Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLl 1978. ■ =v Hafið hrásalat á hverjum degi Ekki nauðsynlegt að hafa margar tegundir í sömu skál, en það sakarekki Hrásalöt eru bæði lystug og holl og passa með hvaða mat sem er. Hægt er að blanda saman nærri öllu fáanlegu grænmeti og ávöxtum á ótal mismun- andi vegu. Hrásalat þarf ekki endilega að vera með einhverjum rándýrum og sjaldgæfum tegundum. Hvítkál og gulrætur er stórfint saman en það sakar heldur ekki að bæta einhverju út í, svona eftir því hvað er á boðstólum hverju sinni. Margar húsmæður eiga sínar „eigin” salatuppskriftir, en hér á eftir fara nokkrar tillögur að hrásalötum. Uppskriftirnar eru úr bókinni Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndisi Steinþórsdóttur, sem við höfum oft birt uppskriftir úr. Grænt salat Salatið skal útbúa rétt áður en á að borða það. Stóru blöðin eru rifin ofan í skálina en litlu blööin látin vera heil. Þétt salathöfuð eru skorin i ræmur. Salatsósunni er hellt yfir og salatið er tilbúið. Grænt salat mcð gúrku og/eða tómatbátum. Grænt salat með blaðlauk. Gulrætur og rúsínur. Gulrætur og epli. Gulrætur, hvttkál, epli og eða bananar. Gulrætur og rósakál. Gulrætur og sveppir Hvitkál ogdöðlur. Hvítkál, gulrætur og ananas. Svona mætti telja upp allar tegundir sem þekktar eru og fást hér á landi. Það er erfitt að standast svona glænýjan og skærgrænan salathaus! Fyrir utan að græna salatið er tilvalið I hrásalatið er gaman að skreyta matarfötin með grænu salati. Fiskurinn tekur sig vel út á grænu salatinu, — smurða brauðið bókstaflega „biður mann um að borða sig”. Venjulegar kjötbollur yrðu að veizlubollum ef fatið væri skreytt með salatblöðum. Hausinn kostar núna frá 175 kr. upp 1184. — DB-mynd Bjarnleifur. Grænmeti, grænmeti.grænmeti. Nú er um að gera að nota tækifærið og borða nóg af grænmetinu og byggja upp og bæta likamann. Svo má auðvitað lika hafa í huga að gripa tækifærið, er verðið er sem hagstæðast og frysta, sjóða niður og sýra ýmiss konar grænmeti til vetrarins. Þá sakna margir grænmetismarkaðar, þangað sem tómatarnir og aðrir garðávextir ættu að fara fremur en á öskuhaugana. HótelKEA: GAMALDAGS FERMINGARGJAFASVEFNBEKKIR Hótel Kea á Akureyri hefur lengi haft yfir sér aristokratiskan blæ, en það er auðvitað farið að slá i hann með árunum, enda hefur maður það á lilfinningunni aðditið sé gert þar til endurbóta, t.d. á húsgögnum. Tveggja manna herbergi með baði er i sjálfu sér ekki slæm kaup og her- bergin vistleg. Húsgögnin eru, eins og ég sagði áður, gömul, og sérstaklega fara þessir fermingargjafasvefnbekkir i taugarnará mér. Á herbergjunum er sími, en útvarp Hvernig líkaði mér? Blaðamenn Dagblaðsins fara viða um land og i dag birtist önnur frásögn eins þeirra af gististað sem býður almenningi upp á þjónustu sína gegn gjaldi. Sagt verður frá hvernig þjónusta og aðbúnaður allur kom blaðamanni fyrir sjónir en í lok hverrar frásagnar eru ýmsar upplýsingar um gisti- eða veitingastaðinn. .F~míjjg5i Súlnaberg, Akureyri: Venjulegur grillstaður Súlnaberg Hafnarstræti 87—89 Akureyri. Simi (961—22200. Súlnaberg, — áður „Terían” er ósköp venjulegur grillstaður. Innréttingar eru nýjar og skemmtileg- ar, maður verður ekki var við, hvað staðurinn er i rauninni stór, enda er hann hólfaður skemmtilega niður. Gestir „raða sér á garða” þar, panta og ná í mat sinn sjálfir, eins og gerist á slikum stöðum. Um sérgreinar i matargerð er ekki að ræða, en yfirleitt er hægt að fá þrjá „rétti dagsins".Verð þeirra er á bilinu 1400 til 1900krónur. Þá er hægt að panta rétti úr grillinu, en verð þeirra er mjög mismunandi, eftir meðlæti og sliku. Súlnaberg er opið frá kl. 8 á morgnana til kl. 23.00. -Pétursson. um hátalara. Þeir á Kea mættu að skaðlausu koma sér upp segulbands- tæki til þess að flytja létta tónlist. Baðherbergin eru með sturtu og skápapláss í herbergjunum er gott. Á Kea er góð þjónusta og tekið til í herbergjum einu sinni á dag. Þar er sæmilegasta veitingastofa og liprir þjónar og sjónvarp er i holi fram af bar. Töluvert ónæði er af umgangi gesta inn á barinn fyrir þá, sem ætla sér að horfa á sjónvarpið. Þar sem morgunverður er ekki innifalinn í verði er um tvo möguleika að velja, snæða hann af hlaðborði á veitingastofunni, eða fara með lyftunni niður á neðstu hæð og snæða i hinni nýuppgerðu kaffiteríu sem þar er. -Pétursson Veitingasalur, Hótel KEA: Frábær graflax Vertingastofan á Hótel Kea Hafnarstrœti 87—89 Akureyri. Simi (96) 22200. Veitingastofan á Hótel Kea á Akureyri er eini staðurinn á Norður- landi fyrir utan Sjálfstæðishúsið, þar sem hægt er að fara „út að borða”, þ.e. gera sér dagamun og snæða góðan mat með góðum vínum og öllu tilheyrandi. þrem réttum á matseðli, rauðsprettu- flökum, graflaxi, sem er hreint afbragð, og lambageirum. Eins fara miklarsöguraf nautakjöti á staðnum. Veitingastaðurinn er opinn frá kl. 8 á morgnana til kl. 22.00 á kvöldin. -Pétursson. Innréttingar á veitingastofunni, sem einnig er danssalur, eru ákaflega gamaldags og mætti að skaðlausu hugsa fyrir einhverjum breytingum á þeim I framtiðinni. T.d. hólfa af einhvern hluta salarins og innrétta hann sérstaklega fyrir matargesti. Meðalverð á matseðli, sem er fjöl-' breyttur miðað við stærð staðarins, er á milli 2 til 3000 kr. og verð á vínum er það sama og annars staðar. Þjónustan er góð og lipur og undir- ritaður vill leyfa sér að mæla með Hótcl Kea Hafnarstrætí 87—89 Akureyri. Simi(96)—22200. Verð á eins manns herbergi án baðs er 5.380, en með baði 10.250. Tveggja manna herbergi án baðs kostar 7.690 og með baði 11.010. Morgunverður er ekki innifalinn, hann er hægt að fá af hlaðboröi á veitingastofu og kostar hann 1280, eöa á kaffiteriu eftir pöntun. Á veitingastofunni er hægt að fá hádegis- og kvöldmat og það er einn af fáum stöðum á Norður- landi og jafnvel viðar fyrir utan Sjálfstæöishúsið á Akureyri þar sem hægt er að fá vin með matnum. Sið asta matarpöntun verður að berast fyrir kl. 21.30, en eftir að matstofan lokar kl. 22.00 er hægt að fá smurt brauð upp á herbergin til kl. 23.00.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.