Dagblaðið - 11.07.1978, Page 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLt 1978.
Réttarhöldiní Sovétnkjunum:
LÝSfl YFIR SAKLEYSI
Sovézku andófsmennirnir Anatoly
Shcharansky og Alexander Ginzburg
komu fyrir rétt i gær. Þeir lýstu báöir
yfir sakleysi sínu við ábornum sökum.
Gyðingurinn Shcharansky á yfir sér
dauðadóm ef hann verður sekur fund-
inn.
^RéuaiJiol^þessniaf^valdi^nikilli
andúð á Vesturlöndum, sérstaklega i
Bandaríkjunum. Talið er að mál þessi
geti skaðað verulega tengslin á milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Shcharansky, þrítugur tölvusér-
fræðingur kom fyrir rétt i Moskvu,
ákærður fyrir að afhenda Banda-
ríkjamönnum leyndarmál. Ginzburg,
sem er 41 árs að aldri, kom fyrir rétt í
Kaluga, sem er um 190 km suður af
Moskvu. Hann er sakaður um and-
sovézkan áróður og á yfir sér dvöl í
fangabúðum, allt að tíu árum.
Carter Bandaríkjaforseti fylgist vel
með réttarhöldunum og í gær sagði
hann að þau sýndu veikleikamerki
Sovétríkjanna. Mótmæli hafa einnig
borizt víða annars staðar að, m.a. frá
Bretlandi og Frakklandi, þar sem
franski kommúnistaflokkurinn mót-
mælti slíkri kúgun og hvatti sovézk
stjórnvöld til þess að láta Ginzburg og
Shcharansky lausa.
John D.
Rockefeller
fórst í bílslysi
Auðmaðurinn John D.
Rockefeller III, elzti af Rockefell-
erbræðrunum, fórst i bilslysi I gær.
Rockefeller, sem var 72 ára að
aldri, var bróðir Nelsons Rocke-
fellers fv. varaforseta Bandaríkj-
anna. Hann var faðir John D.
(Jay) Rockefellers IV, rikisstjóra I
Vestur-Virginíu.
Starfskraftar óskast
Óskum að ráða kjötafgreiðslumann, af-
greiðslustúlku í kjörbúð, lagermann (með bíl-
próf) og ræstingarkonu.
Kaupfélag Kjalarnessþings, Mosfellssveit.
Sími 66450
Vantar mann
til starfa í sveit, ekki yngri en 15 ára. Bygg-
ingavinna og landbúnaðarstörf, eða eftir sam-
komulagi.
Ásgeir Eiríksson
Klettur gegnum Ása.
Iðnaðarhúsnæði
óskast til leigu
Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu í
Reykjavík eða Kópavogi, ca 400 ferm.
Lofthæð ekki undir 3.60 m, helzt2
innkeyrsludyr eða fleiri. Húsnæðið skal
vera fullfrágengið. Lágmarks leigutími 5
ár.
Tilboð óskast sent afgreiðslu Dag-
blaðsins Þverholti 11 merkt: „Iðnaðar-
húsnæði óskast”.
28311 SÍMI 28311
Fasteignasalan Eignavör
Hverfisgötu 16 A.
Til sölu:
5 herb. fbúð með bílskúrsrétti við Miklubraut.
5 herb. íbúð með sér svefnálmu, við Álfaskeið.
4 herb. sérjarðhæð við Álfhólsveg.
3 herb. risíbúð við Karfavog. Mjög falleg lóð.
3 herb. risfbúð við Kópavogsbraut í tvíbýli.
3 herb. íbúð við Njálsgötu í steinhúsi.
2 herb. íbúð neðarlega í Hraunbæ, laus strax.
Úrval af sumarbústöðum.
Opið til klukkan sjö i kvöld en heimasimar eru:
Einar Óskarsson 41736.
Pétur Axei Jónsson 74035 lögfræðingur.
------------------
Lausar stöður
forstöðumanna
Við skóladagheimilið Skipasundi 80, dagheim-
ilið Sunnuborg og leikskólann Lækjaborg.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs-
manna. Umsóknarfrestur til 23. júlí, umsóknir
skilist til skrifstofu Dagvistunar Fornhaga 8
en þar eru veittar nánari upplýsingar.
V________________________________________
Félagsmala^tofnun Feykjavíkurborgar
Rennibraut sem slær
allar aðrar út
y
Það eru ekki margir sem kannast
við v-þýzka smábæinn Wetter. íbfiar
þessa bæjar i Ruhrhéraðinu eru um 30
þúsund og V-Þjóðverjar sjálfir vita
varla hvar hann er.
En allar líkur eru á þvi að menn gefi
bæ þessum meiri gaum I framtiðinni.
Það er eingöngu þessu frábæra mann-
virki að þakka. Þetta er margsnúin
rennibraut, sem iiggur út i sundlaug
hæjarins. Sundlaugargestir renna
fimmtíu metra i hringi, áður en þeir
þeytast út i laug. Þeir sem reynt hafa
segja að þetta sé mikil skemmtun.
En allt sem er skemmtilegt kostar
peninga og það þarf að borga sérstak-
iega fyrir hverja bunu. Laugareigand-
inn þarf líka að hafa eitthvað fyrir snúð
sinn, þvi þessi reynslubraut kostaði
300 þúsund v-þýzk mörk. Nú er verið
að kanna hvort brautin sé ekki alger-
lega örugg og einnig hvort hagnaður
verði af rekstri hennar.
Danmörk:
Rauðar pylsur áf ram á markaði
— a.ntk. til 1. júlí
1980
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa frestað
banni við notkun litarefna í kjötvörur
fram til 1. júli árið 1980. Þetta þýðir það
m.a. að danskir kjötframleiðendur geta
fram að þeim tíma selt og flutt út rauðar
pylsur og spægipylsur. Áður hafði verið
krafizt algers banns við notkun þessara
litarefna í matvæli.
Frestun bannsins er tilkomin vegna
kröftugra mótmæla bæði frá dönskum
kjötframleiðendum og forráðamönnum
landbúnaðarins.
Danir geta tvö næstu árin skroppið í pyisuvagninn og fengið sér rauöa pylsu. En hvað
gerist eftir 1. júlí 1980 er enn óljóst.