Dagblaðið - 06.07.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1978.
7
Danmörk:
Fylltu peningaskáp-
inn af sandi og
sprengduí loftupp
— Danmerkurmet í bankaráni er nærri eitt hundrað
milljónum var stolið úr sparisjóðsútibúi
Mesta bankarán i afbrotasögunni i
Danmörku var framið á mánudaginn.
Var þá brotizt inn i sparisjóðsaf-
greiðslu í Alsgaarde og komust
þjófarnir á brott með um það bil tvær
milljónir danskra króna. Er það jafn
virði tæplega eitt hundrað milljóna i
íslenzkum gjaldmiðli.
Næturgeymsla sparisjóðsins eða
næturbox var sprengt upp. Við það
var beitt aðferðum. sem ekki hafa
áðursézt við innbrot i Danmörku.
Þess vegna telur lögreglan að hér
hafi verið á ferðinni óvenjufróðir at-
vinnuinnbrotsþjófar. Peningaskápur-
inn var fyrst fylltur af sandi og var
honum komið inn um samá op og
geymsluveski viðskipavina sparisjóðs-
ins eru sett i. Þar var sprengiefnið
einnig látiðfara niður.
Við sprenginguna valt peninga-
skápurinn á hliðina og opnaðist. Bak
hans sprakk úr og hafnaði i fimmtán
metra fjarlægð. Var þá hægt að
gramsa i þvi sem skápurinn hafði að
geyma. Hafði innihaldið alveg haldizt
óskemmt þrátt fyrir hina öflugu
sprengingu. Sandurinn. sem áður
hafði verið látinn renna inn i peninga-
skápinn, kom þar að góðu haldi og
varði peningana og þau skjöl sem þar
voru.
Vegna þess að innleggsblöðin
sem fylgdu peningasendingum frá
viðskiptavinum sparisjóðsins voru i
skápnum og eru horfin ásamt
peningunum gæti upphæðin. scm
vitað er að stolið var. reynzt hærri en
þær tvær milljónir.sem vitaðer um.
Lögreglan hefur spurmr af sants
konar vinnubrögðum \ið innbrot i
peningageymslur i Svíþjóð Er þvi
talið að þarna hafi jafnvel Ssiar verið
á ferðinni eða þá danskir félagar þeirra
i starfsgreininni. forframaðir hinum
megin við sundið.
«C
Rústir peningaskápsins sem sprengdur
var sjást í hakgrunni mvndarinnar.
Verið er að hreinsa glerbrot og
sandinn, sem var um alla bygginguna.
Voru það einu ummerkin sem
ræningjarnir skildu eftir, en þeir hofðu
aftur á móti á hrott með sér jafnvirði
eitt hundrað milljóna íslenzkra króna.
REUTER
Erlertdar
fréttir
REUTER
JimmyCarter
í minnstu áliti
fimm síðustu
forseta
Vinsældakannanir sýna að Banda-
rikjamenn hafa aldrei metið forseta sinn
jafn lítils frá þvi hann tók við embætti.
Aðeins 38% þeirra töldu sig vera
ánægða með störf forsetans. Niðurstöð-
ur þessarar könnunar bera með sér, að
vinsældir Jimmy Carters forseta hafa
fallið meira á fyrstu sautján mánuðum
valdaferils hans en nokkurra þeirra
fimm forseta sem ríktu á undan honum.
Utanrikisstefna forsetans veldur
mestri óánægju. Aðeins 29 af hundraði
þeirra sem spurðir voru felldu sig við
hana. Er það um það bil 10% færri en
var i april siðastliðnum.
ísraelsmenn
fá leyfi til að
selja þotur
tilFormósu
Bandaríkin hafa samþykkt að ísrael
endurselji Taiwan (Formósu) herþotur
fyrir rúmlega þrjú hundruð milljón
dollara samkvæmt fregnum CBS sjón-
varpsstöðvarinnar í gær. Leyfi Banda
rikjastjómar þurfti að liggja fyrir vegna
þess að hreyflar þotnanna eru fram-
leiddir þar.
Lögreglan
beitti
táragasi og
vatni gegn
kennurum
Lfg.-'glan i Perú beitti táragasi og
vatn' ■ 'iigum til að dreifa mannfjölda
vcm s,iina/l hafði saman i Cuzco, þriðju
stærstu borg landsins, í gær. Var verið
að lýsa yfir stuðningi við kröfur kennara
um hærri laun.
Er talið að verkfallið nái til 80% allra
rikisrekinna skóla i Perú. Opinbcrir
aðilar hafa hafið mikinn áróður gegn
samtökum kennara sem standa að verk-
fallinu og sakað þá um að reyna að
brjóta niður stjórn landsins og leppa
leiðina til lýðræðis. Ekki er nenia
mánuður siðan Perúmenn kusu scr
stjórnlagaþing. sem semja á nýja
stjórnarskrá. Ætlunin cr að þing
kosningar fari frani eigi siðar en innan
tveggja ára.
m
Vegna gífurlegrar sölu vantar okkur bíla á skrá—
Glæsilegur og bjartur
sýríingarsalur BÍLASALAN SKEIFAN
SKEIFUNNI11 - SIMAR 84848 0G 35335