Dagblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 15
Hér eru þeir á fullu gasi, frá vinstri Ron Wood, Keith Richard, Bill Wyman og Mick Jagger. DB-myndir: Hallgrimur B DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978. A hljómleikum með ROLLING STONES íSan Francisco: SONGKERFIÐ DYGÐIFYRIR SELFÖSS, HVERAGERÐIOG ÞORLÁKSHÖFN - SAMAN Miðvikudagurinn 26. júlí. í hugum æði margra San Franciscobúa var hann sérlegt tilhlökkunarefni. Og það ekki alveg að ástæðulausu, þvi að þann dag voru haldnir hljómleikar af stærri sortinni í borginni. Eddy Money fyrrverandi lögreglumaður í New York var þar á ferð, meðal annars með lagið sitt Baby Hold On. Peter Tosh, sem áður spilaði með Mr. Bob Marley & the Wailers, kom fram og sömuleiðis Carlos Santana, sem óþarfi er að kynna frekar. Rúsinan í pylsuendanum var þó Rolling Stones, sem fékk velflesta til að koma og sjá herlegheitin. — Ekki má siðan gleyma kirsuberinu ofan á allt saman. Mick Jagger átti nefnilega afmæli þennan dag. Hann varð 34 ára gamall. Þegar Rolling Stones tilkynntu ferðalag sitt um Bandaríkin var San Francisco ekki meðtalin á ferðaáætluninni. En eins og Jagger orðaði það sjálfur á hljómleikunum: „Þetta leit illa út, en okkur tókst að troða San Francisco inn á áætlunina.” Það var aðeins tveggja vikna fyrir- vari að hljómleikum þessum. Þegar fréttist um þá myndaðist mikið öngþveiti hvarvetna sem aðgöngumiðar voru seldir. — Þó voru þeir ekki auglýstir. heldur barst fréttin bara manna á milli. Sextíu þúsund miðar voru til sölu ogseldust þeir upp á fjórum klukkustundum og fimmtán minútum. Þetta þýðir að 235 miðar voru seldir á mínútu eða 3.8 á sekúndu! Svartamarkaðs- brask Svartamarkaðsbraskið hófst viku eftir að uppselt varð. Fyrst i stað gekk miðinn á 30 dollara. Þremur dögum fyrir hljómleikana hafði verðið stigið upp í 35—38 dollara og aðfaranótt þess 26. komst verð hvers miða allt upp í 70 dollara. Það samsvarar rúmlega átján þúsund islenzkum krónum. — En strax morguninn eftir tók miðaverðið að lækka aftur. Til að mynda kostaði hver miði 40 dollara klukkan níu um morguninn. Klukkustund siðar hafði verðið sigið um tíu dollara og klukkan ellefu er hljómleikarnir hófust kostaði hver aðgöngumiði fimmtán dollara. Upp úr hádegi var verðið komið niður i sjö dollara og átti verðið þá eftir að fara niður í aðeins þrjá, eða i skiptum fyrir nokkra sígarettupakka. Þó að þessi verðsveifla þyki kannski nokkuð mikil varð hún þó enn meiri annars staðar, til dæmis í New York og Atlanta. Þar er mér kunnugt um að miðinn hafi kostað 100 dollara og hefur sjálfsagt gengið á hærra verði einhvern tíma. — Rétt miðaverð var 12.50 dollarar stykkið. Biðu á staðnum í tvær nætur Þó að hljómleikar þessir væru haldnir á miðvikudegi var ekki að sjá að mikil vandamál sköpuðust hjá fólki við að fá sig laust úr vinnu. Strax aðfaranótt þriðjudagsins fór fólk að safnast saman með bakpoka sína á bilastæði leikvangsins, þar sem hljómleikarnir fóru fram. Þar lagðist það til hvílu í langri röð. Á miðvikudagsmorguninn klukkan sjö var fyrsta hlið leikvangsins opnað. Þá þutu alíir í heljarmiklu kapphlaupi að hliðinu, aðeins til að stilla sér upp i nýja biðröð sem síðan varð að bíða til klukkan tíu til að fá að fara inn á sjálft áhorfenda- svæðið. Þessi þolinmæðisbið aðdáendanna spurðist út til Rolling Stones. Til að stytta biðina sendi hljómsveitin fólk- inu sleikibrjóstsykur og kökur með málsháttum til að umbuna því svolítið fyrir allt erfiðið. Eddy Money og Peter Tosh höfðu lokið sínum hluta hljómleikanna er okkur baraðgarði.Við höfðumheyrt í útvarpinu að umferðaröngþveiti hefði myndazt við leikvanginn strax klukkan sjö um morguninn og ákváðum því að leggja í seinna lagi af stað. Það borgaði sig greiriilega því að þegar við komum um klukkan hálf eitt fengum við fljótlega bila- stæði, svo sem fimm mínútna gang frá hliðum leikvangsins. Eiturlyfjasalar utan við Á bilastæðinu hjólaði maður nokkur um og bauð hass til sölu. Er hann sá okkur koma, hjólaði hann þegar í stað í áttina til okkar og bauð upp á viðskipti. Við afþökkuðum. 