Dagblaðið - 11.07.1978, Page 13
Mitt í öllum látunum á vellinum er vindubrúin felld og baróninn flýr i kraftmiklum sportbil
UAUBLAUIU. PKIUJ UUAUUK 11. J ULl IV16.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
3. DEILD - 3. DEILD - 3. DEILP - 3. DEILD
AFTURELDING TAPAÐI
SÍNU FYRSTA STIGI
— í Stykkishólmi—Hörð barátta í C-riðli
3. deildar íslandsmótsins
Afturelding úr Mosfellssveit hefur átt
mikilli velgengni að fagna I C-riðli I 3. deild
íslandsmótsins i knattspyrnu. Á laugardag
missti Afturelding hins vegar sitt fyrsta stig I
C-riðli er liðið lék við Snæfell i Stykkis-
hólmi.
Það var hörkuleikur á Hólminum, sann-
kallaður baráttuleikur. Snæfell lék sinn
bezta leik i sumar og sótti mun meir. Staðan
í leikhléi var 0-0 en Afturelding náði forustu
í síðari hálfleik með marki Jóhanns P.
Sturlusonar eftir mikil varnarmistök, mis-
skilning varnarmanns og markvarðar.
Eftir það sótti Snæfell mjög og Hólmarar
fengu umbun erfiðis síns á síðustu mínútu
leiksins, er Lárus Svanlaugsson skallaði í
netið — hörkuleikur i Hólminum.
Helztu andstæðingar Aftureldingar, Vík-
ingur frá Ólafsvik lék í Breiöholti gegn
Leikni. Víkingar höfðu yfirburði gegn
Leikni, sem alls ekki hefur náð að fylgja eftir
velgengni síðasta árs, sigruðu með 5 mörk-
um gegn 1. Staðan í leikhléi var 4-1 Víking í
vil. Jónas Kristófersson 2, Sigurþór Þórólfs-
son, Atli Alexandersson og Logi Úlfljótsson
skoruðu mörk Víkings.
Þá fór fram í Reykjavik leikur Óðins og
Skallagríms frá Borgarnesi. Óðinn, sem
fengið hefur slæma útreið, vann óvæntan
stórsigur og hefndi tapsins — 10-1 — i
Borgarnesi. Stórsigur Óðins, 5-1. Skalla-
grímur náði þó forustu með marki Ævars
Rafnssonar en Jóhann Sævarsson náði að
jafna fyrir leikhlé.
1 síðari hálfleik höfðu leikmenn Óðins öll
tök og skoruðu fjögur mörk, Valur Bragason
2, Unnar Valdimarsson og Ingimundur
Magnússon skoruðu mörk Óðins.
Baráttan í C-riðli er nú mjög hörð —
Afturelding hefur aðeins tapað einu stigi,
vann Víking Ólafsvík 3-1 í Mosfellssveit.
Víkingar hafa einungis tapað tveimur stig-
um, ósigur gegn Aftureldingu. -Sig. Kr.
D-riðill
Tindastóll, helzti keppinautur Sigl-
firðinga í D-riðli 3. deildar, beið nokkuð
óvænt lægri hlut á Ólafsfirði, 2-1. Tindastóll
frá Sauðárkróki hafði áður beðið lægri hlut
á Siglufirði svo möguleikar liðsins hafa
minnkað verulega um úrslitasæti en Tinda-
stóll var í úrslitum 3. deildar í fyrra.
Staðan í hálfleik á Ólafsfirði var 0-0 en í
síðari hálfleik náði Leiftur að tryggja sigur.
Kolbeinn Ágústsson og Guðmundur
Sigurðsson skoruðu fyrir Leiftur en mark-
hæsti leikmaður Tindastóls, Karl Ótafsson
svaraði fyrir Tindastól.
Á Dalvík unnu heimamenn öruggan sigur
gegn Hofsós, Höfðstrendingum, 5-2. Staðan
í leikhléi var 3-1. Mörk Dalvikinga skoruðu
Jóhann Bjarnason, Albert Gunnlaugsson,
Óskar Kristófersson, Gestur Matthíasson og
Björn Friðþjófsson, en þeir Þröstur Gunn-
arsson og Björn Sigurðsson svöruðu fyrir
Hofsós. -St,A.
