Dagblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. JÍJLÍ 1978. 3 Jón Sveinsson, tœknifræftingur MTFI. Smáraflot 8. Garðabru Slmi 42901 - 51900 Góöir Garöabúar, Veröi ófl valinn ( baejarstjórn Garöabæjar 1978, mun ég m.a. beita mór af alefli fyrir eftirfarandi málum: 1. Efla iönaö innan bæjarfólagsins, svo fleiri vinnufúsar hend- ur fói störf viö sitt hæf i. Til þess þarf aö úthluta aögengilegum önaöarlóöum I hæfilegu hlutfalli viö úthlutun Ibúöarlóöa I bænum og leggja þar götur jafnóöum og byggt er. 2. Vinna aö framtföarlausn á umferöarmólum bæjarins, sem nú valda bæöi hættu, töfumog ónæöi í bænum, beina umferö framhjá meö skipulagi og gerð aðalvega út frá byggöinni. 3. Ljúka verkefnum, sem hafin eru f gatnagerö og skólabygg- ingu meö skipulegum hætti. 4. Lausn mikilvægustu þjónustuvandamála bæjarfólagsins, ivo sem heilsugæslu, löggæslu og stuóla aö bættri aöstööu til hverskonar fálagsllfs. Gerum uppstillingu sjálfstæöismanna til bæjarstjórnar bind- mdi meö góöri kjörsókn f dag kl. 17-21 og ó morgun 8. aprfl J. 10 til 22. Kjör fer fram f barnaskólanum. Með bestu kveðju. Fyrir kosningar sendi Jón Sveinsson frá sér yfirlýsingu og kvaðst ætia að vinna að lausn umferðarvandamála Garðakaupstaðar, en eftir kosn- ingar.... litla virðingu fyrir stjómmálamönn- um. Og hvað kemur til að þú, sem ég er sannfærður um að ert heiðarlegur maður, lætur hafa þig út í svona skollaieik með okkur kjósendur? Annars er lýðræði víst ekkert sér- stakt áhugamál ykkar sjálfstæðis- manna sem i bæjarstjórn Garðabæjar sitjið nú. Að minnsta kosti greidduð þið aUir atkvæði gegn tillögu um að halda borgarafund um vegarmálið sem fram kom á bæjarstjórnarfundi hinn 27. júní sl. Og þá erum við komnir að minnisleysi þínu aftur, kæri Jón. Á framboðsfundi í vUcunni fyrir kosning- ar til bæjarstjórnar lofaðir þú og aðrir frambjóðendur sjálfstæðismanna því að þið mynduð ekki standa gegn því að halda borgarafund ef fram kæmu óskir um það. En svo greiðið þið allir atkvæði gegn því. Og þú sem sagðir við mig rétt eftir kosningar að þig hreinlega langaði i borgarafund um Hafnarfjarðarveginn. Ég er farinn að halda að þið sjálfstæðismenn í bæjar- stjóm þjáist af necrophiliu. (Það er nefnilega ekki necrophilia að finnast aðrir vera með þann vonda kvilia.) Einhverjir svoleiðis vondir vessar voru það sem láku úr penna Ólafs G. Einarssonar rétt fyrir bæjarstjórnar- kosningar og þið prentuðuð á forsíðu blaðsins ykkar undir nafninu „Veg- villur” (Garðar, 5. tbl., 9. árg., 26. maí 1978). Eins og þú kannski manst þá var þessi grein lesin upp fyrir okkur á framboðsfundi nokkrum dögum áður en hún kom út. Undir lestrinum stóð Markús Sveinsson upp og gekk út, ein- beittur og ákveðinn á svip. Margir þeirra sem á fundinum voru.túlkuðu það sem mótmæli gegn sóðaskrifum ÓGEs og urðu harla glaðir yfir því að þama skyldi nú vera kominn annar maður með bein í nefinu eins og þú. En eftir að hann greiddi breikkuninni atkvæði á siðasta bæjarstjórnarfundi hef ég stundum verið að velta þessu fyrir mér og ég held að það hljóti að hafa verið misskilningur að túlka út- göngu Markúsar sem mótmæli. Senni- lega hefur honum bara verið mál að pissa og þess vegna skil ég ekki hvers vegna hann þurfti að vera svona ein- beittur og ákveðinn á svipinn. Þetta er eitthvert sorglegasta dæmi sem ég þekki um það hvað það er mikil hætta á því að jafnvel einföldustu gerðir manna séu mistúlkaðar og fái pólitiska merkingu þegar menn eru komnir i háar pólitískar stöður. Ég vil svo taka það fram að ég hef enga ánægju af því að senda þér þetta bréf en það hefur valdið mér von- brigðum að þið Markús hafið ekki komið drengilega og hreinskilnislega fram í þessu máli eins og ég átti von á. Því tel ég það skyldu mína að benda á það sem mér finnst miður hafa farið í meðferð ykkar á því. Skoðun Garðars var alltaf ljós, hann er málpípa ÓGEs og Sigurður Sigurjónsson hefur enga marktæka skoðun. Þess vegna er óþarfi að eyða púðri á þá. Símanum lokað fjórum dög um eftir að símareikningur- inn var greiddur Simnotandi hringdi: Símanum