Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.08.1978, Blaðsíða 1
ríírfálst, ’úháð dagblað Ný ríkisstjórn mynduð: Ólafur /eggur ráðherra- lista fyrir forsetann — ÓlafurJóhannesson eini ráöherrann sem áðurhefursetið í ráðherrastóli „Ég hefði helzt viljað fara til forseta nú fyrir hádegið en auðvitað raeður hann þvi,” sagði Ólafur Jóhannesson í viðtali við DB. Hann bætti við: „Annars er maður aldrei öruggur fyrr en búið er að skrifa undir.” Nú er Ijóst, að tekizt hefur að mynda nýja ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Flokksstjórnarfundir aðildarflokkanna samþykktu þessa stjórnarmyndun í gærkvöldi af nokkuð mismunandi hrifningu. Á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins urðu talsverðar umræður, snarpar á köflum. Þegar til atkvæðagreiðslu kom, nokkru eftir miðnætti, um aðild að stjórn í samræmi við samstarfsyfir- lýsingu, sem kynnt var, féllu atkvæði þannig: 30:12. Meðal þeirra 12 sem greiddu atkvæði á móti voru þeir Gylfi Þ. Gíslason, Bragi Sigurjónsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason. „Ég vil ekki nota orðið klofningur, þótt skoðanir séu skiptar i Alþýðu- flokknum um afstöðu til þessarar ríkis- stjórnar,” sagði Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins, í morgun. „Það kom í Ijós á flokksstjórnarfundi í gær- kvöldi að skoðanir voru skiptar um hvort taka ætti þátt í þessari stjórnar- myndun. Við atkvæðagreiðslu kom fram að mikill meirihluti var fylgjandi þvi að við færum í þessa rikisstjórn. Eðli- legt er að ekki séu allir sammála. Stjórnin nýtur fylgis trausts meirihluta í Alþýðuflokknum og við göngum til þessa samstarfs heils hugar,” sagði Benedikt. Klukkan 11.45 í gærkvöldi hófst at- kvæðagreiðsla fyrir luktum dyrum i flokksstjórn Alþýðubandalagsins. 104 samþykktu stjórnaraðild á grundvelli samstarfsýfirlýsingarinnar. 19 greiddu atkvæðiá móti. Nokkuð varliðiðá nótt þegar þingmenn og nokkrir aðrir forystumenn ákváðu að fara heim og sofa á tilnefningu i ráðherrastóla og skiptingu málaflokka milli þeirra. Mjög hefur verið reynt að fá þá Geir Gunnarsson og Lúðvik Jósepsson til þess' að verða ráðherrar í nýrri stjórn. Að þeim frátöldum var I nótt búizt við því að ráðherrar AB yrðu Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. Helzt kom á óvart að Ólafur Ragnar Grímsson varð ekki ráð- herra. Hann hefur unnið mjög ötullega að stjórnarmyndunarviðræðum allt frá byrjun þeirra, sem og reyndar Kjartan Ólafsson. Miðstjórnarfundur Framsóknar flokksins samþykkti samstarfsyfirlýs- inguna og ríkisstjórnaraðild með öllum þorra atkvæða, eða öllum nema einu mótatkvæði i gærkvöldi. Að óbreyttu frá því í nótt er Ólafur Jóhannesson eini þingmaðurinn í nýju ráðuneyti sem hefur setið í ráðherrastóli áður, enda er honum falið forsætið í nýju stjórninni. BS/HH 4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1978 — 190. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Ólafur Jóhannesson gat vel leyft sér að hafa sigurbros á vör I morgun. Honum hafði tekizt að mynda nýja ríkis- stjórn eftir sumarlangan barning stjórn- málamanna. Eilifar tilraunir sem mönn- um hafa virzt fara hring eftir hring, höfðu farið f vaskinn. Tveir mánuðir eru nú frá þingkosning- um og þótti mörgum tfmi til að stjórn væri mynduð. í morgun stóð aðeins á Alþýðubanda- lagsmönnum að tilnefna ráðherra sina i hinni nýju „Ólafiu”, annarri vinstri stjórninni sem Ólafur Jóhannesson veitir forstöðu. Þetta er nýja stjórnin — baksíða Leigjandinn fylgir með íkaupum a ibuðmm bls.5 Fjórir kaupráns- flokkar — forustugrein á bls. 10 Hvað er framundan? — kjallaragrein Jónasar Bjarnasonar á bls. 10 og 11 Alþýðubandalagsmenn þinguðu I ormsson frá Neskaupstað og Ragnar Arnalds með þeirra er einn samráðherra þeirra, utanrfkisráðherrann, Benedikt Gröndal. — DB-myndir R.Th. Sig. Hvað vill ný vinstri stjórn? Launaþak við 233 þúsund —aukið atvinnulýðræði, frjálsari verðlagningu frestað — baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.