E-riðill
Nýliðar HSÞ I 3. deild gerðu jafntefli við
Árroðann, efsta liðið í E-riðli, 2-2, i Mý-
vatnssveit. Staðan í leikhléi var 1-1. Mörk
HSÞ skoruðu þeir Kristján Ingvason og
Jónas Pétursson en fyrir Árroðann svöruðu
Garðar Hallgrimsson og Rögnvaldur Jóns-
son.
Reynir Árskógsströnd, sem i fyrrahaust
féll úr 2. deild, hefur átt erfitt uppdráttar i E-
riðli. Reynir fékk Dagsbrún i heimsókn og
Dagsbrún sigraði 1-0. Staðan i leikhléi var
0-0 en Valdimar Freysson skoraði eina mark
leiksins, sigurmark Dagsbrúnar í síðari hálf
leik. • St.A.
A-riðill
í Vík áttust við á laugardag USVS og Þór,
Þorlákshöfn. Þór vann sinn annan sigur í 3.
deild, 1-0. Eina mark leiksins skoraði Eyþór
Björgvinsson með skalla í fyrri hálfleik.
Jafntefli hefði verið réttlát úrslit — leikur-
inn var jafn og hvergi gefið eftir. Sagt var
frá í DB að Víðir hefði sigrað USVS 5-1 —
er enginn dómari mætti. Það var í sjálfu sér
rétt, forustuliðið í A-riðli vann stóran og
góðan sigur i Vik en leikurinn var einungis
æfingaleikur þar eð dómari mætti enginn en
ekki liður í 3. deild. - St.G.
Víðir-Hekla, 7:1 (6:1).
Þrátt fyrir mikil forföll í Heklu-liðinu
tókst því að ná forustunni með marki Kjart-
ans Magnússonar snemma í fyrri hálfleik.
Þessi óvænta bytjun setti Víðismenn greini-
lega út af laginu. Hekla lagði þá meira í
sóknarleikinn og ætlaði að knýja fram ann-
að mark en við það opnaðist vörnin eins og
flóðgátt. Á skömmum tíma skoraði Víðir
sex mörk. Þar af skoraði Guðmundur Jens
Knútsson þrennu, fyrstu tvö mörkin og það
sjötta, öll á svipaðan hátt — smeygði sér í
gegnum vörnina og skoraði. Jónatan Ingi-
marsson sendi knöttinn af marksúlu og í net-
ið, þriðja markið. Fjórða skoraði Guðjón
Guðjónsson, með fallegri kollspyrnu og
Daníel Einarsson það fimmta með þrumu-
fleyg. Heklupiltarnir sáu að við svo búið
mátti ekki standa — þéttu vörnina í seinni
hálfleik og tókst þá að halda sóknarmönnum
Víðis í skefjum að undanskildu einu sinni að
Guðjón stakk þá af og skoraði sjötta markið.
Með þessum sigri hefur Víðir tekið forust-
una í A-riðlinum. emm.
Grindavík-Selfoss 3:2 (0:2).
Grindvíkingar léku undan sterkum kalda
fyrri hálfleikinn. Eigi að síður voru Selfyss-
ingar, sem léku án Sumarliða Guðbjartsson-
ar, mun sterkari aðilinn í hálfleiknum og
skoruðu tvivegis, reyndar eftir mjög gróf
mistök Grindavíkurvarnarinnar. Voru þar
að verki þeir Eiríkur Ingvarsson og Heimir
Bergsson. Varla mátti því ætla annað en að
Selfyssingar héldu austur fyrir fjall með bæði
stigin, en það var eins og Haukur Hafsteins-
son þjálfari Grindvíkinga hefði gefið þeim
vitamínsprautu í hléinu. Liðið var óþekkjan-
legt í þeim seinni. Snemma í hálfleiknum
skoraði Sigurgeir Guðjónsson, úr vítaspyrnu
og skömmu siðar jafnaði Einar Jón Ólafsson
með kollspyrnu. Eftir mikla baráttu tókst
Guðmundi Ármannssyni að skora fyrir
Grindvíkinga, 3:2, — nokkuð sem menn ór-
aði ekki fyrir í hálfleik. Selfyssingar gátu náð
öðru stiginu þegar þeir fengu vítaspyrnu rétt
fyrir lokin en skotið geigaði. emm:
B-riðill
Bolungarvík-Stjarnan, 3:2 (3:1).
