Dagblaðið - 11.07.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JULÍ 1978.
3
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEFÐI
ÁTT AÐ TAKA MIÐ AF SKODANA-
|/r AM||| P MIM MI — Þá hefðuúrslitkosninganna
HUNNUNmNl orðið önnur
Ásmundur S tef-
ánsson verði næsti
borgarstjóri
Almennur kjósandi skrífar.
Upp á síðkastiö hefur i blöðum ver-
ið stungið upp á hinum og þessum
manninum í embætti borgarstjóra
Reykjavíkur. Einkum hefur Magnús
Torfi Ólafsson verið nefndur. Ég er
eindregið á móti því að hann verði
borgarstjóri og hef þá i huga stjórn
menntamála á ráðherratímabili hans
1971—74. Hann var slæmur ráðherra
og yrði enn verri borgarstjóri.
Ég vil leyfa mér að stinga upp á Ás-
mundi Stefánssyni, hagfræðingi Al-
þýðusambandsins, sem borgarstjóra.
Menn í öllum stjórnmálaflokkum eru
sammála um hæfileika hans og ósér-
hlífni í störfum. Hví ekki að gera hann
að næsta borgarstjóra?
Lækjargötu 8
Reykjavikurvegi 60 Hf.
Þ.H. skrifan
Markús örn Antonsson hugsar
upphátt í Mbl. 6. júlí. Mig langar til að
gera athugasemd við tvö atriði í grein
hans.
Prófkjör
Prófkjör eru vitanlega eina lýð-
ræöislega leiðin til að velja frambjóð-
endur og meira máli skiptir að velja
hæfa menn í framboð þótt ósammála
séu, heldur en að stilla upp lista
halelúja flokksmanna.
En það var annað í spilinu í próf-
kjöri sjálfstæðismanna, þ.e.a.s. fáeinar
spurningar til að kanna hug fólks til
nokkurra mála sem á döfinni hafa ver-
ið.
Ég held að orsaka fylgistapsins sé
ekki sízt að leita þar.
Sú niðurstaða sem fékkst i téðri
skoðanakönnun benti eindregið til að
ca 80% þátttakenda væru andvígir
kaupum á Víðishúsinu og sami hundr-
aðshluti væri hlynntur að varnarliðið
tæki að sér vegagerð hérlendis.
Flokksforinginn, Geir Hallgrims-
son, sagðist ekki vilja setja verðmiða á
landið. Hvílík hræsni!
Sami maður kemur gleiðbrosandi
frá Washington á dögunum með flug-
stöð upp á milljarða í vasanum. Þaðer
ekki verðmiði á landið!
Það hlýtur að vera skýlaus krafa
okkar Islendinga að svo lengi sem hér
er her þá borgi herinn öll þau hin
sömu gjöld og við. Á ég þar við tolla,
söluskatt og vörugjald af öllum sínum
innflutningi, að ógleymdu vegagjaldi
af bensíni.
Ef flokksforinginn kallar það
landsölu að íslenzk lög gildi um veru
þessara dáta í Miðnesheiðinni þá má
sá frómi maður gera það.
Sjálfstæðisflokkurinn sem gekk til
kosninga án nokkurs baráttumáls og
með skugga fjögurra ára stjórnar og
athafnaleysis yfir sér, hefði átt að taka
meiri mið af niðurstöðum skoðana-
könnunarinnar og þá hefði ekki farið
sem fór.
Flokksforystan
Markús Örn Antonsson talar um
klofning og sundurlyndi flokksforystu
og má það mikið rétt vera.
Einnig spyr hann „hver annar” en
Geir geti verið formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Sem betur fer þá er því ekki svo illa
farið að aðeins einn valdi þessu hlut-
verki.
Edward Heath tapaði 4% af fylgi
íhaldsflokksins og sagði af sér.
Geir Hallgrímsson tapar 20% eða
fimmtungi fylgis sjálfstæðismanna og
Markús telur hann sjálfsagðan for-
mann áfram.
Auðvitað þarf að skipta um forystu
i flokknum, sem allra fyrst.
Mín hugmynd er sú að Birgir Ís-
leifur Gunnarsson verði kjörinn for-
maður Sjálfstæðisflokksins og Albert
Guðmundsson og Friðrik Sophusson
verði honum næstir að virðingu í
flokknum.
