Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978. BIAÐW Utgefandi: DagblaðRmt. Framkvœmdastjöri: Svekin R. Eyjólfsson. RhatjóH: Jónas Kriatjánaaoty- Fróttaitjóri: J6o Birgr Pétumon. Rrtntjómarfultrúi: Haukur Halgaaon. SkrHatofuatjóH Htttjómar JóHannes ReykdaL Iþróttir HaUur Simonaraon. Aðstofi .Hróttastjórar AHi Stainarason og Ömar Vaidimarsson. Handrit ÁsgHmur Pólsson. Blaðamenn: Anria Bjáriiáson, Asgeír TÓmasson, Bragi SigurÖsson, Döra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnösson, HaMur HaMsson, Helgi Pétursson, Jómp Haraldsson, ólafur Geirsson Ólafur Jönsson^ Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjónsdöttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Arí Kristínlson Ámi Páll Jöhannsson, Bjamlelfur Bjamlerfsson, Hörður VHhjálmsson^ Ragnar Th. Sigurösson, Svekin Þormóðssdki. SkrifstoKistjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreKing- arstjóri: Már E.M. Halldörsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýslngar og skrifstöfur Þverhohi 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 tinur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Afvgjtur hf. Skerfunni 10. Fjórir kaupránsfíokkar Kaupránsflokkunum hefur fjölgað. Nú eru allir flokkarnir fjórir komnir í þá sveit. Von er, að Bandalag háskólamanna lýsi furðu sinni á, að „þeir stjórnmála- menn, sem mest hafa talað um frjálsan samningsrétt og að ekki skuli gengið á gerða kjarasamn- inga, eru nú reiðubúnir að selja þetta „princip” fyrir 100 milljónir”. Öðruvísi töluðu stjórnmálamennirnir fyrir kosningarnar, þegar þeir voru meðal annars að veiða at- kvæði félaga í Bandalagi háskólamanna. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannes- sonar framdi í vetur óvenju gróft kauprán nokkrum manuðum eftir að fjármálaráðherra hafði gengið frá kjarasamningum við opinbera starfsmenn, fólkið í BSRB og BHM. Kaupránið náði í fyrstu til allra launþega. Síðan lét ríkisstjórnin undan síga og féllst á uppbætur til handa hinum allra lægstlaunuðu, þegar kosningar nálguðust. Stjórnarandstaðan, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- ur, snerust hart gegn kaupráninu. Alþýðubandalagið studdi í marzbyrjun ólöglegar aðgerðir ríkisstarfsmanna, sem hugðust hnekkja kjaraskerðingunni. Þar voru að verki jafnt hálaunamenn sem aðrir. í kosningabaráttunni hömruðu þessir flokkar á kröf- unni „samningana í gildi”. Þeir fengu mörg atkvæði fyrir þá kröfu. Sumir telja, að kjarastríðið hafi átt mestan þátt í sigri þeirra. Varaformaður Alþýðubandalagsins, Kjartan Ólafs- son, segir nú, að aldrei hafi átt að skilja baráttu flokks síns þannig, að fullar verðbætur kæmu á öll laun. Þetta er undanfærsla. Engin leið var að skilja baráttu Alþýðu- bandalagsins á annan veg en þann, að kjarasamningar allra launþega kæmu aftur í gildi. Alþýðubandalagið stendur að tillögum um þak á verð- bæturnar. Alþýðuflokkurinn slóst í hóp kaupránsflokk- anna, þegar hann lagði til, að 7 prósent verðhækkanir af völdum væntanlegrar gengisfellingar yrðu ekki bættar í kaupi. Þessir flokkar eru því báðir reiðubúnir að standa að kaupráni, ef þeir verða í ríkisstjórn. Við næstu samningsgerð munu fulltrúar launþega ekki geta treyst því fremur venju, að ríkisvaldið gangi ekki á samningana og skerði þá, hvaða flokkar sem verða í ríkisstjórn. Ferill flokkanna allra í þessum efnum er á þann veg, að þeim var aldrei að treysta. Þeir hafa fyrrum allir staðið að skerðingu samningsréttarins. Þetta hefur verið meginspurningin, sem barizt hefur verið um. Á ríkisvaldinu að líðast að svipta launþega- samtökin samningsrétti? Vel er, ef stjórnmálamenn hafa áhuga á launajöfnun í þjóðfélaginu. Hefði þá verið eðlilegast, að þeir beittu sínum miklu áhrifum í samtökum launþega og atvinnu- rekenda, þegar kjarasamningar eru gerðir. Þá hefði verið rétt, að fulltrúar þessara flokka í forystu launþegahreyf- ingar hefðu barizt fyrir þessu áhugamáli. Fái prófessorar til dæmis of miklar launahækkanir samkvæmt samning- um, hefði verið réttara að ganga svo frá samningunum, að þak hefði verið á verðbótum frá upphafi. Spil stjórnmálamanna með verðbæturnar er táknrænt dæmi um heilindi þeirra. Almenningur hefur ótrú á íslenzkum stjórnmálamönnum Það er óhætt að segja, að sennilega hefur ótrú almennings á íslenzkum stjórnmálamönnum aldrei verið meiri en einmitt nú. Þetta kemur fram í um- ræðum fólks almennt svo