Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978. 15 Þríöja áfall Karpovs í röð — Er botninn að detta úr heimsmeistaranum? Heimsmeistarinn Karpov varð enn fyrir áfalli í gær í 22. einvígisskákinni — í þriöju skákinni í röð — þegar hann varð að sættast á jafntefli i bið- skákinni. Keppendur sömdu í gær eftir 64 leiki á sinn sérstæða hátt. Með þvi að ýta leikjabókunum hvor að öðrum. Þetta var skák sem Karpov var kom- inn með vinningsstöðu i — en lék af sér rétt áður en skákin fór í bið. 23. einvígisskákina á aö tefla í dag en raddir voru uppi í Baguio í gær um að Karpov mundi fá henni frestað. Staðan er 4-2 honum í vil. Biðstaðan í gær var þannig: Skákin tefldist þannig áfram í gær: 47. - axb2 48. Bd2 He7 49. a4 Hc7+ 50. Kc2 Kh7 51. Hxb2 h5 52. gxh5 Rd6 53. Ha2 Rxf5 54. a5 Rd4 + 55. Kc3 Rc6 56. a6 Hd5 57. Bf4 Hf5 58. Bd6 Hd5 59. Bg3 Hg5 60. Bf2 Hxh5 61. Kc4 Ra5+ 62. Kc3 Rc6 63. Ha4 Kg8 64. Kc4 Ra5 +. — Jafntefli. T-'-d.a. t dag kl. 16:00flytur danski listmálarinn Ejler Bille erindi: „Kunstens betydning menneskeligt og socialt”. Um kl. 17:00 sýnir hann litskyggnur frá Bali. Listsýningin SEPTEM — 78 í sýningarsöl- um opin kl. 14—19 til 24. sept. Norrœna húsið VERIÐ VELKOMIN. NORRÆNA HÚSIÐ Vísnastund og gítarleikur verður í Norræna húsinu á morgun, sunnu- dag, kl. 15 síðdegis. Fram koma: Danska vísnasöngkonan Hanne Juul og Guðmundur Árnason. Gísli Helgason leikur á flautu og Pétur Jónsson flytur nokkur klassísk verk á gítar. Vísnavinir Halli og Laddi ásamt Björgrini Halldórssyni Jn full swing” á hljómleikunum i Laugardal. Þeir sköpuðu skemmtilega stemmningu. — DB-mynd Hörður Halli og Laddi ásamt Brimkló á bak við árangur Valsmanna — er þeir gerðu jafntefli við Magdeburg. Meiri stemmning en T résmíða verkstæði til Til sölu er á Akureyri 8—12 manna tré- smíðaverkstæði, hentugt fyrir innrétt- inga- og húsgagnaframleiðslu. Leiguhús- næði. Uppl. í síma 96-24646. í landsleikjum, sögðu Valsmenn Fyrir leik Vals og Magdeburg á miðvikudag héldu Halli og Laddi, ásamt Brimkló, hljómleika. Tæplega sex þúsund manns komu á völlinn og voru hljómleikar þeirra félaga ákaflega vel heppnaðir. „Hljómleikarnir hafa áreiðanlega haft áhrif á aðsókn, margir áætla um 50% og hljómleikarnir stuðluðu þannig að því að Valur slapp fjárhagslega út úr Evrópuævintýri sínu I ár,” sagði Baldvin Jónsson, aðalhvatamaður að skemmtun þeirra félaga í Laugardag. „En það er óskapleg vinna á bak við svona hljómleika, og happdrætti. Hljóðfæri þeirra félaga eru milljóna virði, ákaflega viðkvæm og veðrið ræður þannig miklu um hvernig heppnast. Þeir félagar náðu upp mjög góðri stemmningu i Laugardal á leiknum og leikmenn sögðu að aldrei hefðu þeir spilað fyrir. jafnskemmtilega áhorfendur, þeir beinlínis lyftu þeim upp, og hjálpuðu að ná hinum góða árangri,” sagði Baldvin Jónsson. H. Halls. Afgreiðslustarf Vörubílastöðin Þróttur óskar eftir að ráða góðan starfskraft til afgreiðslu frá 1. nóv. nk. Umsóknarfrestur er til 1. október. Allar nánari upplýsingar hjá formanni og framkvæmdastjóra í síma 26320. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ Hvers vegna æ fleirí munu ferðast til Rlippseyja og Thailands Þar er ýmislegt markvert að skoða — meðal annars hina sögufrægu borg Manila með hinum spánska bakgrunni og 20. öldina í Makati rétt við hliðina, eldfjallagígurinn í Týndadal þar sem baðast er í jarðhituðum laugum, spennandi báta- ferðir um gljúfur Pagsanjan-fossasvæðisins og hinn dýrlegi hitabeltisgarður Punta Balurte, musteri og borgarsýki Bangkok að ekki sé talað um munaðinn allan á Pattaya-strönd. Nútímalegt en ósnortið — alþjóðleg hótel (gædd litauðgi landanna beggja) ódýrar samgönguleiðir með vögnum, einkabílum, áætlunarbílum, nætur- klúbbar, sannkallað fjör (allir geta dansað eftir hljómfalli okkar Filippseyinga), samt er allt svo ósnortið. Þægindi vestursins ásamt austrænu andrúmslofti. Slíkt er ekki ^uðvelt að finna nú til dags. Austrið er ekki dýrt — Drykkur á hótelinu, að borða úti, leigubílar, minjagripir, og svo allt þetta aukalega, állt svo ódýrt að það verður næstum ánægjulegt að eyða peningum....Nokkuð sem ferðamenn í öðrum löndum eru löngu búnir að gleyma. I Undirritaöur vill gjarnan heyra meira um hin fjarlægu austurlönd, Filippseyjar og Thailand. Vinsamlegast sendiö upplýsingar til: Nafn: Heimili: | Sendið til Philippine Airlines, 10 Collingham Road, London SW5 ®Philippine Airlines tvisvarívikufrAevrúpu

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.