Dagblaðið - 22.07.1978, Síða 6

Dagblaðið - 22.07.1978, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22.JÚL1 1978. FER FÉLAGSSTOFN- UN STÚDENTA Á HAUSINN? — sjóðir stofnunarinnarþurrausnir 1 nýútkomnu Stúdentablaði víkur Ásgeir Danielsson stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta nokkuð að miklum fjárhagsörðugleikum stofn- unarinnar. Hann segir m.a. að í sl. mánuði hafi svo verið komið að allir sjóðir FS hafi verið þurrausnir og yfir hafi vofað að mörg fyrirtæki lokuðu á vöruúttekt til stofnunarinnar, þannig að ekki yrði mögulegt að halda rekstri matstofunnar áfram. Þá vantaði einnig fé til þess að opna hótelið og til þess að ráða bót á því gengu nokkrir stjórnarmenn í ráðu- neyti ogfengu flýtt 2 1/2 milljón króna greiðslu, sem stofnunin átti rétt á þannig að það tókst að opna hótelið. Sumarið og haustið er sá tími þegar tekjur FS af hótelrekstrinum og innrit- unargjöldum stúdenta i háskólann koma inn. Þessar tekjur eru síðan notaðar til þcss að greiða niður þjón- ustu FS yfir veturinn. Hversu lengi það verður hægt ræðst af tekjum hótelsinsog framlagi rikisins. Stjórn FS hefur stefnt að því að hækka verð þjónustunnar ekki meira en hækkun verðlags í landinu al- mennt. Þá hefur því verði sem ákveðið er á haustin verið haldið óbreyttu út skólaárið. Með þessu móti hefur FS reynt að þrýsta á rikisvaldið um að sjá FS fyrir fé, sem gerði henni kleift að halda þjónustunni við stúdenta a.m.k. í horfinu. Þessi stefna hefur þó ekki borið árangur hvað framlag ríkisins til FS varðar. FS hefur að visu komizt upp með að standa i vanskilum við opinberar stofnanir án þess að gripið væri til meiriháttar aðgerða. Hinar stórfeildu óreiðuskuldir FS valda miklu álagi á starfsfólk stofnunarinnar og óöryggi varðandi launagreiðslur og atvinnuöryggi þeirra. Það er skoðun Ásgeirs að eina leiðin til þess að ná árangri sé að reka FS þannig að óreiðuskuldum stofn- unarinnar sé haldið innan þeirra marka sem nauðsynlegt er til að tyryggja að rekstur stofnunarinnar gangi eðlilega fyrir sig. í haust verður síðan að gera greiðsluáætlanir fyrir FS í nokkra mánuði í senn, þannig að yfir- vofandi gjaldþrot stofnunarinnar komi í Ijós nokkrijm mánuðum áður en til endanlegs greiðsluþrots kæmi. Það mun þá koma í Ijós næsta haust þegar fjárveiting til FS verður ákveðin hvort grundvöllur er fyrir rekstri stofnunar- innarút veturinn. Ef ekki reynist rekstrargrundvöllur fyrir FS verða stúdentar að gera það upp við sig hvort þeir ætla út í frekari aðgerðir, t.d. með þvi að hóta að loka stofnuninni eða hluta hennar. Hin val- kosturinn er sá að gefast upp og gangast inn á þá kröfu rikisvaldsins að afleiðingum af lækkuðu rikisframlagi til FS sé velt yfir á stúdenta með hækkun verðlags og minni þjónustu. - JH Nú á að byrja á húsinu sem byrja átti á fyrir25árum Ráðamenn komu í veg fyrir notkun á ódýrum teikningum Allir voru að vonum ákaflega glaðir þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýju útvarpshúsi í fyrradag. Var það vonum seinna að mati margra. En flestir voru þó búnir að gleyma þviað litlu munaði að slíkt yrði gert fyrir heilum 25 árum. Eftir stríðið fól ríkisútvarpið Gunnari R. Paulsson, fulltrúa sínum í New York, að útvega sérfróðan arkitekt til þess að teikna útvarpshús. Gunnar fór þegar á stúfana og í tvö ár starfaði hann að teikningum af íslenzku útvarpshúsi með ítölskum arkitekt, sem m.a. hafði