Bolvíkingar náðu sér í tvö stig á heima-
velli um helgina þegar þeir fengu Stjörnuna
frá Garðabæ í heimsókn. Samt blés ekki byr-
lega fyrir þeim í upphafi þegar einn leik-
manna sló knöttinn innan vítateigs og Ing-
ólfur Ingólfsson skoraði örugglega úr spyrn-
unni. Bolvíkingar létu samt ekki deigan síga.
Hjörleifur Guðfinnsson jafnaði þegar um
hálftími var liðinn af leiknum með faliegu
skoti frá vitateig eftir glæsilegt gegnumbrot.
Hermann Þórisson bætti öðru markinu við
skömmu siðar með hörkuskoti en Hjörleifur
var aftur á ferðinni rétt fyrir hlé og skoraði
þriðja markið. Bolvíkingar höfðu tögl og
hagldir í fyrri hálfleik, en i þeim seinni
misstu þeir tökin og Stjörnupiltarnir sóttu í
sig veðrið. Fengu meðal annars þrjú mjög
opin færi á að skora, en Kristján Jónatans-
son, stóð sig eins og hetja i markinu. Ingólfi
Ingólfssyni tókst að minnka muninn fyrir
Stjörnuna með marki eftir óbeina auka-
spyrnu á markteig. Beztu menn liðanna
voru þeir Kristján markvörður, Hjörleifur
og Hermann, hjá Bolvíkingum en Ingólfur
Ingólfsson bar nokkuð af hjá Stjörnunni.
emm.
Léttir-UMFN, 0:2 (0:0).
Leikur Léttis og UMFN hafði mikla þýð-
ingu fyrir liðin. Léttismenn gátu náð Njarð-
víkingum að stigum með þvi aðsigra en færi
öfugt mátti heita að UMFN væri búið að
tryggja sér sæti i úrslitunum. Ekki virtust
menn kunna beint vel við sig á mölinni á
Háskólavellinum og dró leikurinn nokkurn
dám af þvi — var fremur lélegur. Njarðvík-
ingar voru öllu meira með knöttinn en Léttir
átti opnari færi. Markvörður UMFN varði
vel. Jafntefli blasti við þegar um stundar-
fjórðungur var til loka. Því virtust Léttis-
menn ekki una og Gunnar Gunnarsson,
áður lA og KR, sem flest upphlaup höfðu
brotnað á, blandaði sér i sóknina en við það
opnaðist Léttisvörnin svo að Hauki Jó-
hannssyni, hinum marksækna tókst tvivegis
að skora fyrir UMFN og tryggja þeim sigur
inn rétt fyrir leikslok. emm.
Tony Knapp — fagnaði mjög.
r
Þu ert minn maöur!
Þú ert minn maður, hrópaði Tony Lilleström 11 6 4 1 21-10 16
Knapp, þjálfari Vtking, eftir að Magnus Viking 11 5 5 1 18-11 15
Flatestöl hafði skorað jöfnunarmark Valerengen 11 5 3 3 19-10 13
Viking í 2—2 jafntefli gegn nágrönnum Bryne 11 4 4 3 17-17 12
sínum Bryne. Flatestöl skoraði með Brann 11 4 3 4 17-11 11
þrumuskoti og naumara gat vart veríð Moss 11 4 3 4 19-16 11
þvi liðnar voru þrjár mínútur fram yfir Skeid 11 4 3 4 16-15 11
venjulegan leiktima. Lyn 11 3 4 4 11-17 10
Viking hlaut þvi dýrmætt stig í barátt- Steinkjer 11 1 5 5 9-22 7
unni um norska meistaratitilinn. Bryne Bödö/Glimt 11 0 3 8 11-24 3
hafði yfir 2—0, í leikhléi en Viking kom Molde 11 1 1 8 12-28 3
sterkt til síðari hálfleiks og tókst að jafna
á síðustu sekúndunum, sérstaklega
ánægjulegt fyrir Viking því ávallt er
mikil barátta þegar þessi lið mætast.
