Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.07.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978. 11 AN1STK. DAUÐASLYS Umferðarslys skipta hundruðum á hverju ár og alltof mörg þeirra krefjast mannslífa. Á hverju ári sjáum við á eftir fólki niður í gröfina, — fólki á öllum aldri sem látið hefur lífið 1 umferð sem sífellt eykst og verður að sama skapi hrottalegri. Það er engin leið að gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað umferðarslysin kosta þjóðina 1 beinhörðum peningum, en ljóst má vera að það eru engar smáupphæðir. Sé tekið mið af tryggingarupphæðum bifreiða þá eru þar 12 milljónir sem greiddar væru við dauðsfall. En hvert slys kostar þó mun meiri upphæðir þegar betur er skoðað. Sjúkrahúsvist, tekjumissir, örkuml og eignatjón skapar í þessu samhengi ómældar fjár- hæðir. Hér á landi er heldur lítið um visindalegar rannsóknir á orsökum umferðarslysa en getgátur oft taldar endanlegar niðurstöður. Víða erlendis er miklum fjárhæðum varið til rannsókna á orsökum slysa i umferðinni og í Bretlandi eru niður- stöður þeirra rannsókna virkur liður í baráttunni gegn sívaxandi slysum. Þótt umferðarslys séu tíð í Bret- landi og umferðarþungi gifurlegur benda breskir sérfræðingar á að i Vestur-Þýskalandi séu dauðsföll af völdum umferðaróhappa næstum helmingi fleiri og renni það stoðum undir þá tilgátu að hraðatakmarkanir séu ein virkasta leiðin til slysavama. 1 Þýskalandi er leyfður mun meiri hraði en i Bretlandi. Þessir sömu sér- fræðingar hafa einnig bent á, að kæruleysi og skaphiti sem talinn er einkenna franska og italska ökumenn, auk lítils eftirlits með ástandi bifreiða, hafi í för með sér að ferðafólk á bílum sé i tvöfalt meiri lífshættu í Paris, Róm og Milanó en t.d. i London og Stokkhólmi. Skipulegar rannsóknir á aðdrag- anda og afleiðingum umferðarslysa í Bretlandi hafa leitt til þess að unnt hefur verið að reikna út, með nokkurri vissu, hvað slysin kosta þjóðfélagið 1 beinhörðum peningum. Það hefur einnig sýnt sig, að þá fyrst, þegar upphæðirnar lágu fyrir, fóru pólitíkus- ar að sýna einhvern skilning á nauðsyn þess að veita fé til slysavarna og aukinnar umferðargæslu. Hér á landi hefur það talist til hreinna undantekninga ef þingmenn hafa látið sig nokkru skipa þennan þátt slysavarna. Þótt ýmislegt sé gert, sem flokka mætti undir slysavarnir 1 umfer.ðinni, svo sem umferðarfræðsla barna í skólum, þá er það engu að síður staðreynd að fjárveitingar til þessara mála hafa ávallt verið sam- þykktar svo lágar og lítilfjörlegar að næsta vonlaust hefur verið talið að nokkrum árangri yrði náð að ráði. Slysin verða sjaldnast fyrir tilviljun í Bretlandi, svo maöur haldi áfram að vitna í bretana, ertalið að rekja megi orsakir 9 árekstra af hverjum 10 til ökumanns eða ástands bifreiðar. Einstaka slys er talið afleiðing lélegs vegar en meirihlutinn eða 90% eru umferðaróhöpp, sem hefði verið hægt að komast hjá með gætilegri akstri eða viðunandi viðhaldi bifreiða. Breskir lögreglumenn áætla að í hvert skipti sem ökumaður er sektaður sleppi 3000 við sekt fyrir umferðarlagabrot, það þýðir að einungis 1/3000 hluti brota leiði til afskipta lögreglunnar. Á götum Reykjavíkur þarf ekki að aka lengi til þess að sannfærast um að einungis Utill hluti umferðarlagabrota leiðir til sektar, en hvort það sé 1/3 eða minna