Dagblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978.
Bóndi skrifar:
Leitt þótti mér að sjá hvernig
sýningjn mín, Landbúnaðarsýningjn á
Selfossi, lyktaði af peningaplokki ofan
á alla þá umræðu sem staðið hefur um
afætuskap landbúnaðarins og svo
varnir gegn því.
1500 króna aðgangseyrir er í sjálfu
sér ekki hár, ef aðstaða hefði leyft að
færa sér i nyt allar þær upplýsingar og
þann þjóðlega fróðleik, sem uppá var
boðið.
Hins vegar virtist meiri áherzla hafa
verið lögð á að enginn kæmist ókeypis
inn á svæðið en að vel færi um þá sem
inn á það kæmu gegn uppsetttu gjaldi.
Aðeins voru sæti fyrir nokkra tugi
manns í senn í sýningardeildum
ýmissa fyrirtækja. Sýning þessi var
svo yfírgripsmikil að nálega heilan dag
hefði þurft til að nýta sér hana til
Raddir
lesenda
fullnustu og hvergi var afdrep til
hvildar nema á matsölustaðnum, sem
var þá háð því að maður keypti sér
næringu nauðugur viljugur.
Ég og fleiri starfsbræður minir úr
uppsveitum Árnessýslu hugðumst
sameina þessa sýningarferð verzlunar-
ferð til Selfoss. Við sóum yfirleitt ekki
límaokkar.
Fórum við inn á sýninguna
snemma dags, gengum þar um,
fleyttum rjómann, og ákváðum síðan
hvað við hygðumst skoða nánar. Mikil
mannmergð var á staðnum. sem gleði-
legt er. Dapra hliðin á þvi var þó sú að
hvergi var afdrep og sjálfsagt þreytir
slíkur múgur okkur strjálbýlismenn
fyrren þéttbýlismenn.
Nema hvað að þegar við höfðum
fengið smjörþefinn af sýningar-
atriðum, hugðumst við bregða okkur
Landbúnaðarrukkunarsýningunni á Selfossi lokið:
Siðlaus sýning
— bið við beljurassa í stað þess að skoða Selfoss
út til innkaupa og aðdráttar. 1 hliðinu
mættum við þá dónaskap og
tortryggni. Afdráttarlaust var okkur
tjáð að ef við hygðumst bregða okkur
út, yrðum við að kaupa okkur inn
aftur fullu verði. Annars gætum við
hugsanlega selt öðrum miðana með
þeim orðum að þeir segðust hafa
fengið aðskreppa út.
Að vera á sýningu sins eigin félags-
skapar og mæta slíkri framkomu er
með slíkum eindæmum að skoðun
minni vil ég ekki lýsa á prenti.
Sáum við okkar kost vænstan að
láta fyrir berast á svæðinu og skoða
það sem skoðað yrði unz komið væri
að þvi atriði, sem við ætluðum að sjá
síðdegis.
Velktumst við þreyttir um svæðið.
— Er okkur var gengið i gegnum naut-
gripasýningarsalinn, þar sem gang-
vegurinn var á milli tveggja raða kúa,
er allar voru þannig bundnar að aftur-
endarnir snéru að gestum. likt og á
sýningarstjórn, varð einni malar-
frúnni að orði; „Á maður að hanga
hér við beljurassa í allan dag?”
Á frekara tali hennar heyrðist að
hún var að bíða eftir sama atriði og
við. Ekki skil ég svo við án þess að
segja frá nokkrum litlum strákum,
sem stungu fingrum sinum niður í
vatnskerin með fiskaseiðunum. Kom
þá starfsmaður á vettvang og rak
strákana frá með slikum ónotum og af
slikri smekkleysu að strákarnir flúðu
og gleði þeirra var spillt. Var það
e.t.v. allt í lagi þar sem þeir höfðu þá
þegar greitt aðganginn?
Tilkynningar og þegar lýst var eftir
fólki var einnig oftast ósmekklega
framkvæmt, þó sérstaklega síðar-
nefnda atriðið.
Þvi sting ég niður penna um þetta
að ég vil að fólk viti að þessi dóna-
skapur og peningaplokkunarþefur.
sem þarna réði ríkjum, er ekki
samkvæmt hugmyndum okkar
bænda. Misvitrum mönnum hefur
verð falin framkvæmd sýningarinnar.
Megi Búnaðarfélag Suðurlands bera
gæfu til að ala þá betur upp fyrir
næstu sýningu eða að fá heilbrigða
menn. aðkomna, ef með þarf.
Bráðum kveð
ég fólk og frón
y
Vísur og
vísnaspjall fm
Jön Gunnar Jónsson
Um áramótin 1873—74 er Matthias
Jochumsson í Lundúnaborg og á gamlárskvöldi
yrkir hann langt kvæði, sem hann nefnir
Islandsvisur, hér eru tvær þeirra.
Þegar hylur himinljós
hei’ög tjaldbúð nætur,
hnipir sérhver hagarós,
himinninn sjálfur grætur.
