Dagblaðið - 16.09.1978, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
Irjaísí, áháð dagblað
----
ikijr Helgaáon.
arfréttastjórar.
Skrifstofustjóri Htstjómar.
Atfli Stalnarsson og Ómar
Útgafandi: Dagbiaðkfhf. _ ^
Framkvaamdastjóri: Svoinn R. Eyjóffsson. RitstjóH: Jónas KristJ
Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RHstjómarfultrúi: Haukur I
Jóhannos RaykdaL íþróttir Haiur Sftnonarson. Aöstoíarí
Valdimarsson. Handrit Ásgrímur Péisson.
Blaóamenn: Arma Bjamason, Ás^air TMtasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofónsdóttir, Gissur Sigurðs
son, GuðmundUr Magnússon, Halur Halsson, Helgi Pótursson, Jónifs Haraldsson, Ólgflyr Geirsson
Ólafur Jónssorv Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir M Kristkieson Ámi PáM Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vlhjálmsson,
Ragruir Th. Slguiðsson, Sveinn Potmóðssdh.
Skrifstofustjórii' ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing^
arstjóri: Már E.M. HaHdórsson.
Ritstjóm Siðumóia 12. Afgreiðsla, áskrtftadeHd, auglýslngar o^skrífstbfur Þveriiolti 11.
Aöalsimi biaðsins er 27022 (10 llnuri. Áskrift 2000 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Stðumúla 12. Prentun:
J^rygþur hf. Skeifunni 10.
Blekkingavef ur f lokksblaða
Flokksblöðin hafa eftir föngum reynt ‘
að villa um fyrir lesendum sínum í frétta-
flutningi af aðgerðum vinstri stjórnarinn-
ar í launa- og verðlagsmálum. Blöðin
hafa spunnið blekkingavef til að reyna að
leiða lesendur til að taka afstöðu til.
aðgerðanna í samræmi'við vilja þess flokks, sem að
hverju einstöku blaði stendur.
Fólk kannast við það, sem Svava Jakobsdóttir alþing-
ismaður kallaði svo hnyttilega „leik Morgunblaðsins”,
fyrst eftir stjórnarmyndunina. Þar var talsverðu plássi
varið til að stilla stjórnarliðum upp hlið við hlið í hinum
ýmsu málum, fá mismunandi umsagnir frá þeim og
reyna að koma inn hjá fólki, að stjórnarliðaF væru
naumast sammála í nokkru máli. Sú stefna flokks-
blaðsins gat með góðum vilja kallazt upplýsandi á
köflum, en um þverbak hefur keyrt með frásögnum
Morgunblaðsins af launabreytingum síðustu daga. Þar
hefur Vísir, vegna náinna tengsla við Sjálfstæðis-
flokkinn, einnig leikið nokkurt hlutverk.
Morgunblaðið stillti í gær upp í fjórdálk á baksíðu
fyrirsögninni „Áhrif bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar.
2/3 launþega landsins lækka í dagvinnulaunum.” Daginn
áður var stórfyrirsögn: „Óvænt áhrif bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar: Lægstu taxtar BSRB lækka frá fyrri
lögum.” Vísir hafði þann dag gert mikið úr frétt um, að
lægstu laun „lækkuðu” um þúsundir króna. Vísir hafði
meira að segja eftir utanríkisráðherra, að hann liti á
þetta sem „mistök”.
Á meðan gerðu þessi blöð sáralítið úr verðlækkun,
sem af aðgerðum ríkisstjómarinnar leiðir. Þau ætluðu sér
að gera launþega sárreiða. Þeim átti að finnast sem rikis-
stjórnin hefði verið að taka eitthvað af láglaunafólki.
Hver er sannleikurinn?
Málið er þannig vaxið, að ekki er tilefni til æsifyrir-
sagna. Þetta eru í rauninni ekki mikil tíðindi. Vegna þess
hve verðlækkunin er mikil, milli 7 og 8 prósent af fram-
færsluvísitölu, verður verðbótin, sem hinir lægstlaunuðu
fá, minni en verið hefði undir lögum gömlu stjórnarinnar
við óbreytt og hærra verðlag. Þetta gerist þrátt fyrir það
að kjarasamningar taka gildi gagnvart þessu fólki.
Stjórnarblöðin reyndu að slá upp, að samningarnir
hefðu nú tekið gildi og mikill sigur unnizt, þótt það sé
alrangt fyrir fólk með nokkuð yfir miðlungstekjur.
