Dagblaðið - 06.07.1978, Side 24
Ný skríða verð-
hækkana framundan
Útlit er fyrir skriöu verðhækkana
næstu vikurnar. Hitaveita Reykja-
víkur hefur óskað eftir að fá að hækka
gjaldskrá sína um 33,5% frá 1. ágúst.
Rafmagnsveitur ríkisins hafa farið
fram á 8,3% hækkun frá sama tima og
50% af væntanlegri hækkun á gjald- Ólafssonar verðlagsstjóra liggja rafmagnsveitu er háð sam-
skrá Landsvirkjunar. Þá er yfirvofandi fjölmargar beiðnir um hækkanir á þykki iðnaðarráðuneytis. Hækkun
15% hækkun á dagvistargjöldum í vöru og þjónustu fyrir verðlagsnefnd. dagvistargjalda í Reykjavík er háð
Reykjavík, en slík hækkun hefur þeg- Hann gat þó ekki skýrt frá þvi hvaða samþykki borgarstjórnar.
ar verið samþykkt á Akureyri. hækkanir væri um að ræða. GM
Samkvæmt upplýsingum Georgs Hækkun á gjaldskrá hitaveitu og
Bráðabirgða-
ráðherrar hraða
stöðuveitingum
forsætisráðherra veitir stöðu Husa-
meistara ríkisins og utanríkisráð-
herra skipar nýjan sendiherra í Bonn
Athygli hefur vakið að ráðherrar
þeirrar rikisstjórnar sem nú situr til
bráðabirgða hafa undangengna daga
beitt embættisvaldi sínu og skipað menn
í mikilvægar stöður. 1 gær barst
fjölmiðlum tilkynning um það að for-
sætisráðherra hefði skipað Garðar
Halldórsson yfirarkitekt í stöðu húsa-
meistara ríkisins.
Þá mátti lesa það í Morgunblaðinu i
morgun, að utanríkisráðherra hefði
skipað Pétur Eggerz sendiherra í Bonn i
stað Níelsar P. Sigurðssonar.
DB hafði samband við ráðuneytin tvö
i morgun og lagði þá spurningu fyrir
skrifstofustjóra utanrikisráðuneytis og
ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis
hvort slíkar stöðuveitingar væru eðlileg-
ar eins og á stæði.
Skrifstofustjóri utanrikisráðuneytisins
kvaðst ekkert vilja um það segja hvort
stöðuveitingin væri eðlileg. Hér væri um
pólitíska ákvörðun að ræða. Samkvæmt
lögum væru menn skipaðir einu sinni í
utanríkisþjónustuna og ráðherra gæti
síðanflutt þátil.
Guðmundur Benediktsson
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
sagði að staða húsameistara hefði verið
auglýst 3. júni sl. eða vel fyrir kosningar.
Fresturinn rann síðan út 5. júli. „Það
eru mýmörg fordæmi fyrir slíkum
stöðuveitingum,” sagði Guðmundur,
„en það er ekki okkar kontóristanna að
leggja dóm á þær.”
JH.
Grindurnareiga að
draga úr hraðanum
— áslysagötu
„Þær tilraunir sem nú eru gerðar á
Nesvegi miða að því að draga úr hraða
ökutækja og beina umferðinni i ríkari
mæli um Hringbraut og Eiðsgranda,”
sagði Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn
á Seltjarnamesi, er við spurðum hánn,
hvaða tilgangi grindurnar dularfullu á
Nesvegi ættu að þjóna.
Sæmundur sagði að þama hefðu slys
verið tið, m.a. þrjú dauðaslys á siðustu
árum. „Hafa þau oft orsakazt af því að
bílar koma vestan Nesveg af 18 metra
götu og ætla að halda sama hraða á 9
metra götu. Þessi aðgerð er gerð að
undirlagi skipulagsarkitekta bæjarins,”
sagði Sæmundur að lokum. -GAJ-
Vid öllu búinn
Þótt sólin sklni á beran kroppinn er betra að vera við öllu búinn. Aldrei er að vita
hvencer himininn getur dottið ofan á litla kolla og þess vegna er tryggara að bera
hjálm. Með sverðinu — þótt frumstœtt sé — má verjast villimönnum og villidýrum I
skóginum á bak við. En annars er allt I lagi lagsL DB-mynd.