„Dýrmætasta mark sem ég hef skor-
að,” sagði Magnus Flatestöl eftir leikinn
og hinir sex þúsund áhorfendur á Bryne-
Stadion gátu verið á sama máli. Fallegt
var markið líka, þrumuskot af 30 metra
færi.
Tony Knapp var ánægður með leik
sinna manna. „Fólk hefur sagt að þetta
Vikingslið hafi ekki karakter. En strák-
arnir sönnuðu í leiknum gegn Bryne að
þeir hafa karakter, með baráttu sinni og
óeigingirni,” sagði Knapp.
Staðan í I. deildinni í Noregi er nú,
eftir að fyrri hluta mótsins er lokið, 11
umferðum, þessi:
Start 117 3 1 16-5 17
Buckley tilDerby
Derby County hefur fest kaup á mið-
herja Waísall, Mick Bukley, fyrir um
250 þúsund pund. Buckley hefur undan-
farin ár verið einn markhæsti leikmaður
i deildakeppninni á Englandi. Hann hafði
nýlega gert 10 ára samning við Walsall
er Derby festi kaup á honum.
Tottenham kaupir Ardiles og
Villa úr HM-liði Argentínu!
Argentínumenn þegar byrjaðir að missa leikmenn sína til útlanda, nú til Englands
Tottenham Hotspur, Lundúnaliðið
fræga, hefur fest kaup á tveimur leik-
mönnum Argentinu. Þeir eru Ricardo
Villa og Sovaldo Ardiles. Tveir lykilleik-
menn i HM-liði Argentinu er sigraði
Holland 3-1 i úrslitum Heimsmeistara-
keppninnar.
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi
í Buenos Aires í nótt en það var Keith
Burkinshaw, framkvæmdastjóri Totten-
ham er tilkynnti kaup Lundúnaliðsins.
Tottenham Hotspur ávann sér í vor rétt
til að leika í 1. deild og er greinilegt að
Tottenham ætlar sér stóra hluti í 1.
deild.
Söluverð hvors leikmanns var um 150
milljónir krónaogerþar innifalið mikið
gjald til milliliða. Ricardo Villa hefur
leikið með Racing og Sovaldo Ardiles
hefur leikið með Huracan i Argentinu.
Tottenham var ekki eina félagið er
reyndi að fá þá félaga. Sheffield United
reyndi að kaupa Ardiles og Manchester
City reyndi að fá Villa i sínar raðir en
samningaviðræður fóru út um þúfur,
meðal annars vegna þess að fulltrúar
félaganna tilkynntu að þeir væru á
förum til Englands.
Þeir félagar, Villa og Ardiles, eru
fyrstu erlendu leikmennirnir til að leika í
ensku deildunum utan samveldislanda,
núverandi eða fyrrverandi.
'Argentínumenn urðu heimsmeistarar og mikil gleði greip um sig i Argentínu. En það
er ekki tekið út með sældinni — nú sækja erlend félög mjög í leikmenn Argentinu.
Hér fagna þeir Mario Kempes og Ardiles marki — Ardiles mun leika með Totten-
ham, Kemper með Spáni.
Villa — hann leikur f framtiðinni með Tottenham.
Masson og Macari í bann
Flest bendir nú til að þeir Don
Masson og Lou Macari verði útilokaðir
frá frekari landsleikjum fyrir Skotland.
Don Masson sagðist ekki vilja leika
framar fyrir Skotland eftir HM og
einnig að fyrir leikinn gegn Perú hefði
hann notað örvandi lyf.
Skozka knattspyrnusambandið gaf út
tilkynningu þar sem sagði, að „Masson
skuli verða að ósk sinni að leika ekki
framar fyrir Skotland.”
Þá sagði f tilkynningu sambandsins að
það legði til að Lou Macari léki ekki
með, varaði við þvf og teldi það ekki ráð-
legt. Lou Macari skrifaði greinari brczk
blöð meðan á HM stóð þar sem hann
kvartaði undan aðstæðum, höteli, mat og
málefnum innan liðsins.