teikn- að hús fyrir CBS útvarpsstöðina. Þessar teikningar voru keyptar hingað á fremur hagstæðu verði og í sjóði voru til peningar til að byrja að byggja. En þá gerðist það að ýmsir ráðamenn settu sig upp á móti hugmyndinni um bygging- una og teikningarnar voru settar upp í hillu þar sem þær hafa legið síðan. Siðan þá hafa viðhorfin breytzt og sjónvarpið komið til sögunnar. Þannig þótti ekki fært að nota sömu teikningarnar heldur var allt unnið upp á nýtt með æmum til- kostnaði. Gömlu teikningamar gerðu ráð fyrir húsi undir útvarp á nær sama stað og Þjóðarbókhlaðan á nú að rísa. Þessi staður var ekki lengur fyrir hendi þegar loksins var tekið til við að byrja á húsinu og var staðurinn á horni VUhjálmur Hjilmarsson menntamálariðherra telcur fyrstu skóflustunguna að langþráðu útvarpshúsi. DB-mynd: Ari. Háaleitisbrautar og Hvassaleitis valinn i hans stað. DS \ Glæsilegur árangur Ingvars — á „World Open” í Philadelphia Hvorki meira né minna en 14 Islendingar tóku þátt í hinu árlega „World Open” skákmóti, sem fram fór í Philadelphiu í Bandaríkjunum dagana 30. júní til 4. júlí. Er það að öllum likindum einn fjölmennasti hópur íslendinga, sem farið hefur utan til þátttöku i skákmóti. 7 þeirra héldu siðan áfram taflmennsku, þvi nokkrum dögum seinna hófst annað mót i New York — GHI- International. Það látum við hins vegar bíða til næsta þáttar, en i dag beinum við athygli okkar að mótinu í Philadelphiu. Að þessu sinni voru yfir 1000 skák- áhugamenn mættir til leiks og tefldu þeir i 8 flokkum. 1 Opna fiokknum voru keppendur tæplega 500 og þar tefidu allir Islendingarnir. Árangur þeirra var nokkuð misjafn, eins og gefur að skilja, en þó máttu flestir vel við una. Stjörnu Ingvars Ásmunds- sonar bar þó langhæst og mátti reyndar vart hærra komast. Ingvar gerði sér nefnilega litið fyrir og varð efstur á mótinu ásamt 6 -öðrum skák- meisturum með 7,5 vinninga af 9 mögulegum sem er stórglæsilegur árangur. Ingvar ruslaði hverjum and- stæðingnum upp á fætur öðrum og skorti þá orð til að lýsa snilldartafl- mennsku hans. A.m.k. tveir þeirra töldu henni bezt lýst með orðunum: „Þú tefldir alveg eins og stórmeistari.” Segir það sína sögu. Ásamt Ingvari fengu eftirtaldir skákmenn 7,5 vinninga: Biyiasas (Kanada), Gheorghiu (Rúmeniu), Westerinen (Finnlandi), Zuckerman (Bandar.,) Seirawan (Bandar.,) Sanz (Spáni) og Hebert (Kanada). Ingvar tapaði i 2. umferð, en vann síðan 6 skákir í röð. Er það óvenjuvel af sér vikið, ef tekið er tillit til þess að dagskrá mótsins var mjög erfið. Tefldar voru 2 umferðir á dag og engar biðskákir leyfðar. Skákirnar varð því að tefla til botns og lá við að menn sætu að tafli allan sólarhring- inn. Það voru því ýmsir sem freist- uðust til að gera stutt jafntefli, en þeir voru þó færri en búast hefði mátt við. Árangur hinna íslendinganna varð þessi: Margeir Pétursson 6,5 v. Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson 6 v. Benóný Benediktsson, Ásgeir Þ. Árna- son og Bragi Halldórsson 5,5 v. Jóhannes Gíslason. Guðni Sigur- bjarnarson, Jóhann Þórir Jónsson, Sævar Bjarnason og Leifur Jósteins- son hlutu allir 5 v. Guðmundur Ágústsson 4,5 v. og Þórir Ólafsson 4vinninga,. Aðstæður á skákstað voru með bezta móti og munaði þar mestu að reykingar voru bannaðar i skák- salnum. Er það sannarlega verðugt íhugunarefni fyrir islenzka skák- forustu hvort ekki sé orðið iímabært að taka þá nýbreytni upp