Dagblaðið - 16.09.1978, Síða 13

Dagblaðið - 16.09.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16.SEPTEMBER 1978. 13 Chevrolet Camaro454 super sport MEÐ 500 HESTOFL UNDIR HÚDDINU Jónas sprautaði bllinn svartan en þvi fylgir mikil vinna við að halda honum hreinum. Og að sjálfsögðu varð Jðnas sem er til vinstri á myndinni aö þvo bilinn fyrir myndatökuna. Nýtur hann aðstoðar vinar síns, Birgis Jönssonar. Fyrir hálfum mánuði birtist á götum borgarinnar bill sem staðið hefur inni i bílskúr i tvö ár. Við Dag- blaðsmenn fórum á stúfana og höfðum uppi á Jónasi Garðarssyni. eiganda bílsins, og báðum hann að fræða okkur um farartækið. Ekki þekkti Jónas sögu bílsins gjörla, sagði að hann hefði verið lengi úti á landi. á Siglufirði og i Austur-Húnavatnssýslu. Ekki var meðferðin á farartækinu til fyrirmyndar og er vitað að hann hefur verið notaður í Þórsmerkurferðir. Má það teljast gott að bill sem byggður er fyrir hraðbrautir Ameríku skuli geta komizt i Mörkina. Jónas keypti bílinn i febrúar ’75 og hefur átt hann síðan. í upphafi hafði Jónas bílinn til almennra nota og til að spyrna honum á kvöldin og nóttunni. Ekki þurfti mikið að eggja Jónas til að koma upp á mílu hér áður fyrr, var hann ætið fús að reyna Camaróinn við aðra bíla enda var bíllinn þá með þeim sprækari á götunni. Fyrir tveimur árum lagði Jónas bílnum og hefur verið að gera hann upp síðan. Jónas er bátsmaður á Fossum Eimskips og hefur hann notað landlegurnar til að vinna i bilnum. auk þess sem hann hefur notið ómetan- legrar aðstoðar vina sinna. Byrjað var á að rifa bílinn í sundur. Innréttingin var fjarlægð og gamla 396 big block vélin var hifð upp úr og seld. Síðan var tekið til við aðendurbæta farartækið. mældir þannig saman að vélin er í algjöru innbyrðis jafnvægi. Árangur af því er sá að vélin er sterkari. kraft- meiri og endist betur. Vélin sem keypt var nefnist LS 6. Er rúmtak hennar 454 kúbiktommur. Standard er vélin skráð 450 hestöfl en búast má við að vél Jónasar sé jafnvel ennþá kraftmeiri en það. Jónas er mjög hrifinn af Chevrolet og hefur hann notað að mestu leyti Chevrolet-hluti í vélina. Ofan á vélina er Edelbrock Torker soggrein með 800 cfm Holley- blöndungi. Á blöndungnum eru tvær viðbragðsdælur svo að litil hætta er á að vélin fái ekki nóg bensín er Jónas tekur af stað. Kveikjan er frá Mallory og eru tvær platínur í henni. Að öðru leyti er Chevrolet-dót í vélinni. Knastásinn er standard LS 6 ás. oliudælan, sem er gerð fyrir mikið álag. er úr 427 kúbika L88 vélinni og þjöppuhlutfall stimplanna er 11.25:1. Aftan á vélinni er 10 1/2 tommu kúplingspressa og diskur frá Chevrolet. Girkassinn er fjögurra gira Muncie M22. Hásingin er 10 bolta Chevrolet hásing með læstu mis- munadrifi og er drifhlutfallið i henni 3.36:1. Undir bílnum eru Delco Remy demparar. Þá er „Line lock” i bremsukerfinu en það gerir Jónasi kleift að taka bremsurnar að aftan úr sambandi. Er það notað þegar dekkin eru hituð fyrir spyrnur með því að láta bílinnspóla. Boddíið fór ekki varhluta af upptökunni. Var það sprautað svart og nýtt húdd, úr fiber, var sett á bilinn. Tækniatriði i stað gömlu innréttingarinnar var sett önnur úr Camaro 75 ásamt veltistýri. Mælaborðið var rifið burtu og þvi kastað. I staðinn var smiðað nýtt mælaborð og í það voru settir mælar frá Sun. Ný vél var keypt og er hún „ballanseruð og blúprintuð". Það merkir að allir hreyfanlegir hlutir vélarinnar hafa verið vigtaðir og Ekki verður annað sagt en 454 King Rat vélin fari vel i vélarrúmi Camarósins. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Jóhann A Knstjánsson. ProCompflokkur: Alkóhólistar kvartmílu- brautarinnar Við höfum nú kynnt atvinnu- mannaflokkana og snúum okkur að áhugamönnunum. 1 Pro Comp flokki eru hraðskreiðustu áhugamanna- bilarnir. Í þessum flokki eru grindar- bílar, „sprenghlægilegir bílar” (Funny Cars) og venjulegir bilar sem hefur verið breytt mikið. Eru bílarnir flokkaðir i sjö undirflokka eftir vélar- stærðum. þyngd, gerð og eldsneyti. Eldsneytið sem atvinnumennirnir nota er nitro en notkun þess er bönnuð í Pro Comp flokknum. i stað þess er notað bensín eða alkóhól. Leyfilegt er að nota forþjöppur og beina innspýtingu á vélamar. Bremsur verða að vera á tveimur afturhjólum, auk þess sem fallhlífar eru notaðar til að stöðva bílana. Pro Comp bilarnir ná góðum timum og er heimsmetið i fljótasta undirflokknum 6.70 sek. en hraðametið í sama undirflokki er 201.71 míl/klst. (338.87 km/klstl. Ekki er þó mikill munur á undirflokkunum þar sem heimsmetið í hægasta flokknum er 6.82 sek. og munar einungis l2sekúndubrotum. Í Pro Comp er ekki óalgengt að sjá grindarbil og „sprenghlægilegan hil” reyna meö sér en þeir flokkast saman ef eldsneytið og hlutfall þyngdar og rúmtaks vélarinnar er hið sama. Þessi Pro Comp hill hefur greinilega náð betra gripi en ókumaðurinn gerði ráð fyrir og hefur hann misst bilinn upp að framan.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.