzlunarinnar „hneykslanlega stórir” — þeir halda 'sér áfram en vekja hreint enga hneykslan manna. Brynja verður 60 ára á næsta ári. Eigandi Brynju er Björn Guömundsson. Myndin er úr nýju búðinni — innsetta myndin af Brynju í gamla daga meðan Marteinn Einarsson var enn við lýði. Ingólfs Þessi fríði hópur kom fram á Útsýnar- kvöldi fyrir skemmstu og tók þátt f feg- urðarsamkeppni um titilinn Ungfrú Útsýn. Laglegur hópur, ekki satt? DB-mvnd Ragnar Th. Sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.