Dagblaðið - 06.07.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978
Leiknir
og Höttur
sigruðu í
F-riðli
Tveir leikir fóru fram i 3. deild
íslandsmótsins, i F-riðli, I gærkvöld.
Leiknir frá Fáskrúðsfirði fór suður á
Breiödal og lók við Hrafnkel Freysgoða.
Leiknir sigraöi 2—1.
Jón Jónasson náði forustu snemma i
lciknum fyrir Hrafnkel cn Kjartan
Reynisson jafnaði með þrumuskoti. Og
Leiknir lót ekki þar við sitja, skoraði
fljótlega annað mark — og það með all-
sérstæðum hætti. Eins og gengur og
gerist var dómgæzlan slök. Knötturinn
fór í hönd eins varnarmanns Hrafnkels
og dómarinn dæmdi óbeina aukaspyrnu
— leikmenn Leiknis mótmæltu, vildu
viti. Þá breytti dómarinn dómi sínum,
dæmdi beina aukaspyrnu, innan vitateigs
Hrafnkels! Og Helgi Ingason skoraði
beint úr spyrnunni, 2—1. öll mörkin því
í fyrri hálfleik en mikil harka var I
leiknum og að ósekju hefði mátt sýna
leikmönnum fleiri gul spjöld en gert var.
Á Seyðisfirði hlaut Höttur frá Egils-
stöðum sin fyrstu stig, sigraði Huginn.
Leikmenn Hattar gáfust ekki upp þrátt
fyrir að þeir skoruðu sjálfsmark þegar á
fyrstu mínútu leiksins — hcldur sóttu í
sig veðrið og Finnur Ingólfsson skoraði
tvivegis fyrir Hött, sanngjarn sigur, 2—
1. Þar með er 6. umferöum lokið í F-
riðli, Huginn er nú með 4 stig, Höttur 2
stig.
-VS.
Enn a-þýzkt
heimsmet
Fjórða heimsmetið leit dagsins Ijós á a-
þýzka meistaramótinu i sundi i A-Berlin
í gærkvöld. Barbara Krause setti heims-
met i 100 metra skriðsundi, annað
heimsmet hennar á meistaramótinu. Hún
synti á 55.14 en spáði þvi að heimsmct
hennar mundi ekki standa lengi. „Sá sem
vinnur I heimsmeistaramótinu í V—
Bcrlín mun að öllum Ifkindum synda á
betri tima,” sagði hin 19 ára gamla Bar-
bara Krause.
Með heimsmeti sínu bætti Krauser
heimsmet Korneliu Ender frá Montreal,
1976 — og þar með missti Ender sitt
siðasta heimsmet, en hún hefur dregið
sig i h'é.
Stefán
Ingólfsson
formaður KKÍ
Körfuknattleiksþing 1978 var haldið
að Hótel Esju 9—10. jtini sl.
í skVrslu fráfarandi stjórnar kom fram
að þröngur fjárhagur sambandsins setti
mjög mark sitt á starfsemina sl. ár.
Stjórninni tókst þó að rétta fjárhaginn
nokkuð og skilaöi starfsemi siðasta árs
rúmum 900 þús. kr. tekjuafgangi.
Fjárhagur sambandsins er þó enn bág-
borinn og skuldir nema 4 millj. kr.
Stærsta verkefni síðasta starfsárs var
Norðurlandamót í körfuknattleik sem
haldið var hér dagana 21.—23. apríl.
Voru þingfulltrúar á einu máli um að
framkvæmd mótsins heföi tckist mjög
vel. Var Polar Cup nefnd sem annaðist
alla framkvæmd mótsins færðar sér-
stakar þakkir. Nefndina skipuðu: Helgi
Ágústsson, formaður, Einar Matthías-
son og Þorsteinn Hallgrimsson.
Á þinginu voru samþykktar umfangs-
miklar breytingar á lögum sambandsins
og reglugerðum. Þær miða einkum að
þvi að auðvelda framkvæmd komandi
íslandsmóts, en eins og kunnugt er
verður keppnin mun flóknari en áður
með tilkomu hinnar nýju Úrvalsdeildar.
Samkvæmt fjárhagsáætlun sem þingið
samþykkti fyrir komandi starfsár verður
velta sambandsins 9,2 millj. Stærstu út-
gjaldaliðir eru skrifstofukostnaður 2,85
milljónir og greiösla upp I skuldir 2,0
millj. t stjórn næsta ár voru kjörnir:
Stefán Ingólfsson, formaður, Helgi
Árnason, Páll Júliusson, Sigurður Jóns-
son og Þórdis Kristjánsdóttir.
— Guðmundur Baldursson, átti snjallan
leik I Hafnarfirði.
Jaf nt án marka í Kapla-
krikaí leikFH ogFram
— og liðin verða að reyna með sérafturíbikarkeppni KSÍ
FH og Fram tókst ekki að ná fram úr-
slitum i uppgjöri liðanna i 16-liða úr-
slitum bikarkeppni KSt í Kaplakrika i
gærkvöld, markalaust jafntefli þrátt fyrir
framlengingu. Liðin verða því að reyna
aftur og þá í Laugardal.
