Dagblaðið - 16.09.1978, Qupperneq 23
Utvarp í kvöld kl. 20.30:1 deiglunni
Vísnasöngur, nýtt leikrit og
starfsemi Fjalakattarins
meðal efnis í þættinum
í kvöld kl. 20.30 verður á dagskrá
útvarpsins þátturinn í deiglunni. Er
þetta þriðji þáttur af fjórum. Umsjón-
Stefán Baldursson leikhúsfræöingur.
armaöur þáttarins er leikhúsfræðing-
urinn Stefán Baldursson. Þáttur þessi
er blandaður og fjallar um listalífið.
Stefán sagði I samtali við DB að hann
myndi I þessum þætti ræða við stjórn-
•arformann Fjalakattarins, Guðmund
Þorbergsson, en I næstu viku hefst
starfsemi kvikmyndaklúbbsins i Fjala-
kettinum. Rætt verður um kvik-
myndir sem sýndar verða I vetur og
verður sérstaklega tekin fyrir fyrsta
myndin þeirra en sýning hefst á henni
I næstu viku. Einnig ætlar Stefán að
ræða við Messiönu Tómasdóttur leik-
myndateiknara og Mariu Kristjáns-
dóttur leikstjóra um leikrit sem Leikfé-
lag Húsavikur er að byrja sýningar á.
Það er írskt leikrit sem ekki hefur ver-
ið sýnt hér á landi fyrr. Stefán ætlar
síðan að kynna þýzka visnasöngvar-
ann og Ijóðskáldið Wolf Biermann og
spila nokkur lög með honum. Bier-
mann ætlaði að koma hingað til lands
um þessar mundir en ekkert varð af
þeirri ferð. Bókakynning verður I þess-
um þætti sem fyrri þáttum og að þessu
sinni verður kynnt dönsk bók sem
segir frá íslendingasögunum á nýstár-
legan og skemmtilegan hátt. Það er
Heimir Pálsson konrektor sem mun
kynna bókina. 1 deiglunni er þriggja
stundarfjórðunga langur þáttur.
ELA
Sjónvarpannað
kvSld kl. 21.45:
Fæðing
— mynd sem allir
ættu að sjá
Fæðing nefnist brezk heimildar-
mynd sem sýnd verður I sjónvarpinu
annað kvöld kl. 21.45. Myndin er
gagnrýni læknis nokkurs á ópersónu-
legri meðferð sem algengt er að
mæður og ungbörn fái á fæðingar-
stofnunum á Vesturlöndum. Fjallað
er um afleiðingarnar og er meðal ann-
ars bent á að barnið sé skynlaust er
það fæðist og að fæðingaraðferðin geti
haft slæm áhrif á líf barnsins seinna
meir. Einnig er bent á leiðir til úrbóta.
Gagnrýnd er einnig sú lyfjagjöf sem
mæður fá fyrir fæðingu og segir lækn-
irinn að það sé ekki þannig frá náttúr-
unnar hendi að mæður þurfi á lyfja-
gjöf að halda. Sýnd er fæðing i mynd-
inni og lýst hinni ópersónulegu komu
barnsins í heiminn. Mynd þessi hefur
vakið mjög mikla athygli og umræður
þar sem hún hefur verið sýnd. Meðal
annars skrifaði karlmaður nokkur um
hana í blaðadómi að skylda ætti hvern
lækni og hvern karlmann til að sjá
hana. Þar sem lítið sem ekkert hefur
verið fjallað um þessi mál hér, sem þó
koma okkur öílum við, mætti ráð-
leggja öllum sem geta að horfa á
myndina, hvort sem um er að ræða
karlmenn eða konur. Myndin er tæp-
lega klukkustundar löng og er hún í lit.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
ELA.
4C
Barnshafandi konur hugsa oft til fæð-
ingarinnar sjálfrar, en hér á landi er
hægt að velja milli venjulegrar fæðing-
ar og frönsku aðferðarinnar svoköll-
uðu.
Útboð:
Tilboð óskast í að gera verknámsbyggingu
Iðnskólans á Selfossi fokhelda og fullfrá-
gengna að utan með gleri.
Lokið er við að steypa undirstöðu, fylla í
grunn og leggja holræsalagnir. Skila skal hús-
inu fokheldu 1. feb. 1979, en ljúka verkinu eigi
síðaren l.maí’79.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
tæknifræðings Eyrarvegi 8, Selfossi frá og með
mánudeginum 18. sept. gegn 20 þús. kr. skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
mánudaginn 2. okt. kl. 14 að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska.
Bæjartæknif ræðingur Selfoss.
Ólafsfjörður
Vikan óskar eftir umboðsmanni
á ÓlafsfiröL
Upplýsingar í síma 27022.
_________________________________23
Góður starfskraftur
óskast
Óskum eftir góðum starfskrafti til vélritunar
og annarra starfa í innheimtudeild fyrirtækis í
Austurborginni. Æskilegur aldur 25—35 ára.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Ágæt
laun í boði fyrir rétta manneskju. Þarf að hefja
vinnu strax. Umsóknir með helztu upplýsing-
um sendist auglýsingadeild DB strax merktar
„Góð vélritunarkunnátta”.
Utvarp annað kvöld kl. 21.30:
STALDRAÐ VIÐ Á
SUÐURNESJUM
— fyrsti þáttut f rá Vogunum
þessir þættir úr Vogunum yrðu fimm.
Þess skal getið að þættirnir Staldrað
við á Suðurnesjum voru áður á dag-
skrá á fimmtudagskvöldum en flytjast
nú yfir á sunnudagskvöld. Þátturinn
er tæplega klukkustundar langur.
ELA.
Jónas Jónasson staldrar við I Vogun-
um næstu fimm sunnudaga.
Annað kvöld kl. 21.30 heldur Jónas
Jónasson áfram að staldra við á Suður-
nesjum. Síðast var Jónas í Grindavik.
Að þessu sinni eru það Vogarnir sem
Jónas ætlar að kanna, og í fyrsta þætti
sínum i kvöld ætlar hann að ræða við
bæjarstjórann í Vogum, Gunnar Jóns-
son, og son hans Guðmund Gunnars-
son. „Ég er svona að byrja að þreifa
fyrir mér á þessum stað,” sagði Jónas í
samtali við DB en hann bjóst við að
Reynið þessar næst og
finnið muninn.
Fastumalltland.
RAFBORG s.f.
herrablööin
MMhiLjsio
Laugavegi 178 - Sími86780
szzzzzznznnnzzzznns
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.