Dagblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978.
Dönskum læknum gefst ekki nægur
kostur á að fylgjast með framþróun i
krabbameinslækningum. Meira að
segja nýútskrifaðir læknar hafa ekki
fengið næga fræðslu um þennan alvar-
lega sjúkdóm né um þær öru framfarir
sem eru á möguleikum við lækningu
hans. Auk þess telja Danir að læknar
þeirra fái ekki næg tækifæri til að
reyna nýjar lækningaaðferðir við
sjúkdómnum.
Þetta kom meðal annars fram hjá
visindamanni sem starfar að krabba-
meinsrannsóknum við Háskólann í
Kaupmannahöfn. Við fáum ekki
nægilegt fjármagn til krabba-
meinsrannsókna. Þá tel ég að stofna
verði sérstakar rannsóknarstofur
við háskólannt til að gegna þessu
hlutverki. sagði visindamaðurinn. Þær
einkarannsóknastofur sem nú gegna
eingöngu þessu verkefni eru ekki
nægilega vel búnar til að tryggt sé að
Danir geti fylgzt með öllum nýjungum
á sviði krabbameinsrannsókna.
Vísindamaðurinn sagði í viðtali við
danska blaðið Politiken að framfarir i
lyfjameðferð i baráttunni við ýmsar
tegundir sjúkdómsins væru stöðugar.
Væri fyrirsjáanlegt að slik meðferð yrði
enn algengari í framtíðinni. Hann
sagði að danskt heilbrigðiskerfi væri
ekki undir það búið að notfæra sér þá
auknu möguleika sem byðust þá til
lækninga á þessu sviði. Væri nú þegar
farið að finna fyrir þeim vandamálum
og þau mundu aukast er fram liðu
stundir.
Sífellt fleiri sýkjast af krabbameini
og skyldum sjúkdómum vegna þess að
svo margir sjúkdómar, sem áður lögðu
menn að velli eru nú læknanlegir.
Vegna þessa verður fólk eldra en áður
og tiðni krabbameins eykst stöðugt
meðal dánarorsaka. Jafnframt eykst
þekking lækna og vísindamanna á
krabbameini stöðugt.
Danski visindamaðurinn sagði í
blaðaviðtalinu að þegar áðurgreindar
staðreyndir væru hafðar í huga þá
væri þekkingarleysi danskra lækna um
krabbameinssjúkdóma alvarlegt mál. í
dag væru læknar i Danmörku út-
skrifaðir frá háskólanum með aðeins
handahófskennda vitneskju um
þennan, einn alvarlegasta sjúkdóm
samtímans. Væru þeir því illa undir
það búnir að notfæra sér þær fram-
farir sem yrðu á næstunni.
Visindamaðurinn sagði að Danir
hefðu í raun margar ágætar
rannsóknarstofnanir á þessu sviði en
þær væru allar það litlar að þær væru
ekki færar til að standa fyrir þeim
viðamiklu verkefnum, sem fram und-
an væru á sviði krabbameins. Væri þá
hvort tveggja um að ræða nauðsynleg-
ar tilraunir og kannanir á nýjum
lækningaaðferðum og menntun og
þjálfun sérfræðinga á þessu sviði.
1 viðtalinu kom einnig fram að
þörfin fyrir fræðslustarfsemi og
ráðgjöf varðandi krabbameins-
sjúkdóma er mjög vaxandi i Dan-
mörku. Þeir væru aftur á móti ekki
búnir undir það að sjá fyrir fólki með
slíka menntun.
Efsta niynd:
Vegna þess að tekizt hefur að ráða við
marga sjúkdóma lifir fólk lengur cn
áður og hlutfallslega fleiri fá krabba-
mein en áður.
Miðmynd:
Stöðugt verður meiri þörf fyrir ráðgjöf
og fræðslu varðandi krabbameins-
sjúkdóma.
Neðsta niynd.
F.ru rannsóknarstöðvar í Danmörku of
litlar til að takast á við krabbameins-
lækningar og kannanir þeirra á næstu
árum?