Viðbrögð þeirra við atlögu Morgunblaðsins og Vísis
voru í fyrstu með þeim auma hætti að rekja, hve mikið
kaup hefði nú hækkað frá sólstöðusamningunum í fyrra.
Fólk hafði ekki mikinn áhuga á þeim tölum.
Tíminn kom fyrst blaðanna við verulegum vörnum.
Þar mátti lesa i gær hið rétta í viðtölum við Gunnar
Gunnarsson, framkvæmdastjóra Starfsmannafélags
ríkisstofnana, og Þóri Daníelsson, framkvæmdastjórá
Verkamannasambandsins. „Þetta var nú ekkert meira
en það, sem allir vissu miðað við það, að samningarnir
færu í gildi, því að lægstu launin höfðu verið minnst
skert,” var haft eftir Þóri. Þegar við bætist mikil
verðlækkun ætti ekki að hafa komið á óvart, þótt jafn-
vel yrði minni hækkun en hefði orðið, ef lög gömlu
stjórnarinnar hefðu gilt áfram og verðlag verið óbreytt
eða hækkað.
Það er misskilningur hjá flokksblöðunum, að leiðandi
æsifyrirsagnir rugli fólk í ríminu nema örskamma hríð.
Launþeginn mun í lok þessa mánaðar taka nákvæmlega
þá afstöðu, sem honum sýnist, án tillits til flokksblað-
anna, þegar hann sér, hver kaupmáttur launanna er.
DeSt um lögmæti
Nknarmoríia í
Sríþjóö og Sviss
—Læknir og blaðamaður ákærðir í Svíþjóð en rannsókn
felld niðurfSviss
Var þaö morð þegar sænski rithöf-
undurinn og blaðamaðurinn Berit
Hedeby aðstoðaði fyrrum starfsfélaga
sinn, Sven Erik Hansberg, 44 ára, til
að fremja sjálfsmorð með því að taka
inn svefntöflur og sprauta sig með
insúlíni?
Er Ragnar Toss læknir meðsekur
um þetta hugsanlega morð þar sem
hann aflaði lyfjanna sem neytt var og
kenndi auk þess Berit Hedeby hvernig
framkvæma ætti insúlíninngjöfina?
Sven Erik Hansberg var nærri því
algjörlega lamaður er þetta varð. Berit
Hedeby er formaður samtaka sem
berjast fyrir því að fólki sé heimilt að
svipta sig lífi ef það sjálft óskar þess.
Ákæruvaldið í Svíþjóð álitur bæði
lækninn og blaðakonuna sek um
morð. Sönnunargögnin fyrir þeirri
skoðun sinni finna opinberir aðilar
meðal annars í bók um sjálfsmorð eftir
Hedeby og auk þess í ýmsum greinum,
sem bæði hún og Toss læknir hafa rit-
að um þessi mál. Auk þess að fjalla um
sekt tvímenninganna verður dómstóll-’
inn sem fjalla mun um málið í Stokk-
hólmi að taka afstöðu til þess hvort
telja megi að fullvist hafi verið um
vilja hins lamaða manns. Fyrsta dag
réttarhaldanna var leikin segulbands-
spóla sem Berit Hedeby tók upp af
samtali sínu við Sven Erik Hansberg,
þann sem sjálfsmorðið framdi. Spurn-
ingum um afstöðu sina til sjálfsmorðs
svaraði hann samkvæmt segulbands-
V
/*
ÞRENNINGIN
Nú eru þeir dagar liðnir er landið
rak stjórnlaust og enginn vissi hvort
það mundi lenda I ginnungagap Rússa
eða i seðlafaðm „guðs eigin lands."
Það virðist sem hornsteinar
hamingjunnar trúi á þessa þjóð, hvort
sem hún stendur á horleggjum
hörmangara, eða hefur fengið peninga
úr liknarsjóði vestrænna vina sem allt
vilja fyrir okkur gera nema eitt? Og
ekki eru skilmálarnir Baíðir. bara
skrifa undir að við veðsetjunkokkar
eigið lif og niðja. Þetta er bara „arga-
skattur", því eitt sinn skal hver deyja,
en að því er ekki komið.
Óli Jó kastaði sem kunnugt er út
akkeri með þrem flaugum, sem fljótt
náði festu, enda kunnugur til vinstri.
Það vitnar hans fyrri vinstri stjóm,
sem var mynduð þannig að jólasveinar
réðu lífi hennar en fóru að vand.a á
öræfi alheimskunnar þegar mest lá
við.
