Dagblaðið - 06.07.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978.
Bandaríkin:
Vildu fremur sjónvarpiö
en föðurinn
Bandarísk börn, yngri en sex
ára, verja þriöja hluta sólar-
hringsins fyrir framan sjónvarps-
skerminn, samkvæmt könnun,
sem gerö var þar nýlega á vegum
neytendasamtakanna. Börnin voru
spurð hvort þau vildu fremur hafa
föður sinn eða sjónvarpið 44%
þeirra sögðust fremur vilja hið
síðarnefnda. Niðurstöður sjón-
varpskönnunarinnar gefa til,
kynna að er venjulegt bandariskt.
bam hefur lokið námi i barna-
skóla, hafi það horft lengur á sjón-
varp um ævina heldur en það
hefur dvalizt i skólastofunni.
BIAÐIÐ ánríkisstyrks
KENNARAR
Tvo kennara vantar að grunnskóla
Þorlákshafnar. íbúð fyrir hendi. Upp-
lýsingar gefnar í síma 99—3638.
Skólanefnd.
Atvinnaíboði
Vanur kranamaður óskast á rafmagnskrana.
Upplýsingar í síma 83661.
BREIÐHOLT HF.
SÍMI 81550.
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra í Skútustaðahreppi er laust
til umsoknar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf auk launakrafna sendist skrifstofu
sveitarfélagsins, Múlavegi 2, Mývatnssveit
fyrir 22. júlí. Sími 96—44158.
Sérhæfum okkur í
\h\Mh\
Seljum í dag:
Saab 96 1972 ekinn 79 þús.
Saab 961972 EKINN 98 þús.
Saab 961976 EKINN64þús.
Saab 991972 EKINN 98 þús.
Saab 991973 EKINN 97 þús.
Saab 99 1974 EKINN 57 þús. sjálfsk.
Saab 99 1976 ekinn 39 þús.
Saab 99 1976 ekinn 53 þús.
Látið skrá bíla, höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
BJÖRNSSON A^o
BlLDSHÖFÐA 16 SiMI 81530 REYKJAVÍK
NewYork:
Lengi eftir að sprengingin varð
reikuðu særðir vegfarendur um strætin
og reyndu að stöðva blóðrennsli úr
sárum eftir glerbrot sem hrundu úr
skýjakljúfum. J*——►
Deilur um íssöluna
olli sprengingunni í
flutningabilnum
—160 særðust og ótal rúður sprungu í nærliggjandi
skýjakljúfum splundruðust
Kalt strið og deilur milli tveggja
rjómaísfyrirtækja i New York hafa nú
færzt á mjög alvarlegt stig.
ísflutningabifreiðin, sem sprakk í
borginni um siðustu helgi mun vera
afleiðing þessarra deilna fyrirtækj-
anna. Þá slösuðust eitt hundrað og
sextíu manns, þar af fjórtán alvarlega.
Lögreglan t New York leggur ekki
trúnað á að frelsishreyfing Puerto
Rico hafi átt neinn þátt í sprenging-
unni þó félagar hennar hafi lýst þvi
yfir. Bifreiðir og eigur fyrirtækisins.
sem á bifreiðina sem sprakk í loft upp,
hafa áður orðið fyrir skemmdum and-
stæðinga. Einnig hafa komið
kvartanir til yfirvalda um að rjómaís
sé seldur úr flutningabifreiðum isfyrir-
tækisins.
Sérfræðingar lögreglunnar telja víst
að sprengja hafi valdið skemmdunum
á bifreiðinni. Um tima var talið að
slysasprenging i kælikerfi gæti hafa
valdið henni.
Eftir sprenginguna reikaði bjargar-
litið fólk lengi um á götunum i
nágrenninu og reyndi að stöðva blóð-
rennslið úr sárum sem komið höfðu, er
það skarst á glerbrotum. Mikið sprakk
af rúðum í nærliggjandi byggingum og
skýjakljúfum og féllu brotin á strætin.
Héldu glerbrotin áfram að falla lengi á
eftir því glerbrotum rigndi við minnsta
skjálfta eðaandvara.
Deila ísraels og Arabaríkjanna:
Nýjum tillögum Egypta
algjörlega hafnaö
Síðustu afskipti Bandaríkjanna, sem
leiddu til þess að Egyptar lögðu fram
nýjar tillögur til friðarsamninga í deil-
unni við Irsael, hafa ekki bætt stöðu
mála þar austur frá. Hafa ágreiningsmál
deiluaðila komið mun betur í Ijós. I
tillögum Egypta var meðal annars gert
ráð fyrir að Israelsmenn færu af Gaza-
svæðinu og vesturbakka Jórdanárinnar.
Var þá meðtalinn sá hluti Jerúsalem sem
þeir hertóku fyrir nokkrum árum en var
áður undir stjórn Jórdaníu.
Þessum hugmyndum hafa Israelar
algjörlega hafnað. Að sögn fréttastofa
krefjast ísraelar þess að Egyptar leggi
fram raunhæfar tillögur. Egyptar telja
sig aftur á móti hafa gert það og kalla
stefna ísraels ósveigjanlega.