Það voru engin mörk i Kaplakrika en
þrátt fyrir það voru marktækifærin til
KS mætir
Valsmönnum
íkvöld
Síðasti leikur 16-liða i bikarkeppni
KSÍ fer fram í kvöld á Siglufirði. Þá
hefja bikarmeistarar Vals vörn sina á
bikarnum er þeir leika við KS. Þegar
hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum
íslandsmeistarar ÍA, Þróttur, KR,
Einherji, ÍBV, Breiðablik og siðan eiga
Fram og FH eftir að leika öðru sinni.
staðar. Góð markvarzla Guðmundar
Baldurssonar i marki Fram kom í veg
fyrir mark, já eða mörk FH. Hann
bjargaði vel frá Janusi Guðlaugssyni og
tvívegis varð hann að taka á honum
stóra sínum við að verja góð skot frá
Pálma Jónssyni. Þá bjargaði Rafn
Rafnsson á linu — FH átti tækifærin til
íþróttir
HALLUR
HALlSSON
Sjö mörk í Laugardal er
Þróttur lagði Keflavík
Þróttur sigraði 4-3 ogþvfáfram í8-liða úrslit
Þróttur tryggði sér sæti I 8-liða úr-
slitum bikarkeppni KSÍ með sigri á ÍBK,
4—3, í Laugardal í gærkvöld. Þorgeir
Þorgeirsson skoraði þrennu fyrir Þrótt
og lagði grunn að sigri, öruggari sigri en
tölurnar segja til um.
Það er greinilegt að Þróttarar eru nú
mjög að sækja í sig veðrið i knatt-
spyrnunni. Þeir sigla nú lygnan sjó í 1.
deild, með níu stig að loknum níu
leikjum — virðast hafa fest sig í sessi
þar. Og sigur þeirra gegn ÍBK gefur
fyrirheit um góða frammistöðu í
bikarnum.
Þróttur náði forustu á 34. minútu
fyrri hálfleiks er Þorgeir Þorgeirsson
skoraði. En Adam var ekki lengi í
Paradís, aðeins fjórum minútum síðar
jöfnuðu Keflvikingar og þá var að verki
Ómar Ingvason, en Rúnar Gislason,
markvörður Þróttar, hefði átt að geta
komið i veg fyrir markið.
Staðan í leikhléi var I — 1, en þegar á
9. minútu síðari hálfleiks náði Páll Ólafs-
son forustu fyrir Þrótt, 2—1. Þorgeir
Þorgeirsson jók siðan muninn i 3—I og
enn hafði hann ekki sagt sitt siðasta orð,
ÞYZK LIÐ VIUA
HENRIK AGERBECK
Danskir knattspyrnumenn eru ávallt
mjög I sviðsljósinu og þegar danska
landsliðið lék hér við ísland I Reykjavík
var Karl Heinz Ruhl þjálfari Borussia
Dortmund í Bundesligunni í V-Þýzka-
landi, hér I Reykjavík og fylgdist með
leiknum.
Ruhl hefur mikinn hug á að fá Henrik
Agerbeck og þeir ræddu saman.
Agerbeck er nú markhæstur i 1.
deildinni í Danmörku, og Eintracht
Frankfurt hefur þegar gert honum
tilboð, gott tilboð. „Borussia Dortmund
verður því að leggja fram betra tilboð ef
ég á að fara til þeirra,” sagði Agerbeck.
Ljóst er að Agerbeck fer í knattspyrnu
á meginlandi Evrópu, væntanlega til V-
Þýzkalands.
kom Þrótti í 4— I. Öruggur sigur virtist I
höfn, Þróttarar slökuðu á, nokkuð sem
ávallt verður að varast. Á síðustu
minútunum skoruðu Keflvikingar
tvivegis — Einar Ólafsson, 4—2, og
Gísli Torfason úr viti, 4—3. En of stutt
var til leiksloka og Þróttur heldur áfram
í 8-liða úrslit.
að skora og hefði átt að bera sigur úr
býtum.
En Iitlu munaði í framlengingunni að
Fram skoraði, Pétur Ormslev fór þá illa
að ráði sínu, í upplögðu tækifæri skaut
hann framhjá og FH-ingar sluppu með
skrekkinn.
Það er greinilegt að FH-ingar sækja
nú mjög I sig veðrið eftir ákaflega slaka
byrjun í íslandsmótinu. Liðið er mun
heilsteyptara nú, meira öryggi og endur-
koma Þóris Jónssonar hefur styrkt liðið
mjög, auk þess sem Leifur Helgason er
ávallt hættulegur.
íslenzkur
sigurf
Kópavogi
— gegn færeyska
drengjalandsliðinur3-0
íslenzka unglingalandsliðið 14—16
ára sigraði í gærkvöld Færeyinga, 3—0,
í Kópavogi. Staðan í leikhléi var 0—0
en íslenzku’piltarnir fóru af stað í siðari
hálfleik og tryggðu sér sigur.