1 kvöldfréttum sjónvarpsins var sagt frá þvi að aðeins tuttugu manns hefðu verið handteknir grunaðir um eiturlyfjasölu á staðnum. Í Los Angeles voru 150 manns handteknir grunaðir um það sama á Stones- hljómleikum nokkrum dögum áður. Santana f rem- ur kraftlítill Santana skilaði sínu hlutverki á hljómleikunum með ágætum. Alls var hann níutíu mínútur á sviðinu og teygði tónana óspart að vanda. Maður sem sat við hlið mér sagði þó að þetta væri ekki sá sami Santana og hann hefði heyrt fyrir ári síðan. Ég sá hann árið 1975 er hann hélt konsert með Eric Clapton og verð að viðurkenna að ekki þótti mér jafn- mikill í honum krafturinn nú og þá. En þó var ljúft eins og endranær að heyra hann spila. Rolling Stones eru löngu þekktir fyrir að mæta of seint á hljómleika sína. Það brást heldur ekki að þessu sinni. Þeir komu níutíu mínútum síðar en áædað hafði verið. Rétt áður en Stones gengu fram flugu fimm þyrlur yfir leikvanginn. Þær sveimuðu yfir i nokkrar mínútur og fleygðu alla vega litum tennisboltum yfir manngrúann. Sömuleiðis fengu nokkrar allsnaktar og uppblásnar dúkkur flugferð niður i áhorfenda- skarann. Sviðið var risastór munnur i líkingu við vörumerki Rolling Stones. Þegar fyrstu tónarnir bárust þaðan var tíu þúsund rauðum blöðrum sleppt út úr risamunninum og smátt og smátt eftir þvi sem blöðrurnar svifu hærra og hærra mátti sjá grilla í Stones á sviðinu. Lengi vel var álitamál um, hvor- ir höfðu hærra, hljómsveitar- meðlimirnir fimm eða áhorfendurnir sextíu þúsund, sem fögnuðu hetjum sinum óspart. Meðalhraði: 50 cm á 10 mín Ég lagði það á mig að troðast sem næst sviðinu og stóð í því í um tvær klukkustundir. Þetta var ævintýra- legt ferðalag í meira lagi. Sumir urðu fjúkandi vondir, er ég varð allt að því að troðast í gegnum þá. Einn hótaði mér ævilöngum örkumlum ef ég léti ekki af troðningi mínum, en ég vissi að hann var ekki til stórræð- anna í allri fólksmergðinni. Enda fór' það svo að lund þessa æsta manns róaðist smám saman. Hitinn var steikjandi á meðan ferðalag mitt i gegnum manngrúann stóð yfir. Það kom sér vel, því að þá var auðveldara að smjúga á milli sveittra likamanna. Meðalhraðinn niður grúann var svo sem hálfur metri á tíu mínútum. KEITH RICHARD stjórnaði rhythmafalli gitaranna. Uppi við sviðið var merkilegt lið saman komið — hið sama og hafði sofið úti í tvær nætur til að komast sem næst hljómlistarmönnunum. „Þetta er stórkostlegt, auðvitað. Mick er svo mikið krútt, Keith Richards er svo töff, en méi ftnnst að öll þessi sól eigi betur við Beach Boys en Rolling Stones,” sagði ein sautján ára Ijóshærð stúlka við hliðina á mér og jóðlaði tyggjó. — Það minnti mig einna helzt á að fara í rafmagns- bílana í Tivoli að standa við sviðið. — Eftir nokkur lög róaðist fólkið þó aðeins. Stones hófu leik sinn á Sweet Little Sixteen eftir Chuck Berry. Alls var hljómsveitin um það bil tvær klukkustundir á sviðinu er tvö uppklöpp eru með talin. Óvenjulegt er að Stones komi nokkurn tíma fram eftir að hljómleikum er lokið, hvað þá tvisvar sinnum. t seinna skiptið léku þeir Satisfaction, sem heyrist sárasjaldan frá þeim. Eins og lög gera ráð fyrir var aðaluppistaða hljómleika Stones lög af nýju plötunni Some Girls. En sömuleiðis sveifluðu þeir sér yfir í nokkur eldri lög. Má þar nefna Honky Tonk Women, Love In Vain, Tumblin’ Dice, Brown Sugar, Starfucerog Jumpin’Jack Flash. Poker farínn utan DveluríBandaríkjunumí nokkrar vikur Hljómsveitin Poker flaug vestur um haf í gær og hyggst staldra við i Bandaríkjunum næstu tvær til þrjár vikur. Verður höfð viðdvöl i og við New Orleans og leikið nokkur kvöld. „Við fengum. 