Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.07.1978, Qupperneq 5

Dagblaðið - 06.07.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1978. 5 T ómataf ramleiðendur í Hveragerði óhressir með Sölufélag garðyrk jumanna: „GALUNN ER SA AÐ ÞETTA HEFUR ALLTAFVERK) SVONA” U.J1ÉL:;— „ _________ „Margir hafa gagnrýnt Sölufélagið fyrir slæleg vinnubrögð,” sagði Magnús Stefáns- son, garðvrkjustjóri. „Á jjessu máli er engin auðveld lausn”, sagði Magnús Stefánsson garð- yrkjustjóri i Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði er hann var spurður, hvað honum þætti um eyðilegginguna á tómötunum. „Mjög erfitt er að stjórna magninu. Sáðtíminn er mjög stuttur, aðeins frá desember og fram í miðjan janúar. Offramleiðsla er í júni og júli og jafnvel ágúst. Reynt hefur verið að lækka verðið en það hefur sýnt sig, að salan eykst tiltölulega lítið. Margir hafa gagn- rýnt Sölufélag garðyrkjumanna fyrir. slæleg vinnubrögð. Einkum hefur fólk að vestan og austan kvartað. Greinilegt er, að þessi mál öll þarf að skipuleggja þetur”, sagði Magnús. Varðandi tillögu Neytendasamtak- anna sagði Magnús það rétt að meiri leiðbeining þyrfti að koma til. Þannig væri tiltölulega auðvelt að frysta bæði agúrkur og tómata þó að tómatarnir yrðu náttúrulega aldrei alveg eins og nýir á eftir. Þarna í garðyrkjuskólanum eru ræktaðir 800—900 fermetrar af tómötum, alls 14 afbrigði. Þannig er reynt að finna út, hvaða afbrigði hentar bezt við íslenzkar aðstæður. Bezta afbrigðið hefur gefið um 20 kg á fermetra Sölufélagið skortir vilja eða bolmagn — Þórhallur Steinþórsson garðyrkju- bóndi i Hveragerði sagði.að ekkert væri óeðlilegt við það, að erfiðleikar tómata- framleiðenda kæmu til umræðu. „Gallinn er bara sá," bætti hann við, „að þetta hefur alltaf verið svona. Það er misjafnt hvað topparnir verða háir í framleiðslunni, og það er ekki hægt með svona sölukerfi að koma þessu magni til neytenda. Vandkvæði Austur- og Vesturlands stafa af þvi, að Sölufélag garðyrkjumanna hefur annaðhvort ekki vilja eða bolmagn til að koma sér upp sölukerfi á þessum stöðum. Sumum hefur dottið í hug, að gæti verið lausn að semja við aðila sem hafa yfir að ráða dreifingarkerfi um allt land. Minna dugir ekki að minu mati”, sagði Þórhallurað lokum. Sölufélagið á að fara að fordæmi Sláturfélagsins og Mjólkurbús Flóamanna „Það er alveg hræðilegt til þess að vita, að þessum tómötum skuli hafa verið hent, hreint alveg voðalegt”, sagði Sæmundur Jönsson, garðyrkjumaður að Fríðarstöðum. „Sölufélagið þarf að fara að fordæmi S.S. og M.B.F. og fullvinna vöruna. Nú er hins vegar flutt inn erlend tómatsósa i stórunt stil á meðan tómötum er hent hér. Það segir sig sjálft að hér er eitthvað meira en litið að. Ég man þá tið. að kjötinu var hent í Hafnafjarðarhraun. En nú hefur S.S. breytt um stefnu, svo að þetta kjöt sem áður var hent er nú oröið að mjög verðmætri vöru. Lausnin er sú að vinna vöruna". — Sæmundur byrjaði að framleiða matjurtir 1952 og seldi þær sjálfur og hafði beint samband við kaupmenn þar til 1957 að Sölufélaginu er veitt heild- söluleyfi og þá sagði Sæmundur öllum sínum fyrri viðskiptavinum upp. „Svo stóðu þessi viðskipti min við Sölufélagið í 20 ár en þá var óskað eftir þvi að ég gengi i félagið. Þá var ég lasinn svo að mér gafst ekki timi til að garfa i þvi. Ég sendi þó vöruna eftir þetta og þá skeður það. að varan er geymd hjá Sölufélaginu i níu daga og þá fæ ég hana i hausinn aftur án þess að nokkuð bréf fylgdi um, að þeir væru hættir þessum viðskiptum. Ég taldi mig a.m.k. eiga rétt á því, að þessum viðskiptum yrði sagt upp á formlegan hátt. Ég var undir sömu kringumstæðum i S.S. og þeir tóku alla vöru. sem ég þurfti að láta án þess að ég væri i félaginu.” Sæmundur taldi, að hér hafi átt að þvinga sig til að ganga í félagið. GAJ Hver hefur fundið grænt seðlaveski? Illa horfir með heysprettu — einnig grænfóður og kartöflur Sumarleyft tæplega 17 ára starfs- stúlku í Glæsiþæ er nú í hættu. í fyrra- kvöld týndi hún seðlaveskinu sínu á leiðinni frá Grettisgötu að Hlemmi. 