Röðlar gylla Ránargöng,
raddir fullar hljóma,
heyrum dilla hnattasöng,
hörpur gullnar óma.
Þessa vísu ritaði Matthias á eintak af ljóð
mælum sínum, sem hann sendi vinkonu sinni.
Sjáðu Snót mitt sálarskrín,
sett með slitnu letri.
Grátlegt er það, góðin min,
að gjöfin er ei betri.
Um tværsystur.
Láttu þér því um og ó
að elta systur tjáðar.
Þegar þú vilt, það vcistu þó,
þær vilja fá þig báðar.
Barnavísurnar hans Matthíasar Jochums-
sonar frá Oddaárunum, sem hér voru prentaðar
nýlega, komust þvi miður ekki allar réttar tii
skila. Þess vegna kemur ein þeirra aftur:
Ég á að geyma bæ og bú,
bæði slá og róa,
hirða lambiö, kálf og kú,
kríu, hrafn og spóa.
Hér eru vísur, sem Matthías orti á Akureyri
um börn Steingrims sonar sins.
Ávextirnir urðu tveir,
cins og bögglar sýnast þeir,
en þeir geta orðið meir —
eins og ég og séra Geir.
og hræðstu eins og böl og bann,
barnið mitt, að styggja hann.
Þessar vísur voru fleiri. Stúlkan litla, sem
þarna er ort um, mun enn vera á lífi, gegn og
merk kona, listræn, eins og hún á ætt til, hefur
kennt söng og tónlist, flutt ágæta minninga- og
tónlistarþætti í útvarpið. Hún heitir Guðrún
Sveinsdóttir.
Nokkrar vísur eftir Matthias af öðrum toga
spunnar:
Allt vort strlð er augnablik,
ekki er stórt að láta,
þó oss sýnist þankastrik
þessi lifs vors gáta.
Heyrði ég móður hugga börn
hjartaljóði finu,
og sama hljóðið særðan örn
syngja jóði sínu.
Sofa til skiptis systur tvær Ennþá man ég ungdóminn:
sin á hvorum beði, ástarbliða samhljóminn, Krists eru lýðum taldir,
hjá oss gjarnan hýrast þær, munaryndis málróminn, en sagan kennir Kríst í oss
heita Sorg og Gleði. meðan anga vorblómin. kvalinn í þúsund aldir.
Langi þig að leika dátt Til dótturdóttur orti hann;>
litla stund við Gleði, Ævilöng vinátta var með þeim Matthiasi og
veit ég eitt þú varast mátt: Guð sé með þér, Gunna mín, Hannesi Hafstein. Þegar Hannes var settur
vektu ei Sorg á beði. gættu vel að ráði þin, sýslumaður Dalamanna í upphafi embættisferils
efþú stilliræra lund síns, það var á haröæristimum, sendi Matthías
Vakni Sorgin sofnar hin, svo er úti friður, auðnan Ijær þér gull i mund. honum þessar stökur í bréfi.
þú ert orðinn þeirrar vin, Besta nám i heimi hér Hvað segirðu, Hannes, nú
þér sem geðjast miður. hygg ég stjórn á sjálfum sér, um heiminn þarna í Dölunum?
stjórn, sem gerir geðið tryllt Hýrnar ei þin hruma trú
Fái Sorg i faðminn sinn fríðan ver á beði, göfugt, hógvært, jafnt og stillt. á helvítinu og kvölunum?
vaka kann hún, vinur minn, Trúðu á hann, sem til þin sér, Ereilifið baulu-bú,
en væran sefur Gleði. trúðu á Guð i sjálfri þér, bundið fast á hölunum,
og góssið likast gamalkú,
grindhoraðri á mölunum?
Úrskriftamálum:
Heimtaðu ekki drósar dyggð
dyggðalaus og háifur.
Enginn skyldi treysta tryggð,
tryggðarofi sjálfur.
Hugsaðu ei um heilagleik
hér á breyskri jörðu.
Guð hefur skapað vífin veik,
en veikari menn þau gjörðu.
Aldrei kviknar æru-blóð
undir þrælsins helsi.
Viljurðu koma upp kostaþjóð,
kenndu snótum frelsi.
Einhverju sinni mælti skáldið fram þessar
visur:
Allt hið bliða yngir mig,
allt hið friða kætir,
allt hið striða egnir mig,
ailt hið þýða bætir.
Horfðu á bjarta himininn,
haltu spart i auðinn,
fyrir hjartahlýindin
hörfar svarti dauðinn.
1 elli sinni orti Matthías þessa vísu, sem lýsir
vel höfundi sínum.
Bráðum kveð ég fólk og frön
og fer í mína kistu —
rétt að segja sama flón
scm ég var í fyrstu.
J.G.J:-S. 41046.
AF AOA 5 P/EA/Pt/O 77/Y U /\
TV< 'P&, , &ASSVSG,///! yPfcö/'A
b/'p //07A AGry/?Kl/&/' 0 7AO/T/
Tv<^//? <y//c//i t//'-? •$//////
tfxU&CC'/i