Ally McLeod veröur áfram stjðri
Skota en það þurfti langan fund skozka
sambandsins til að ákveða að svo yröi.
< Don Masson á ekki einungis í deilum
við skozka knattspyrnusambandið.
Hann hefur sagt að hann muni ekki
framar leika fyrir félag sitt, Derby
Lou Macari leikur með Man-Unitcd.
SVIARI NEÐSTA
SÆTI í MÁLMEY
— íþriggja landa keppni í frjálsum
Frakkar hafa forustu i þriggja landa
keppni í frjálsum iþróttum, sem nú fer
fram í Malmö eftir fyrri dag. Frakkar
hafa 86 stig, Sviss 64 og Svíar 57. Hjá
konunum eru þær frönsku einnig i for-
ustu með 50 stig, Sviss i öðru sæti með
48 og þær sænsku hafa hlotið 42 stig.
Ricky Bruch keppir í kringlukasti
fyrir Svía og hann gerði sér lítið fyrir og
sigraði í kringlunni en árangur ef ti! vill
ekki til að hróp§a húrra fyrir, 58.68.
Frakkinn Phillippe Deroche stökk
8.03 í langstökki en Svíinn Ulf Jarfelt
varð annar, 7.92. í 10000 metra
hlaupinu sigraði Svisslendingurinn
Marcus Ryeffel á 28:21.55. Frakkinn
Francis Demarthon sigraði i 400 metra
hlaupi á 46.66. í hástökki sigraði Roland
Dalhauses frá Sviss. stökk 2.19, sömu
hæð og Paul Poanieva frá Frakklandi og
Jacues Aletti, einnig Frakklandi, en Dal-
hauser notaði færri tilraunir. í 100
metra hlaupinu sigraði Frakkinn Her-
man Panzo á 10.34. í 110 metra grinda-
hlaupi sigraði Beat Pfister, Sviss, á
13.96. Franci Gonazales, Frakklandi,
sigraði í 1500 metra hlaupinu á 3:31.31.
1 3000 metra hlaupi kvenna sigraði
Liabi frá Sviss á 9:16.6. Linda Haglund
Sviþjóð sigraði í 100 metra hlaupi
kvenna á 11.26. í langstökki sigraði
Jaculine Curtet, stökk 6.52. Buerki frá
Sviss sigraði í 800 metra hlaupi kvenna á
2:03.25 og í 400 metra hlaupi sigraði
Darbonville frá Frakklandi á 54.09.
HNAKKAR
1. íslenzkir
2. Enskir
3. ÞýzkJargentínskir
(Sjá mynd)
Einnig öll reiðtygi— Póstsendum.
kr. 98.000.-m/öllu.
kr. 117.000.- m/gjörð
kr. 79.500.- m/gjörð
Hólasport,
Lóuhólar 2—6, sími 75020.
Ekkert fær nú
stöðvað KR
— KR vann stórsigur á Reyni, 6-1
— KR hefur nú sett stef nuna á 1. deild
KR stefnir nú aftur í 1. deild. Vestur-
bæjarliðið er leikur nú i fyrsta sinn i 2.
deild hefur örugga forustu i 2. deild,
hefurl4stigað loknum 8 leikjum. KR
gjörsigraði Reyni Sandgerði í gærkvöld,
6-1 í Laugardal og fátt fær nú stöðvað
vesturbæjarliðið.
KR lék oft laglega úti á vellinum og
mörkin sum hver mjög falleg. En hætt er
við að leikmenn KR fái ekki sama rúm
til að athafna sig í 1. deild og þeir fá nú
gegn liðum í 2. deild.
Sverrir Herbertsson skoraði þrjú af
mörkum KR og hefur nú skorað sex
mörk í átta leikjum. Hann er nú mark-
hæstur í 2. deild ásamt Þráni Ásmunds-
syni. Vilhelm Fredriksen skoraði tvi-
vegis í sigii KR .jg, sjötta mark KR
skoraði Börkur Ingvarsson, raunar fyrsta
mark leiksins.
Ari Haukur Arason skoraði eina
mark Reynis.