Þegar á 10. mínútu siðari hálfleiks
skoraði Jón Þór Brandsson eftir að
Jóhannes Sævarsson hafði einleikið i
gegn um vörn færeyska liðsins og skotið
að marki. Færeyski markvörðurinn hálf-
varði og knötturinn féll fyrir fætur Jóns
Þórs semskoraði.
Á 21. minútu jók ísland forustu sína
er Lárus Guðmundsson skoraði laglega
yfir færeyska markvörðinn, vippaði
knettinum laglega yfir markvörðinn. Á
30. mínútu skoraði ísland sitt þriðja
mark, Sigurður Grétarsson úr
vítaspyrnu.
Einherji áfram í
8-íiða úrslitin
r
í fyrsta sinn, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi, Olafsvik
Einherji frá Vopnafirði komst I fyrsta
sinn I sögu félagsins i 8-liða úrslit hikar-
keppni KSÍ með öruggum sigrí á Víking,
Ólafsvík, 3—1 á Vopnafirði. Einherji
hefur staðið sig mjög vel I 3. deild, hefur
örugga forustu, nánast tryggt sér sæti i
úrslitakeppni 3. deildar — haft yfirburði
fyrir austan.
Og Einherji sannaði í gærkvöld að
Austfjarðaliðin eru I mikilli sókn. Nú
eiga Austfirðir tvö lið ■ í 2. deiid er
Allan Simonsen
til Barcelona
— líklegt að Daninn Allan Simonsen
leiki með Barcelona í vetur
Flest bendir nú til að Allan
Simonsen, Daninn snjalli hjá Borussia
Mönchengladbach leiki með Barcelona á
Spáni næsta vetur. Simonsen fór til
Barcelona til viðræðna við forráðamenn
spánska liðsins, sem nú leitar Ijósum
logum að leikmanni til að fvlla skarð
Johan. Crijuff.
Enn hefur ekkert verið gefið upp, hve
dýr Allan litli Simonsen verður
Barcelona. Hann er annar leikmaður
Borussia Mönchengladbach á
skömmum tíma sem heldur til Spánar.
Áður hafði v-þýzki landsliðsmaðurinn
Rainer Bonhoff gert samning við
Valencia — en þar leikur einnig Mario
Kempes, markhæsti leikmaður HM,
með 6 mörk og tvö síðustu keppnistíma-
bil hefur Kempes verið markhæsti leik-
maður á Spáni, með 24 og 28 mörk.
Fari Simonsen til Barcelona þá fylgir
hann í kjölfar þriggja leikmanna
Borussia Mönchengladbach er haldið
hafa í hina suðrænu sól. Eins og áður
var minnzt á skrifaði Rainer Bonhof
nýlega undir samning með Valencia,
Daninn Henning Jensen hélt fyrir
tveimur árum til Real Madrid og leikur
þar nú en áður hafði Gunther Netzer
farið frá Borussia til Real Madrid.
Aður en Barcelona sneri sér að Allan
Simonsen, knattspyrnumanni Evrópu,
reyndi Barcelona að fá Kevin Keegan,
annan lítinn mann með stórt hjarta, í
sínar raðir. Keegan, leikur með
Hamburger SV en þýzka liðið neitaði að
selja Keegan þrátt fyrir að 2 milljónir
sterlingspunda væru í boði.
— Allan Simonsen, til Barcelona
öllum likindum.
spjara sig vel — og sigur Einherja
staðfestir enn styrkleika liðsins þvi
Vikingar frá Ólafsvik hafa verið sterkir,
á mælikvarða 3. deildar.
Ólafur Ármannsson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Vopnfirðinga og
fjölmargir áhorfendur á Vopnafirði voru
sannarlega með á nótunum. Baldur
Kristjánsson skoraði siðan annað mark
Einherja, 2—0. og virtist stefna í
öruggan sigur Einherja — staðan I
leikhléi var2—0.
En Víkingar voru ekki af baki dottnir
og Birgir Þorsteinsson minnkaði muninn
i 2—1. Leikmenn Einherja létu ekki
deigan síga og Steindór Sveinsson
tryggði sigurinn nteð þriðja marki
Einherja, 3—1. Einherji því í 8-liða úr-
slitum en áður hafði Einherji slegið út 2.
deildarlið Austra frá Eskifirði.,
Öldungarnir
bitust um
„Hornið”
1 fyrradag var haldin opin öldunga-
keppni á Nesvellinum, en keppt var um
„Hornið”, sem auglýsingaþjónustan h/f
gaf til árlegrar keppni.
Úrslit:
Óli B. Jónsson NK 43-42-85-14 = 71
Gunnar Pétursson NK 42-42-84-12 = 72
Ingólfur Isebann GR 43-43-86-13 = 73
Fyrir að vera næstur holu á 6. braut
hlaut Lárus Arnórsson GR, glæsileg
aukaverðlaun.
Keppendur voru 22 úr hinum ýmsu
klúbbum. rl