Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.09.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 13.09.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1978. London: r BROTIZTINNI SKRIFSTOFUR ÍHALDSMANNA Brotizt var inn í skrifstofur brezka íhaldsflokksins i London í gær. Að sögn lögreglunnar er þó ekkert sem bendir til þess að innbrotið hafi verið af pólitiskum toga spunnið. Á skrif- stofunni voru geymd ýmis skjöl og áætlanir, sem forráðamenn íhalds- flokksins telja að ekki sé heppilegt að komi fyrir almennings augu að svo stöddu. Má þar meðal annars nefna lokauppkast af stefnumörkum flokks- ins komist hann til valda i næstu kosn- ingum. Þær verður að halda eigi síðar en I október á næsta ári. Lásar á skápum og skúffum voru brotnir upp en að sögn lögreglu þá virðist engu hafa verið stolið og er helzt álitið að þarna hafi verið á ferð- inni einhverjir sem leitað hafi fjár- muna. Talsmaður íhaldsflokksins var þó ekki eins trúaður á þessa skoðun lög- reglunnar. — Innbrotið var framið einmitt á þeim tima þegar mikilvæg skjöl eru geymd á skrifstofunum, sagði hann. — Árið 1974 hafi sams konar skjölum verið stolið á einhvern hátt og komið til fjölmiðla fyrr en ætlað hafi verið að gera þau opinber. Ætluðu þjófarnir að ná i leyniskjöl Margrétar Thatcher eða voru þeir aðeins á höttunum eftir peningum. Francis J. Crawford bandaríski kaupsýslumaðurinn, sem ákærður var fyrir gjaldeyrisbrask i Sovétríkjunum slapp með skrekkinn. Talið var að hann gæti átt á hættu nokkurra ára nauðungarvinnu en dómurinn var skilorðisbundinn og fékk hann að fara úr landi skömmu eftir að búið var að kveða upp dóminn. Á myndinni sést er hann ræðir við fréttamenn á flugvellinum í Frankfurt i Vestur-Þýzkalandi. Crawford hélt stöðugt fram sakleysi sínu. Nixon varar við bjart- sýni i Camp David Richard Nixon fyrrum forseti Bandaríkjanna varaði fólk við í gær að búast við beinum friðarsamningum í kjölfar viðræðnanna i Camp David. Þar ræðast þeir við Sadat Egypta- landsforseti, Begin forsætisráðherra Israel og Carter Bandarikjaforseti. Nixon lét þessi orð falla á blaða- mannafundi er hann hélt af því tilefni að samningar hafa verið undirritaðir um að hann skrifaði nýja bók. Á hún að fjalla um þau vandamál, sem mæta muni forsetum Bandaríkjanna á næstUáratugum. Hann sagðist ekki búast við neinum skjótum árangri af fundi þre- menninganna í Camp David. Auðvitað vonaði hann hið bezta. Nixon tók fram að hann hefði engar upplýsingar um það sem gerðist á fundinum umfram þær sem birzt hefðu opinberlega. Vegna þessarar nýju bókar sagðist Nixon hafa lagt á hilluna öll áform um að ferðast til annarra landa þar til hann hefði lokið henni. Yrði það væntanlega næsta vor. Ferðaáætlanir hins fyrrverandi forseta hafa fyrir skömmu orðið fyrir áfalli, þegar ástralska rikisstjórnin tilkynnti að hún teldi ekki æskilegt að hann kæmi í opinbera heimsókn þang- að á næstunni. Nixon tók neitun Ástralíumanna vel og karlmannlega cg hefur látið hafa eftir sér að honum hafi hreint ekki dottið í hug að fara i neinar heimsóknir, sem taldar yrðu opinberar. Barcelona: Gúmkúlur, reyk- og bensínsprengjur Óeirðalögregla skaut gúmkúlum og reyksprengjum að hópi vinstri sinn- aðra göngumanna i Barcelona á Spáni í gær. Svöruðu þeir í sömu mynt og vörpuðu bensínsprengjum að lögregl- unni, hlóðu götuvígi og brutu rúður i nærliggjandi byggingum. Gerðist þetta i miðhluta Barcelona. Göngu- menn voru að mótmæla láti ungs vinstrisinna, sem lézt af skotsárum eftir átök við lögregluna daginn áður. Bensínsprengjur lentu á tveimur lögreglujeppum og kviknaði i þeim en engir særðust að sögn lögreglunnar. Rúður brotnuðu í simaklefum, veit- ingastöðum, verzlunum og kyrrstæð- um bifreiðum áður en lögreglunni tókst að dreifa mannfjöldanum. Vinstrisinninn sem lézt var sextán ára og tilheyrði hreyfingu maoista, sem ekki er leyfð af stjórnvöldum á Spáni. Var hann skotinn til bana af óeinkennisklæddum lögreglumanni, er mótmælafólk réðst að lögreglubifreið og kastaði að honum bensínsprengj- um. Cuda340 Til sölu Plymouth Cuda 1973. Vél 340 cc 4 hólfa Holley 650. Edelbrock Torker 340 millihedd. Hooker flækjur, elec- tronic kveikja og m. fl. Hole Shot konverter í skiptingu. Keyptur á Hot Road sýningu í USA 1978. Upplýsingar í síma 92— 2361 eftir kl. 18. Ólafsvík Einbxlishús í Kópavogi, 6—7 herb. og eldhús á 2 hæðum með stórum og góðum bílskúr, fæst í skiptum fyrir einbýlishús í Ólafsvík. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6, sími 15545. Kvöld- og helgarsími 76288 Sími 29922 Dalsel Vönduð tveggja herbergja íbúð á 3. hæð. Innréttingar í sérflokki. Sameigin fullfrágengin og bílskýli. Vesturbær Góð tveggja herbergja íbúð við Hagamel. íbúðin er á fyrstu hæð í nýju húsi, góð sameign. Kópavogur Höfum til sölu vandaða og góða 4ra herbergja íbúð á bezta stað í Kópavogi. íbúðin er með 3 stórum svefnherbergjum, góðum teppum og suðursvölum. Gott útsýni. Kópavogur. Einbýli. Til sölu gamalt einbýlishús, ca. 92 ferm með nýlegri viðbyggingu. Húsinu fylgir aukalóð með byggingarrétti. Vesturbær. Sérhæð Úrvals sérhæð með bílskúr. íbúðin er á fyrstu hæð, vel staðsett við Melhaga. Makaskipti æskileg á einbýlishúsi, sem má kosta 40 milljónir. Sumarbústaður Góður sumarbústaður á eignarlandi við Hafravatn. Bátaskýli og bátur fylgir. Iðnaðarhúsnæði óskast til sölu. Seljendur athugið Höfum til sölu í makaskiptum fjölda af góðum eignum. FASTEIGNASALAN ASkálafell OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-22 MJOUHLIÐ 2 (VIO MIKLATORG) SÍMI: 29922 SÖLUSTJÓRI: SVEINN FREYR LOGM. ÓLAFUR AXELSSON HDL.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.