Dagblaðið - 16.09.1978, Side 1
4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978. — 204. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11, — AÐALSlMI 27022.
VORllKOMNIRVEL
UPP UR „ÞAKINU”
Lánastofnanir voru í lok ágúst-
mánaöar komnar sex af hundraði upp
fyrir það útlánamark sem for-
ráðamenn þeirra settu sér í byrjun
ársins í samvinnu við Seðlabankann.
Samkvæmt samkomulaginu áttu
úlán ekki að hækka meira en 29 af
hundraði frá fyrra ári. Að sögn
Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra
munu þessi 6% jafngilda um það bil
fimm milljörðum króna. Á fundi
viðskiptabanka, sparisjóða og fuíltrúa
Seðlabankans hefur nú verið ákveðið
að stefna að lækkun heildarútlána það
sem eftir er af árinu. Er ætlunin að út-
lánin hækki ekki í heild sinni meira en
ætlað var i árebyrjun.
Ástæður fyrir auknum útlánum,
munu meðal annars vera hraðari
verðbólguþróun, en reiknað var með í
byrjun ársins og meiri birgðir sjávaraf-
urða og annarra útflutningsvara en
ella vegna útflutningsbannsins í vor.
Seðlabankastjóri sagði að hlut-
fallslega miklar birgðir útflutningsvara
væru ekki óvenjulegar upi þetta leyti
áre. í árslok væri aftur á móti full
ástæða til að ætla þær minni. Birgðir
landbúnaðarvara yrðu þá einnig
farnar að minnka og þá yrði farið að
draga úr útlánaþörf verzlunarinnar.
í tilkynningu Seðlabankans um
þetta mál segir að lausafjárstaða
sumra banka hafi farið mjög
versnandi að undanförnu. Með
hliðsjón af þvi og stöðu og horfum í
efnahagsmálum sé Ijóst að þörf sé á
miklu aðhaldi í útlánum banka og
sparisjóða á næstu mánuðum.
ÓG.
Einstakuratburður
íGufunesi:
KIRKJU-
GARÐUR-
INN
FÆRÐUR
í HEILU
LAGI
— biskup vígði
hinn nýjagarð
ígær
Sóknarprestur Lágafellssóknar, Birgir Ásgeirsson, flutti bænarorö og siöan vigði biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, hinn nýja garó. Einnig má sjá á myndinni eigin-
konu biskups, Hjálmar Finnsson forstjóra Áburðarverksmiðjunnar og biskupsritara, Magnús Guðjónsson. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Einstakur atburður gerðist uppi í
Gufunesi i gær. Þá vígði biskupinn yfir
íslandi kirkjugarð, sem hafði verið
flúttur, nánast i heilu lagi, um set. Hér
var um að ræða gamla kirkjugarðinn
sem notaður var allt frá 13. öld. Garður-
inn var lagður niður árið 1886. Maríu-
kirkja var í Gufunesi í fullar sjö aldir.
Þegar borgaryfirvöld í Reykjavik
ákváðu árið 1952 að reisa áburðarverk-
smiðju í Gufunesi var þeim er að þeirri
ákvörðun stóðu ekki ljóst að á landsvæði
því sem úthlutað var undir verksmiðj-
una var forn kirkjugarður, allt frá 13.
öld, enda var yfirborð hans slétt og stað-
setning óljós. Skipulag um staðsetningu
bygginga og vega varð þvi ekki gert með
tilliti til legu kirkjugarðsins.
Við jarðvinnu árið 1965 við grunn ný-
bygginga kom í ljós að leifar grafinna í
hinum gamla garði voru á allt öðrum
stað en ætlað hafði verið. Þáverandi
þjóðminjavörður, Kristján Eldiárn. kom
þegar á staðinn til að athuga verksum-
merki og siðar með honum biskupinn,
hr. Sigurbjörn Einareson, og Hörður
Bjarnason, húsameistari ríkisins, ásamt
Aðalsteini Steindórssyni, umsjónar-
manni kirkjugarða.
Biskup gaf síðan leyfi til þess að
moldir garðsins yrðu fluttar árið 1968,
enda yrði ákveðnum skilyrðum full-
nægt. Verkinu lauk síðan sama ár.
Fluttar voru moldir 750 greftraðra úr
garðinum. 749 moldir voru jarðsettar í
hinum nýja garði, en bein Páls Jóns-
sonar sýslumanns, sem dó árið 1819, tók
þjóðminjavörður í sina vörzlu ásamt
áletruðum silfurskildi sem í kistu hans
var. Engar leifar legsteina fundust.
Hinn forni kirkjugarður var 40x38
metrar að stærð. Þegar framangreindum
moldum hafði verið raðað í hinn nýja
garð var öll kirkjugarðsmold, sem áðin
umlukti hin greftruðu i gamla garðinum,
flutt í hinn nýja garð og geymir enn sem
fyrr þau sem þar hvila.
Nýi garðurinn var hlaðinn 1970, sam-
kvæmt hönnun Reynis Vilhjálmssonar
garðarkitekts. Á síðastliðnu vori lauk
verkinu með því að gróðursett var ís-
lenzk björk i garðinum. Þá e og minnis-
merki í nýja garðinum.
JH
Tvenns konar kjötverð ígangi:
Gamla kjötið 679 kr. kg
—það nýja 980 krónur — sjá bis. 4
40 kindur tróðust undir og
drukknuðu í Hítará
Um fjörutíu kindur, mest lömb,
tróðust undir og drukknuðu i Hítará á
Mýrum sl. mánudag er fjársafn eftir
fyrri leitardag rann yfir ána.
Helgi Gíslason hreppstjóri á Tröðum
i Hraunhreppi tjáði DB að er komið
var með fjársafn sem í var fé svo
þúsundum skipti eftir smölun i Vatns-
hlið að Hitará hefði féð ruðzt út í
vatnslitla ána á óheppilegum stað.
Var bakkinn handan árinnar mjög hár
og gekk fénu erfiðlega að komast þar
upp úr ánni. í þeim troðningi varð
óhappið. Um 40 kindur tróðust undir
og drukknuðu við árbakkann.
Féð, sem fórst var af ýmsum
bæjurn, Mest, eða 12 lömo, var eign
Helga á Tröðum. Sá sem næstflest átti
af fénu er fórst átti 5 kindur, sumir
aðeins eina.
Helgi sagði að atvik sem þetta
gæti alltaf skeð i leitum þegar verið
væri með stórt safn i rekstri. Bændur á
Mýrum væru jafnvel vanir stærri
sköðum í sjó er fé væri í eyjum, úti
fyrir ströndinni.
Helgi kvað fé hafa verið bústið á
fjalli og virtist feitt. -A.St.
Sverrir
Þóroddsson,
Ronnie
Peterson og
MarioAndretti
— sjá bls. 6
Lögreglan
rannsakar
meintbrot
bygginga-
meistara
— sjá bls. 5