Dagblaðið - 06.07.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1978.
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaön*
Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjóffsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar.
Jóhannes Roykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. Aflstoöarfréttastjórar: Atii Steinarsson og Ómar
Valdimarsson, Handrít: Ásgrímur Pálsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásqgíf Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóncs Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnhojflur Krístjánsi'óttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson,-
Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóðsso«i.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorlerfsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorhofti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Tómatará haugana
Einai&unarstefnu
eykstfylgií
aþjóðaviðskiptum
— helzta viðfangsef ni á fundi æðstu manna vestvænna
iðnríkja í Bonn 16. júlí
Frétt Dagblaðsins um eyðileggingu
mikils magns söluhæfra tómata og
agúrkna vegna svokallaðs offramboðs
hefur vakið réttláta reiði almennings.
Neytendasamtökin hafa vaknað.
Umræður verða vonandi til þess, að
þessar einokunaraðferðir verða nægilega afhjúpaðár.
í allri gagnrýni á svonefnt auðvaldskipulag hefur
dæmi um eyðileggingu afurða til að halda uppi verði
borið hátt. Við búum við blandað hagkerfi. í orði
kveðnu eiga lögmál markaðarins hvarvetna að gilda.
Framboð og eftirspurn eiga að ráða verðinu. í reynd er
þessu þannig farið, að víða ríkir einokun, einkum á sviði
landbúnaðarframleiðslu.
Sölufélag garðyrkjumanna fullyrðir, að salan aukist
aðeins um fimm til tíu af hundraði, þótt verð þess-
ara afurða sé lækkað. í reynd þýðir það, að slík
verðlækkun hefur aldrei verið nægilega mikil eða
nægilega auglýst. Verð á tómötum og gúrkum þykir
flestum orðið býsna hátt. Kaup á þessum vörum eru
alitof lítil vegna hins háa verðs, enda þótt vítamín skorti
í íslenzka fæðu og brýna nauðsyn beri til að auka
grænmetisneyzlu þjóðarinnar. Á sama tíma flytjum við
inn niðursoðið gúrkusalat og asíur.
Neytendasamtökin hafa bent á leiðir til úrbóta, meðal
annars, að aftur verði seldar í verzlunum gúrkur og
tómatar annars flokks á lágu verði, kassar verði seldir á
heildsöluverði beint til neytenda á lágu verði og
neytendum leiðbeint um frystingu og niðursuðu græn-
metis.
Slík eyðilegging afurða, sem Sölufélagið gengst fyrir,
er ekki þolandi. Hér er um beint þjóðhagslegt tap að
ræða. Einokun af þessu tagi bitnar, þegar til lengdar
lætur, bæði á neytendum og framleiðendum.
Svör Sölufélagsins eru flest út í hött. Það lætur sem
svo, að nú geti þeir, sem haldið hafi uppi gagnrýni á
þetta háttalag, tekið við sölunni á svokallaðri offram-
leiðslu á tómötum og gúrkum. Gefið hefur verið í skyn,
að niðurgreiðslur komi til álita. Við höfum slæma
reynslu af niðurgreiðslu- og uppbótakerfi, þar sem fé er
tekið úr einum vasa neytenda til að setja í annan og fyrir
vikið haldið upp þjóðhagslega óhagkvæmum fram-
leiðsluháttum.
Tiliögur Neytendasamtakanna eru hið viturlegasta,
sem fram hefur komið í tómatamálinu svonefnda.
Hindra þarf, að slík eyðilegging verðmæta endurtaki sig.
Garðyrkjumenn eiga að una lögmálum markaðarins á
svipaðan hátt og til dæmis eggjaframleiðendur.
Hugsunarháttur einokunar er víða rótgróinn í fram-
leiðslu og viðskiptum hér á landi. Gjarnan er þessi
einokun í skjóli pólitískrar forsjár. Stjórnmálamennirnir
hafa veitt einokuninni blessun sína og að líkindum
fengið einhver atkvæði fyrir sinn snúð.
Snögg og ákveðin viðbrögð almennings við fréttunum
um evðileggingu söluhæfra tómata lofar góðu.
Nú verður að vinna markvisst að því að hnekkja
einokun. hvar sem hennar verður vart: Það er hagur
ne\ tendaog l'ramleiðenda, þegar öll kurl koma til grafar,
■ ig þjóðai ínnar allrar.
Eitt ískyggilegasta merkiö um alvar-
legt ástand í alþjóðaviðskiptum er
aukin tilhneiging þjóða heims til inn-
flutningstakmarkana. Rikisstjómir
sýna meiri og meiri tilhneigingu til
afskipta af inn- og útflutningi.
Sérfæðingar hafa ítrekað varað við
þessari þróun. Jafnvel hafa ýmsir
stjórnmálamenn komið með varnaðar-
orð, jafnvel stjórnmálamenn frá þeim
rikjum, sem beitt hafa sér fyrir inn-
flutningstakmörkunum.
Síðastur áhrifamanna, sem rætt
hefur um þessa þróun, er japanski ráð-
herrann Nobuhiko Ushiba, sem fer
með utanríkisviðskipti. Taldi hann að
áframhaldandi óvissa og einangrunar-
stefna í viðskiptum heimsins gæti leitt
til algjörrar óreiðu á því sviði.
