Dagblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978.
9
Er hægt að auka og flýta nautgriparækt á íslandi?
FUOTVIRKARA AÐ FLYTJA
INN FRJÓVGUÐ EGG EN SÆÐI
— viðurkennir nautgriparæktarráðunautur
Er hægt að auka og flýta nautgripa-
rækt hér á landi? Þessu velta margir
neytendur fyrir sér og hafa þá einkum í
huga litið úrval af nautakjöti í
verzlunum.
„Nautgriparækt á íslandi er i
algjörum ólestri. Þar er úrbóta þörf og
óhæfa að draga það áratugum saman að
taka af skarið,” sagði Jón E. Sveinsson,
bóndi á Egilsstöðum, i samtali við DB.
Jón er í hópi þeirra bænda sem óánægðir
eru með seinagang í nautgriparækt hér á
landi. Telur hann að hægt sé að standa
öðruvisi að málum en gert er.
Fyrir nokkrum árum var gert átak til
að koma nautgriparækt á íslandi í betra
horf. Flutt var inn sæði af Galloway-
kyni frá Skotlandi og islenzkar kýr
frjóvgaðar með þvi. Kýrnar hafa síðan
verið i strangri einangrun í Hrísey, þvi
óttazt er að sjúkdómar geti brotiztút.
Lög frá Alþingi kveða á um strangar
varúðarráðstafanir við innflutning dýra
og verður að koma til samþykki yfir-
dýralæknis, Búnaðarfélagsins og
Tilraunastöðvar Háskólans að
Keldum. Lögin voru sett í kjölfar
mæðiveiki og garnaveiki, sem barst
hingað fyrir nokkrum áratugum með
erlendu sauðfé.
Ólafur E. Stefánsson, nautgripa-
ræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi
íslands, veitti DB þær upplýsingar að
fyrir árslok 1979 yröi sæði flutt úr
nautum sem borin eru í Hrísey og kýr á
nokkrum bæjum á landinu frjóvgaðar
með þvi. Er þess að vænta að upp úr
1982 komi nautgripir af Galloway-kyni
á markaðinn.
Jón E. Sveinsson á Egilsstöðum og
samherjar hans í bændastétt telja að sú
aðferð að flytja inn sæði sé allt of
seinvirk. Þeir segja að flýta megi ræktun
nautgripa hér á landi með því að flytja
inn frjóvguðegg.
Ólafur E. Stefánsson nautgripa-
ræktarráðunautur viðurkenndi í samtali
við DB að fljótvirkara væri að flytja inn
frjóvguð egg. „Ef heilbrigðisyfirvöld
samþykkja þessa aðferð og telja hana
örugga þá er hún fljótvirkari. Meðan
það liggur ekki fyrir ber að halda áfram
núverandi ræktunarstefnu," sagði hann.
Ólafur benti á að þegar hafizt var handa
við nautgriparækt í Hrisey hafi mjög
stórt skref verið stigið fram á við, ef
miðað væri við kyrrstöðuna sem ríkti
áður.
Það er Ijóst að ef bændurog neytendur
vilja að breytingar verði á stefnu i naut-
griparækt verða samtök þeirra að hafa
frumkvæði. Forystumenn Búnaðar-
félagsins ætla sýnilega ekki að taka af
skarið, sem Jón E. Sveinsson minntist á.
GM
Björgvin Júniusson (til vinstri) segir Hjalta Jóni Sveinssyni (t.hj og tæknimanni útvarpsins frá á kosningadag.
DB-mynd: Fax.
Framkvæmdastjóri
BÚHsegiruppífússi
Framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar hann láti af störfum sé fyrst og fremst
Hafnarfjarðar, Guðmundur R. Ingva- uppsögn verkstjóranna tveggja fyrir
son, hefur sagt upp störfum. Stafar skömmu. Telur hann að i þvi máli hafi
uppsögn hans af óánægju með lyktir verið beitt miklum rangindum og að
vinnudeilunnar í BÚH í síðasta mánuði. frystihúsi BÚH og Hafnfirðingum hafi
í greinargerð til útgerðarráðs segir verið gert illt eitt með þvi að láta undan
Guðmundur að ástæðan fyrir því að kröfum verkafólksins. -GM.
