Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 4
Sumarhótelið Nesjaskóla Hornafirði sími 97—8470 Gisting í björtum og rúmgóöum eins og tveggja manna herbergjum. Svejhpokapláss í herbergjum og í skólastofum. Heitur og kaldur matur allan daginn. Góð aðstaöa til hvers kyns funda- og ráðstefnuhalda. Verið velkomin í Sumarhótelið Nesjaskóla Horna- firði.________________ ____________________ Grunnskófínn Laus er staða almenns kennara, svo og hand- og myndmenntakennara Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. Nánari upplýsingar hjá skóla- stjóra Gunnari Ragnarssyni í síma (94) 7288 og formanni skólanefndar Ólafi Kristjánssyni í síma (94) 7175. Skrifstofumaður óskast til starfa við útgáfu Lögbirtinga- blaðs og Stjórnartíðinda. Góð vél- ritunar- og íslenzkukunnátta nauðsyn- leg. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 15. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. ágúst1978. Nauðungar- uppboð Samkvæmt kröfu Gjaldheimtunnar í Reykja- vík, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, skipta- réttar Kópavogs, bæjarfógetans í Hafnarfírði, Póstgíróstofunnar, Verzlunarbanka íslands, Kristins Björnssonar, hdl., og Þórðar Gunnarssonar hdl, verða eftirgreindir lausa- fjármunir seldir á nauðungaruppboði, sem haldið verður á skrifstofu minni að Auðbrekku 57, föstudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Uppboðinu verður síðan framhaldið á öðrum stöðum, þar sem nokkrir munanna eru staðsettir: 1. Húsgögn og heimilistœki: Sófasett, sófa- borð, hægindastóll, hœgindastóll með skemli, skenkur, stofuklukka, hillusamstœða, 4 stofustólar ásamt stofuborði, körfustóla- samstæða, eldhúsborð og 3 stólar, frysti- kista, ísskápar, uppþvottavél, þvottavélar og sjónvarpstæki. 2. Vélar og verkfœri: 2 stk. beygjuvélar, Edward klippur, handklippur, vals, raf- magnsborvél, bandsög, steiker fræsari, kjöt- sög og spónlagningarpressa. 3. Annað: Leiktjöld, afgreiðsluborð, kœli- borð, kœliskápar og reykofnar. 4. Blöndunarstöð. 5. Veðskuldabréf að eftirstöðvum kr. 933.800.- (12% ársvextir í 7 ár eftir af láns- tíma, gottfasteignaveð). Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGUST 1978. DB á neytendamarkaði „Morgunmaturínn” reyndist ekki algjör- lega sykurlaus Bannaö erað merkja vörumeð villandi nöfnum Kæra Neytendasiða DB. Það er svo sannarlega erfitt að finna næringarríkan morgunverð. Neytandi sem er sér meðvitandi um heilsufar verður að lesa nákvæmlega utan á alla pakka ef hann ætlar að komast hjá því að forðast sykur, sem núna virðist bætt í allar vörutegundir ásamt matarlit, gervibragðefnum og rotvarnarefnum. Ég hélt að nú væri málið leyst fimmtudaginn 3. ágúst þegar sagði á Neytendasíðunni að Weetabix „væri algjörlega sykurlaust.” Ég var tilbúin að kaupa heilan kassa og flýtti mér út í búð, en las utan á pakkann. Þar stóð svart á hvitu á pakkanum orðið SYKUR. Ég á erfitt með að trúa þvi sem Tony Hunt segir, þegar það stendur utan á hverjum pakka að hann inni- haldi sykur. Hvernig geturðu útskýrt þetta? Þetta sýnir að neytandinn veröur alltaf að vera á verði. Ef ekki er verið að reyna að svindla á honum í sam- bandi við verð, þá er verið að reyna að villa honum sýn um innihald vörunnar. 