Dýrmæt
stig til Hauka
— Haukar sigruðu Ármann 2-0
Haukar úr Hafnarfirði sigruðu Ár-
mann 2-0 á Hvaleyrarholti i 2. deild ts-
landsmótsins i knattspyrnu i gærkvöld.
Með sigri sínum eygja Haukar því enn
von um sæti i 1. deild — hafa nú hlotið
niu stig en baráttan i 2. deild er ákaflega
hörð, senn barátta i raun um efstu sætin
og fallbarátta.
Það sést bezt af því að með sigri
sínum þokuðu Haukar sér af hættu-
svæði 2. deildar. Leikur Hauka og
Ármanns var harður, hvergi gefið eftir
og bæði lið greinilega staðráðin í að
vinna sigur. Haukar náðu forustu i fyrri
hálfleik er Ólafur Jóhannesson skoraði
úr vitaspyrnu.
í síðari hálfleik bætti Lárus Jónsson
við öðru marki Hauka, 2-0, og sigur
Hafnfirðinga í höfn. Skömmu síðar var
Kristni Pedersen vikið af leikvelli fyrir
slæmt brot. Ármann er nú aðeins
tveimur stigum á undan botnliðinu,
Völsungi, svo hörð er baráttan.
Drengir á NM
í Danmörku
— drengjalandsliðið 14-16 ára
á Norðurlandamótið
— Þeir verða í eldlínunni í kvöld
lslenzka drengjalandsliðið — 14—16
ára — hélt til Danmerkur i gær og leikur
í Norðurlandamóti drengja i knatt-
spyrnu. Liðið leikur i kvöld við Dani í
Nyköbing og á morgun við V-Þjóðverja
sem leika sem gestir. Á laugardag verður
siðan leikið um sætin á NM.
Eftirtaldir leikmenn voru valdir til far-
arinnar:
Stefán J óhannsson K R
Hafþór Sveinjónsson Fram
Ástvaldur Jóhannesson í A
Gísli Bjarmason KR
Benedikt Guðmundsson UBK
Jón G. Bjarnason KR
Jón Þór Brandsson Þór
Jóhann Þorvarðarson Víking
LárusGuðmundsson Viking
Helgi Bentsson UBK
SigurðurGrétarsson UBK
Elvar Gottskálksson ÍBK
Sigurjón Kristjánsson UBK
ValurValsson FH
Ragnar Margeirsson ÍBK
GuðmundurTorfason Fram
Fararstjórar eru:
Ellert B. Schram form. KSÍ,
Helgi Daníelsson form. unglinganefndar
KSÍ,
Jóhann Ólafsson stjórnarmaður KSÍ,
Lárus Loftsson þjálfari.
SJOTTISIGURINN
GEGN FÆREYJUM?
— íslenzka unglingalandsliðið
leikurí Færeyjumá morgun
Unglingalandsliðið sem skipað er leik-
mönnum 16-18 ára mun leika landsleik
við Færeyinga og fer hann fram í Þórs-
höfn miðvikudaginn 12. júli nk.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir
til fararinnan
Bjarni Sigurðsson ÍBK,
Árni Dan. Einarsson UBK,
Skúli Rósantsson ÍBK
Ágúst Hauksson Þrótti,
Heimir Karlsson Viking,
Halldór Ólafsson ÍBÍ,
Ómar Jóhannsson ÍBV,
Heimir Bergsson UMF Selfoss,
Sigurður Harðarson í A,
Smárí Guðjónsson í A,
Arnljótur Arnarson FH,
Brynjar Nielsson Val,
Sæbjörn Guðmundsson KR,
Gunnar Gislason KA.
Liðsstjóri verður landsliðsþjálfarinn
Yourí Ilitchev en fararstjóri Bergþór
Jónsson.
Þetta verður 50. unglingalandsleikur
íslands og sjötti landsleikur okkar við
Færeyjar en við höfum unnið þá alla og
skorað alls 14 mörk gegn 3.
Af þeim leikmönnum, sem nú eru vald-
ir hafa þessir leikið i unglingalandsliði:
Bjarni Sigurðsson 1 leik, Ágúst Hauks-
son 4 leiki, Skúli Rósantsson 4 leiki,
Ómar Jóhannsson 3 leiki en aðrir eru
með f fyrsta sinn.