Dagblaðið - 06.07.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978..
3
.%* ; :-é
** . .
Morgunblaðið sér ofsjónum
yfir sigri Alþýðuflokksins
Sigurður J. Sigurðsson, verkamaður,
skrifan
Skriffinnar Morgunblaðsins tóku
þann kost fyrstu dagana eftir kosning-
arnar að bera sig karlmannlega, þrátt
fyrir allar hrakfarirnar, — hafa vafa-
laust talið það nokkra búningsbót. En
undir niðri sýður þó i þeim gremjan og
er nú að birtast i ýmsum myndum, því
að þeir sjá mjög ofsjónum yfir
kosningasigri Alþýðuflokksins.
Gott dæmi þessa er að finna í Stak-
steinum Morgunblaðsins 29. júní, en
þar segir m.a., að það sé „umdeilanlegt
hvert erindi sumir meðlimir hans
(þingflokks Alþýðuflokksins) eiga á
þingbekki”. — Þarna brýzt öfundin og
gremjan í gegn út af þvi að hinir ungu
og gunnreifu frambjóðendur Alþýðu-
flokksins skuli hafa (svo að notuð sé
gömul og góð íslenzka) rassskellt svo
rækilega hina reyndu, æfðu og
ábúðarmiklu frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins.
Skriffinnum Morgunblaðsins skal
hér með sagt það, að hinir ungu og
vösku þingmenn Alþýðuflokksins
munu áreiðanlega ekki reynast lakar á
Alþingi en hin aldraða sveit Kröflu-
flokkanna. Hin langa ganga hinna
eldri manna í þeim herbúðum. sem nú
er einkum kennd við Kröflu, hefur
nefnilega ekki verið með neinum glæsi-
brag nú í seinni tið. Hún hefir helzt
einkennzt af því göngulagi, sem eitt
sinn var kennt við krappaþýfi og
þúfnakarga, en í því landslagi varð
fótaburðurinn oft heldur höktandi og
leiðinlegur á að horfa.
Póstmenn eyðilögðu frímerki
Jóhanna Hlöðversdóttir hafði sam-
band við DB. Hún fékk nýlega bóka-
sendingu frá Almenna bókafélaginu.
Á pakkann hafði pósthúsið, sem er R-
5 (pósthúsið á Hlemmi) skrifað mót-
tökunúmerið, eins og vanalega. Hins
vegar sýndu póstmennirnir það að-
gæzluleysi að skrifa númerið yfir frí-
merki að verðgildi 250 kr. eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd. Kvaðst
Jóhanna safna frímerkjum og ekki oft
fá jafn verðmæt merki. Væri það mjög
bagalegt að póstmenn i gætu ekki
umgengizt póst án þess að þurfa að
eyðileggja frímerki um leið.
Sjónvarp, popp og sumarf rí
Okkur eru alltaf að berast bréf frá
unglingum, þar sem sjónvarpið er
hvatt til að endursýna poppþáttinn frá
17. júní. Þann dag voru flestir ungling-
ar utanhúss og misstu því af
þættinum.
Síðasta bréfið um þetta efni er frá
þeim stöllum Siggu og Ellu og telja
þær aö poppefni megi vel hafa forgang
og „óþrjótandi umræðu- og
fræðsluþættir verði látnir bíða betri
tíma.” Þá þakka þær sjónvarpinu fyrir
framhaldsþáttinn Gæfa eða gjörvileiki
og Dave Allen.
Þetta er sennilega ekki bezti tíminn
til að koma áskorunum á framfæri við
sjónvarpsmenn, því þeir eru í sumar-
fríi út júlimánuð. Strax og því lýkur
munum við slá á þráðinn og heyra i
þeim hljóðið.
A myndinni má glögglega sjá hvernig móttökunúmer pakkans hefur verið krotað
á frimerkið.
Vélbátarall DB og
Snarfara fagnaðarefni:
A.B.E. skrifan
Framtak Dagblaðsins og Snarfara
með vélbátarall umhverfis landið er
sportbátamönnum mikiö fagnaöar-
efni. 1 umræðum um þessa keppni er
áberandi hve menn óttast veður og
sjólag, en það er vonandi, að
keppendur geri sér fulla grein fyrir
Varizt rekadrumbana
stærstu hættunni við þessa siglingu,
en það er rekinn, sem marar í kafi og
sést alls ekki nema við góð skilyrði.
Við erum fjórir félagar nýkomnir úr
skútusiglingu frá Reykjavík til
Akureyrar þar sem við lentum í
flestum veðrum, m.a. hagli, 9 vindst.
og haugasjó. Meðalganghraði okkar
var sjaldan meiri en 7 sn , en það fór
hrollur um okkur í hvert skipti sem
rekadrumbarnir smugu dökkir og ógn-
vekjandi meðfram borðstokkunum á
skútunni. Vorum við allir sammála
um að þarna væru á ferðinni hættur
nr. 1, 2 og 3 við væntanlega vélbáta-
keppni. Það má lengi bjarga sér und-
Siglið heilum báti til hafnar
an sjó og veðri á heilli fleytu, já og þótt
bæði vél og stýri bili, en ástandið
getur orðið iskyggilegt ef rekadrumbur
nær að höggva i sjálfan skrokkinn.
Við skútukarlar skorum því á
væntanlega þátttakendur að keppa
fyrst og fremst að því að sigla heilum
báti til hafnar en láta ekki glepjast af
kappinu um 1. sætið.
„SÖMU GÖMLU...?”
Almennur borgari spyn
Eftir kosningasigra og ósigra al-
þingiskosninganna upphófst skripa-
leikur sá sem forseti vor stýrir. Kall-
aðir eru fyrir forystumenn flokkanna
einn af öðrum, síðan ræða þeir saman
út og suður um möguleika á sam-
vinnu.
En mér er spurn: Verður næsta
stjórnarsamstarf milli sömu þorsk-
hausanna og við höfum verið að reyna
síðasta áratuginn eða svo? Er ekki tími
til kominn að nýir menn reyni fyrir sér
um að stjórna landinu? Við þurfum að
ráða bót á verðbólguvandanum. Þar
þurfum við unga, heiðarlega og dug-
mikla menn. Sem sagt ekki afdankaða
stjórnmálamenn, sem óttast í sífellu að
missa atkvæði.
Sigurborg Stefánsdóttir, 12 ára: Hva,
hvað er sól? Ég bara veit það varla. Ætli
það sé bara ekki svona hiti.
Kristfn Halldórsdóttir, 12 ára: Ég veit
það ekki. Er það ekki svona kúia með
hita í?
Jóhanna Matthiasdóttir, 9 ára: Það er
bara svona til þess að gera veðrið heitt.
Benedikt Sigurðsson, 12 ára: Það er
eldhnöttur. Það gýs á honum og þá
kemur hiti eins og er núna.
Róbert Ingvar Manus, 7 ára: Hún er
uppi í himninum og er gul.
Georg Lúkasson, 6 ára: Nú, það er sól.
Hún er hringur og er brennandi heit.