Dagblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978.
Til sölu
fimm herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi í
Mosfellssveit. Hæðin skiptist i 3 svefnher-
bergi, 2 stofur, eldhús, bað og geymslu. Einnig
fylgir rúmgóð geymsla í kjallara, svo og hlut-
deild í þvottahúsi og þurrkherbergi.
Húsið er byggt úr timbri, járnvarið. íbúðin er
laus nú þegar.
Útb. 2.5—3 millj., sem má skiptast. Verð 8—
8.5 millj., hagstæð lán áhvílandi.
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
BJARNA GARÐARSSONAR
Austurstræti 7. Uppiýsingasími 82768.
Skipsljóri óskast
Vantar skipstjóra, 30—35 ára, þarf að hafa
innsýn í dísilvél. Atvinna að sigla 70 feta, 50
tonna skútu í 10 mánuði, 2 mánaða frí á fullu
kaupi. Siglt um Baltneska haf, Miðjarðarhaf
og Korsíkuhaf. Þarf að geta byrjað strax til að
fylgjast með smíði skipsins í Bretlandi.
Upplýsingar í dag kl. 16 til 20 í herb.
430 Hótel Loftleiðum.
Húsnæði —
Heimili í Reykjavík
Ég er 17 ára stúlka úr Reykjavík og óska
eftir herbergi hjá góðu fólki helzt með
börn. Heimilisaðstoð og barnagæzlu
heitið. Ég er einstæð og þarfnast
stuðnings og félagsskapar. Uppl. í síma
16568 eftir kl. 19.
Au pair í Luxemburg
Sænsk-þýzk hjón óska eftir að ráða íslenzka stúlku til
heimilisstarfa í eitt ár. — Tvö börn, 6 og 8 ára. Ensku-
eða þýzkukunnátta nauðsynleg. Flugfar Keflavík —
Luxemburg — Keflavík verður greitt. Heimilisfang:
HR. ERIK JOHANSON
3 RUE DE MÚNSBACK
NIEDERAVEN, LUXEMBURG G.D.
Dagblaðiö óskar eftir
umboðsmönnum frá 1. septemberí
Hveragerði
Uppl. hjá umboðsmanni Ásdísi Stefáns-
dóttur, sími 4328, eða á Dagblaðinu, s.
91-27022.
Grindavík.
Uppl. hjá umboðsmanni Valdísi Kri\t-
insdóttur, sími 8022, eða á Dagblaðinu.
s. 91-27022.
BUBW
ÍRSKIR ANGRA
BRETA í ERLENDUM
HERSTÖÐVUM
átta sprengingar sama daginn — t jónið talið
f jórðungur úr milljarði
Um það bil fimm hundruð manns,
þar á meðal konur og böm, voru í gær
flutt i mikilli skyndingu á brott er
mjög öflug sprengja fannst í bilaleigu-
bifreið nærri brezkri herstöð í V-
Þýzkalandi. Talið er að írskir
þjóðernissinnar hafði verið þarna á
ferðinni. Átta sprengjur. sem raktar
hafa verið til þeirra, sprungu í her-
stöðvum Breta - siðastliðinn
fimmtudag.
Samkvæmt frásögn talsmanns
brezka hersins var sprengjan jafnvel
rúmlega hundrað kílógrömm á þyngd
og fannst hún af einskærri hend-
ingu. Voru hermenn á venjulegri
eftirlitsgöngu er þeim kom til hugar að
líta i farangursgeymslu bifreiðarinnar
sem stóð á bifreiðastæði innan her-
stöðvarinnar. sem þó má aka inn á að
vild.
Sprengingarnar átta, sem taldareru
verk irska þjóðernissinna, ollu tjóni
sem jafngildir rúmlega fjórðungi úr
milljarði króna. Aðeins einn særðist í
sprengingunum. Var það kvenher-
maður sem fékk glerbrot í fótinn.
Brezka lögreglan sagði i gær að verið
væri að yfirheyra mann sem
stöðvaður hefði verið á Heathrow flug
velli við komu frá Vestur-Þýzkalandi.
Ekki hefur þó verið sannað að hann
tengist á einhvern hátt sprengingun-
um i Vestur-Þýzkalandi.
Þessi mynd var tekin af Jomo Kenyatta er hann var kjörinn heiðursdoktor háskólans i Nair ibi i Kcnya.Kenyatta var ekki á
þeirri skoðun að landsmönnum hans hentaði vestrænt lýðræðisskipulag. Aðeins einn flokkur var leyfður i landinu — flokkur
Kenyatta. — Mikil óvissa er nú um hvaða maður geti tekið við af hinum gamla höfðingja og óttast sumir að órói og úpplausn
geti skapazt i landinu.
Panama:
Skæruliðarnir komn-
ir með fangana og
hálfa milljón dollara
Tuttugu og fimm borgarskæruliðar,
sem hertóku þinghúsið i höfuðborg Mið-
Ameriku-rikisins Nicaragua, komu flug-
leiðis til Panama í gær. Með þeim voru
félagar þeirra sem sleppt var úr fang-
elsum að kröfu þeirra en þeir héldu
hundruðum gísla í þinghúsinu.
Hópurinn kom í tveim flugvélum sem
ríkisstjórnir Panama og Venezuela
lögðu til.
„Við erum þmyttir og ætlum að hvila
okkur en munum siðan halda áfrarn
báráttunni gegn einræðisstjórninni i
Nicaragua.” sagði talsmaður
skæruliðanna i gærkvöldi.
Að sögn talsmanna stjórnar
Nicaragua er.j skæruliðarnir ekkert
annað en kommúnistalýður sem er á
mála hjá Kúbustjórn og hefur tekið við
vopnum sinum i Costa Rica. Hafi
stjórnin að lokum ákveðið að sleppa
gislunum og afhenda skæruliðunum
hálfa milljón dollara. Höfðu þeir krafizt
tíu milljóna dollara.
Skæruliðarnir hafa neitað því að þeir
séu á neinn hátt á vegum Kúbu-
stjórnarinnar. Segjast þeir aðeins vera
Nicaraguamenn sem berjist fyrir
bættum stjórnarháttum i föðurlandi
sinu.