Dagblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 24
Geigvænlegt atvinnuástand íVestmannaeyjum: Menn bíta á jaxlinn í mánuð - en ekki lengur — segir bæjarstjórinn— greiöslugeta bæjarsjóðs nánast engin „Fólk tekur þessu með fullum skilningi og virðist almennt vera tilbúið að þrauka við þetta i svo sem einn mánuð, en eftir það verður- eitthvað að gerast,” sagði Páll Zophoníasson, bæjarstjóri i Vest- mannaeyjum, i viðtali við DB í gær vegna hins geigvænlega ástands þar i atvinnumálum. Nú eru loðnubræðslurnar I gangi. loðnu- og spærlingsbátanir á sjó auk togaranna og nokkurra stærri báta sem veiða i sig til söluferða erlendis. ísfélagið er enn í gangi. Er búizt við að það loki um mánaðamót. Sagði Páll að ágústmánuður væri einatt mesti sumarleyfismánuður Eyjaskeggja og því væri ekki alveg að marka að ekki væru fleiri búnir að skrá sig atvinnulausa. Hins vegar gæfi sá fjöldi enga raunhæfa hugmynd af ástandinu, því peningastreymi á staðn- um væri nánast að stöðvast og t.d. væri greiðslugeta bæjarsjóðs nú alveg I lágmarki. „Flér snýst allt um fiskinn. veiðar. vinnslu og þjónustu við þessar greinar svo sáralitið er að gera hjá fjölda manns. sem ekki getur samt talizt beinlinis atvinnulaus,” sagði Páll. Bjóst hann við að þetta færi að segja alvarlega til sin næstu daga. Jóhannes Tómasson, sem nú starfar i afleysingum sem bankastjóri Útvegs- bankans, sagði að enn væri ekki orðin tiltakanleg ásókn I lánsfé. Flann hefði búizt við henni meiri en orðið er. Hins vegar bjóst hann við að ekki liði á löngu unz svo yrði þar sem fjöldi fólks færi nú að koma heim úr fríum og allmargt fólk væri svo nýlega hætt að vinna að fjárskortur væri ekki farinn aðsegja til sínenn. Loks ræddi blaðið við Ragnar Sigur- jónsson kaupmann og sagði hann verzlunina alveg steindauða þessa dagana. Fólk virtist ekki kaupa nema brýnustu nauðsynjavörur svo sem matvörur. -G.S. Norðmenn, Bretar og íslendingar eignast Norglobal: Kemur hingað ef aðstæður eru til — segir einn nýju eigendanna Á hraðferð til elskunnar sinnar? Það mœtti hahla ad hann vteri aö flýta sér til elskunnar sinnar þessi of; heflii ftleymt a<) klteða sig í hílinn. Svo er ekki. Þeir norður á Akurcyri hafa verið yripnir hálfi’crðu „skraU''-œöi síðan í sumar að hílaskrall eitt mikið var haldið á Melf-crðismelum. Gömul Votkswag- enhrœ hafa verið yrafin upp op hreytt i „skrallara”. Þessi átti hara eftir að verða scr úti um veltiprindinu. Fax. » Kvartmílu- menn tryggðir — og fallhlífa- stökkvarar sömuleiðis Félagi i kvartmiluklúbbnum hafði samhand við blaðið vegna fréttar þess um að rallkappar fcngju ekki keypta tryggingu á íslandi. Kvartmiluklúbburinn mun hafa keypt tryggingu fyrir alla sina félaga og alla áhorfendur á kcppnum klúbbsins. Er það tryggingarfélagið Ábyrgð sem selur trygginguna. Þá tjáði fallhlífastö! kvari okkur að Trygging hf. hefði selt honum og félögum hans trvggingu. -DS.- „Norglobal kemur hingað i vetrar- loðnuna ef aðstæður skapast til þess en það kemu'r ekki hingað í sumar,” sagði Jón Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri ís- bjarnarins hf„ i viðtali við blaðið í gær. Tilefnið var að nú eru miklir löndunarörðugleikar i loðnuverk- smiðjunum vegna góðs afla og hefði bræðsluskipið óneitanlega komið i góðar þarfir hér nú. Fyrir nokkru seldu fyrri eigendur skipsins það brezkum. norskum og íslenzkum aðilum og er skipið skráð í Bermuda og siglir undir brezkum fána. ísbjörninn hf. á 10% í skipinu en það fyrirtæki tók skipið einmitt á leigu þær vertiðir sem það var hér. Sagði Jón að það hlutafé væri lágt og ísbjörninn tæki því mjög óverulega fjárhagslega áhættu með þessu. Fyrst og fremst hafi þetta verið gert til að tryggja fyrirtækinu for- leigurétt ef skipið yrði fengið hingað. Það er nú