Dagblaðið - 11.07.1978, Síða 15

Dagblaðið - 11.07.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLl 1978. 15 EINN OG KVART — Spjallað við Ása í Bæ um undrahattinn og fleira „Héldu skiljanlega ao ég væri svo fullur að hann þyrfti að styðja mig.” séu fyrst og fremst orðin sem maður er að skila i vísnasöng og músíkin komi númer tvö. En þarna voru ungir menn sem vildu harðari takt og ég beygði mig undir þeirra vilja og lét þá ráða. — Sumir sakna ákveðinna laga á plötunni. — Já, því miður komust ekki nema 13 lög inn á hana, en ég varð að velja og hafna. Þarna vantar til dæmis lögin Heimaslóð og Vertu sæl mey, en þau bíða bara næstu plötu. — Hvenærer voná henni? — Hún gæti komið á næsta ári. Eins og er treysti ég mér ekki í þetta, en ég vona að stjórnmálaástandið verði þannig að ári, að mér eflist kjark- ur í bindindið. — ErUndrahatturinnsöluplata? — Já, ég held það. Þetta er ekki poppplata, en það gætu orðið býsna margir, bæði Eyjamenn og aðrir, sem vildu gjarna eignast þessa plötu. Og þegar jafn kröfuharður þjóðfélags- gagnrýnandi og Vilmundur Gylfason, er með þeim fyrstu til að kaupa plöt- una, er ég frekar bjartsýnn. Um ævintýri og undarlega menn — En að lokum, Ási. Það er venja að spyrja rithöfunda hvað þeir séu með á prjónunum, eða hvort von sé á nýrri bók frá þeirra hendi. — Við byrjuðum á samtalsbók á síðastliðnum vetri, við Sigurdór Sigur- dórsson blaðamaður og hef ég unnið að því að undanförnu, að fara í gegn- um frumdrög hans. Bókin á að heita „Út og suður” og fjalla um ævintýri og undarlega menn. Það er von á henni með haustinu. -rl Hann situr þarna á steini vestur í Örfirisey og horfir út á hafið, eins og svo oft áður og hefur lofað að eiga við okkur stutt spjall um nýju plötuna Undrahattinn og tilurð hennar. Nú verð ég að fara í bindindi — Af hverju ertu ekki búinn að gera plötu fyrir löngu síðan, Ási? — Sjáðu til. Ég hef svarað þessari spurningu oft áður á þann hátt, að hingað til hefi ég verið með fúlle femm,en.... — Áttu við að þú hafi flippað, eða hvað? — Ég hef litið á þessar visur og söngva þannig, að þeir sem lærðu þá og syngju væru hinir einu réttu flytj- endur. En lengri hafa ýmsir legið í mér að raula þetta inn á plötu, en ég hef hafnað þvi þar til nú. Kannski er það eliin sem ég hef gefizt upp fyrir, það hefur sem sagt tekizt að sannfæra mig um að réttast væri að slá til. Það hefur líka kitlað mig, að lögin hafa ekki verið til nema í kollinum á mér, þau eru flest óskrifuð. Og þó þetta sé ekki mikil músik, þá hafa margir haft gaman af að raula það. — Þúléztsemsagttilleiðast.... — Já, og það fyrsta sem ég sagði þegar ég hafði slegið til var þetta: „Nú verð ég að fara I bindindi”, en þeir sem þekkja mig trúðu þeim orðum mátulega. Ég er illa gengur I snjó — Nokkrum dögum síðar fór ég austur til Norðfjarðar, en þar var við kennslu Karl Sighvatsson, en hann hafði tekið að sér að skrifa niður og út- setja lögin og sjá auk þess um upptök- una. Það var mikill snjór i Neskaup- stað þegar þetta var, en ég er illa gengur i snjó. Þeir bæjarbúar sem sáu okkur Kalla á gangi héldu skiljanlega að ég væri svo fullur að hann þyrfti að styðja mig-. En það er skemmst frá því að segja, að Kalli raddprófaði mig og útsetti lögin í samræmi við það. En þegar hann svo kom til upptökunnar mánuði seinna kom í ljós, að röddin hafði hækkað og reyndar lækkað lika um einn og kvart, enda var ég enn i bind- indinu. Þeir kalla það „life" — Hverniggekksvoupptakan? — Alveg Ijómandi vel. Ég hafði mjög gaman af að vinna með þessum ungu mönnum og þess má geta, að ég söng sum laganna beint inn með und- irleiknum, en það er fremur óvenju- legt. Þeir kalla það „life”. — Þeim sem þekkja lögin þín, finnst takturinn heldur hraður i sumum þeirra á plötunni. — Ég hef alltaf litið svo á, að það Ég hef alltaf litið svo á, að það séu fyrst og fremst orðin sem maður er að skila I vísnasöng.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.