Dagblaðið - 11.07.1978, Side 10

Dagblaðið - 11.07.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1978. MMBUÐtt Irjálst, áhád dagblað Útgefandh Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RitstjómarfuHtnii: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir HaUur Símonarson. Aðstoöarfróttastjórar: Adi Steinarsson og Ómar Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeír Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, Hallur Halisson, Helgi Pétursson, Jónts Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheíður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjálmsson,w Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. „Frjálshyggja" Morgunblaðsins __________________________ Lesendur Morgunblaðsins fengu síð- astliðinn laugardag að sjá „frjálshyggju” þess í verki. Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, hafði sent Morgunblaðinu skilmerkilega grein um fjölmiðla og stjórnmálabaráttuna. Þar er rætt um breytt dagblöð, hnignun flokksblaða og óháða blaðamennsku, tilkomu sjónvarps og áhrif þessa á stjórnmálin. Morgunblaðið hefur greinilega talið grein Birgis svo hættulega, að til- raun er gerð til að kaffæra hana. Hún er sett á síðu undir leiðara blaðsins, sem ber fyrirsögnina „Morgunblaðið og grein Birgis ísl. Gunnarssonar”. í leiðaranum er reynt að hrekja ummæli Birgis og veitzt að honum fyrir vesal- dóm. í greininni, sem Morgunblaðið taldi, að svara þyrfti með leiðara samdægurs á sömu síðu, lýsir Birgir stöðu fjölmiðla í kosningabaráttunni. Hann nefnir, að sumir hafi viljað kenna „síðdegisblöðunum” alfarið um fylgis- tap stjórnarflokkanna. „Sú skýring er alltof einföld og yfirborðsleg,” segir Birgir. „Hitt er annað mál, að fjöl- miðlunin í þjóðfélaginu hefur breytzt mjög mikið undan- farin ár, einkum með tilvist sjónvarps og síðdegisblað- anna.” ... „Fyrir fjórum árum voru öll dagblöðin flokks- blöð í þeim skilningi, að þau studdu hvert sinn stjórn- málaflokk.” ... „Með tilkomu Dagblaðsins breyttist þetta. Dagblaðið kynnti sig sem frjálst og óháð blað og tók upp harða samkeppni við Vísi... Þá segir Birgir, að Vísir hafi tekið afstöðu með Sjálf- stæðisflokknum í forystugreinum fyrir kosningarnar en telur, að „fréttamat” Vísis og uppsetning hafi frekar ver- ið Sjálfstæðisflokknum óhagstætt. Dagblaðið hafi hins vegar ekki tekið afstöðu í forystugreinum. Hann lýsir opnun þjóðmálaumræðunnar og segir, að hér hafi orðið gifurleg breyting á skömmum tíma. „Flokksblöð virðast vera á hröðu undanhaldi,” segir Birgir. Morgunblaðið hafi stutt Sjálfstæðisflokkinn ein- dregið, ensvo kunni að fara, að það taki upp svipaða stefnu og síðdegisblöðin. Jafnframt nokkuð óljósum ummælum um, að Morg- unblaðið sé þrátt fyrir allt nokkuð „opið” blað, svarar blaðið grein Birgis með hörku. „Þetta er aðeins dæmi um það, hvað mönnumeinsog Birgi ísleifi Gunnarssyni getur skjátlazt, þótt skýrir séu,” segir í leiðaranum, eftir að sagt er, að blaðið hafi verið andvígt menntamála- stefnu viðreisnarstjórnarinnar. Ennfremur segir: „Ábyrgð stærsta blaðs þjóðarinnar er mikil. Þeir, sem takast á hendur að axla hana, mega ekki undan líta. En þeir ætlast til þess, að menn eins og Birgir ísleifur Gunn- arsson syndi ekki með straumnum í mikilvægu máli eins og því, sem hann gerir að umtalsefni hér í blaðinu í dag, heldur finni kröftum sínum viðnám og séu