Niðurstaða kosninganna sýnir skýrt
að flokksforystan er seki aðilinn en
Magnús Torfi er virtur
maður og ábyrgur
— Gerum hannað borgarstjóra
Flokksbundinn Alþýðubandalagsmað-
ur skrifar:
Ég vil leyfa mér að taka undir skrif
„borgarbúa”í DB 4. júlí, þar sem bent
er á Magnús Torfa Ólafsson í embætti
borgarstjóra í Reykjavik.
Ég er sammála „borgarbúa” í því
efni og vil eindregið hvetja okkar nýja
og góða borgarstjórnarmeirihluta til
að ræða við fyrrverandi menntamála-
ráðherra og ég skora á M.T.Ó. að
sækja um stöðuna. Það eru orð að
sönnu hjá bréfritara að Magnús Torfi
er maður sem þjóðin öll treystir og
virðir og veit að er ábyrgur maður.
Vinstri meirihlutinn i borgarstjórn
hlýtur að sjá að með Magnúsi Torfa er
á ferðinni vinstri maður, virtur og
ábyrgur. Því er ég sannfærður um að
enginn borgarbúi yrði svikinn af
Magnúsi Torfa Ólafssyni. — Og þó að
hann hafi verið ráðherra er ekki þar
sem sagt að hann yrði pólitískur borg-
arstjóri. Gerum heiðarlegan mann að
borgarstjóra — gerum Magnús Torfa
að borgarstjóra!
Bréfritari leggur til að Birgir Ísleifur
Gunnarsson verði kjðrínn næsti for-
maður Sjálfstæðisflokksins. — DB-
mynd Hörður.
ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem eiga heimtingu á að nýir
menn og ný viðhorf komist að.
Raddir
lesenda
Edward Heath tapaði 4% af fylgi
Íhaldsflokksins f Bretlandi. Geir Hall-
grímsson tapar 20% fylgis Sjálfstæðis-
flokksins. Samt telur Markús örn
Antonsson sjáifsagt að hann verði
áfram formaður.
GUDMUNDUR
MAGNÚSSON
Magnús
Hörður.
Torfi Ólafsson. DB-mynd
Skallinn,
-það er
staðurinn
Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís,
shake og banana-split.
Mjólkurís meó súkkulaói og hnetum.
Ummm....
Gamaldags ís
Ferðu oftí kirkju?
Liesel Becker einkarítarí: Nei, ég fer
ekki oft í kirkju. Hins vegar er ég i
Baháísöfnuðinum. Við trúum á einn guð
og einingu allra trúarbragða og áfram-
haldandi opinberun.
Arnhildur María Reynisdóttir: Ekki oft
en pabbi minn spilar í kirkju. Ég fer þó
alltaf á jólunum og einstöku sinnum þar
fyrir utan. Ég fór oft í sunnudagaskóla
þegar ég varminni.
Spurning
dagsins
Þorsteinn Richter, spilar fótbolta: Nei,
,ég fer aldrei. Það er alveg pottþétt. Ég
fór reyndar þegar ég fermdist en núna er
ég trúleysingi.
Gísli Sveinsson, vinnur hjá BÚR: Ég fer í
kirkju á stórhátíðum, þ.e. jólum,
páskum og hvitasunnu. Annars fer ég
sjaldan. Trúin er ágætishugmynd en
unglingar sækja yfirleitt litið kirkju í
dag. Allir hafa allt af öllu og telja sig því
ekki eins þurfa á trúnni að halda.
Bjarngerður Ölafsdóttir ekkja: Ég geri
nú heldur lítið að því en ég tel það mér
ekki neinn sóma. Ég er alls ekki frábitin
trúnni og mundi segja að ég væri trúuð.
En ég hef engan bil og erfitt er að
Jiomast til kirkju með strætisvögnum.
a.m.k. á hátíðisdögum.
Guðmundur Guðvarðarson bifreiðar-
stjóri: Ég geri lítið af því nema á stórhá-
tíðum. Ég er þó trúaður maður en mér
finnst að kirkjuganga hafi litinn tilgang I
sjálfu sér.