er ekki vitað. Óhætt mun að fullyrða að flestir brjóti ekki umferðarlög af ásettu ráði, þótt sumir virðist halda að þau séu einungis til að brjóta þau, — sérstak- lega þegar það henti þeim. Á götum Reykjavíkur má hinsvegar sjá bíla i tugataU, sem annaðhvort er ekið af hálfsofandi fólki eða fólki sem alls ekki kann umferðarreglur að nokkru gagni. Þeir sem hafa kynnt sér umferðar- reglur, eins og þær eru fram settar í hefti fyrir þá sem eru að læra á bíl, telja undantekningarlaust að það sé einhver vitlausasti bæklingur sem í umferð er hér á landi. Þeir sem efast um það ættu að fá sér þennan bækling og reyna að læra umferðarreglur á þann hátt. Það er sennilega ekki of- sögum sagt, að sá bækUngur geri starf ökukennarans helmingi erfiðara en það þyrfti að vera. Umferðarfræðsla er undirstöðuat- riði í slysavörnum. Hún er langt frá því að vera virk hérlendis sem sést vel á því, að jafn viðtækur fjölmiðill og út- varp, að ekki sé minnst á sjónvarp, er alls ekki notað 1 þessu skyni. Það er ekki nóg að halda uppi umferðar- fræðslu fyrir skólaböm þótt það sé góðra gjalda vert, það eru bílstjórarnir sem eru hættulegastir og þurfa mest á sUkri fræðslu að halda. Kjallarinn Leó M. Jónsson Það kemur ekk- ert fyrir mig Það er viðurkennd staðreynd að öryggisbelti geta bjargað manns- lífum. Það er einnig viðurkennd staðreynd að notkun ökuljósa um há- bjartan dag dregur úr slysahættu. Flestir virðast þó þeirrar skoðunar að þetta séu ágæt öryggisatriði fyrir aðra, — ekki fyrir sig. Alltof margir telja sjálfum sér trú um að þeir lendi aldrei í slysi, — ekkert kemur fyrir þá — bara hina. Þeir eru ekki margir sem sjást með öryggisbeltin spennt hér i Reykjavík, enda hefur enginn skipulagður áróður verið fyrir notkun þeirra nú í langan tíma. Umferðarslys gera ekki boð á undan sér. Engu að siður erum við öll í hættu, hvort sem við erum fótgang- andi eða akandi, ég i dag — þú á morgun, eða öfugt. Slysin eru hroðaleg og aðkoma að þeim óhugnanlegri en orð fá lýst. En hvað er það sem gerist á þessum sekúndu- brotum sem slysið á sér stað? Við skulum reyna að gera okkur einhverja grein fyrir því ef það mætti verða til þess að vekja fólk til umhugsunar: Bifreið er ekið á 90 km hraða eftir þjóðvegi. ökumaðurinn missir stjórn á henni í beygju, hún lendir í lausamöl á vegkantinum og rekst i klöpp rétt við veginn. Framljósin, stuðarinn og vatnskassahlifin tætast í sundur. gler- brotin skella á klöppinni. Vélarhlifin krumpast upp og malar framrúðuna mélinu smærra. Afturtijólin eru komin á loft, frambrettin skella á klöppinni og framhurðir þrýsta>: in undir brettin að aftanverðu. Oku- maðurinn er ennþá á 90 km hraða, sem er nálægt því að vera 20 sinnum þyngdarafl hans og jafngildir því að líkami hans vegi 1600 kg. Fætur hans lenda i mælaborðinu og brotna fyrst um hnén. Líkami hans hefst á loft frá sætinu, sé hann ekki með spennt öryggisbelti, hann er á leiðinni upp og aðklöppinni. Krampakennt tak hans um stýrið verður að dauðahaldi í þess orðs fyllstu merkingu, plasthúðað stýris- hjólið leggst fram undan farginu, handarbein og úlnliðir fá gífurlegt högg. Höfuð bílstjórans er nú rétt við sólskyggnið á leið að mæta gler- brotum, sem endurkastast frá klöppinni. Brjóstkassinn byrjar að leggjast á miðju stýrishjólsins og rif- beinin láta sig hver af öðru. Enn eru