óhræddir að stikla flúðir og fossa ... Ennfremur: „En sízt af öllu skyldu menn lasta laxinn, svo að vitnað sé í orð þjóð- skáldsins — og er það við hæfi á stórri stund.” Flestum mun finnast, gagnstætt því sem ritstjórar Morgunblaðsins telja, að offors blaðsins við vel meintri gagnrýni hins fyrrverandi borgarstjóra undirstriki frekar en dragi úr sannleiksgildi ummæla Birgis ísleifs. Mat hans á breyttum viðhorfum í fjölmiðlun og afleið- ingum þeirra er í meginatriðum rétt. Ekki kemur á óvart, að hið steinrunna Morgunblað bylti sér undan jafnvel svo hógværri ádeilu. BILD-ZEITUNG AFHJÚPAÐ — GiinterWallraff hefurflett ofan af vinnubrögðum vestur-þýzks stórblaðs Hr. Keuner hittir hr. Wirr, sem berst gegn blöðunum, að máli. „Ég er á móti blöðunum,” segir hr. Wirr. „Ég vil ekki sjá nein blöð.” Hr. Keuner sagði: „Ég er miklu meiri andstæðingur blað- anna. Ég vil öðruvisi blöð.” Bcrt Brecht. Hinn 8. mars 1977 hóf nýr blaða- maður störf hjá Hannover-útgáfu vestur-þýzka stórblaðsins BILD-Zeit- ung. Hann var snyrtilega klæddur, i jakkafötum með hálsbindi, stuttklippt- ur og skegglaus. Með öðrum orðum: Traustvekjandi. Hann kvaðst heita Hans Esser. Vinur hans sem starfað hafði fyrir BILD kynnti hann fyrir ritstjóranum í Hannover. Honum leizt vel á Hans Esser og réð hann þegar til starfa. En ritstjórinn var heldur fljótur á sér. BILD-Zeitung sýpur nú seyðið af þvi. Maðurinn sem kallaði sig Hans Esser var enginn annar en Giinter Wallraff, erkióvinur þýzkrar borgara- stéttar og fjandmaður BILD númer eitt, tvöog þrjú. Þetta var ekki í fyrsta -sinn sem Gilnter Wallraff dulbjó sig. Hann hefur áður brugðið sér í gervi munks, geðsjúklings, iðnverkamanns og vopnasala, eftir því hvað fyrir honum hefur vakað hverju sinni. Wallraff er sósíalisti sem lætur ekki sitja við orðin tóm. Eins og mörgum öðrum upplýs- tum Þjóðverjum, bauð honum við þeirri sorpblaðamennsku sem þykir einkenna BILD. Hann vildi afhjúpa BILD en til þess varð hann að hafa undir höndum óvefengjanleg sönnun- argögn. Þau fengust ekki annars stað- ar en á ritstjórnarskrifstofum BILD- Zeitung. Wallraff starfaði á BILD-Hannover i fjóra mánuði. Seint i júlí 1977 fékk hann skilaboð þess efnis að upp um hann hefði komizt. Hann yfirgaf rit- stjórnina i flýti. BILD varð æft af gremju. Hvernig gat þetta gerzt? Undir fyrirsögninni „Undirheimakommúnisti smeygir sér inn’’ réðst BILD harkalega á Wallraff og kallaði hann öllum illum nöfnum. Hann hefur siðar verið nefndur fasisti og kommúnisti. Fjöl- skylda Wallraffs sætti næstu daga og vikur ofsóknum blaðamanna frá BILD, sem voru að leita að efni til að ná sér niðri á honum. Svar Gúnter Wallraffs er bókin Uppljóstrunin. Maðurinn sem var Hans Esser á BILD skýrir frá. Hún hefur verið bönnuð í Þýzkalandi en síðar gefin út ritskoðuð. Aftur á móti hefur hún komið út óstytt í öðrum löndum. í bókinni flettir Wallraff ofan af soralegri blaðamennsku BILD. Hann sýnir hvernig hlutirnir eru ýktir, af- skræmdir eða hreinlega fundnir upp á ritstjórn blaðsins. Markmiðin eru tvö: Að selja blaðið vel og þjóna „hugsjón- um” eigandans, Axels Cesars Springers. Frá Axeli Springer sögðum við i DB i gær. Wallraff segir að blaðamennirnir á BILD eigi ekki náðuga daga. Stór hluti þeirra er „free-lance”, þ.e. fá laun ein- göngu greidd fyrir þær fréttir sem þeir skrifa, en hafa ekkert fast kaup. Bónus er greiddur