Dagblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. ÁGCST 1978.
9
Mætti fella nidur
stofnunar I
=S söluskatt og tolla
— til að flýta þessari þróun um allt land
„Það er rétt hjá Gunnari að gufuþurrk-
un og brennsla er fullnægjandi lausn á
þessari mengun. en jafnframt mjög kcstn-
aðarsöm." sagði dr. Bjöm Dagbjartsson,
forstöðumaður Rannsóknastofnunar ftsk-
iðnaðarins. er blaðið bar undir hann um-
mæli eiganda Fiskiðjunnar hf. i Keflavík '
blaðinu í gær.
Þar er sagt frá undirskriftasöfnun gegn
brælunni frá bræðslunni og segir forstjór-
inn m.a. að fyrmefnd lausn sé ekki komin
i gagnið nú, m.a. vegna tolla og söluskatts
af tækjunum.
Bjöm taldi ekki óeðlilegt að slikt væri
jafnvel fellt niður af þessum búnaði þar
sem um ótviræð mengunarvamartæki
væri að ræða.
Þá væri ekki fráleitt að hugsa sér að ef
bæjaryftrvöld vildu á annað borð hafa
slíka starfsemi i bæjarfélagi sínu, þá beittu
þau yftrvöld þrýstingi til að knýja fram
slika niðurfellingu eða aðra fyrirgreiðslu.
Fiskiðjan hyggst koma sér upp gufu-
þurrktækjum og benti Bjöm á að auk
áðumefndra kosta við þau, nýttu þau yftr-
leitt hráefnið betur.
— GJS.
ICELANDIC FOOD
SPECIALITIES
súrsaðir
hrútspungar
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
REYKJAVlK ICELAND
Ánægður í hragði yfirgefúr Hassett ísland,
— ferðinni er heitið til Lundúna. Á litla mið-
anum sjáum við hvað þcir bjóða útlending-
um af íslen/kum mat á Hótel Loftleiðum.
SKYR OG HANGIKJÖTIÐUPPÁHALDSRÉTTIRNIR
— segir enski úrsmiðurinn sem árlega hefur komið til íslands undanfarin tíu ár
Englendingar em sagðir vanafastari
öðrum mönnurn. Þó höfum við fregnir af
einum. sem lét sig hafa það að skipta um
dagblað eftir áratuga tryggð. Og hvers
vegna gerði maðurinn þetta? spurðum við.
Jú. í nýja blaðinu var að linna upplýsingar
um hitastig og veðurfar á Islandi. Það mun
vera þessi hugsunarháttur manna, sem gerir
það að verkuni, að þeir cru kallaðir íslands-
vinir.
Leslie Hassett heitir maðurinn, enskur úr-
smiður á sjötugsakfri. Sl. tíu ár hefur hr.
Hassett ekki látið eitt einasta sumar liða án
þess aðdvelja nokkrar vikur á Islandi.
„Það var eiginlega hálfgerð tilviljun, sem
réði þvi, að ég kom hingað fyrst fyrir líu
árum,” sagði Hassett i viðtali við DB. „En
það er nú samt staðreynd, að ég fór til
íslands, og hér likaði mér svo vel við fólkið
og landið, að ég get ekki hugsað mér að
eyða sumarleyfi minu annars staðar svo
lengi sem ég sjálfur fæ ráðið ”
Leslie Hassett var spurður hvað það
væri, sem honum fyndist svona sérstakt hér
á landi. Hann sagði, að þar kæmi ótal margt
til: fyrst og síðast elskulegt viðmót íslend-
inga, þeirra fjölmörgu vina, er hann hefur
eignazt gegnum árin og reynzt hafi sér betur
en orð fai lýst. Óspillt náttúran, hrikaleg feg-
urð hennar, bjartar nætumar, kyrrðin og
hreina loftið. „Auk þess hef ég á ferðum
minum kynnzt fjölda ferðafélaga af ýmsu
þjóðemi, sem ég hef haldið sambandi við. og
á ég þannig stöðugt vaxandi vinahóp um all-
an heim,” sagði Hassett. „Ég er ekki fyrr
kominn heim en ég panta ferðina að sumri,
og við heimkomuna byrjar tilhlökkunin eftir
næsta sumarfrii i draumalandinu. Dóttir
mín skilur ekkert í mér og hefur enn ekki
fengizt til að koma með mér. en hver veit.
kannski mér takist að gera úr henni Islands-
vin, þó seinna verði.”
I suntar sagðist Hassett hafa farið um há-
lendi íslands. Þar sagðist hann una sér vel.
Ástæðuna fyrir þvi sagðist hann vita að ekki
þyrfti að skýra út fyrir íslendingum.
„Annars var ég að koma úr matarboði
hjá ágætu kunningjafólki minu islenzku,
þar var á borðum íslenzkt hangikjöt og skyr.
Þetta eru hvort tveggja réttir, sem ég hef
lært að meta,” sagði Hassett. TZ/ÓG
Meindýraeyðar
mæta
til námskeiðs
Jú. nániskeið verður haldið hér i
Reykjavik að Hótel Esju dagana 6.-8.
september nk. i meindýraeyðingu og með-
ferð eiturefna. Til námskciðsins er boðið
öllum meindýraeyðum hvaðanæva að af
landinu. en fyrir námskeiðinu standa
Heilbrigðisráðuneyti, Heilbrigðiseftirlit og
Eiturefnanefnd ásamt Samb. isl. sveitar-
félaga." sagði Kolbrún Haraldsdóttir m.a.
blaðamanni DB i gær.
„Þetta er mér vitandi fyrsta námskeið
sinnar tegundar sem efnt er til hérlendis.
Dagskránni verður þannig háttað að fyrri
dagana tvo flytja sérfræðingar fyrirlestra.
m.a. tveir Danir frá Statens Skadedyrs-
Labratorium i Kaupmannahöfn. Þriðja
og síðasta daginn fer fram sýnikennsla í
eyðingu meindýra og meðferð eiturefna
utanhúss."
Á námskeiðinu verður kennt að út-
rýma músum, rottum. jafnt sem meindýr-
um í híbýlum manna og matvælum.
Að sögn Þorkels Jóhannssonar hjá
Eiturefnanefnd teljast nú dúfur einnig til
meindýra, a.m.k. i sumum þéttbýliskjöm-
um, svo sem i Reykjavik. Þá sagði hann
hrafn og svartbak skaðræðisdýr er telja
mætti i hópi meindýra. Á námskeiðinu
mun ekki fara fram kennsla í eyðingu
minka og refa enda falla þau meindýr
undir veiðimálastjóra.
— JÁ
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi frá 1. september
Miöbær, Hafnarstræti, Austurstræti
Þórsgata, Freyjugata
Hringbraut, Meistaravellir
Fornhaga, Tómasarhaga
Sörlaskjól, Kaplaskjólsvegur frá 27
Ásvallagata, Sólvallagata
Laugateigur, Hofteigur
Kleppsvegur 2—58, Selvogsgrunnur
Suðurlandsbraut, Síöumúli
Tunguvegur, Rauðagerði
Steinagerði, Akurgerði
Hátún, Miðtún
Garðabær, Búðir
Uppi. á afgreiðslunni
ísíma27022.
iBIAIiin