Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978. Sænska konungs- fjölskyldan Þessa mynd tók Svlaköngur af Silvlu og prínsessu Victoriu. Silvía Svíadrottning er alltaf mikiö fréttaefni i heimsblöðunum og blöðin kappkosta að skrifa um þessa stór- glæsilegu drottningu sem Svíar eign- uðust. Ekki fer hjá því að klæðnaður drottningarinnar sé gagnrýndur, eins og annað og nýlega skrifuðu dönsk blöð um Silvíu drottning kæmi i leynilegar heimsóknir til Danmerkur til að láta einn frægasta tízkuhönnuð Dana sauma og teikna á sig föt. Eru Danir að sjálfsögðu stoltir yfir þvi að drottningin skuli taka þá fram yfir Svi- ana i fatasaumi. Nýlega kom Silvía i eina af heimsóknum sinum til Dan- merkur til að láta Jörgen Bender tízku- o o o hönnuð sauma á sig föt fyrir heim- sóknina til Rússlands sem hún fór í sumar. Þar sem heimsóknin til Dan- merkur var leynileg voru fengnir lög- ireglumenn til aðstandavörð fyrir ut- ian hús tízkuhönnuðarins. Svíakóngur tók myndir af dóttur sinni Victoriu ársgamalli og sendi til flestra heims- blaða og var þá drottningin með á myndunum, klædd fötum eftir hinn danska fatahönnuð. Hér á síðunni sjá- um við myndimar sem kóngurinn tók af þeim mæðgum á I árs afmæli prins- essunnar og má sjá á þessum myndum að Victoria prinsessa virðist ætia að líkjast föður sinum talsvert. „Sjáðu mamma,” prinsessan hefur fundið blóm og réttir mömmu sinni. o o o o o Hér hefur kóngurinn gabbað dóttur sina inn i körfu og auðvitað varð hún að kikja inn og sjá hvað þar vxri að finna. GOTT RAÐ Já er þetta ekki lausnin fyrír þig, þeg- ar garnið flækist. Það er oft erfitt að prjóna með mörgum litum af garni þvi garnið vill flækjast saman en ekkert er auðveldara en að setja tvær trektir á platta og hengja upp á vegg, þá ætti garnið að haldast aðgreint og þú getur prjónað áhyggjulaust. Og hér er svo kóngafjölskyldan saman komin, en kóngurínn tók þessa mynd sjálfur, eins og hinar. o o o

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.