Dagblaðið - 16.09.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
7
Ath. Næsta sending hækkar um 280 þúsund
Notiðþettaeinstakatækifæri GSY§rahIUtjr
Reykjavík
36510
„Játa að ég er ekki kirkjurækinn”
farir, eins og sjá má hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins. Með nýju húsnæði
hafa verið teknar upp fullkomnari
rannsóknaraðferðir sem flýta munu
meðferð mála. Ný lög um gjaldþrot
taka gildi um næstu áramót og fyrir
liggja mörg frumvörp sem samin hafa
verið í nefndum og er þeim öllum
ætlað að flýta meðferð mála. Meðferð
ýmissa mála, til dæmis þeirra sem köll-
uð eru einkamál, hefur stöðugt lengzt
bæði fyrir héraðsdómi og hæstarétti.
Það er mjög áríðandi að meðferð þess-
ara mála verði flýtt með einhverju
móti. Til dæmis með því að taka upp
eitt dómsstig enn. Fyrirrennari minn
lagði fyrir síðasta þing frumvarp um
Lögréttu. Það frumvarp er mjög um-
deilt, sérlega vegna þess að þá er máls-
meðferð færð frá ýmsum landshlutum
til Reykjavíkur. Þykir mörgum sem
þetta sé andstætt byggðastefnunni. En
með Lögréttu einfaldast málsmeðferð
því þá hafa ekki öll mál rétt á meðferð
í Hæstarétti. Þannig er málum háttað
víða erlendis.
Einnig kemur til greina að fjölga
verulega við Hæstarétt. En mér er til
efs að rétt sé að öll mál fari fyrir
Hæstarétt.
En þó að við reynum að flýta með-
ferð mála má ekki flýta henni svo að
öllu réttlæti sé ekki fullnægt. Menn
verða að hafa möguleika á að verja sig
og að fá frest, því betra er að 10 sekir
menn gangi lausir en að einn saklaus
sitji inni.”
Verkfræðin
gæti komið góðu til leiðar
„Ég veit að mörgum finnst dá-
litið skrítið að dómsmálaráðherra skuli
ekki vera löglærður maöur. En ég er
alinn upp í lögfræðilegum anda og
mun kalla til ráðuneytis við mig fær-
ustu menn á hverju sviði. Ég held líka
að það geti verið nokkuð gott að hafa
verkfræðimenntun við vinnu á þessu
sviði. Hún gæti komið nútimalegum
vinnubrögðum á. Þegar Rannsóknar-
lögreglan var skipulögð var það gert
með tæknina í huga og held ég að það
hafi verið til góðs. Ég hef talað við for-
ystumenn dómskerfisins og þeir eru
allir mjög viljugir að vinna með mér
svo égkvíðiengu.”
Biskupinn æðsti
maður kirkjunnar
„Ég hef alltaf litið á biskupinn sem
æðsta mann kirkjunnar. Þó að ég eigi
að sjá um hina veraldlegu hluti er
hann andlegur leiðtogi. Ég hef haft
fund með honum og hann hefur mik-
inn áhuga á að starfa með mér. Ég hef
séð til dæmis hér í Garðabæ að kirkja
getur komið mjög góðum hlutum til
leiðar, til dæmis með tómstunda- og
æskulýðsstarfi. Ég er kristinn sjálfur
og ólst upp á heimili þar sem trúrækni
var mikil. En ég játa að ég er ekki
kirkjurækinn.”
Ætla að reyna að
halda í þessar fáu
tómstundir
Steingrímur og Guðlaug Edda Guð-
mundsdóttir kona hans búa ásamt
þremur bömum sínum á Arnamesi.
Húsið sem þau búa í hefur Steingrím-
ur smíðað að miklu leyti sjálfur og
Edda hefur séð um að fegra umhverfið
með blómum. Steingrímur á 3 börn frá
fyrra hjónabandi sem öll dvelja i
Bandarikjunum. Þrátt fyrir ráðherra-
dóminn sagðist Steingrimur ætla að
reyna að halda í þær fáu tómstundir
sem hann hefur haft. Hann sagðist
vera mikið fyrir útilíf og íþróttir, auk
þess sem hann smíðar í tómstundum.
En skrifstofan í kjallaranum tekur æ
meira af tímanum og Edda og bömin
sjá æ minna af Steingrími. En hann
ságðist vera að losa sig út úr þeim
störfum öðrum sem hann hefur gegnt
fyrir utan þingmennskuna og þá
rýmkartíminnkannskiörlitið. - DS ,
— segir Steingrímur Hermannsson kirkjumálaráðherra
„Fyrirrennarar mínir skildu báðir
mjög vel við þannig að ég þarf ekki að
byrja á að rusla neitt til,” sagði Stein-
grimur Hermannsson ráðherra dóms-
mála, kirkjumála og landbúnaðar-
mála. „Ráöuneytin sem ég tek við ^ru
talsvert ólík. I landbúnaðarráðuneyt-
inu snúast málin um kjör einnar stétt-
ar en aftur í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu eru engin kjaramál til um-
ræðu nema þá fyrir þjóðfélagið i
heild.”
Samræma hugmyndir í
heilsteypta stefnu
„Í landbúnaðarmálum er mikilvæg-
ast að samræma allar þær hugmyndir
sem fram hafa komið i eina heilsteypta
stefnu. Við þurfum að reyna að tak-
marka framleiðslu bænda sem mest
við okkar þarfir eingöngu en um leið
að gera hana fjölbreyttari. Seint
verður komizt hjá einhverjum útflutn-
ingi en ég tel að honum verði að halda
í lágmarki. Landbúnaður er veigamik-
ill þáttur í byggðastefnu, án hans
legðist byggð í sveitum að einhverju
leyti niður. Ég er alls ekki þeirrar skoð-
unar að byggja beri hverja krummavík
en við verðum að hafa áfram jafnvægi
í byggðinni.
Á síðasta stéttarsambandsþingi
voru kynntar ýmsar tillögur sem ætlað
er að minnka framleiðslu en gera hana
fjölbreyttari. Meðal annars þarf að
endurskoða niðurgreiðslurnar og taka
upp kvótakerfi. Mundi það jafna hag
bænda. Einnig þarf að koma á beinum
samningum bænda við ríkisvaldið og
þá ekki bara um kjaramál heldur mál-
efni þeirra í heild. Taka þarf fyrir hluti
eins og orlofsmál bænda og að tryggja
þeim frí eins og öðrum stéttum. Ná-
grannar okkar á Norðurlöndum hafa
komið upp mjög góðu fyrirkomulagi á
þeim hlutum og þyrftum við að at-
huga hvort það hentar okkur.
Ég hef mikla trú á að hægt sé að
auka fjölbreytni i islenzkum landbún-
aði, til dæmis með fiskirækt. Oft hefur
hún verið talin vonlaus i köldum sjó
en Norðmenn hafa komizt upp á lagið
og ég held að við ættum að hafa mikla
möguleika á að ráða við þetta líka.”
Áríðandi að f lýta
einkamálum
„í dómsmálum hér á landi hafa í tíð
fyrirrennara míns orðið miklar fram-
Sýnum ídagá bílasölu Alla Rúts
Hyrjarhöfða 2
(réttfyrir neöan Bifreiðaeftirlitið)
ZASTAVA 750L
JUGO
SIAT
FRA JUGOSLAVIU