Orð japanska ráðherrans eru
samhljóða áliti annarra sérfræðinga i
alþjóðaviðskiptum. Tclja þeir að ef
haldið verði áfram á sömu braut gæti
komið til nokkurs konar viðskipta-
stríðs milli ríkja heims. Þá mundi hver
þjóð reyna að hindra innflutning vara
annars staðar frá. Reynt yrði með
ýmsum ráðum að vernda innlenda
framleiðslu og ríkisstjórnir mundu
reyna að aðstoða þá innlendu fram-
leiðslu sem í vök ætti að verjast.
Væri þá aftur snúið til einangrunar-
stefnunnar, sem rikti á tímum krepp-
unnar miklu um 1930 og árunum þar
á eftir.
Stefna efnahagssérfræðinga og leið-
andi stjórnmálamanna á Vestur-
löndum hefur verið sú að auka sem
mest viðskipti milli landa. Hafa þeir
talið þá leið vænlegasta til að halda
uppi góðum lífskjörum. Þá gæti hvert
land eða landshluti einbeitt sér að
þeirri framleiðslu sem hagkvæmust
væri þar. Efnahag rikja væri bezt
komið með sem frjálsustum
viðskiptum milli landa. Samkvæmt
þessari stefnu er heppilegast að líta á
heimsviðskiptin eins og á efnahagslíf
þjóðar. Allar takmarkanir þar á séu af
hinu illa.
Til dæmis ætti að leggja niður þá at-
vinnugrein sem ekki væri samkeppnis-
fær eða úrelt. Starfsfólk sem við það
starfaði yrði þá að snúa sér að öðrum
verkefnum, samkvæmt kenningunni
um frjáls heimsviðskipti. Þá ætti ríkí,
sem kæmist að þeirri niðurstöðu að
skipasmíðar þess væru dýrseldari en
keppinautanna, að verzla við hina
síðarnefndu.
Talsmenn frjálsra viðskipta telja
að á þennan hátt nýtist hráefni á hag-
kvæmastan hátt og séu notuð á sem
arðsamastan hátt. Efnahagslif
þjóðanna verði blómlegt, eftirspurn
aukist og allir séu ánægðir.
Að venju hefur gengið erfiðlega að
samræma kenninguna raunveru-
leikanum. Stjórnmálamenn og áhrifa-
hópar hafa oft á tíðum aðra hagsmuni
i huga. Einnig er erfitt að sýna tals-
mönnum atvinnulausra fram á tvi-
Aukin tilhneiging til verndar
innlendri framleiðslu er í algjörri and-
stöðu við þá stefnu, sem verið hefur
rikjandi í viðræðum iðnríkja heimsins
um hugsanlegt samkomulag um við-
skipti og tolla. Eru það hinar svo-
nefndu GATT viðræður. Þær hafa
staðið um árabil og hugmyndin hefur
verið sú að komast að sameiginlegu
samkomulagi sem tæki gildi i byrjun
næsta áratugs.
Munu æðstu menn helztu iðnríkja
hins vestræna heims hittast í Bonn í
Vestur-Þýzkalandi um miðjan þennan
mánuð. Á að leggja fyrir þá uppkast
*að Gatt samkomulagi.
Ástand dollarans á alþjóðagjald-
eyrismörkuðum hefur ekki bætt
ástandið i alþjóðaviðskiptum að und-
anförnu. Hagur fólks hefur verið
góður i Bandaríkjunum á síðustu
mánuðum. Hefur það leitt til aukinnar
eftirspurnar þar eftir erlendum vörum.
Afleiðingin hefur orðið verulegur
viðskiptahalli Bandaríkjanna.
mælalaust réttmæti frjálsra viðskipta.
Vanþróuð riki hafa einnig átt í
erfiðleikum með að aðlaga sig þessum
viðskiptakenningum. Þar eru ýmis
höft réttlætt rneð þvi að nauðsynlegt
sé að vernda nýuppbyggðan iðnað,
sem standi á brauðfótum. í iðnþróuðu
rikjunum hafa þær raddir aftur á
móti orðið æ háværari, sem krefjast
verndar á innlendum iðnaði. Er það
oft gert i skjóli atvinnuleysis. Er þá oft
fullyrt að hér verði aðeins um tíma-
bundna aðstoð að ræða. Atvinnuveg-
irnir muni blómstra eftir, aðeins ef
timi gefist til að undirbúa sig undir
samkeppnina við aðrar þjóðir.
Bandarískir kaupsýslumenn saka
aðrar þjóðir og þá sérstaklega Japani
um að hafa ekki gætt þess að auka
kaupgetu almennings heima fyrir.
Hafi atvinnuvegir þessara landa þvi
notið góðs af aukinni kaupgetu og
eftirspurn í Bandaríkjunum án þess að
eftirspurn ykist hjá þeim samhliða.
Talið er vist að mál þessi verði
gaumgæfilega rædd á fundi æðstu
manna iðnríkja í Bonn. Ljóst er að
stefnan um sem frjálsust viðskipti
ríkja á milli verður þar rikjandi, í það
minnsta i orði. Hvernig gengur að
framfylgja henni á borði getur aðeins
framtiðin leitt i Ijós.
Vanþróaður iðnaður rikja þriðja heimsins á í miklum erfiðleikum með að standast samkeppnina á alþjóðamörkuðum. Hann
hefur cinnig staðið höllum fxti gagnvart aukinni tilhneigingu iðnrikja yesturlanda til að takmarka innflutning.
^ -