HLUSTAÐ A VORIÐ
MEÐ PÉTRIÖNUNDI
Út er komið lítið ljóðakver, Hlustað á eftir Pétur Önund og á hans eigin vegum
vorið, eftir Pétur önund Andrésson, 26 — hið fyrra kom fyrir tveimur árum.
ára gamlan Reykvíking. Kápumynd þessa kvers gerði Jens Krist-
Þetta er annað kverið sem út kemur leifsson. -ÓV.
r
Vinnuskoli Kópavogs i
heimsókn
Krakkar úr Vinnuskóla Kópavogs
komu í tveimur hópum á ritstjóm DB til
þess að fylgjast með því hvernig blað
verður til. Krakkarnir fóru um ritstjórn-
ina og fylgdust með skrifum blaða-
manna, útlitsteiknun og störfum Ijós-
myndara.
Eftir að hafa skoðað ritstjórnina fóru
krakkarnir i prentsmiðju og fylgdust
með tæknivinnunni og vonandi hafa
þeir haft bæði gagn og gaman af.
Myndin var tekin er fyrri hópurinn fór í
gegnum Dagblaðið í sameiningu. Þar
mátti sjá hvernig allt lítur endanlega út,
að lokinni samvinnu margra aðila. Nú
hafa krakkarnir væntanlega nokkra
hugmynd um það hvað mikil vinna
liggur að baki hverri blaðsíðu í blaði,
sem menn fletta daglega. JH
DB-mynd Hörður.
Utvarpað úr skáp á Akureyri
Á efstu hæð Barnaskóla Akureyrar er
skápur, sem einu sinni var geymsla fyrir
leikfimitæki. Hann er út undir súð við
austurvegg hússins og sýnist ósköp
Leiðrétt frétt f rá 27.6:
Gleymt að umreikna
eftir verðbólgu
Hörður Túliníus hjá fyrirtækinu
Hýbýli á Akureyri hafi samband
viö blaðið og var ekki ánægður
með frétt þess 27. júní sl. Þar er
sagt að Dælustöð Hitaveitu Akur-
eyrar hafi verið dýr í byggingu og
getið ummæla um að hún hafi
verið jafndýr fokheld og heil
blokk. Hörður sagði að þar sem
fyrirtækið Hýbýli byggði dælu-
stöðina og sér væri málið skylt
væri vert að taka fram að um ár
leið á milli þess tíma sem blokkin
var fokheld og þess er dælustöðin
var fokheld. Á þessu ári hækkaði
byggingarvisitala um 58.6% að
sögn Harðar og var því ekki um
sambærilega tölu að ræða. Hörður
sagði að umreiknað til verðlags i
desember ’77 kostaði blokkin 63
milljónir á meðan dælustöðin
kostaði 36 milljónir. Þar af fóru 4
milljónir í verk sem teljast má fyrir
utan sjálfa stöðina. Það kom fram
í fréttinni þann 27. að um slíkt
væri að ræða. DS
Vegna fréttar DB um 8 m skaðlaust fall:
Maðurinn skaddaður
áhrygg
Maður sá. sem féll ofan af húsi á
Teigunum um helgina. og DB
skýrði frá á mánudag. slapp ekki
. ómeiddur, eins og blaðið skýrði frá
eftir fáanlegum heimildum þá.
Hann mun hafa brákazt á hrygg
og rifbeinsbrotnað. svo eitthvaö sé
nelnt. Einnig hafa kunnugir
lesendur bent blaðinu á að svo hafi
mátt skilja sem maðurinn hafi
verið að þvælast uppi á þaki um
miðja nótt. og þá bætir
imyndunaraflið við orðinu:
drukkinn. Það er hér með leiðrétt.
ntaðurinn var allsgáður og var að
mála þak hússins. (;.S.
venjulegur skápur i heild sinni.
En þriðjungur þessa skáps er þó
merkilegur fyrir það, að þarna er
aðstaða Ríkisútvarpsins fyrir beinar út-
sendingar á útvarpsefni frá Akureyri.
Þarna eru einnig gerðar segulbandsupp-
tökur fyrir útvarpið.
Myndin er tekin á kosningadaginn
þegar Björgvin Júníusson, upptökustjóri
útvarpsins á Akureyri, sagði frá gömlu
húsunum í innbænum. Fax.