Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.07.1978, Blaðsíða 4
Gefjunar- áklæói fástí Skeifunni SmiÖjuvegi 6 Kópav. Sími 44544 Lokað vegna sumarleyfa Vegna sumarleyfa verður verksmiðja vor og skrifstofur lokaðar á tímabilinu 24. júlí — 2. ágúst. Sælgætisgerðin Víkingur Dregið hefur veríð í Happdrætti Blindrafélagsins Aðalvinningurinn Dodge Aspen bifreið kom á miða númer 21800. Aukavinningurinn sólar- landaferð að verðmæti 130.000 kom á miða nr. 16008 Blindrafélagið þakkar öllum lands- mönnum fyrir veittan stuðning í afstöðnu happdrætti. Bfíndrafélagið. Rafmagnsveitur nkisins óska að ráða skrifstof umann Verslunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Raf magnsveitur ríkisins. Framleiðum allar gerðir af tjöldum á ha; stæðu verði, m.a. - , . -£-nn ’ 5—omanna kr. 36.770.- 3 manna kr, 27.300.- Póstsendum um allt land. Segiagerðin Ægir Eyjargötu 7, örfírsey — Shni 14093. DB á ne ytendamarkaði DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7, JÚLÍ 1978. Góð þjónusta SS búða: 500 síður af matar og kryddfróðleik — fyriraðeinstvö hundruð krónur Undanfarið hefur Sláturfélag Suðurlands boðið viðskiptavinum sín- um upp á fimm hundruð blaðsíðna matreiðslubók fyrir aðeins tvö hundruð krónur. 1 þessari ágætu bók sem gefin er út af kryddframleiðslu- fyrirtækinu McCormick eru sérstakar tilvisanir og leiðbeiningar um krydd- notkun i allan þann mat sem um er rætt í bókinni. Eini gallinn er sá að matreiðslu- bókin er á ensku en þó kemur þessi bók sér mjög vel fyrir þá fjölmörgu sem stautfærir eru í því tungumáli. -ÓG. 1» Sælkerar smjatta og áhugamenn um matargerðarlyst geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Fjölbreyttar upplýsingar um hundruð kryddtegunda I einni bók. L- Raddir neytenda Kaupmaður hringdi og sagði hann að of litlar auglýsingar og opinber kynning á grænmeti abnennt væri ástæðan fyrir því að kasta verður miklu magni tómata árlega. Garðyrkjubændur verða að gera sér grein fyrir að almenningur eykur ekki neyzlu grænmetis án þess að fram fari UPP- SKRIFTIR —172 kr. á mann 500 gr ýsuflök 3dl hrisgrjón 6 dl vatn salt og karrý 2 meðalstórir laukar 20—25 gr smjörliki. Hvernig líkaði mér? Hótel Fjörður, Austurvegi 3, Seyðisfirði er eina hótelið í kaupstaðnum. Það er í gömlu húsi á vinstri hönd þegar gestir koma yfir brúna yfir Fjarðará, handan við bensínstöðina. Gúrku- og tómatakallan Auglýsið ogauglýsið — beitlð ekki lélegum undanbrögðum, segir kaupmaður, sem þekkir til málanna mikil auglýsingakeppni. Tómata og agúrkuát vex ekki auglýsingalaust í samkeppni við velkynnta ávaxtasafa frá sólarlöndum og ýmsar tegundir af heilsubrauðum. „Mér er einnig kunnugt um, að garðyrkjubændur geta framleitt mun meira af grænmeti en þeir gera nú,” sagði kaupmaðurinn. „Þess vegna dugar ekkert víl, garðyrkjumenn. Ekki að reyna að snúa út úr veikburða neytendasam- tökum. Nei, leiðin til árangurs, góðu menn, er meiri auglýsingar og kynning á ykkar ágætu framleiðslu. Vissulega verður slíkt kostnaðarsamt í byrjun en það margborgar sig er frá líður. Því segi ég ykkur, garðyrkjubænd- ur! Auglýsið, auglýsið og auglýsið,” sagði kaupmaðurinn að lokum. Ljúffengur karrýf iskur með hrísgrjónum Smjörlíkið er hitað i potti og karrýið látið út í. Því næst er niðursneiddur laukurinn látinn krauma í smjörinu svolitla stund (hann á ekki að verða brúnn). Þá eru hrísgrjónin látin út i og vatnið og þetta látið sjóða í svona 15 mín. Gætið að því að grjónin sjóði ekki þurr, þá verður að bæta meira vatni í. Hafið lítinn hita. Þá er fiskurinn látinn ofan á grjónin og allt soðið áfrám í svona 5—8 mín., eða þar til fiskurinn er tilbúinn. Þetta er sér- lega ljúffengur og friskandi réttur. Verð: 688.- kr. eða 172 kr. á mann. Hótel Fjörður Seyðisfirði: Hóteliö m en heimilislegt viðmót Heldur er hótelbyggingin orðin lúin og á herbergjum er lítill lúxus, lítið borð og herðatré. En á móti kemur alþýðiegt viðmót og heimilislegt. Gestir og hótelstjóri snæða saman og morgunverður, sem blaðamaður snæddi var vei úti látinn og lystugur. Eins manns herbergi kostar 2500 kr., tveggja manna 3700 kr. Morgun- verðurinn, sem er hlaðborð kostar 950 kr. Hótelið veitir hádegis- og kvöld- verð og kostar t.d. fiskur með súpu, mjólk og kaffi kr. 1450,- Lambakjöt, súpa og kaffi kostar kr. 1650.- Nauta- kjöt með súpu og kaffi kostar 1850— 1890 kr. Kvöldverður er á bilinu frá kl. 19—20.30. Menn í föstu fæöi fá matinn ódýrari. Hótelvörður er á hótelinu og geta gestir komið allan sólarhringinn. Símar eru ekki á herbergjum en sími i setustofu. Bað er ekki á herbergjum. Otvarp og sjónvarp er ekki á her- bergjum, en gestir geta, ef óskað er, fengið afnot af viðtækjum hóteistjórnar. Sími hótelsins er 97—2290. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.