Dagblaðið - 16.09.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
Atfa Romeo
ekinn 3000 km, er til sölu á gamla genginu.
Hugsanlegur sparnaður væntanlegs kaupanda er um 700.000 krónur
miðað við nýtt verð.
Skoðið bilinn f dag, það er opið til kl. 7.
í Sýningahöllinni
Símar 81199 og 81410.
Prentari óskast!
Óskum að ráða prentara til starfa á smá-
verkefnavélar.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri.
Síðumúla 12.
Atvinna í Haf narfirði
Óskum að ráða starfskraft til vinnu frá kl. 8—
12 f.h. til símavörzlu og almennra skrifstofu-
starfa.Upplýsingar kl. 1—3 á skrifstofunni.
Hf. Raftækjaverksmiðjan
Lækjargötu 30, Hafnarfirði.
Aðalfundur
skiptinemasamtakanna ICYE verður haldinn
á sunnudaginn 17. sept. kl. 17:00 í Hallgríms-
kirkju.
Kaus'ar
Danskennsla
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
hefst mánudaginn 25. sept.
Innritað verður í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu, laugardaginn 23. sept. kl. 2—4 og
mánudaginn 25. sept. frá kl. 4. Sími 12826.
Kennsla í sýningaflokki hefst 21. sept.
Þjóödansafélag Reykjavíkur.
Námskeið
hefjast 2. október 1978 og standa tíl 20. janúar
1979.
I. Taiknun og máhm fyrir böm og unglinga iS
aldursflokkar).
II. Teiknun og málun fyrir fullorðna.
III. Bókband.
IV. Litografía (steinprent) fyrir starfandi Hstamenn
og fólk, sem hefur lokið námi frá dagskóla Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands.
Innritun hefst 18. september á skrrfstofu skólans
aö Skiphotti 1.
Skótastjóri
Skipholti 1 Reykjavík simi: 19821
„Ronnie frábær
ökumaður”
— segir Sverrir Þóroddsson fv. kappakstursmaður — mistök í upphafi
keppninnar orsök slyssins og dauða sænska kappaksturskappans
n
Hér hefur hlífin verið tekin framan af
bil Andrettis og sést þá hversu lítil
vörn er fyrir bílstjórann, ef högg
kemur framan á bilinn.
DB-myndir Sverrir Þóroddsson.
Eins og kunnugt er fórst hinn kunni
sænski ( kappakstursmaður Ronnie
Peterson af slysförum á ítölsku Monsa
kappakstursbrautinni. Sverrir Þór-
oddsson var góðkunningi Petersons
og hins nýja heimsmeistara Andretti,
en þeir kepptu báðir á Lotusbilum og
unnu því saman. Sverrir kynntist
þessum köppum, er hann stundaði
sjálfur kappakstur fyrir nokkrum
árum.
DB hitti Sverri að máli í gær, en
hann var einmitt ytra í sumar og
fylgdist með þeim Andretti og Peter-
son í keppni og á æfingum. Hann
mjög heiðarlegur gagnvart Andretti
og veitti honum ekki mikla keppni.
Þessir tveir kappar voru þó stigahæstir
í heimsmeistarakeppninni og oft nr. 1
og 2 í keppnum. Andretti varð síðan
heimsmeistari í keppninni sem Peter-
son fórst í.
Sverrir Þóroddsson sagði að italska
Monsabrautin væri gerð fyrir mikinn
hraða. Til þess að draga nokkuð úr
hraðanum á henni var nýlega gerður
veggur á brautinni er myndaði
nokkurs konar trekt fyrir eina
beygjuna. Bílarnir þurftu mjög að
hægja á sér vegna þessa. Er keppnin
hefst er fyrsti hringurinn ekinn á
hægri ferð og síðan á að stöðva og ekki
halda af stað fyrr en grænt Ijós er
gefið. Það sem gerðist hins vegar nú,
var að öftustu bílamir stönzuðu ekki
er Ijósið var gefið og voru enn á 90—
100 km hraða. Þeir náðu þvi fljótt
fremstu bílunum og allt fór í eina
bendu. Þegar að hindruninni kom
lentu einir 10 bílar i árekstri. Allir
reyndu að troða sér. Ronnie lenti á
grindverkinu og síðan keyrði annar
bill á hann og það kviknaði í bíl
Svíans. Bretinn James Hunt sýndi
mikið snarræði er hann bjargaði hon-
um úr brennandi bilnum.
Að sögn Sverris er ákaflega lítil
vörn fyrir bilstjórann framan á
kappakstursbílunum. Vélin er fyrir
aftan bílstjórann, og þeir eru með
fæturna alveg fram í fremsta hluta
bílsins. Ronnie slasaðist mikið á
fótum, en var þó ekki talinn i lífs-
hættu. Læknar framkvæmdu siðan
mikla skurðaðgerð á Svíanum til þess
að reyna að bjarga fótum hans en
hann lézt á skurðborðinu.
Sverrir sagði aö bilarnir á ítölsku
Monsabrautinni ækju mjög þétt
saman, þar sem hraðinn væri mjög
mikill og fyrsti bíllinn klyfi loftið og
hinir fylgdu þétt á eftir í kjalsoginu.
Italirnir voru að reyna að koma í veg
fyrir þetta með því að girða brautina
að hluta og minnka þannig hraðann.
-JH.
sagði að Peterson hefði verið frábær
ökumaður og oft jafnvel ekið hraðar
en Andretti. En veikti punkturinn við
Ronnie var sá að sögn Sverris að hann
gat ekki fengið það bezta út úr
hverjum bil, ekki „testað” hann nóg
fyrir keppni. Á þessu sviði er Andretti
snillingur.
Er Ronnie kom til Lotus var
Andretti mjög óánægður með það, þar
sem hann taldi óheppilegt að tveir
toppbílstjórar kepptu fyrir sama fyrir-
tækið. Hins vegar mun sá samningur
hafa verið gerður, að fyrirtækið myndi
fremur styðja hann til þess að verða
heimsmeistari og mátti Ronnie ekki
sigra hann í keppni. En Andretti
sigraði oftast á þessu keppnistímabili
ef bíll hans bilaði ekki. Ronnie var
Hinn nýi heimsmeistari Andretti við
Ferrari sportbíl sinn.
„Við hér erum bara
undirsátar
»» — sagði forstjórí Grænmetisverzl-
unarinnar og býst við að taka við
kartöflum af hverjum sem er
Eftir þeim svörum sem Dagblaðið
fékk í gær frá forstjóra Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins ættu allir
kartöfluframleiðendur að geta lagt inn
sinar kartöflur hjá stofnuninni. Má við
þvi búast að"ýmsir séu nú aflögufærir
um kartöflur þar sem uppskera er góð
um land allt.
„Þetta hefur aldrei verið takmarkað,
hverju hér væri tekið á móti," sagði
Jóhann Jónsson forstjóri. „Annars veit
ég ekkert um þetta. Það hefur ekki verið
háldinn stjórnarfundur Grænmetis-
verzlunarinnar og við höfum ekkert
heyrt frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins um þetta. Við hér erum bara
undirsátar.”
DB spurði Svein Tryggvason hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins hvort
Grænmetisverzlunin mætti taka við
kartöflum frá hverjum sem væri.
Sveinn sagði að sú regla gilti að fastir
ræktendur kartaflna gengju fyrir, svo
sem bændur í Þykkvabæ, en einnig hefði
verið keypt aföðrum.
Hann kvaðst annars ekki vilja tjá sig
um þetta mál og visaði á Grænmetis-
verzlunina. Þar með lokaðist
hringurinn.
-ASt/GM.