mínum var lokað 17. júh' sl. vegna skuldar að upphæð kr. 2360 + söluskattur, sem gerðu samtals kr. 2832. Þetta var vegna símtals við útlönd. Reikningurinn barst mér á tilsettum tíma um síðustu mánaðamót en af vangá greiddi ég ekki reikninginn fyrr en 13. júlí. Greiddi ég hann með póst- gíróseðli í banka einum hér í borg. Enda þótt Póstur og sími hafi haft heimild til að loka síma minum vegna þessarar litlu skuldar strax þann 10. var það ekki gert. Aftur á móti var símanum lokað 17. júlí, fjórum dögum eftir að ég hafði greitt reikninginn. Þetta er auðvitað ekki nógu gott. Ég varð að greiða lokunargjald kr. 800 ofan á fyrri reikning. Mér finnst að skriffinnskan sé orðin Simanum var lokað fjórum dögum eftir að símareikningur var greiddur. full mikil þegar það tekur meira en banka og á skrifstofu símans. Er ekki fjóra daga að koma greiðslunni úr ' kerfið gallað? Starfsfólk í Ör- firisey þarf að ganga rúman kíló- Hringið í síma 27022 metra í strstó Þórarinn Björnsson starfsmaður i Örfirisey hringdi: Okkur starfsfólki hérna i örfirisey finnst það alveg óþolandi hvað við erum afsett í samgöngumálum. Við þurfum að ganga rúman kilómetra til að ná í strætisvagn. Strætisvagn stoppar við hús Bæjar- útgerðar Reykjavíkur, stundum í 12— Raddir lesenda Svefnpoki týndist á Keflavíkur- vegi Friðrik Baldursson hringdi: Aðfaranótt sunnudagsins 9. júli sl. sótti ég þrjá danska stúdenta út á Keflavíkurflugvöll. Við settum hluta af farangrinum, m.a. dúnsvefnpoka eins Dananna, upp á þak bilsins sem ég var á. Á leiðinni til Reykjavíkur voru við stöðvaðir og sagt að pakki heföi dottið af bilnum. Kom í ljós að það var svefn- pokinn. Fólk í hvítum Saabbil með Ö- númeri sást taka pokann upp. Leit bar engan árangur. Ekki heldur auglýsingar í blöðum og útvarpi. Nú vil ég biðja Dagblaðiö að vekja athygli þeirra sem pokann hirtu á því að eigandinn viil gjarnan fá hann aftur. Pokinn er gulur að lit og merktur Peder Rasmussen. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi i Friðrik Baldursson Grænu- tungu 5 Kópavogi, sími 41155. 17 mín. Það mundi ekki taka vagninn nema 5 mín. að aka hringinn um Örfirisey. í örfirisey eru fjölmörg atvinnu- fyrirtæki og þar vinna 400—500 manns. Meðal fyrirtækja hérna eru Sjófang, Seglagerðin, Kristján Ó. Skagfjörð o.fl. Vonandi tekur nýi meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavikur þetta mál til athugunar. Við starfsmenn í örfirisey erum orðnir langþreyttir á göngunum. Ræða Þóris verði birtáprenti Hallþór Þ. Briem Hverfisgötu 91 kom að máli við DB. Sagðist hann hafa heyrt að séra Þórif Stephensen hefði flutt ágæta predikun í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Hann hefði því miður misst af henni. Vildi hann að ræðan yrði birt á prenti og er þeirri áskorun hér með komið á framfæri. sm Ie?'0 Það er alltaf gaman að þekkja náungann... Þekkja hann jafnvel betur en hann þekkir sjálfan sig — og meira að segja án þess að hann hafi hug- mynd um það sjálfur... Þetta er bók sem þér innsýn hugarheim annara, án að þú þurfir að spyrja þá... (ATH! Þérerviss- ara að tryggja þér elntak í tima, þvi bókin bókstaf- lega rikurút...!) Samtak s.l. Elnholti 8, 26620. Hvernig finnst þér að búa í Reykjavík? Anna Valenti, húsmóðir: Ég er nú fæddur ísfirðingur og flutti hingað fyrir 10 árum síðan. Mér likar alveg ágætlega við Reykjavík. Indriði Indriðason: Það er ágætt. Ég er búinn að búa hér í 40 ár og það hefur aldrei verið betra en núna. Magnús Jónsson strætisvagnabflstjóri: Mér finnst ágætt að búa í Reykjavík. Ég er fæddur og uppalinn við Smiðjustig i Skuggahverfinu svokallaða. Guðmundur J. Guðmundsson nemi: Mér finnst það ágætt eftir að ihaldið féll í borgarstjórn. Axel Eyjólfsson húsgagnasmiðun Mtr finnst það gott miðað við það að íhaldið er búið að vera 40 ár við völd. Sigurður Stgurbjörnsson fyrrverandi sjó- maðun Mér finnst reglulega gott að búa hér í Reykjavík. Þó svo að ég sé ekki fæddur Reykvikingur. Ég er fæddur á Fáskúðsfirði og flutti hingað suður árið 1926.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.