í Barentshafi og tekur við afia úrnorskumogfæreyskumbátum. -G.S. STÓRKAUPMENN VEFENGJA KÖNNUN VERÐLAGSSTJÓRA „Þessi könnun verðlagsstjóra sýnir að verðlagskerfið sem við búum við verðlaunar óhagstæð og dýr innkaup. Við viljum fá það afnumið og að verð- myndun verði gefin frjáls,” sagði Jón Magnússon. formaður Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, i samtali við DB. Frá könnun verðlagsstjóra og niðurstöðu var greint i blaðinu i gær. „Við vissum að þessi könnun var I gangi,” sagði Jón Magnússon. „En verðlagsstjóri hefur ekki skýrt frá þvi hvaða vörur er um að ræða, það er trúnaðarmál." ....— Jón sagði að Félag íslenzkra stór- kaupmanna mundi láta fara fram frek- ari athugun á þessu máli í framhaldi af könnun verðlagsstjóra. Taldi hann ástæðu til að ætla að þá kæmi fram að mismunurinn væri ekki eins mikill og haldið væri fram. Jón Magnússon var að þvi spurður hvort viðskiptahættir af því tagi sem skýrsla verðlagsstjóra afhjúpaði væru ekki óeðlilegir. „Jú, það þarf að breyta verðlagslög- gjöfinni,” svaraði liann. sisviih Upplýsingar um vörur og vöruflokka í könnun verðlagsstjóra Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefur óskað eftir þvi að verðlagsyfirvöld geri opinberlega nákvæma grein fyrir því til hvaða vara og vöruflokka athugun verð- lagsstjóra á innfiutningi, sem frá var greint I blöðum í gær. hafi náð til, svo allir geti myndað sér rétta skoðun í málinu. Telur Sambandið einnig nauð- synlegt að verðlagsyfirvöld j’eri al- menningi ýtarlega grein fyrir helztu þáttum í verðmynduninni. bæði i heildsölu ogsmásölu. Þá er á það bent i yfirlýsingu Sambandsins að upplýsingar um verðmyndun á öllum vörum. sem það flytur til landsins, standi verð- lagsyfirvöldum til reiðu, þar með talin umboðslaun af innflutningi þess. — GM J frjúist, áháð dagblað FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978. Lengsta rall á íslandi tilþessa: Leggja í’ann í fyrra- málið — Hópferð keppnis- bfla um Reykjavík ídag Stöðugt fjölgar nú í Reykjavíkurum- ferðinni skræpóttum og mjög svo víga- legum bifreiðum sem virðast til alls vísar. Þarna' eru ekki skæruliðar á ferðinni né brezkir fuglaskoðarar, heldur alislenzkir ökumenn, sem ætla að reyna með sér I rallkeppni á morgun og sunnudag. Alls eru 27 bílar skráðir til keppni. Allir reyndustu ökumenn landsins ætla að þreyta með sér um helgina. Einnig hafa nokkrir nýliðar bætzt í hópinn. Keppendurnir verða ræstir frá Austur- bæjarskólanum kl. 10 i fyrramálið og fer fyrstur af stað Vilmar Kristinsson á Volkswagen Golf. Næstur ekur úr hlaði Ómar Ragnarsson ásantt Jóni bróður sinum á öflugri Simcu. Siðan fara þeir hver af öðrum unz allir eru komnir út á leiðina. Leiðin sem ekin verður er á annað þúsund kílómetrar að lengd. Keppendur fengu leiðabók sina i hendur í morgun og liggja nú væntanlega yfir kortum af Suður- og Vesturlandi. Klukkan fjögur i dag verður rallbilunum ekið í hringferð um Reykjavik og um áttaleytið i kvöld hefst skoðun á þeim við Iðnskólann. Dagblaðið Visir og Bifreiðaiþrótta- klúbbur Reykjavikur standa fyrir.ralli þessu. -ÁT- Nefbrotinn eftir árás Til átaka kom i Austurstræti um klukkan eitt í nótt. Þar réðst átján ára Kópavogsþúi á eldri Reykvíking. Lög- reglan skakkaði leikinn en þá var Reyk- víkingurinn nefbrotinn og blóðugur. Fékk hann læknisaðstoð en árásar- maðurinn fékk gistingu hjá lögreglunni. •ASt. Margbrotinn eftir bifhjólaslys Fimmtán ára piltur slasaðist illa er hann ók á kyrrstæða bifreið á Holtavegi á léttu bifhjóli sinu. Ökklabrotnaði hann á hægri fæti og lærbrotnaði á þeim vinstra. Önnur hnéskel hans reyndist einnig brotin.-Ungi maðurinn liggur I Borgarspitalanum. -ASt. $Þad\, Kaupið TÖLVUR _ TGTÖLVUUR “ BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.