Dagblaðið - 07.07.1978, Side 1

Dagblaðið - 07.07.1978, Side 1
4. ÁRG.— FÖSTUDAGUR 7. JÍJLÍ1978- 144.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.- AÐALSÍMI 27022. iFlStaðhæft að styrkurinn norrænna I ■ 4% ■ ■ ■ ■ F ■ ■ £ | nemi 33 milljonum alls ■■■■■■■ — en hvar er þá helmingur þess fjár niðurkominn? Enn fæst ekki botn í málið, sem spunnizt hefur af fjárhagsstuðningi jafnaðarmannaflokka á Norðurlönd- um við Alþýðuflokkinn. Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Dagblaðið hefur fengið frá Noregi, nemur heildarupphæðin að minnsta kosti 33 milljónum króna. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, itrekaði enn einu sinni í morgun að flokkurinn hefði alls ekki fengið nema 15—16 milljón krónuralls. Upplýsingar DB eru komnar frá norskumiblaðamanni, Oddvar Drjöbak hjá Verdens Gang í Osló, en hann tók að sér að kanna málið fyrir DB. Hann segir að Sven Dahlin, ritari norrænu samstarfsnefndarinnar (jafnaðarma- nna) hafi staðfest að heildarupphæðin væri 475.200 sænskar krónur. Það jafngildir rúmlega 27 milljón isl. krónum á gengi dagsins í dag. Ennfremur hafi Marianna Saar, gjaldkeri fmnska jafnaðarmanna- flokksins, staðfest að þaðan hafi íslenzka jafnaðarmannaflokknum borizt alls 108.000 sænskar krónur, sem jafngildir rúmlega sex milljónum isl. króna á núverandi gengi. Dröjbak segir ekki hægt að fá ná- kvæmar upplýsingar frá dönskum jafnaðarmönnum fyrr en í byrjun september vegna yfirstandandi sumar- leyfa þar. Benedikt Gröndal kvaðst í morgun ekki kunna skýringar á þessu misræmi i tölum norska blaðamannsins og tölum Alþýðuflokksins. „Ég á bágt með að trúa þvi, að Sven Dahlin, sem við þekkjum ágætlega, hafi látið þetta frá sér fara,” sagði hann. „Eins og ég er margbúinn að segja, þá fékk Alþýðublaðið rúmar tíu milljónir i pappírsstyrkjum, og siðan höfum við fengið á tæplega tveimur árum 5—6 milljónir frá norræna upplýsinga- og útbreiðslusjóðnum.” Formaður Alþýðuflokksins taldi útilokað, aö hlu:i peninganna hefði „horfið” á leiðinni til íslands. „Þetta er vísvitandi gert mjög einfalt," sagði Benedikt. „Svíarnir eru til dæmis með mjög fastar reglur um þetta. bæði hvað varðar styrki til okkar og annarra jafnaðarmannaflokka. Peningarnir til Alþýðublaðsins fóru í gegnum fyrirtækið, sem öll Blaðaprentsblöðin hafa skipt við og inn á bankareikning hér. Út- breiðslupeningarnir fóru inn á sama reikning.” Benedikt kvað tvo alþýðuflokks- menn hafa annazt milligöngu hér- lendis og hafa haft með peningana að gera hér, en mundi ekki „i svipinn" hvaða menn það voru. ÓV. Næst viðræður Alþýðubandalags og Framsóknar — átökíFramsókn Alþýðubandalagið beitir sér fyrir svipuðum könnunarviðræðum við Framsókn og verið hafa við Alþýðu- flokkinn. Slíkar viðræður hefjast væntanlega næstu daga. Takmark Alþýðubandalagsins er að fá Framsókn ívinstristjórn.enum þaðer mikill ágreiningur hjá framsóknar- mönnum. Menn úr miðstjórn flokksins, svo sem Steingrimur Hermannsson og Guðmundur G. Þórarinsson, hafa snúizt gegn þeirri stefnu formannsins, Ólafs Jóhannessonar, að fara ekki i stjóm en bjóða hlutleysi við minni- hlutastjóm Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Þeir vilja vinstri stjórn, en Ölafur situr við sinn keip. Stein- grimur og Guðmundur vilja, að miðstjórn flokksins verði kvödd saman til aðfjalla umþetta. Fundum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks verður haldið áfram fram á helgina. Báðir flokkarnir hafa áhuga á þeim möguleikum, sem niður- færsluleið mundi veita við lausn efna- hagsvandans. Þeir eru ekki að semja um ákveðnar aðgerðir heldur láta kanna hina ýmsu möguleika, þannig að þeir liggi fyrir á síðari stigum viðræðna um stjórnarmyndun. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fylgist með gangi viðræðna flokkanna. Hann mun ekki fyrr en eftir helgi fela neinum að gera tilraun til stjórnarmyndunar. í dag munu verða stuttir viðræðu- fundir alþýðubandalags- og alþýðu- flokksmanna, en aðallega munu þeir kanna gögn, sem borizt hafa um hin ýmsu málefni. * HH Hneykslanleg embœttisveiting Sjáfbstudagskjallara Vilmundar Gylfasonar á bls. 10—11 Tilraun til leynilegra kosninga Sjá kjallaragrein Ómars Valdimarssonar á bls. 10—11. Heimsmet Udo Bayer í kúluvarpi, 22.15 Siglfirðingar misnotuðu víti og Valur vann nauman sigur á KS Sjá jþröttir „Mér var tekið sem ótíndum glœpamanni” — rœtt við Kristmann Guömundsson á bls. 19. Sjórall DB ogSnarfara: »Bj8rg- unarbátur” feráeftir „Skál og til hamingju”. Einar Ágúst- son byggingameistari um borð í báti sínum í gærkvöld í jómfrúarsiglingunni. Það er Flugfiskbátur, sem verið er að sjósetja og hyggst Einar sigla í humátt á eftir keppnisbátum í Sjórallinu, öllum til mikils öryggis og sér til ánægju. „Ég er með þingmannatöluna ykkar ufn borð,” sagði Einar er hann renndi upp að bryggju, hvorn 14 manna flokkinn sem hann átti við, en víst er að 14 manns voru um borð og bar báturinn farminn vel. -G.S. Bátur frá Flugfisk vigður i gær og þá var skálað. Sest i bakið á Gunnari Gunnars- syni og Einar Ágústsson eigandi skálar móti ijósmyndaranum. Við hlið hans Stendur Ómar Hallsson og á bakkanum Símon Hallsson en þeir eiga einmitt von á báti frá Flugfisk og hyggjast þá taka á móti þátttakendum Sjóralls DB og Snar- fara. DB-mynd Ari.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.