Mannkyninu er þrenningin i blóð
borin, við tölum um þrieinan guð,
þrenninguna trú, von og kærleika.
Hvort þessi stjórn er nokkuð skyld
þessu skortir mig ættfræðikunnáttu til
að leggja orð í belg um. Aftur á móti
er mannkynssagan, að okkar sögu
meðtaldri, full af þriveldasamningum
og Rómverjar hinir fornu leituðu oft á
slík mið. Þar lenti það oftast í því að
reyna að afhöfða hver annan. Þetta er
ekki hrakspá til okkar nýju stjórnar,
enda við orðnir linir við manndrápin,
en drepa má á marga vegu. Hollt er að
lesa söguna, forna og nýja, og draga af
henni ályktanir. „Bráðum kemur
betri tíð með blóm í haga.” Þetta er
falleg hending og hollt veganesti.
Vonin er lykill lifsins, sá er ekki vonar
af lífi og sál er örverpi sem vonin
sniðgengur. I þjóðlífi okkar hefur nú
Forleikur
Eitt af þeim fjölbreyttu kosninga-
slagorðum sem höfð voru uppi fyrir
kosningar, voru að þær minntu á
kosningarnar sem fram fóru hér árið
] 908 (uppkastið). Það má ef til vill
segja að það sé rétt að nokkru en þó
gerólíkar á fleiri sviðum.
Þó að stjórn Geirs Hallgrímssonar
hafi komið fram ýmsum merkum
málum, þá gnæfir þar hæst landhelgis-
málið. Það eitt hefði áreiðanlega verið
mikil skrautfjöður í hatt vinstri stjóm-
ar.
Ég held að engin stjórn hafi áður
sýnt eins mikla viðleitni i þvi að rétta
hlut þeirra sem verst eru settir (ótrú-
legt en dagsatt). Hún rak verðbólgu-
drauginn mjög verulega niður, en þá
komu launakröfupostularnir og hirtu
allt upp í 80% alóþarfa launahækkun
á einu ári, þótt þeir vissu vel að slíkt
heljarstökk myndi koma undirstöðu
atvinnulifsins úr skorðum eins og nú
er komið á daginn.
Án efa hefir það lika verið ætlunin
og þar með að fella stjórnina. Þetta
hefir hinum sósíalísku niðurrifsöflum
nú tekist og nú fá þessi óheillaöfl sinn
eigin draug tviefldan beint í fangið,
gott ef hann gengur ekki af kröfu-
frekjusósialismanum dauðum. Þá
mætti ef til vill segja að ekki hafi verið
til einskis barist hjá þeim sem létu sig
hafa það að kjósa yfir sig í þriðja sinn
eyðslu- og kröfuflokkana sem ekkert
skilja eftir sig nema sviðna jörð.
Kosningaslagurinn
Lengi mun í minnum höfð kok-
hreysti sósíalistaflokkanna fyrir kosn-
ingar. Enginn vandi var talinn að
stjórna landinu. Ekkert annað en að
taka frá atvinnurekendum og ihaldi
allt, sem þessir aðilar hefðu stolið frá
almenningi, og færa launþegunum
það á silfurfati.
Þótt fráfarandi stjórn hafi gjört
marga góða hluti, þá var viðreisnar-
stjórnin um flest líkari stjórn Hannes-
ar Hafstein, en sú stjórn beið miklu
meiri ósigur i kosningunum 1908 en
fráfarandi stjórn nú. Sigurvegarar
þeirra kosninga voru um margt svip-
aðir sigurvegurum síðustu kosninga.
Óvenju ódrengileg og óvægin
kosningabarátta í þeim báðum. Segja
má að hún hafi byrjað með sólstöðu-
samningunum árið 1977. Allir menn
með meðalvit sáu að með þeim
óbreyttum var ógjörningur að stjóma
landinu.
En hitt er svo annað mál, sem ég
fæ ekki skilið að atvinnurekendur og
fjármálaráðherra skyldu skrifa undir
Kjallarinn
IngjaldurTómasson
samningana, sem þeir vissu vel að
óhugsandi var að standa við. Við hvað
voru þeir hræddir, eða var þeim
ógnað, og þá með hverju?
Að fengnum stórsigri árið 1908 var
engu líkara en sigurvegararnir yrðu
gersamlega ráðvilltir þegar þeir áttu að
taka við stjóminni. Að löngum tíma
liðnum útnefndu þeir Björn Jónsson
gamlan og farinn að heilsu i sæti
Hannesar Hafstein. Slíkan ræfildóm