Kerfisbreytingar
Þegar þetta er ritað situr miðstjórn
Alþýðubandalagsins á fundi til þess að
ræða svar við samþykkt frá flokks-
stjórn Alþýðuflokksins. Flokksstjórn
Alþýðuflokksins sagði efnislega, að
þegar menn og konur mynda ríkis-
stjórnir. þá gangi menn fyrst frá
málefnum og málefnasamningi og
síðan skipti menn ráðuneytum. Þvi
verður ekki trúað að óreyndu að
Lúðvík Jósepsson noti þetta til þess að
sprengja viðræðumar. Hann hlýtur að
skilja, að þó að Ólafur Jóhannesson
hafi verið að leika einhverja taflleiki
og lendi fyrir vikið í hávaðarifrildi við
Steingrim Hermannsson, þá gefur
Alþýðuflokkurinn honum ekki
blankan tékka á tiltekið ráðherra-
embætti án þess að efnahagsstefna og
málefnasamningur til fjögurra ára
liggi fyrir. Lúðvík á auðvitað að halda
áfram að verkstýra þessum viðræðum.
Gallinn er samt sá, að á þessu stigi
hefur einungis verið samið um lausn
á efnahagsdæmi til fjögurra mánaða.
Til þess hefur verið beitt
prósentureikningi og óguðlegu
pappirsjflóði. Það sem vantar eru
markmiðin i hinum ' almennu efna-
hagsmálum. Alþýðuflokkurinn ætlar
ekki inn í rikisstjórn, sem verður eins
og sú siðasta, stefnulaus frá upphafi og
lætur síðan reka á reiðanum. Enn
fáránlegra væri að byrja að skipta
ráðuneytum áður en hin almenna
stjómarstefna liggur fyrir.
Fólk hefur ekki fengið alfarið réttar
upplýsingar um það, hversu langt
þessar stjórnarmyndunarviðræður eru
komnar. Hins vegar lá fyrir málefna-
samningur í fyrri viðræðum af sama
tagi. Það ætti þess vegna ekki að vera
seinlegt að fullgera þennan sáttmála.
En hann þarf að vera til áður en aðrar
ákvarðanir eru teknar.
Efnahagsmál
Það hefur verið þráfaldlega ítrekað,
að Alþýðuflokkurinn vann mikinn
kosningasigur, ekki sizt vegna þess
hvernig hann dró upp mynd af verð-
bólgusamfélaginu og hinum marg-
háttuðu sjukdómseinkennum þess.
Þetta skapaði n-.esta kosningasigur i
sögu lýðveldisins. Það hlýtur því að
verða meiri háttar markmið nýrrar
ríkisstjórnar — og um það getur ekki
verið ágreiningur — að setja sér
markmið í þeim efnum að koma verð
bólgunni niður á þolanlegt stig — og
miða aðrar ráðstafanir við það
markmið.
Það hlýtur einnig að vera markmið
nýrrar rikisstjórnar að losna við þá
skrúfuvísitölu, sem hér hefur meira og
minna stjórnað efnahagslífi í fjörutíu
ár, stuðlað að vaxandi launabili og
stuðlað að verðbólgu. Þetta verður
fyrst og fremst að gera i samráði við
launþegasamtökin—en þetta verður
að gera. Vísitalan hefur verið
meiriháttar blekking og tryggir alls
ekki kjör þeirra, sem þau hafa lökust.
Þvert á móti er það þetta fólk. sem
ævinlega verður undir þegar launin
skrúfast upp. Og þetta er ekki fólkið
sem fjárfestir og neytir i gegnum
bankakerfið — og græðir þar með á
verðbólgunni. Ný visitala og afnám
þeirrar gömlu yrði þess vegna
lykilatriði i gerbreyttri efnahagsstefnu.
í þriðja lagi þarf aðgera launakerfið
hreinlegra en verið hefur. Taxtarnir í
landinu eru fleiri hundruð, og allir vita
auðvitað að rauntekjubilið er
gríðarlegt. Það þarf miklu hreinlegri
umræðu um launabil. um raunveruleg
laun, og síðan getum við komist að
Kjallari á
föstudegi
VilmundurGylfason
hreinlegri niðurstöðu um æskileg
markmið i þessum efnum. Það þarf að
byrja að skera niður hjá ríkinu —
komast að þvi hvað fólk raunverulega
hefur í laun og fríðindi alls konar. í
dag höfum við í orði litið launabil, en
síðan er það falsað með alls konar
hliðargreiðslum, þannig að kerfið er
orðið að afstyrmi. Þessu verður að
breyta.
