Dagblaðið - 16.09.1978, Síða 2
„SKAGAMENN ERU BEZTIR”
Skagamaður (7099-0695) hríngdi:
„Einhver Sívert hringdi i DB 12.
sept. og vældi um afrek Valsmanna í
undanförnum leikjum ÍA og Vals. Þaö
er rétt að mikið hefur verið skrifað um
baráttu ÍA og Vals. Valur hefur vinn-
ing stigalega séð, 4 stig gegn 2 stigum
tA. Litum á þá sigra.
Á Akranesi lék Valur 1. júlí í ís-
landsmótinu. Þar mátti Valur þakka
fyrir 2 st. sem þeim voru færð á silfur-
bakka á siðustu mín. eftir vítaspyrnu
og eina tækifæri þeirra í leiknum.
Áður höfðu Skagamenn sótt látlaust
allan leikinn.
Yfirburðir ÍA i úrslitaleik bikar-
keppninnar munu seint líða Vals-
mönnum úr minni. Þá fór það ekki
framhjá neinum hverjir voru beztir.
Sigur Vals yfir ÍA i siðasta leik ís-
landsmótsins var spegilmynd af fyrri
sigri þeirra. Aftur var þeim fært mark
á silfurbakka eftir vítaspyrnu. Hér er
því óhætt að tala um heppni Vals-
manna.
Þeir sem fylgzt hafa með íþrótta-
fréttum vita hvor hefur jarmað meira I
fjölmiðlum. Ætli Valsmenn eigi ekki
heimsmet á því sviði.
Ég læt því ósvarað hvort Skaga-
menn hafi áhuga á að komast með
tærnar þar sem Valsmenn hafa hæl-
ana. En vist er um það að hælspörk
Valsmanna sjást víða á leikmönnum
ÍA.
Ekki hefur borið á þvi að Skaga-
menn hafi kvartað yfir þvi að Vals-
mönnum hafi verið hampað i fjölmiðl-
um og heldur ósanngjörn skrif I garð
annarra liða 1. deildar er leikið hafa
við Val.
Eftir árangri á knattspyrnuvelli í
sumar að dæma kemur i Ijós sú stað-
reynd, eftir öll heimsmet Valsmanna,
að í A er með langbezta lið á íslandi í
sumar. Einnig á ÍA bezta leikmann Ís-
landsmótsins og mesta markaskorar-
anní l.deild.
Hverjireru beztir? Skagamenn.
»■
Lið Akraness, bikarmeistarí 1978.
DB-mynd Bjarnleifur.
ORD TIL UNGRA
RÁÐHERRA
Pólitískt aðhald
og
afbrotakennsla
Vísurograbb
um útvarp éh /
^ S (Z 4
Jón GunnarJónsson
Óvenju margir hafa hringt til mín vegna
pistla minna um útvarp og sjónvarp. Flestir
tóku hressilega undir þá tillögu mína að dagskrá
sjónvarpsins væri stytt og samræmd betur en nú
er gert útvarpsdagskránni, þannig að fólk þyrfti
síður að slíta sig frá hálfnuðum dagskrárliðum.
En auðvitað er ekki hægt að komast hjá því að
velja og hafna. En þessi timaruglingur stafar
mikið af því hve dagskrárliðir sjónvarpsins eru
óhóflega langir. — Þá tóku margir undir gagn-
rýni mína vegna afbrotamyndanna og illra
áhrifa þeirra.
Það skal tekið fram að hin síðustu ótíðindi
voru ekki fram komin, þegar grein mín var
rituð. Þessi hörmulegi atburður gefur einmitt
sérstaka ástæðu til rannsóknar á þvi hvaða
veilur það eru I okkar þjóðfélagi, sem slíkir at-
burðir gætu átt rætur sínar til að rekja. Nú hafa
tveir tiltölulega ungir menn tekið við æðstu
embættum menhta- og dómsmála. Vonandi láta
þeir hraustlega að sér kveða við endurskoðun
uppeldis- og refsimálanna, koma þvi öllu í
mannlegra horf en verið hefur. Þjóðin verður að
gera sér grein fyrir orsökum þeirrar upplausnar
og afbrotaöldu, sem yfir dynur. Það þarf aö
verða breyting á skemmtanaaðstöðu ungs fólks,
sem draga kynni úr brennivíns- og vímunautn-
um þess, og þáttur sjónvarpsins verður að gagn-
rýnast og endurskoðast.
★
Þegar rætt er um útvarp og sjónvarp verður
manni hugsað til skipulagsmála þessarar stofn-
unar. Hefur nokkur teljandi endurnýjun átt sér
stað í þeim efnum, er ekki allt i sömu skorðum
og í upphaft voru settar? Því miður hafa þarna
orðið litlar breytingar í 40 ár. Allt er i sömu
sporum — jafnvel sjónvarpið, sú nýlega stofn-
un, er I höndum þeirra, sem frá upphaft vega
hafa ráðið þessum fyrirtækjum. Á fjórum ára-
tugum hafa að sjálfsögðu orðið mannaskipti, en
þó finnst manni þetta alltaf vera sama liðið: al-
þingismenn og ritstjórar stjórnmálablaða, enda
sömu íhaldsflokkarnir sem setja svip sinn á
reksturinn kjörtimabil eftir kjörtímabil. Útvarp-
ið hefur ætíð átt hóp úrvalsstarfsmanna, en
Ijúfir verða leiðir, eins og segir i fornum fræð-
um, ef þeir sitja of lengi á annars fletjum.
