Dagblaðið - 06.07.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1978.
15
X&ffámtMvMÁétötW0W*%!&.
Lína langsokkur eins og við þekkjum hana úrsjónvarpinu.
LINA LANGSOKKUR HEFUR
STÆKKAÐ OG
FRÍKKAÐ
Inger hefur gefið út poppplötur
og þú er líka eins gott að hlusta
áþær.
Lína iangsokkur er og verður alltaj
Llna langsokkur, en stúlkan sem lék
Linu langsokk eldist og breytist. Það er
Inger Nilsson sem nú hefur gefið út
plötur bteði með lögum um Línu og svo
venjulegri poppmúsík. Hún vonast til að
geta orðið frœg söngkona með
timanum en hún hefur einnig mikinn
áhuga á að verða leikkona. Það eru nú
tíu ár siðan Inger lék Llnu langsokk I
sjónvarpsþáttunum en ekki hafa
vinsœldir þáttarins minnkað á þessum
tíu árum.
Nú er Inger oróinn 19 ára gömui og
hugsar eflaust um eitthvað annað en
Línu langsokk. Inger hefiir verið i skóla
svo hún verður að láta alla sína fram■
tíðardrauma bíða að minnsta kosti
þangað til hún er búin að lœra.
i &. %<
% “ 5
Lína langsokkur eins og hún lítur út í dag.
Inger Nilsson hefur stóra mynd
af Línu í herberginu svo hún
gleymi henni nú ekki.
Það virtist ekki erfitt fyrir Ltnu
að lyfta tveim lögregluþjónum.
Morðingjar hennar voru 4 og 6 ára
Börnin í enska iðnaðarbænum
Wolverhampton komu oft inn til hinnar
84 ára gömlu Kate Willits og léku sér
hjá henni. Hún lá yfirleitt í rúminu og
var ánægð að fá heimsókn. Nokkur
barnanna höfðu fundið það upp með sér,
að ef þau voru með hávaða eða
eyðilögðu eitthvað í stofunni fengu þau
smápening til að hætta því.
En núna koma þar ekki fleiri börn,
húsið er lokað og Kate Willits eða
„Besta” eins og börnin kölluðu hana
liggur nú grafin í kirkjugarðinum. Þeir
síðustu sem heimsóttu hana voru tveir
drengir, sex ára kynblendingur Clinton
Easy og leikfélagi hans, sem er
tveim árum yngri, Kinverjinn
Won Wong. Þessir drengir slógu
gömlu konuna i höfuðið með múr-
steini, vegna þess að annar fékk
ekki pening hjá henni. Þegar drengirnir
áttuðu sig á því að konan var dáin fóru
þeir út og héldu áfram að leika sér. En
þegar barnabarn gömlu konunnar kom i
heimsókn til hennar sama dag æptu
drengirnir á hana og sögðu að hún þyrfti
ekki að koma meir: „Besta er dauð, við
slógum hana í hausinn með múrsteini.”
Lögreglan yfirheyrði drengina og þeg-
ar þeir höfðu sagt frá öllu, fengu þeir að
Síðasta myndin af Kate Willits fyrir
morðið.
fara aftur út að leika sér. 1 Englandi er
ekki hægt að refsa bömum innan við 10
ára, og barnaverndarráð hefur heldur
ekki afskipti af þessu.
Eftir dauða Kate Willits, sem
auðvitað kom af stað miklu umtali og
hræðslu manna, hafa drengirnir Clinton
og Wong orðið hetjur bæjarins, í augum
barnanna og börnin líta upp til þeirra og
eru ekki hrædd við að umgangast þá.
Áður en drengirnir köstuðu steinin-
um í höfuð gömlu konunnar, höfðu þeir
verið að teika sér í stofunni hjá henni; er
þeir gerðust uppivöðslusamir og byrjuðu
að tæta úr skúffunum hennar og rífa út
úr skápnum, bað hún þá að fara.
Wong hætti að tæta og að launum gaf
hún honum pening. Þegar Wong hafði
fengið pening vildi Clinton lika fá
pening, en það vildi gamla konan ekki.
Og þess vegna tók hann múrsteininn
sem hann hafði komið með inn og
kastaði í höfuð gömlu konunnar.
Fréttin um dauða Kate Willits hefur
farið um England eins og eldur í sinu, og
fólk vill að drengirnir verði lokaðir inni
eða settir á barnaheimili. Ekki bætir
það úr skák að drengirnir eru litaðir.
England hefur mikið kynþáttavandamál
og margir hvítir segja að dökkir séu
viðriðnir öll vandamál í landinu.
Faðir Clintons er negri en móðir hans
irsk, svo þeirra mál eru ekki góð í augna-
blikinu. En ennþá verra er það fyrir
móður Woogs, því að hún er kinversk og
getur ekki einu sinni talað ensku. Hún
hefur fengið lögfræðing til að fara í mál
við þýzka blaðið „Bild am Sonntag”.
Fyrir stuttu birti þetta blað ýtarlega
grein um mál þetta og sýndi myndir af
drengjunum, sem auðvitað er ólöglegt.
Drengirnir geta slegið gamla konu í hel
án þess að það geri þeim mein, en ljós-
myndaranum má refsa fyrir að taka
myndir afþeim.
Myndirnarsem birtust af drengjunum íþýzka blaðinu „Bildam Sonntag".