Kerfisbreytingar
Miklu máli skiptir enn fremur að
gera rækilegan uppskurð á sjálfu
kerfinu. Þegar hefur verið samið um
að leggja á einhverja skítaskatta til
þess að afla fjár til niðurgreiðslna.
Þetta gengur sem bráða-
birgðaráðstöfun, en er að öðru leyti
afleit leið. Það versta er þó. að hér er
lagt á eftir gamla skattsvika-
grunninum. Gamla skattsvika-
grunninum verður að breyta. Þetta er
ekki enn komið fram.
í vikunni skýrði Georg Ólafsson
verðlagsstjóri frá því, að innkaupsverð
erlendrar vöru hér á landi væri 21 —
27 prósent hærra en á hinuní Norður-
löndunum. Þetta eru óhugnanlegar
upplýsingar — og sennilega einn angi
neðanjarðarhagkerfisins. Vitlaus
verðlagslöggjöf — eins og verðlags-
stjóri raunar leggur áherzlu á — hefur
orðið til þess að álagning er svo lág að
menn annaðhvort gera óhagstæð
innkaup af ráðnum hug — eða stinga
undan erlendis. Þetta eru einhverjar
alvarlegustu upplýsingar, sem lengi
hafa komið fram. Það verður að gera
hvort tveggja, að breyta verðlagslög-
gjöf og verðlagseftirliti i skynsemis-
horf, þannig að hagsmunum neytenda
sé raunverulega þjónað. og gera úttekt
á innflutningsverzluninni.
Skattsvikakerfið verður að taka i
gegn. Stærsti angi neðanjarðarhag
kerfisins er á formi löglegra og ólög-
legra skattsvika. Bókhald stórra fyrir-
tækja, sent notið hafa margháttaðrar
opinberrar aðstoðar, er í mcgnustu
óreiðu. Viðurlög eru cngin.
Rannsóknaraðstaða er engin. Þarna er
eitthvert stærsta gatið í uppbyggingu
okkar. Þessu kerfi verður að bylta.
Þetta tengist gerbreytingu dónis-
mála, þar sem hert verði á eftirliti með
og rannsókn á aðstöðuafbrotum.
Slikar kerfisbreytingar hafa ekki enn
komið til. En vegna slikra mála ekki
sizt vann Alþýðuflokkurinn kosninga1
sigur. Þessu verður fylgt eftir — hafi
umræðurnar ekki þegar verið
sprengdar i loft upp af hégóma-
ástæðum.
Stétt sinni
til vansæmdar
Haraldur Blöndal lögfræðingur
skrifaði grein í Dagblaðið 22. ágúst sl.,
sem bar heitið Kristján Pétursson og
félagar. Ósannindi, sem ekki grund-
vallast á þekkingarleysi, koma oftast
til af verri hvötum, eða er hugsanlegt
að dómgreindarleysi lögfræðingsins sé
ástæðan fyrir vanhæfni hans lil að
fara með staðreyndir? Það er sannar-
lega ekki traustvekjandi fyrir lög-
mannastéttina og til mikils tjóns fyrir
almenning i landinu að geta ekki
treyst málflutningi lögmanns.
Til þess að lesendur geti betur gert
sér grein fyrir ósanninda- og rök-
semdaleysi lögfræðingsins verð ég að
vitna til nokkurra ummæla hans í
áðurnefndri grein. Þar segir lögfræð-
ingurinn m.a., að það sé skoðun Krist-
jáns, að málum manna Ijúki ekki við
dauða þeirra, heldur skuli þeim haldiö
áfram endalaust. Ennfremur að sakir
fyrnist aldrei. Þetta er dæmigert sýnis-
horn um skrif Haraldar hvernig hann
meðhöndlar og metur staðreyndir.
Hver á að trúa þessu bulli, Haraldur? í
téðri grein Haraldar segir einnig, að
skrif Halldórs Halldórssonar séu
runnin undan rifjum Kristjáns og ekki
kæmi sér á óvart að Kristján hafi gert
þar meira cn að útvega honum Ijósrit
af einkaskjölum Guðbjarts. Þama er
nú veslings lögfræðingurinn kominn
út á enn hálli is. Ber mér á brýn mjög
alvarlegar ólögmætar aðgerðir, án
þess þó að færa nein rök fyrir máli
sínu. Þar sem aðstandendur Guðbjarts
heitins hafa beðið um dómsrannsókn
vegna blaðaskrifa okkar Halldórs
Halldórssonar tel ég rétt að biða með
aðstefna Haraldi fyrir þennan áburð.