og i lesenda- bréfum dagblaðanna. Um siðustu stjórnmálaatburði þarf ekki að ræða hér nánar, en hitt er öllu áhugaverð- ara, hvers vegna tortryggni almenn- ings i garð stjórnmálamanna er svo mikil nú. Skýringin er vissulega sú, að islenzkir stjórnmálamenn hafa brugðizt herfilega. Verða nú talin upp nokkur dæmi þessari fullyrðingu til stuðnings. I. Stjórnmálamönnum í síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur ekki tekizt að hafa hemil á verðbólg- unni, hinum óttalega skaðræðis- valdi, sem brenglar tekju- og eigna- skiptingu í landinu, verðskyn og hugmyndir um arðbærar fjárfest- ingar og beinlinis afsiðar fólk. Til þess að geta unnið af einhverju viti, verður fyrst að ráða bót á verðbólg- unni. Stjómmálamenn kasta nú boltanum á milli sín, hver beri mesta ábyrgð i þessum efnum. Vinstri-stjórnmálamenn segja, að verðbólgan hafi orðið mest I tið Geirs Hallgrímssonar, en gleyma þeirri sjálfsögðu tillitssemi við stað- reyndir, að vinstri stjórnin notaði verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins öf- ugt og stóð að mestu verðbólgu- samningum allra tíma um vorið 1974, og þegar rikisstjóm Geirs Hallgrímssonar tók við var búið að kynda mesta verðbólgubál eftir- striðsáranna en ríkisstjórnin réði ekki við bálið. Ótal dæmi um ásak- anir og hnútukast inni á Alþingi eru til, en oftast er þá ekki hið minnsta mark tekið á staðreyndum, enda skipta þær oft litlu máli I átökum stjórnmálamanna. 2. Matthias Bjarnason hefur ekki frekar en Lúðvik Jósepsson farið að ráðleggingum fiskifræðinga um há- marksafla á þorski. Matthías klifar stöðugt á því, að stjórnmálamenn þurfi að taka tillit til fleiri sjónar- miða en fiskifræðilegra, en hann hefur aldrei sett þessi umræddu sjónarmið fram. Aldrei hefur verið sýnt fram á, að fiskverndunar- sjónarmiðin séu i andstöðu við at- vinnusjónarmið úti á landsbyggð- inni. Nánast allir, sem ég þekki og vita eitthvað um málin, hafa Matthías grunaðan um að hafa ekki bein í nefinu til að standa að erfið- um og óvinsælum aðgerðum og noffæra sér útbreidda vantrú á sér- fræðingum vegna skorts þeirra á yfirsýn. Fiskverndunarmálin eru einhver stærstu mál Islendinga, og stjórnmálamenn leyfa sér að láta prívatskoðanir sínar ráða gerðum. 3. Lúðvik Jósepsson ber höfðinu stöð- ugt í stein og viðurkennir ekki að fiskiskipaflotinn sé orðinn alltof stqr. Nú liggja fyrir opinberar skýrslur, sem staðfesta þetta. Nán- ast allir hagfræðingar landsins, svo og háskólakennarar í þeim grein- um, eru á þessari skoðun, en Lúð- vík og Matthías munar ekkert um að vera á öðru máli og komast upp með að viðurkenna ekki mistök sín. Svonalagað veldur algjöru vonleysi hjá öllu heiðvirðu fólki, sem eitt- Kjallarinn Jónas Bjarnason hvað veit um málin. Tilraunir til að mótmæla þessum herramönnum eru gjarnan túlkaðar sem pólitískar árásir, og þannig eru þær afgreidd- ar. 4. Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins urðu sér alvarlega tii skammar í vetur I umræðum um fréttaflutning opinberra fjölmiðla um verðlagningu á mjólk og undan- rennu. Tveir þingmannanna af- klæddu sig siðan fyrir alþjóð I sjón- varpi sem tillitslausir áróðursmenn fyrir þrönga framleiðsluhagsmuni landbúnaðarins, sem kominn er út í algjörar ógöngur meðal annars vegna langvarandi tillitsleysis við 90% af islenzku þjóðinni, sem ekki framleiða landbúnaðarafurðir. Þegar umræðan snýst um það, hvort of- beit eigi sér stað á íslandi og land- eyðing af þeim sökum, hafa land- búnaðarþingmenn tamið sér sér- stakt feluleiksorðbragð, sem hefur það að markmiði að gera sem minnst úr þætti sauðfjár í þeim efn- um. Ef atkvæðagreiðsla færi fram á Alþingi um það, hvort ofbeit á ís- Ienzkum afrétti eigi sér stað, verður útkoman svipuð og þegar skera ætti úr um óhollustu reykinga með at- kvæðagreiðslu hjá reykingamönn- um einum saman. Sem kunnugt er, telja nánast allir sérfræðingar, sem gróðurrannsóknir stunda, að veru- leg ofbeit sé staðreynd í flestum sýslum landsins. Alþingismenn gefa siðan þjóðargjafir í nafni þjóðarinn- ar. 5. lslenzkir stjómmálamenn brugð- ust herfilega um árið, þegar land- eigendur við Laxá í Þingeyjareýslu stöðvuðu framkvæmdir við Laxár- virkjun III og eyðilögðu þar með hagkvæmustu virkjun á íslandi. Sennilegt er, að Krafla hefði aldrei verið byggð, hefði þetta ekki gerzt. Ekki nóg með það, rikið verður að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.