JAPÖNSK STÚLKA LÝKUR PRÓFI í
GUÐFRÆÐI VK> HÁSKÓLA ÍSLANDS
Það var mikið klappað í Háskóla-
bíói 24. júní sl. er dr. Þórir Kr.
Þórðarson, forseti guðfræðideildar
H.Í., lýsti Miyako Kashima Þórðarson
kandidat í guöfræði og gat þess jafn-
framt, að hún væri fyrsti japanski
stúdentinn sem lyki prófi frá Háskóla
íslands.
Það er ekki á hverjum degi sem
kvenfólk lýkur prófi í guðfræði hér á
íslandi og því ekki svo undarlegt, að
þaö veki athygli er japönsk stúlka
lýkur slíku prófi. Áður höfðu aðeins
tvær konur lokið embættisprófi í
guðfræði frá H.í. Geirþrúður
Bernhöft og Auður Eir Vilhjálms-
dóttir.
Miyako kom hingað til lands fyrir
10 árum og stundaði fyrst nám í
islenzku. Jafnframt sótti hún töluvert
kirkju til að hlýða á talað íslenzkt mál.
I -------------------------------------
Þannig fékk hún áhuga á kristinni trú
og lét innritast í guðfræðideildina.
Námið hefur gengið vel hjá Miyaki,
og er árangur hennar ekki síst
athyglisverður fyrir þá sök, að í
guðfræðideildinni eru flestar
kennslubókanna á erlendum tungu-
málum, en prófúrlausnum þarf vita-
skuld að skila á íslenzku. En Miyako
er mikil málamanneskjaog lét sig t.d.
ekki muna um að taka 1. ágætis-
einkunn í hebresku og það þrátt fyrir
að kennslubókin var á sænsku.
Miyako er þriðji útlendingurinn,
sem lýkur guðfræðiprófi frá H.í
Miyako er óráðin í hvað hún hyggst
fyrir í framtiðinni en í haust ætlar hún
í fri til Japans. Hún er gift Sigfúsi
Gauta Þórðarsyni lögfræðingi og eiga
þau eina dóttur.
-GAJ-
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978.
Cimarro•
bræðurá
vírínn
á morgun
Sirkus-bræðurnir Cimarro hafa
ákveðið að láta verða af hjólreiðunum á
milli Hallgrimskirkjuturns og
Iðnskólans í hádeginu á morgun — ef
veður leyfir.
Var hafizt handa við að strengja
virinn á milli húsanna tveggja í morgun
og ætti því að ljúka í dag. Á morgun,
rétt áður en bræðurnir hefja sýningu,
verður hjóli þeirra komið fyrir á, vírnum
með aðstoð kranabíls.
Leyfi veður ekki hjólreiðarnar á
morgun, verður gerð önnur tilraun í
hádeginu á laugardag.
ÓV.
Loftferðasamningarnir
við Breta:
Treglega
gengurað
semja
Samningar hafa ekki tekizt milli Breta
og íslendinga um flugleiðina Glasgow—
Kaupmannahöfn og hafa samninga-
viðræður gengið fremur treglega. Þeim
hefur nú verið frestað um óákveðinn
tíma.
Fulltrúar íslendinga hafa boðizt til að
fækka eitthvað ferðum milli borganna
og jafnframt takmarka árlegan farþega-
fjölda. Krafa Breta var í upphafi sú að'
Flugleiðir hættu flugi á þessari leið á
næstu mánuðum. Hafa þeir nú boðið
nokkurn aðlögunartima, jafnvel til 1.
nóv. 1979.
íslendingar hafa lagt á það áherzlu
hve flug á umræddri flugleið sé þeim
mikilvægt og jafnframt bent á þá
staðreynd að flug þetta hafi viðgengizt
allt frá árinu 1950 og ísiendingar því
áunnið sér hefð hvað það varðar.
Slík var staðan i gær þegar brezku
fulltrúarnir héldu heimleiðis með það
m.a. i huga -að ræða frekar röksemdir
íslendingar við sína heimamenn. -J Á.
Kaupið
TÖLVUR *
5 TÖLVUUR «
BANKASTRÆTI8