Haraldur minnist einnig á Spíra-
málið svonefnda. Ef hann vill á annað
borð vita sannleikann i þvi máli væri
eðlilegast og sjálfsagt auðfengið að fá
allar upplýsingar þar að lútandi hjá
setudómara málsins Ásgeiri Friðjóns-
syni. Ég hef margsinnis lýst staðreynd-
um þessa niáls opinberlega og þarf þar
engu að breyta né við að bæta. Órök-
stutt bull lögfræðingsins breytir þar
engu um.
Þá greinir Haraldur einnig frá þvi i
margnefndri grein, að Kristján hafi
varið allar ólöglegar aðgcrðir í hand-
tökumálinu. Hvenær og hvernig gerði
ég það, Haraldur?
Þessi ósannindavaðall Haraldar
virðist ekki eiga sér nein takmörk.
Vonandi eru þó til einhverjar ein-
faldar skýringar á frumhlaupi hans.
í lok þessarar dæma.lausu greinar
lögfræðingsins spyr hann nokkurra
spurninga. sem ég tel rétt að svara.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Hvert er starfssvið Kristjáns Péturs-
sonar?
2. Hvaðan hefur hann vald til að yfir-
heyra menn utan Keflavíkurflug-
vallar?
3. Hvað hefur hann einn eða með
Hauki Guðmundssyni verið kærður
oft fyrir brot á lögum um nteðferð
opinberra niála?
4. Hvað hefur saksóknari fellt niður
mörg mál. vegna þess að Kristján
gætti ekki hófs eða laga við yfir-
heyrslur?
5. Af hverju hefur Kristján Pétursson
aldrei verið ráðinn rannsóknarlög-
reglumaður þátt fyrir umsóknir?
Svör mín birtast i sömu röð.
1. Er deildarstjóri við tollgæsluna á
Keflavikurflugvelli, sem sér um
farþegaafgreiðslu, vegabréfaskoðuri
og vopnaleit í flugstöðvarbygging
unni.
2. 1 þeim tilfellum. sem ég hef starfað
við löggæslustörf utan lögsagnar
umdæmis Keflavikurflugvallar.
hefur það ávallt verið samkvæmt
beiðni viðkomandi lögregluyfir
valds og með fullu santþykki og vit-
und lögreglustjóra á Keflavikur-
flugvelli.
3. Hef þrisvar sinnunt að tilefnislausu
verið kærður fyrir brot á lögunt um
nteðferð opinberra ntála, enda
sannaðist við dóntsrannsókn. að ég
fór að lögum í öllunt tilvikum.
4. Er ókunnugt' um. að rikissaksókn-
ari hafi fellt niður nokkurt ntál
vegna rangrar málsnteðferðar af
ntinni hálfu.
5. Hef einu sinni sót-t um starf við
rannsóknarlögreglu. Þar var unt að
ræða starf yfirlögregluþjóns við
rannsóknarlögregluna i Reykjavík.
Þegar mér var kunnugt unt að
Magnús Eggertsson. aðstoðaryfir
lögregluþjónn, hafði einnig sótt unt
stöðuna. Skýrði ég Þórði Björns
syni, þáverandi yfirsakadóntara, frá
því. að ég drægi untsókn ntina til
baka.
Það var afar einfalt að svara þessunt
Kristján Pétursson
spurningunt. enda hef ég engu að
leyna i þessu sambandi.
Ég verð að lokunt að tilkynna Har
aldi. að ég tel hann ekki s\ara verðan
vegna hans ábyrgðarlausu ósanninda
skrifa. Það er verksvið dómstóla að
fjalla um slik skrif og væntanlega aga
nefndar lögniamtafélagsins. Menn
sent tentja sér slik skrif eru sjálfum sér
verstir og stétt sinni til ntikillar van
sæntdar. Þetta er versti vitnisburður.
sent ég hef þurft að viðhafa um nokk
urn ntann.
Kristján Pétursson
deildarstjóri.