Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1978. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir $ rersetti st 22.15 tBarysnikovum srkvöldikúluvarpi. timefra kúluvarpara. Árangur hans i Leipzig á dögun- um er hann bætti eigið a-þýzkt met um 10 sentimetra var þá næstbezta kast frá upphafi. Þá hafði hann varpað yfir 22 metra í æfingum, og hann taldi þá sjálfur að aðeins tímaspusmál væri hvenær heimsmetið félli. Það kom vonum fyrr og í dag hefur Udo Bayer yfirburði yfir aðra kúluvarpara í heiminum. tslandsmet Hreins Halldórssonar er 21.09 einnig sett í Stokkhólmi. Hreinn hefur varpað um og yfir 20 metra í sumar en hann er enn að ná sér eftir meiðsli. ísþjálfarinn ijálfari íslendinga i handknattleik og Sigurður hafa skrifað undir samning um þjálfun Jóhanns einn yngsti landsliösþjálfari heims — aðeins 24 Atli Eðvaldsson, kom Valsmönnum á bragðið á Siglufirði. Hörð barátta á Skaga Baráttan á unglingameistaramótinu i golfi á Akranesi er nú ákaflega hörð. í eldri flokki hafa verið leiknar 54 holur af 76 og þrír kappar eru efstir og jafnir. Hannes Eyvindsson, GS, Ragnar Ólafs- son GR og Magnús Birgisson GK hafa aliir leikið holurnar 54 á 225 höggum á Akranesi. í yngri flokknum er Gylfi Krístinsson GS í forustu. í eidri flokki stúlkna hefur Alda Sigurðardóttir GK forustu með 186 högg. í yngri flokknum er Þórdís Geirsdóttir í forustu með 230 högg. Valur slapp ffyrir horn á Siglufirði — Bikarmeistarar Valsí erfiðleikum gegn3. deildarliði Bikarmeistarar Vals lentu i miklum erfiðleikum á Siglufirði i bikarkeppni KSÍ í gærkvöld gegn KS — sluppu naumlega fyrir horn i orðsins fyllstu merkingu. Valsmenn sigruðu 2—0 en Siglfirðingar reyndust engir eftirbátar bikarmeistaranna þrátt fyrir tap. Vaiur héit heim með sigurínn, en KS hélt heiðrínum. Siglfirðingar höfðu velgt Valsmönnum undir uggum. Siglfirðingar báru fullmikla virðingu fyrir Valsmönnum í byrjun en fljótlega náðu leikmenn KS upp góðri baráttu og leikurinn var í jafnvægi. Leikmenn KS voru ágengari upp við mark Valsmanna og raunar hefðu þeir átt að skora. KS fékk vitaspyrnu í fyrri hálfleik en Sigurður Haraldsson, markvörður Vals, gerði sér lítið fyrir og varði. Siðari hálfleikur var keimlíkur hinum fyrri, jafnræði var með liðunum. Leikmenn KS-börðust vel á litla vellin- um á Siglufirði og barátta þeirra og kraftur fór greinilega í taugarnar á Vals- mönnum. Sigurður Haraldsson mátti tvívegis taka á honum stóra sínum í marki Vals áður en Valur skoraði loks á 70. mínútu. Atli Eðvaldsson skaut föstu skoti af um 30 metra færi sem mark- vörður KS hefði átt að verja en í netinu hafnaði knötturinn. KS, en sigruðuþó2-0 Engu líkara var en leikmenn KS skynjuðu að tækifæri þeirra til að ná óvæntum úrslitum, einum óvæntustu úrslitum í islenzkri knattspyrnu um árabil, væri að engu orðið. Valsmenn náðu nú góðum tökum á leiknum og Ingi Björn Albertsson, skoraði úr víta- spyrnu fyrir Val. Raunar þurfti að tvitaka spyrnuna, þar sem dómarinn taldi að markvörður KS hefði hreyft sig, er hann varði fyrri skot Inga Björns. Valsmenn höfðu þvi sigur á Siglufirði en 3. deildarlið KS sannaði hve sterkt það er. KS hefur undanfarin ár verið á þröskuldi sætis í 2. deild en ekki náð þeim áfanga. Þá hefur það staðið knatt- spyrnu fyrir þrifum á Siglufirði að aðstaðan er mjög slæm. St.A. James Bett til Belgíu James Bett, Skotinn I liði Vals, ætlar að staldra stutt við ef að líkum lætur. Hann hélt utan til Belgiu fyrír aðeins tveimur dögum og ræðir þar við forráða- menn Lokeren, 1. deildarliðs i Belgiu. James Bett hefur aðeins ieikið tvo leiki með Val en hann hefur leikið með Airdrie i Skotlandi. Njósnarar frá Lokeren fylgdust með uppgjöri Vals og ÍA á laugardag og hrífust af leikni Skotans. Valsmenn sitja nú eftir með sárt ennið — en til er I regiugerðum KSÍ að erlend félög megi ekki leita til leikmanna á miðju keppnistfmabili. íslendingar heiðra Skotann Moyes Skotinn David Moyes var I gærkvöld sæmdur gullmerki KSÍ og lárviðarsveig KRR fyrir ötult starf að samskiptum islenzkra og skozkra knattspyrnu- unglinga. David Moyes er fyrsti Skotinn til að hljóta gullmerki KSÍ og fyrsti útlendingurinn til að hljóta lárviðarsveig KRR. Samskipti íslendinga og Skota hófust 1969 er FH fór til Glasgow. David Moyes, sem er Jcunnur þjálfari í Skotlandi, hefur unnið af lifi og sál að þessum samskiptum. 700 skozkir drengir hafa nú komið til tslands og um mánaðamótin er tala íslenzkra pilta er farið hafa til Skotlands til að æfa, horfa á knattspyrnu og kynnast landi og þjóð, orðin 1000. Það sést af þessum tölum hve umfangsmikið starfið er og hefur það verið bæði skozkum unglingum og islenzkum lærdómsrikt. Ellert Schram, formaður KSt sæmir David Moyes gulimerki KSÍ. DB-mynd Bjarnleifur. Vatnskæld 4 cyl. vél Rumtak: 767 sm ‘ Hestöfl: 25 DIN Þjoppun: 7.5 : I Rafkerfi 12v. Hjólbarðar: 5 20x12" Þyngd 605 kcj með stóru möguleikana... ZAXT4V4 WSO L hægt er að auka til muna farangursrými með því að leggja niður bak á aftursæti, hurðir stórar, til að auðvelda mönnum að komast í og úr bílnum. Og ekki spillir bensíneyðslan en hún er aðeins 6 lítrar á 100 km. 6i á íoo km GSvarahlutir ” a.x/x/ J1« Ármúla 24. Reykjavík. Sími 36510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.