aðeins liðnir 4/10 úr sekúndu frá því áreksturinn byrjaði. Framhluti bílsins er þegar lagstur saman, en afturhlutinn er enn á um 55 km hraða í stefnu á klöppina, merjandi sundur það sem fyrir framan er. ökumaðurinn er með fulla meðvitund og hraði hans framávið er enn sem næst 90 km/h. 250 kg vél- in skellur á klöppinni og endurkastast og er á leið til að mæta ökumanninum og limlesta að fullu. Stýrishólkurinri er nú sem næst i lóðréttri stöðu vegna þrýstmgs frá höndum ökumannsins, bein brjóstkassans brotna ekki heldur malast mélinu smærra. Stáltætlur rifa sundur lungun, skera sundur barkann og vélinda. Fætur rifna upp úr þétt- reimuðum skónum, sem eru klemmdir á milli pedalanna. Höfuðið skellur á klöppinni, bíllinn bognar um miðju og byrjar að falla til jarðar, afturhjólin spæna sig niður i jarðveginn. Vélin hefur nú skollið á líkama öku- mannsins með stýrishólkinn á milli. Blóðið vellur úr > uunr hans. — hann er látinn. Þessi atburðurraa er hro' I íminn sem líður er minm en . sekúnda, hann er nákvæmlega 7/10 úr sekúndu. Þessi ægilegi dauðdagi kallast af látleysi og hugsunarleysi þeirra sem eru i viðjum vanans: Dauðaslvs í umfcrrtinni" Leó M. Jónsson tæknifræóingur HVER FLEYTTIRJÓMANN AF KOSNINGUNUM? Þegar aörir þenja kjaft, þá vil ég tala líka. Ég vil skjóta þvi hér fram, að eftir jafnmikilsverðar kosningar, sem nú eru afstaðnar sé hópur launafólks lát- inn koma fram í sjónvarpi og rætt við hann um horfur aðkallandi mála. Það er fyst og fremst hagur þeirra sem um er barist og ég hygg að fráfarandi stjórnir hafi gott af að lita í augu kjós- enda í lok kjörtímabils. Þeir sem láta af stjórn hafa oftast til næsta máls og fara sjaldan úr megurð líkamlega og viðræður við þetta fólk mundu ekki óspaklegri en við hina virðulegu hausa. Nýafstaðnar kosningar hafa nú sungið sitt fyrsta vers og þessum kosningum svipar að sumu til kosninganna 1908, en þó ólikar. Þá var það alþýðan sem skildi hvað um var barist og var ein- huga, enda skildi hún höfðingjana eftir á setunni og bjargaði sjálfstæð- inu. í þessum kosningum gerðist hlið- stæð bylting, en ekki eins vel grunduð í heild. Uppistaðan nú var að veita stjórninni líknarsprautuna og það tókst. Mörg okkar hugsa með magan- um, sem er ágætt líffæri en spillir ekki að hafa heilann með. Eitt sýndu þessar kosningar, það að ævintýrin eru ekki útdauð. Þar á ég við Alþýðuflokkinn. Ég hefi þekkt hann í 60 ár en engum hvorki honum né öðrum gat dottið svona fjöldafæðing I hug og ekki síst vegna þess að upp á síðkastið virðist hann hafa fleygt sínum stefnumálum fyrir borð. Þama vann hann samt I happdrætti án þess að eiga miða. Menn eru að spreyta sig á skýringum í þessu máli, sem eru þó auðsæjar. Þetta er fólk sem flúði frá stjórnarflokkun- um i von um betri aðstöðu. En það er nú svo að þegar menn eru að bjarga sér á flótta, er margt sem truflar. Þetta finnst mörgum skrýtið, að halla sér að flokki sem hefur um áratugi lítt skipt sér af málefnum alþýðu og alltaf með ganglinuna í sporaslóð íhaldsins. Hvað um það, enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um og snúa sér að betri málefnum, en því verður að fylgja alvara. Þetta nýja fólk heimtar nýtt loft og ný úrræði, en ekki það, að þvi sé vísað í fjósið sem það flúði úr. Kæmi slikt fyrir mundi það leita á önnur mið. Það er meiri vandi að gæta