Dagblaðið - 12.08.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978.
Morgunblaðið,
svikamyllan í
Sjálfstæðisflokknum
Loksins eru menn farnir aö gera sér
opinberlega Ijósa grein fyrir þeirri
svikamyllu, í valdabaráttu innan Sjálf-
staeðisflokksins sem Morgunblaðið og
staða þess gagnvart Sjálfstæöis-
flokknum er. Sjálfstæðisflokkurinn
einn stjórnmálaflokka i landinu á sér
ekkert málgagn I blaðaformi. En lítill
hópur manna innan Sjálfstæðis-
flokksins er eigandi að málgagni,
Morgunblaðinu, sem í orði kveðnu
styður Sjálfstæðisflokkinn. Vegna
þeirrar staðreyndar, að þetta er eina
málgagnið, sem Sjálfstæðisflokkurinn
styðst við, er það i „fjölmiðils
einokunaraðstöðu” gagnvart Sjálf-
stæðisflokknum. Það er alveg sama,
hvað þeir menn segja, sem eru á rit-
stjórn Morgunblaðsins og í þeim
þrönga hópi innan Sjálfstæðis-
flokksins, (ennþá að meginhluta til í
Sjálfstæðisflokknum), þótt i gegnum
erfðir gæti Morgunblaðið lent í
höndum kommúnista), um sjálfstæði
og hlutleysi Morgunblaðsins. Ein-
faldlega eðli málsins samkvæmt eru
tengsl þarna á milli sem brjóta i bága
við allar reglur lýðræðisins um jafna
samkeppnisaðstöðu sjálfstæðismanna
um áhrif innan Sjálfstæðisflokksins.
Ég mun seinna gera sérstaklega grein
fyrir samskiptum minum sem sjálf-
stæðismanns í yfir 30 ár við Morgun-
blaðið, er Morgunblaðið upp úr þurru
leigði skitugan leigupenna til þess að
skrifa um mig, sjálfstæðismanninn,
niðgrein, og verður fróðlegt að heyra
skýringar á þvi, hvernig greinin varð
til og hvernig á birtingunni stóð. Sé
hlutleysi og sjálfstæði blaðsins á þann
veg, sem ritstjórnin er sífellt að
staglast á þá er hennar vandi margfalt
meiri, ef hún ætlar að starfa í
samræmi við reglur lýðræðisins og
almenns siðgæðis, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn á ekkert málgagn í
dagblaðsformi.
Tengsl Morgunblaðsins við Sjálf-
stæðisflokkinn hafa verið svo náin, að
í hugskoti almennings í landinu hefur
verið litið á Morgunblaðið og Sjálf-
stæðisflokkinn sem eitt og hið sama.
Auiðvitað vita ritstjórar Morgun-
blaðsins og flokkseigandafélagið þetta
fullkomlega. Sambandið hefur meira
að segja verið svo náið, skv. skrifum
Birgis ísleifs Gunnarssonar fyrrv.
borgarstjóra, að Morgunblaðið hefur
að meginuppistöðu séð um stjórn-
málaáróðurinn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Það eru sem sé menn á
kaupi hjá einkafyrirtæki úti í bæ, sem
sjá um mikilvægustu störf flokksins
fyrir kosningar.
Gagnvart hverju innan flokksins
bera þessir menn svo ábyrgð? Ekki
gagnvart einu eða neinu innan þeirrar
stofnunar, sem Sjálfstæðisflokkur
heitir.
Það er alveg sama hvað ritstjórnin
og flokkseigendafélagið segir í sam-
bandi við tengsl eigenda fyrirtækis og
framkvæmdastjóra eða annarra
forsvarsmanna þess, auðvitað hafa
eigendurnir sín áhrif og auðvitað er
tekið tillit til vilja þeirra. Ef aftur á
móti enginn ágreiningur kemur upp
milli þeirra, er það eingöngu sönnun
þess, að i þessu tilfelli stjórn Árvakurs
h/f og ritstjórar Morgunblaðsins séu
nægjanlega ánægðir með hvorir aðra
svo breytingar eiga sér ekki stað.