i skákmótum hér á landi. Þá kemur hér eitt gullkorn frá hendi Ingvars. Hann á þar í höggi við sovézka alþjóðameistarann Zaltsman, sem nú er búsettur í Bandarikjunum. Ingvar teflir þessa skák mjög vel og yfirspilar andstæðing sinn örugglega. Lok skákarinnar eru einkar glæsileg. Ingvar hristir þar fram úr erminni einhverja bráðfallegustu leikfléttu, sem lengi hefur sézt á skákborðinu. Kæmi sjálfsagt engum á óvart, þó sjálfur Capablanca hafi snúið sér við i gröfinni af einskærri hrifningu: Hvitt: Ingvar Ásmundsson Svart: Zaltsman (Bandarikjunum) Sikileyjarvörn l.e4c5 2.RO Rc6 3.Bb5 Ingvar hefur mikið dálæti á þessum leik og vann með honum marga góða sigra á World Open mótinu. Leikurinn hefur þann kost að vera lítið stúder- aður og því upplagður fyrir þá, sem vilja sleppa út fyrir hafsjó teóríunnar. 3. - g6 4. c3 Rf6 5. e5 Rd5 6. 0—0 Bg7 7. d4 cxd4 8. cxd4 0-0 9. Rc3 Rc7 10. Bf4! Bráðsnjall leikur. Ingvar telur rétti- lega að skjót liðsskipan sé mikilvægari en Uf hvitreita biskupsins. Einhverjir hefðu nú sjálfsagt brugðið á það ráð að hörfa með hann, en sé skyggnst dýpra i stöðuna sést að leikur Ingvars er mun sterkari. 10. - Rxb5 11. Rxb5 a6 12. Rc3 d6 13. h3 13. Db3ere.t.v. nákvæmari leikur, því nú virðist svartur auðveld- lega ná að jafna taflið. 13. —dxe514.dxe5 B£5? Nú lendir svartur i vandræðum. Einfaldlega 14. — Dxd 1, leiðir til jafns tafls. Svartur ofmetur stöðu sína greinilega, en það á eftir að koma honum i koll. 15. Db3! Rd4 16. Rxd4 Dxd4 17. Bg3 b5 18. Rd5! Svartur á ótrúlega erfitt með að svara þessum leik. Ef 18. — Bxe5?? þá 19. Rxe7+ og 20. Rc6, og vinnur. Eða 18. — e6 19. Hfdl Da7 20. Rf6+ Kh8 21. Hd7 með mun betri möguleikum á hvitt. Svartur gripur því til þess ráðs að gefa peðið á e7, og freistar þess að loka riddarann inni. 18,—Be6 19.Rxó7+Kh8 20.Hfdl! Þessi snjalli millileikur bjargar málunum. Riddarinn sleppur út og hvítur verður peði yfir. 20. — Da7 Eða 20. — Dc5 21. Rd5 Had8 22. Hacl! Bxd5 23. Hxc5 Bxb3 24. Hxd8 Hxd8 25. axb3 og hvitur ætti að vinna. 21. Da3 Db7 22. Dd6 Hfe8 23. Bh4! Betra en 23. Rc6 Had8 24. Ra5 De4, þvi riddarinn stendur illa. 23. — h6 24. Bf6Kh7 25. Bxg7 Kxg7 26. Rc6 Hac8 27. Rd4! Eftir hinn eðlilega leik 27. Hacl verður svörtum ekki meint af peðsátinu á a2. 27. - Kh7 28. Rb3. Hc2 29. Rc5 De7 30. b4! Svartur hefur góða jafnteflismögu- leika í endataflinu eftir 30. Dxe7 Hxe7. 30. - Dh4 31. Hd2 Hxd2 32. Dxd2 Hd8 33. Dc3 Bc4 34. Hel Dg5 35. Re4DB36.Rf6+. Timahrakið setur nú sinn svip á tafl- mennsku beggja keppenda.Ingvar hefur peði meira og betri stöðu að auki og einsetur sér þvi aðeins að ná tilskildum leikjafjölda og reynir að breyta stöðunni sem minnst. 36. - Kg7 37. Re4 Hd3 38. Db2 Kf8 39. Rd6 De6 40. Re4Dd5? Siðustu leikirnir voru leiknir í miklu tímahraki, en nú skyndilega hefur Ingvar nógan tíma. Og þá er ekki að sökum að spyrja: Hann töfrar fram stórkostlega leikfléttu, sem er vægast sagt ótrúlega falleg. Glæsilegur árangur Ingvars — á „World Open” i Philadelphiu. 41. e6! Dxe6 41. — fxe6 42. Df6+ er að sjálf- sögðu vonlaust. 42. Dh8+ Ke7. Og þá kemur rúsínan i pylsuendanum..... 43. Dal!! Hvitur notar svo sannarlega skák- linurnar. Á a! valdar drottningin hrókinn og það hefur úrslitaþýðingu. 1 þessari stöðu gafst Zaltsman upp, frá sér numinn af hrifitingu. Hann er varnarlaus gegn hótuninni 44. Rc5. JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.