Ríkisútvarpið heyrir að sjálfsögðu undir Al-
þingi og menntamálaráðuneytið. Það er eðlilegt
um ríkisstofnun. En skipun útvarpsráðs og verk-
stjórnarhlutverk þess er aftur á móti ekki eðli-
legt í nútima þjóðfélagi. 1 það ráð hafa að jafn-
aði verið valdir heldur aðhaldssamir og miður
frjálslyndir pólitískir bitlingamenn, sem kunn-
astir hafa orðið fyrir að halda varðstöðu um
það, að ráðandi stjómmálaflokkar á hverjum
tíma komi þar sínum sjónarmiðum á framfæri
— og helst sínum gæðingum í dagskrána. —
Þessu þarf að breyta. Hið pólitíska aðhald við
Ríkisutvarpið á að vera mjög hóflegt. í útvarps-
ráð ætti að velja góða fulltrúa lista og menn-
ingarmála, og skipta um menn á nokkurra ára
fresti, svo að öruggt sé að ekki setjist þar upp ei-
lífir augnakallar. Aðal dagskrárstjórn á að vera í
höndum fastráðinna starfsmanna, sem eru dag-
skrárstjórar í réttri merkingu þess orðs, án þess
að ég ætli hér að varpa rýrð á embættisheiti hins
eina og sanna allsherjar dagskrárstjóra. En
þessir dagskrármenn eiga að undirbúa dagskrár
og hafa umsjón með þeim. Slikir menn myndu
svo öðru hvoru punta upp á dagskrána, eins og
Jónas Jónasson gerir og Jökull Jakobsson gerði
sællar minningar. Peninga til reksturs útvarps
og sjónvarps á ekki að skera við neglur, eins og
gert hefur verið. Þetta eru ekki ómerkilegri
stofnanir en æðri skólar landsins.
Þótt flestir væru þakklátir og ánægöir með út-
varpið fyrstu ár þess voru ekki alltaf allir á sama
máli. Ólafur hét bóndi á Ferjubakka í Axarfirði.
Hann var að þvi spurður, hvort honum fyndist
ekki útvarpiö fræða hann mikið og mennta.
Hann svaraði:
Útvarpstaðan anda minn
ekkert fitað hefur,
ét þó upp i sérhvert sinn
sallann, er það gefur.
Á stríðsárunum var dagskrárliður i útvarp-
inu,-þar sem Páll ísólfsson kom fram með þjóð-
kórinn svokallaða. Nefndist þátturinn Takið
undir. Eins og við vitum hefur það verið háttur
dagskrárgerðarmannanna fyrr og síðar, að fella
þætti niður eða breyta a.m.k. um nöfn á þeim,
þegar þeim sjálfum og öðrum var farið að leiðast
sömu fyrirsagnirnar í dagskránni. í ársbyrjun
1947 var komin aftökustund þessa vinsæla þátt-
ar Páls ísólfssonar. Nú var liðið rúmt ár frá
stríðslokum og komnir nýir timar og nýir menn.
Eitt af því siðasta, sem Páll lsólfsson gerði i
sambandi við þennan vinsæla rabb- og söngva-
þátt sinn, var að efna til samkeppni um laga-
kunnáttu fólks. Hér er ekki tími til að lýsa því
nánar. En það væri verðugt verkefni fyrir tón-
listarmenn og menningarfulltrúa yngri kyn-
slóðarinnar að fjalla um þetta og grafa upp þau
gögn, sem enn kunna að vera til. Úrslitin urðu
þau, að sjö einstaklingar sköruðu fram úr öðrum
og kunnu eitt þúsund eða allt að 1300 lög og
texta.
í Útvarpstíðindum í febrúar 1947 eru birt
nokkur kveðjuorð Páls ísólfssonar. Þar segir:
Þegar ég í striðsbyrjun hóf þáttinn Takið undir,
vakti það fyrir mér, að varðveita þyrfti öll þjóð-
leg verðmæti, þar á meðal ættjarðarljóðin.
Hætta var á, að hin erlendu áhrif yrðu mjög
mikil einkum á æskulýðinn.
Þessvegna, og aðeins þessvegna, var þessi
þáttur hafinn í útvarpinu, á þeim alvörutímum,
sem þá stóðu yfir á Islandi. Mér finnst nú, að
æskan og allur almenningur í landinu hafi staðið
sig vel, og betur en vænta mátti. — Og þó mikið
hafi verið talað um ástand í ýmsum efnum, þá
hefur það síst verið betra í öðrum löndum en
hér. Og mér finnst við hafa stoppið tiltölulega
vel. Ég hef þá trú, að söngþátturinn okkar hafi
haft heillarík áhrif, vakið marga til umhugsunar
um, hvað þeir áttu dýrast, og að varðveita ætti
hin þjóðlegu verðmæti.
Þetta eru orð Páls isólfssonar og þau voru
fleiri. Þau eru góð heimild um hugsunarhátt
þessara tíma og stefnu og starf okkar bestu
manna. — En þvi miður urðu eftirstríðsárin
ekki sá uppskerutími, menningar- og þjóðernis-
lega séð, sem vonir stóðu til. En það er önnur
saga.
Ónefnd kona sendi Páli þessa visu:
Margar stundir mundi ég vilja
meö þér vaka,
mætti ég ennþá einu sinni
undir taka.
Páll ísólfsson sagði einhverntíma i útvarps-
spjalli: Enda þótt okkur hér I útvarpinu þyki
gaman að hlusta á okkur sjálfa, þá höfum við þó
komist að raun um það, að háttvirtir hlustendur
hafa ekki eins góðan smekk. — Útvarpstíðindi
9. des. 1940.