Hvernig hefur svo Morgunblaðið
gætt þess hlutleysis sem þvi siðferði-
lega bar að gæta vegna stöðu sinnar
gagnvart Sjálfstæðisflokknum? Það er
staðreynd að Morgunblaðið hefur ekki
búið við það frjálslyndi og viðsýni,
sem það nú þykist hafa að leiðarljósi
nema í mjög skamman tima. Allan
þann tíma, sem Morgunblaðið var
raunverulega eini blaðakosturinn sem
tiltækur var til þess að koma
skoðunum á framfæri á landsvísu, var
um fullkomna einræðistilhneigingu að
ræða af hálfu forsvarsmanna þess.
Það eru alltof margir menn sem
reyndu söltun á greinum eða birtingar-
leysi eða að verið var að vesenast með
rauða blýanta niður í greinum, sem
lagðar voru fram undir nafni og á
ábyrgð greinarhöfundar, til þess að
það þýði að mæla þessu á móti I dag.
Staðreyndir liggja fyrir í sambandi við
samskiptasögu mina og Morgun-
blaðsins. Viðsýnið og frjálslyndið var
blátt áfram barið inn í Morgunblaðið
og kom þar margt til þó er einn
atburður þar stærstur er Jónas
Kristjánsson ritstjóri brýtur á bak
aftur einokunaraðstöðu Morgun-
blaðsins í blaðaheiminum.
Afstaða
Morgunblaðsins í
landhelgismálinu
Ég skal heldur ekki segja, hve lengi
frjálslyndis- og viðsýnishugtakið hefði
loðað við Morgunblaðið, ef margir
atburðir hefðu endurtekið sig á borð
við það, að birta heilsíðuauglýsingar
frá brezka togaraeigendasambandinu,
sem að efni til var heimskur þvætt-
ingur, en svo þegar Islendingurinn
Pétur Guðjónsson tók sig til til þess að
hrekja þennan þvætting og skrifaði
grein þá fékkst hún ekki birt i Morgun-
blaðinu. En þetta varð þó til þess, að
fleiri auglýsingar frá brezka togara-
eigendasambandinu sáu ekki dagsins
Ijós á síðum Morgunblaðsins. Þar með
lokaði Morgunblaðið fyrir almenna
umræðu um þetta stórmál þjóðarinnar
og sjáll'stæðismaðurinn Pétur
Guðjónsson hraktist frá Morgun-
blaðinu og skrifaði í Tímann um land-
helgismál i tvö ár. En sögulegt yfirlit
um gang landhelgismálsins siðastliðin
7 ár er væntanlegt hér i Kjallaranum
innan tíðar einkum með tilliti til april-
útkominnar skýrslu rannsóknar-
nefndar brezka þingsins á öllum
þáttum brezkra fiskveiða og fisk-
iðnaðar. 1 skýrslunni viðurkennir
rannsóknarnefndin berum orðum, að
stefna brezku stjórnarinnar i fiskveiði-
málum, landhelgismálum, eftir 1970
hafi blátt áfram brotið i bága við
brezka þjóðarhagsmuni, nákvæmlega
eins og við i Félagi áhugamanna um
sjávarútvegsmál vorum að reyna að
telja brezkum og islenzkum stjórn-
völdum trú um. Einnig með tilliti til
þess, að hér i kosningabaráttunni hafa
stjórnmálamennirnir verið aö slá sig
og sinn flokk til riddara i þessu
máli, þegar staðreyndin er að Íslend-
ingar drösluðust aftan í alþjóðlegri
þróun og unnu styrjöld í hernaðarlegu
(átakalegu) tilliti án þess aö vita
almenntaf því.
Ef einhver stjórnmálamannanna á
heiður skilið fyrir sitt innlegg, þá var
það sá maðurinn, sem bar ábyrgð á
Landhelgisgæzlunni, og tók ákvörðun
um aukningu og styrkingu á búnaði
hennar með kaupum á Tý; En ef til
vill fyrst og fremst á ákvarðanir um að
taka Baldur og Ver í Landhelgisgæzl-
una, en það eru afturendarnir á þeim.