fengins fjár en afla annars. Við erum líkast til runnin upp úr dýraríkinu, enda mikillskyldleiki þar á milli. Þegar ég var í sveit flökkuðu jhlauparakkar um og gerðu sér dátt við föngulegar fjártíkur. en aldrei komu fjárhundar út úr þessu. Hvernig fór ekki með vinstri stjórnina, sem varð að byggja á hlaupamönnum sem sviku þegar mest lá við, annars hefði stjómin klórað sig útúr vandanum. =Eftir brotthlaupið var skútan hroðin og stjórnarandstaðan beitti öllum sinum stórskeytum á fallið fley. Við þetta myndaðist sú gjá sem ekki varð brúuð, enda skeiðriðið yfir þjóðlifið til aö koma öllu I rúst. Þessu átti svo öllu að skella á fráfarandi stjórn, en varð banamein þeirrar sem við tók. Hlaupamönnunum hélst líka illa á sin- um argaskatti og nú eru þeir úr sög- unni nema til viðvörunar, og útaf þeim kom likt og hlauparökkunum i sveitinni. Verst þótti mér að Torfi skyldi þurfa að stíga dauðadansinn með þeim og skil ekki þann harmleik enn. Vinstri stjórnin gerði margt til þjóðheilla, fleytti landhelgismálinu áleiðis og keypti skip sem björguðu beinlínis landsbyggðinni svo nýja stjórnin gat ekki komið á atvinnuleysi þótt ekki vantaði viljann. Þrátt fyrir þennan kosningasigur mega menn ekki vænta þess að blóm grói í hverju spori heldur reyna ný úr- ræði og nema i burtu agnúana á skiptareglu þjóðarteknanna. Það eru undirheimar auðhyggjur.nar. sem gleypa stærsta hlutann. Úr þessári hit ausa hinir samvöxnu fóstbræður í alls- konar lúxus og koma fé úr landi til Sviss og víðar þar sem sameiginleg vin- átta vakir yfir vötnunum. Skuldunum er aftur til skila haldið. enda nú um átta hundruð þúsund á mann og reifa- börn ekki undanskilin. Auður þjóðar- innar er þannig bundinn hjá þeim stóru i stjórnarflokkunum og gætt af kraftaverkamönnum af hinni nýju teg- und. Ég hefi alltaf haft taugar lilFram- sóknar og vona að þetta tap hennar leiði til siðbætingar. Þá vona ég að þeir minnist Jakobs Hálfdánarsonar þegar hann stóð við á sem talin var ófær með sjóð kaupfélagsins í pokahorninu. Heim þurfti hann að komast enfylgd- armaður hans neitaði að leggja i ána. Jakob fékk honum þá sjóðinn til varðveislu en lagði sjálfur i ána og komst lífs af. Sjálfsagt hefur þetta ver- ið lítið fé á okkar vísu, en svo dýrt að ekki mátti glatast, enda lagði það grunn að byltingu verslunarhátta i landinu. Orusta næstu stjórnar verður hörð, því Grótta kraftaverkamannanna mal- ar í hástigi, en það er okkar hlutverk að hún skipti um mölunartegund og fari þá að mala malt og salt í stað gulls til hinna ríku. Stjórnarmyndun verður að gaum- Kjallarinn HalldórPjetursson gæfa og reynist kannski erfið. en allt veltur á þvi að aðilar sviki ekki hver annan, þá eru örlögin ráðin um langan aldur. Hinir svokölluðu vinstri flokkar verða að afneita þeirri hugsun að koma livor öðrum á kné. Slikt end- ar á sama hátt og þegar þeir börðust Þorbjörn aumingi og Þorbjörn vesa- lingur og féllu báðir dauðir niður. Ég minntist i fyrirsögn á rjóma kosninganna. Alþýðuflokkurinn er stærri sigurvegarinn. þó hygg ég aö Alþýðubandalagið hafi fengið rjóm- ann. Það byggi ég á því, að það hefur bætt fylgi sitt jafnt og þétt og trúlegast af fólki, sem hefur athugað sinn gang, en slíku fylgir traust og það er horn- steinn hvers flokks. Halldór Pjetursson rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.