1 veskinu, sem er grænt, útflúrað leðurveski,. eru peningarnir, sem hún hefur safnað sér saman í vetur og vor til að komast til útlanda. Peningana var hún nýlega búin að taka út úr banka og bæta við mánaðarkaupið sitt. Gerðist þetta á milli kl. 22 og 23 á mánudags- kvöld. í veskinu er einnig bókasafns- skírteini stúlkunnar og nafnskírteini vinstúlku hennar. Þeir sem kynnu að hafa rekizt á veskið eru beðnir að hafa samband við ritstjórn DB eða rakara- stofuna Rómeó í Glæsibæ. •ÓV. Misrituní greinGunnars Meinleg misritun varð i kjallara- grein Gunnars Finnbogasonar skólastjóra í blaðinu í gær. Þar átti að standa á einum stað: Nauðsynjalaust er að gera mun á starfsheiti með þessum orðum þula og þulur. ( „Sláttur er óvíða hafinn og aðeins er hægt að tala um heyskap á örfáum stöðum,” sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri er DB spurði hann frétta af þeim málum. „Júni hefur verið kaldur og það sem af er júli. Þannig hefur verið kyrrstaða á gróðri undanfarið þ.e. á þeim tima. sem venjulega er drýgstur. Norðanlands er grasspretta því nær engin og mikið kal i túnum allt frá Vestfjörðum og austur á land. Gera má ráð fyrir að heyskapur hefjist ekki fyrr en eftir tuttugasta þessa ntánaðar og gæti dregiz; enn lengur ef ekki rætist úr. Jafnvel þótt geri góða tið. þá er Ijóst. að margir bændur fara illa út úrsumrinu." Halldór hafði svipaða sögu að segja af grænfóðri og kartöllum. Þar væri útlitið einnig mjögdökkt. -GAJ- Af marbendli Grima: KVÆÐIÐ UM KÓPAKONUNA Handrít og leikstjórn: Eyöun Jóhannessen. Gestaleikuri Félagsheimili Kópavogs. Leikflokkurinn Gríma frá Færeyjum minnir sumpart á Alþýðuleikhúsið fyrir norðan, og sumpart á fyrirrennara þess, Leiksmiðjuna. Hér er líka um að ræða fyrstu tilraun til að koma á fæt- urna atvinnu-leikhóp 1 Færeyjum, leikendur flestir skólagengnir í Dan- mörku, að ég hygg, en Kvæðið um kópakonuna er fyrsta verkefni flokksins. Það hefur að sögn hlotið afbragðs góðar viðtökur I Færeyjum. Uppruni og kringumstæður leikflokksins fannst mér að settu skýran svip á sýningu hans. Kvæðið um kópakonuna er einföld, stilfærð leiksýning þar sem saman fer lát- þragðsleikur, söngur og dans ber uppi leiktexta með einfaldri frásögn, skýrum siðferðislegum boðskap. Efnið er sótt i þjóðsögur, þjóðkvæði og skáldskap, og er einnig alkunnugt úr islenskum þjóðsögum: saga um ástii| fólks af tveimur ólíkum heimum, karls á landi og konu úr sjó, og ósættanlegar andstæður þeirra. Kópakonan er i leiknum ígildi óspilltrar náttúru og tilfinninga sem afber ekki lífið á landi, mannlegt samfélag, er hrakiti i sjóinn aftur, á hálft líf sitt á landi , ánetjuí manni, búi og Lörnum, ástinni, kvöðum lífsins. í þessari gerð sögunnar enda átök náttúru og mannfélags í þlindum hefndum. Bóndinn hefnir konumissisins á selabyggðinni. Kópa- konan snýr aftur í gervi máttugrar gyðju sem lýsir bölvun yfir byggð manna í landi. Einhvern veginn fannst mér Grima ekki ná nema til hálfs tökum á hinum skáldlega og skemmtilega efnivið sýningarinnar. Eins og einatt gerist um slík hópvinnuverk var eins og skorti á skýra stefnumótun, úthald, ekki væri með öllu ljóst hvert stefna átti efninu. Leikurinn vakti að visu óskipta athygli manns i fyrstu, en drap henni á dreif áður en lauk á milli smá- muna frásagnarefnisins og útúrdúra í Leikflokkurinn Grima. ádeiluskyni að sögulegum og samtíma- legum efnum. Sýningin varð einfald- lega of löng, megnaði ekki að viðhalda óskertum áhuga og ánægju manns af efninu — sem vissulega kann líka að vera því að kenna hve íslenskt eyra er óvant að nema færeyskuna. Fleiri áttu i slíkum erfiðleikum en undirritaður: feginskliður fór um salinn þegar þarst af sviðinu auðskilin setning. Þar fyrir var vissulega gaman að fá þetta tækifæri til að kynnast færeyskri leikmennt, tilraun til að fjalla með nútímalegum hætti um þjóðleg yrkisefni, og margt var ásjálegt og ánægjulegt i sýningunni, einkum framan af. Það hygg ég að fleiri hefðu haft gagn og gaman af Kvæðinu um kópakonuna en komu í Kópavogsbió á mánudagskvöld, en sýning Grimu var fjarska lítið kynnt og auglýst fyrir- fram. Þangað kom leikflokkurinn að aflokinni menningarviku i Vest- mannaeyjum þar sem hann áður sýndi leikinn. Vonandi er að tækifæri gefist þótt síðar verði til að sjá meira af flokknum og komandi verkum hans.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.