fyrir vel skrifaðar æsifrétt- ir. Blaðamennirnir hafa engin samtök með sér og njóta engra réttinda. Það er ekki einu sinni hlustað á þá á rit- stjórnarfundum. Þar er eingöngu út- hlutað verkefnum. Umræður ' um blaðið og blaðamennsku þess eru tabú. BILD er lokað blað í þeim skilningi að raddir lesenda heyrast aldrei, hvað þá að birtar séu aðsendar greinar. Blaðið hefur alltaf rétt fyrir sér. Allar athugasemdir við skrif þess lætur BILD sem vind um eyru þjóta. Ein „Untergrund- Kommunist<( schlich sich ein rb Hamburg, 2S. Juli Gtinter Wallraff war drei Monate unter Kollege. Wallraff, der sich un- ter falschem Namcn schon bei Ger- ling und anderen Firmen und Institu- tlonen einschlich, hat sich auch bei BILD eingeschlichen. Wallraf, den man laut GerichtsbeschluB ungestraft einen „llntergrundkommunisten" nen- nen darf. Er kaute gern auf Gras und auf Blattern, kippte auch schon morgens mal ein Glas Whisky „Ballantines", löfjehe Vitaminpulver und fluchte, wenn er beim. Tischtennis verlor. Er beugte Immer tief den Rucken, konn- te keinem so recht in die Augen schouen, sprach allzuoft mit sanfter Bilmme „jawohl". Er habe bei einer Werbeagentur in DUsseldorf gearbeitet, und nun wolle er sehen, wie man Journalist wird. Dlese Geschichte war so falsch wie der Name: Hans Esser. Er lieB sich einen HauspaB auf dlesen Namen ausstollen, sprach damlt als Reporter bei Lesern und Behörden vor, und an seinem Telefon meldete sich eine Frauenstimme nur mit „Hallo". Er schlief dort in einer Kommune — heute sagt man Wohngemeinschflft dazu. Er tarnte sicn gut; verdiente auch gut: 8455 Mark in drei Monaten, denn er hat Talent zum. Schreiben. Er spíelte falsch und niedertröchtig mit den Kollegen, die ihn als echten Kollegen aufgenommen hatten. Vor genau einem Monat meldete er sicli ab, mit Magenschmerzen Seitdem ist er wieder im Dunkeln verschwunden, aus dem er sfch anschlich. Und schreibt nun wohl, was er alles in der BILD-Lokal-Redak- tlon Hannover erlebt haben will. Er wird einen Kubel voll Jauche ausgieöen, dieser falsche Kollege. Sei’s drum. Immerhin hat er slch beí uns das Rauchen abgewöhnt — wohl well er so viel arbeiten muBte. Fyrstu viðbrögð BILD við tiðindunum um veru Wallraffs á blaðinu. „Undir- heimakommúnisti smeygir sér inn.” Siðar urðu árásirnar á hann og fjölskyldu hans miklu harkalegri. Wallraff var t.d. bæði nefndur fasisti og kommúnisti! Wallraff nefnir i bók sinni fjölmörg dæmi um blaðamennsku BILD. Hann segir að greinum blaðamanna sé stundum breytt af fréttastjóra eða rit- stjóra, ef þær þykja ekki nógu krass- andi eða ef i þær hefur slæðzt efni sem BILD telur óæskilegt. Þá segir Wallraff að BILD gangi er- inda þýzkra hægri flokka leynt og Ijóst. Blaðið auglýsi upp frambjóð- endur þessara flokka og hægri sinn- aðra stjórnmálamenn, t.d. Franz Josef Strauss. Að baki BILD búi hagsmunir vestur-þýzkra fjármagnseigenda. Eftir að bók Gúnters Wallraffs kom út hefur þeim mönnum fjölgað í Vestur-Þýzkalandi sem telja ástæðu til að stemma stigu við ófögnuðinum — BILD. Menn spyrja hvort um BILD gildi ekki það ákvæði í stjórnar- skrá Sambandslýðveldisins að „sá sem misnotar tjáningarfrelsið, sérstaklega prentfrelsið, hefur fyrirgert rétti sínum til þess.” -GM „Hans Esser” fær eiginhandaráritun hjá sjálfum Franz-Josef Strauss!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.