sem endanlega gera út af við brezka
flotann á Islandsmiðum i 4. þorska-
stríðinu. Sá maður sem tók þær heilla-
drjúgu ákvarðanir var Ólafur
Jóhannesson. En maðurinn, sem gerir
sér fyrstur manna Ijósa tæknilegu
atriðin i sambandi við Baldur og Ver
sem gerði þau að fyrsta flokks gæzlu-
skipum og átakaskipum við brezka
flotann, er Auðunn Auðunsson skip-
stjóri. Allur búnaður hefði verið
einskis virði, ef ekki hefði komið til
ávallt og undir öllum kringumstæðum
einbeittur vilji og óbilandi kjarkur
áhafna landhelgisskipa okkar undir
framúrskarandi stjórn skipherra
okkar, sem þegar á hólminn var
komið, höfðu yfirburða reynslu og
sjómanns þekkingu yfir gagnaðilana í
brezka flotanum. Það er svívirða gagn-
vart þeim mönnum sem í átökunum
við brezka flotann stóðu að stjórn-
málamennirnir skuli hafa á svo
skömmum tíma, sem liðinn er frá
lokum 4. þorskastríðsins, hafa gleymt
framlagi þeirra eða látið svo lítið að
minnast framgöngu þeirra í undan-
genginni kosningabaráttu en þeir hver
;0g einn þakkað sínum flokki það sem
gert var.
eftir efnahagsséni Alþýöubandalagsins
i Þjóðviljanum 6. ág. sl. Að mestu er
ritsmíðin enn eitt dæmið um það
blinda hatur sem þessi uppskafningur
hefir á okkur krötum, en að hluta
rækileg staðfesting á að um efnahags-
mál er hann jafnfákunnandi og um
verkalýðsmál. „Tillögur Alþýðu-
bandalagsins fólu þvi einfaldlega i sér
að framlengja þær aðgerðir i fjóra
mánuði til viðbótar, við þá þrjá, sem
þegar hafa verið ákveðnir.” (ÓRG
Þjóðv. 6.8.). Hér er „séníið” að tala
um „lausn ” þeirra alþýðubandalags-
manna á vanda frystihúsanna. (Fram-
hald á núgildandi „lausn”). Hver hafa
nú verið bjargráðin þessa þrjá mánuði,
sem Alþýðubandalagið ætlaði að
framlengja í fjóra mán. til viðbótar?
Það er þá fyrst að frystiiðnaðurinn átti
í sínum verðjöfnunarsjóði nægjanlegt
fé til þess að bæta 11% af 15% tap-
rekstri meðalhúss út júní og vel það.
Það sem eftir var af júlí og ágúst tók
ríkisstjórnin ábyrgð á að yrði greitt, en
hún hefir ekki það minnsta hugsað
fyrir þvi með hverju á að greiða þaö
(gat). Svo vel hafa þessi bjargráð gefist,
Kjallarinn
Ólafur Björnsson
sem Alþýðubandalagið vill taka upp
eftir fráfarandi rikisstjórn, að ekki var
júlí allur þegar frystihús á Suður-
nesjum, í Vestmannaeyjum og víðar
gáfust upp. Fáir munu halda áfram út
september hvað þá til áramóta.
Jafnvel stjórnmálasérfræðingur ætti
að geta skilið að þótt hægt sé að slarka
áfram í 1—2 mánuði með því að fá
aðeins bætt 11% af 15% tapi, það er
4% mínus á meðalhúsi. Þá er slíkt
útilokað i 7 mánuði (þ.e. gat við gat).
Er vandinn
fiskvinnslunnar
eða þingmanna?
Mikið hefir verið látið af þvi að fisk-
blokkin sé nú i því hæsta verði, sem
hún nokkrun tima hefir komist, þ.e. í
105 sentum. í þessu verði hefir
blokkin nú staðið í um eitt ár og það
má vissulega þykja gott.
En hvað hefir gerst hér á landi á
sama tíma? Tilkostnaður vió aó fram-
ieiöa þessa ágætu blokk hefur hækkað
um 40—50%. Svo eru þessir spekingar
alveg hissa á að dæmið gangi nú ekki
lengur upp hjá þessum „skussum” sem
reka frystihúsin.
Það rétta varðar
þá ekki um
Fullvíst er að víða mætti bæta
rekstur frystihúsa og vel geta verið
dæmi þess að hreinlega ætti að skipta
um menn er fást við rekstur þeirra.
Slíkt sannar þó ekki að almennur tap-
rekstur sé aðeins bókhaldstap eins og
margir spekingar predika sýknt og
heilagt.
Staðreyndin er reyndar sú að enginn
rckstur í landinu skilar Þjóðhags-
stofnun meiru af gögnum, rckstrar-
uppgjöri o.fl. Mörg frystihús skila
þessum upplýsingum þrisvar á ári og
fjöldi frystihúsa skilar mánaðarlega
framleiðniútreikningum. Mörg
þessara fyrirtækja eru hálf- eða
alopinber rekstur. Tvær gamalgrónar
bæjarútgerðir reka alhliöa fiskverkun,
sem væntanlega sýna ekki aðeins
„bókhaldstap”. Spekingarnir hljóta að
hafa greiðan aðgang að reikningum
þessara fyrirtækja, sem þeir vissulega
myndu nota sér ef þeir hefðu minnsta
áhuga á að kynna sér málin.