600 þúsund króna styrk úr menningarsjóði Félags islenzkra hljómlistarmanna til þessarar farar,” sagði Pétur Kristjánsson er Dagblaðið ræddi við hann um ferðina. „Við förum fyrst og fremst til skrafs og ráða- gerða við ýmsa menn. Sömuleiðis er meiningin sú að leika þrisvar til fjórum sinnum á klúbbnum Dock Of The Bay, sem er í eigu Jérry Fishers fyrrum söngvara Blood, Sweat And Tears. Einnig munum við leika í New Orleans.” Það er fyrir tilstilli Jay Egloffs, kunningja Björgvins Gíslasonar, sem Poker fer utan. Hann hefur verið öflugasti tengiliður hljóm- sveitarinnar vestra í þvi verkefni aðfáatvinnuþar. Poker var nokkrar nætur i Hljóðrita í Hafnarfirði við að taka upp fimm frumsamin lög, sem farið var með til Bandaríkjanna. Sömuleiðis voru í pokahorninu upptökur á þremur lögum Jóhanns Helgasonar, sem fullunnar voru í Englandi fyrrá árinu. Hljómsveitina Poker skipa nú Pétur Kristjánsson, Kristján Guðmundsson, Björgvin Gislason, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson og Pétur Hjaltested. ÁT. MICK JAGGER átti 34 ára afmæli og hlaut margs konar sóma i tilefni dagsins. Jagger spilaði með á gítar Mick Jagger spilaði með á gítar, sem gerði hljómlistina mun þéttari. Yngsti meðlimur hljómsveitarinnar, > Ron Wood, tók flest sóló, en það var greinilega Keith Richard sem stjórn- aði rhythmafalli gítaranna. Bill Wyman og Charlie Watts voru pottþéttir saman. Þeir eru í raun og veru undirstaða þess hve góð rokkhljómsveit Rolling Stones er. Sjötti Stonesmaðurinn þetta siðdegi var lan Mc Lagen, píanóleikari, sem eitt sinn lék með Small Faces og siðar Faces. Um miðbik hljómleikanna sótti Jagger fötu fulla af vatni. Bjuggust nú flestir við því að hann myndi hella vatninu yfir þá áhorfendur sem fremstir stóðu. Ekki varð af því, heldur fékk söngvarinn sér sjálfur rækilegt steypibað úr fötunni. Sömuleiðis klifraði hann eitt sinn upp á palla þá, sem halda söng- kerfinu uppi. Þeir eru um það bil 45 feta háir og þar uppi steig Jagger trylltan dans. Ekki tókst honum betur til en svo að hann rakst þar á einhverja víra, sem framkölluðu nokkra lága og Ijóta tóna. Þessu var fljótjega kippt í lag. Söngkerf ið stóð fyrir sínu Söngkerfi það sem Rolling Stones notuðu í San Francisco er mjög stórt. Væri því komið fyrir í Hvera- gerði þyrftu Selfyssingar og Þorláks- hafnarbúar ekki annað en að opna hjá sér glugga. Þá fengju þeir tónlistina inn til sín á dágóðum styrk. — Þrátt fyrir stærð söng- kerfisins var hljómburður , mjög góður. Þætti einhverjum of hátt spilað gat hann fært sig aftur á við þar til rétta styrknum var náð. I tilefni af 34 ára afmæli Mick Jaggers hengdu stúlkur borða á svalir leikvangsins þar sem stóð „Til hamingju með afmælið, Mick. Ástarkveðjur frá Sue og Deönnu” og fleira í þeim dúr. Gömul tvíþekja flaug yfir völlinn með borða hang- andi aftaní, sem á stóð „Til hamingju með afmælið, Mick, frá Atlantic Records”, og fólkið öskraði hamingjuóskirá milli laga. Rolling Stones hafa ekki komið til Kaliforníu síðan I975. í þeirri hljóm- leikaferð réðu þeir Hells Angels til öryggisvörzlu. Eitt sinn gerðist það að svertingi nokkur dró upp byssu, en Hells Angels stungu ’ hann umsvifalaust til bana á sviðinu. Þessir tónleikar ollu miklu fjaðrafoki í borginni. Dagblöð skrifuðu' um hann á forsíðum sín- um og þrjár sjónvarpsstöðvar sendu lið á staðinn. í kvöldfréttum var síðan ítarlega sagt frá atburðurri. Að þessu sinni fór allt friðsamlega fram. Enginn dó, svo að vitað væri né var neitt um fæðingar í áhorf- endaskaranum. I raun og veru var stemmningin ekki ósvipuð því er minningarhljómleikar um Brian Jones voru haldnir i Hyde Park og sleppt var þúsundum fiðrilda i minningu hans. Hallgrimur Björgólfsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.