1 gær keypti ég SOJABRAUÐ í Breiðholtsbakaríi. Nafnið SOJA- BRAUÐ er prentað með stórum stöfum utan á plastpokann sem brauðið var i. Þar fyrir neðan stendur innihald brauðsins: vatn undanrennuduft salt sykur ger feiti heilhveiti Ég hélt að ég væri farin að tapa sjón, er virkilega ekkert sojamjöl í sojabrauði? Ég keypti samt brauðið til þess að ganga lúr skugga um hvort að því væri sojabragð, sem er mjög auðþekkjanlegt. Þetta var mjög gott brauð, bæði mjúkt og bragðgott, en að því var EKKI sojabragð. Hvernig getur bakari leyft sér að kalla brauð, sem inniheldur ekki neins konar sojamjöl „sojabrauð”? Það er annað sem mér finnst undar- legt og það er upptalningin á inni- haldinu. í öðrum löndum er lögfest að það efnið sem mest er af í framleiðsl- unni á að vera efst á blaði og siðan koll af kolli. Á íslandi virðist þetta vera öfugt. Það getur ekki verið að það sé meira af vatni, salti feiti o.s.frv. heldur en af hveiti í þessu brauði. Þótt neytandinn vilji sjálfur reyna að vera á verði og kynna sér hlutina, setja framleiðendurnir alls konar hindranir I veginn! Virðingarfyllst Hope Knútsson, iðjuþjálfi. „Bezti morgunverðurinn” og heilsu- samlegasti er diskur af hveiti-klíði (ekki það sem er með sykri eða hunangi) með mjólk og ávöxtum, annað hvort ferskum eða þurrkuðum. Hægt er að bæta hveitiklíði í næstum því hvaða mat sem vera skal, t.d. hamborgara, rasp eða nota það í staðinn fyrir rasp, strá þvi í hrásalatið og jafnvel út á ís. Það gefur mjög gott bragðaðmatnum! Svar: Það var leiðinlegt að upplýsingar okkar skyldu ekki reynast „hárréttar” I sambandi við Weetabixið. Hins vegar var ekki haft eftir Tony Hunt að það væri „algjörlega sykurlaust”. Hann sagði hins vegar að það væri sykur- laust, og benti blm. á, þegar hann ætlaði að borða „kökuna” sykurlausa, að betra væri að látá sykur á hana, „vegna þess að þetta væri sykurlaust.” Það var hins vegar haft eftir dr. Jóni Óttari matvælasérfræðing að umrædd morgunverðartegund hefði það fram- yfir ýmsar aðrar að hún „væri algjör- lega sykurlaus.” Án þess að mér sé kunnugt um nákvæmt efnainnihald Weetabix, tel ég að þótt í þvi sé einhver sykur, sé hann i mjög litlu magni og þvi ekki svo skaðlegur. — Hins vegar er það algjörlega á móti reglugerð að villa um fyrir fólki og nefna matvæli villandi nöfnum, það Raddir neytenda er nöfnum sem gefa til kynna eitthvað annað en umræddar vörur innihalda. Þannig er algerlega óheimilt að merkja utan á umbúðir brauðs „Sojabrauð”, ef brauðið inniheldur ekki neitt sojamjöl. — Hrafn V. Friðriksson forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlitsins sagði i samtali við Neytendasíðu DB að eftir- litið hefði ekki krafizt þess sérstaklega að innihald brauða sé skráð á umbúðirnar. Taldi hann það þó sjálf- sagðan hlut og í eigin hag fram- leiðenda að gera slíkt. Um upptalning- una á brauðumbúðunum sagði Hrafn að hún væri hálfkjánaleg, því viðtekin venja væri að aðaluppistöðuefni fram- leiðslunnar sé talið fyrst og síðan koll af kolli. Hins vegar er skylt samkvæmt reglugerðinni, ef um einhver þekkt aukaefni er að ræða, sem heimil eru samkvæmt aukaefnalista, að telja þau upp og þá í minnkandi magni. A.Bj. BAKAÐIR TOMATAR Það er hægt að matreiða tómata á marga vegu, eins og við höfum þegar bent á. 1 bæklingi Sölufélagsins er uppskrift að bökuðum tómötum. 8 stórir tómatar (um 400 kr.) 200 g hakkað kjöt (lamba-, nauta- eða svinakjöt) (um 403 kr. kinda) 2 sneiðar beikon (150 kr.) 8 matsk. saxaður laukur 30 g smjörl. 1 dl soðin hrisgrjón 1/8 tesk. hvftlauksduft salt, pipar 1 tesk. oregano brauðmylsna, smjör. Tómatamir eru þvegnir og skorinn af þeim toppurinn og tekið innan úr þeim með teskeið. Hvolfið þeim á meðan kjötkássan er hrærð saman. Hakkið er steikt á pönnu með beikoni og lauk, skornu í bita og sneiðar. Hris- grjónunum er blandað saman við ásamt kryddinu og innmatnum úr tómötunum. Ef soðin hrísgrjón eru ekki.tiltæk má nota 3 matsk. af brauð- mylsnu (raspi) í þeirra stað. Kjötið er látið í tómatana og þeir siðan i eldfast smurt mót. Brauðmylsnu er stráð yfir og bitum af smjörl. Bakað í ofni við 170° C i um það bil 20 mín. Borið fram með heitum, soðnum kartöflum, bræddu smjöri og hrásalati. Verð (á tómataréttinum): um 1065 kr. eða 266 kr. á mann. A.Bj. Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.