Síðan gætu þeir gert kröfu til þess
að þeir sem ekki geta starfað á þeim
grundvelli, sem þessum fyrirtækjum
nægir, væru hreinlega gerðir upp.
Kjallarinn
PéturGuðjónsson
Landhelgismálið allt er eðlis síns
vegna hafið langt yfir hina pólitkisku ,
flokka. Stjórnmálamennirnir gerðu
ekkert annað en að rétta upp hönd.
Það þurfti miklu meira til en það. Ég
geri ráð fyrir þvi, að sú rödd eymdar
og úrtölu, sem var að finna á síðum
Morgunblaðsins á þessum árum
mundi óska sér i dag að hún hefði
aldrei hljóð látið frá sér fara, einkum
og sér í lagi eftir útkomu brezku rann-
sóknarskýrslunnar.
Alþjóð eru kunn uppsetning á
leiðara Morgunblaðsins fyrir ofan
grein Birgis ísleifs, sem er einhver
mesti dónaskapur og sjálfbirgingsháttur
sem um getur i islenzkri blaðasögu.
Viðbrögð Morgunblaðsins við niður-
stöðum viljayfirlýsinga sjálfstæðis-
manna til ákveðinna mála í skoðana-
könnunum í sambandi við prófkjörið.
Og núna er það lætur blaðamenn sina
ófrxtýa Albert Guðmiindsson. Ef
viðsýnið og frjálslyndið og hlutleysið
á að ráða. verður Morgunblaðið að
láta skrifasams konar (istla um alla þá
er til greina koma sein formenn Sjálf
stæðisflokksins i næsta landsfundi. Ef
ekki, sitja ritstjórarnir uppi með
stimpil á misnotkun á aðstöðu sinni
gagnvart Sjálfstæðisflokknum og
ennþá einni undirstrikuninni á þeirri
ólýðræðislegu stöðu, að það skuli vera
litill hópur innan Sjálfstæðisflokksins,
sem skuli eiga „prívat” málgagnið,
sem flokkurinn styðst við.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
binda endi á þetta ástand. Sjálfstæðis-
flokkurinn verður að eignast sitt eigið
málgagn, sem ber ábyrgð gagnvart
flokknum og flokksmönnum almennt.
Það er eins og hver önnur rökleysa að
Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki átt sitt
málgagn, sem stærsti stjórnmála-
flokkur þjóðarinnar á sama tíma og
marx-leninistarnir gefa út hlað.
Morgunblaðið verður kio .kipti l'\ rir
öll að hætta mismunun a mill’ sjálf-
stæðismanna á siðum sinum annars
biður það um uppvakningu þess ljóta
draugs er tröllreið sumum dagblöðum
dag eftir dag á árunum milli 1930 og
40 og er Ijótasti kafli islenzkrar blaða-
mennsku. Sá draugur er persónuníðið.
PéturGuöjónsson,
form. Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál.
Nútíma
arðræningjar
Okkur krötum ofbýður sú vitlausa
verðbólga, sem allt brennir, rekstrar-
grundvöll fyrirtækja, kaupmátt tekna
verkafólks og fer verst með þá sem
minnst mega sín. Ég og aðrir kratar
vilja breyta þessu. Við viljum auka
kaupmáttinn og staðreyndir sýna
okkur að einfaldar krónuhækkanir
gera það ekki. Við viljum lika gjör-
breyta skiptingu þeirra tekna sem
aflast.
Og höfum i huga að það eru alltof
margir sem komast upp með það að
taka margföld laun fyrir alls konar
gervistörf á kostnað þeirra. sem þræla
við undirstöðuatvinnuvc ,;na. Það er
löngu liðin tíð að atvinnurckendur
hirði arðinn af vinnu verkalýðsins,
heldur er það hvitflibbaliðið, sem
magnast með hverju árinu, sem er
orðin hin raunverulega afæta, og
skæðastir eru þeir, sem mest fleðulæti
hafa i frammi.
Ólafur Björnsson,
útgeröarmaöur.
Kcflavfk.