Dagblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. 3 N Vantar neytendafélag á Eskifirði — til að breyta verzlunarháttum á staðnum Herdís Þormóðsdóttir, Eskiflröi, hringdé Eg vil byrja á því að þakka DB kærlega fyrir þáttinn Á neytendamarkaði. Ekki veitir af að styðja við bakið á neytendum í þessu landi. Það sannaði tómatamálið svonefnda frá því í sumar. Aldrei hafa kostir neytenda verið þrengdir meira en nú og einokunarsvipunni aldrei betur beitt. Nú bregður svo við að loksins eru ráða- menn þjóðarinnar og baendastéttarinnar búnir með gerðum sinum og orðum að staðfesta það sem ég o.fl. hafa haldið fram; að óverjandi sé að okra svo gifur- lega sem gert hefur verið á aðalneyzluvör- um fólks og viðurkenna einnig að bú- vörur seljast illa sökum þessa háa verð- lags. Þess vegna á nú að auka niður- greiðslumar, sem auðvitað þýðir ekki ann- að en það að þegar fólkið kaupir ekki bú- vömmar af þvi að það getur það ekki, skal það knúið til að greiða enn hærra verð fyrir þær með siaukinni skattheimtu. Þetta er svokölluð stjóm hinna vinnandi stétta sem svo freklega gengur á hlut kjós- enda sinna. 1 þessu tilfelli er ekki verið að bæta hag almennings heldur að neyða hann til að standa undir rikisvemdaðri einokun þess- ara vömtegunda. Bændur em gerðir óábyrgir fyrir efna- hag búanna og hið sifellda tap þeirra þjóð- nýtt. Þó skal ég fúslega játa að mér þykir stómm skárra að greiða þessar vömr niður fyrir landsfólkið en að knýja það til að borga þær ofan í erlenda neytendur. Hér á Eskifirði höfum viö að ýmsu leyti sérstöðu þvi að félagsverzlunin á staðnum hefur tekið sér fyrir hendur að forða okkur frá þvi að eyða of miklu i kaup á sumum búvömtegundum. Það gerir hún ýmist með þvi að hafa þær alls ekki á boðstólum eða þá svo dýrar að menn færast undan því að kaupa þær. Þegar við t.d. heyrum auglýst ódýr svið og gulrófur í ýmsum verzlunum i Reykja- vík og sumarverð á eggjum em eggin seld hér í pöntunarfélaginu á 1200 kr. kg, sviðin á 1050 kr. og rófumar á 335 kr. á meðan appelsinur frá öðmm heimsálfum em seldar á 350 kr. og kartöflur hér kosta 298 kr. Ýmislegt er svo alls ekki til, s.s. enginn mysingur, enginn mysuostur, engin lifrarkæfa, enginn rækjucstur, engar saltaðar eða reyktar rúllupylsur, og margt af þessu er ekki til svo vikum skiptir. Einhvem tíma hefði það sjálfsagt þótt fyrirsögn að Eskftrðingar þyrftu upp á Hérað til að kaupa sér kryddsild og salt- síld. En nú er þó svo komið að jafnvel ætan saltfisk þurfum við aö sækja til Egilsstaða. Og ekki tekur betra við ef við þurfum á rúðugleri að halda. Það sækjum við einnig til Egilsstaða svo ekki hefur hækkað hagur Strympu hvað verzlun snertir. Okkur veitti ekki af liðsinni DB ef verða ætti einhver breyting á verzlunar- háttum hér á Eskiftrði, en jafnframt þurfa neytendur að gæta betur hagsmuna sinna' en þeir gera, t.d, með þvi að stofna neyt- endafélag hér á staðnum. Frá Eskifirði. Raddir lesenda Romm - Súkkuladí - Sílrón f romage Spurning dagsins Átt þú dýr? Margrét Óladóttir, 8 ára: Við eigum fugla heima. Það eru sebrafinkar. Þeir eru ekkert sérstaklega leiðinlegir, þeir segja ekkert. Jóhann Þór Jóhannsson, 8 ára: Já. ég á einn lítinn kettling. Hann heitir Snúlli. Ég geymi hann uppi í sveit hjá honum frænda mínum. Dýrum liður miklu betur i sveitinni heldur en hér i Reykja- vík. Gunnar Thoroddsen, 8 ára: Já, ég á kött og hann er orðinn 3 ára. Hann er ekkert latur þó svo hann sé orðinn svona gamall. Hann heitir Pússý. Stundum sefur hann hjá mér í rúminu mínu. Kurteisir bflstjórar — á bifreiðum með H-númerum SofBa Smith hringdi: Er ég fór norður um siðustu helgi vakti það sérstaka athygli mina hversu bílstjór- ar á H-bílum sýndu mikla kurteisi i um- ferðinni og voru liprir i alla staði. Ég lagði það ekki á mig að skrá niður númerin á þessum bílurn. eins og þó er alltaf verið að hvetja fólk til að gera. En mér finnst full ástæða til að hrósa þessum bílstjórum og geri ég það hér með. Gangandi auglýsing Húsmóðir i Breiðholtí hringdi: Sagðist hún hafa farið í Breiðholts- kjör og verzlað fyrir rúmar 4000 kr. Undir vaminginn hefði hún fengið tvo plastpoka. en það sem henni þótti athugavert var að hún var látin borga 15 kr. fyrir hvom poka. Voru þeir þó merktir með auglýsingum i bak og fyrir. annarri frá Brciðholtskjöri en hinni frá Seðlabanka íslands. Sagði húsmóðirin að hún væri hætt að verzla í þessari verzlun út af þessu plastpokamáli. Hins vegar væri erfitt að koma því við að verzla annars staðar. þvi einokun Breiðholtskjörs væri mikil i hverfinu. Jónas F. Jónsson, II ára: Já. ég á tvo páfagauka. Þeir heita Jóakint og Búbbólina. Þeir eru svo ungir enn. að ég hef ekki getað kennt þeim að tala. En þeir syngja afskaplega fallega. Það gengur bara vel að ala þá upp. enda eru þeir góðir. María Sigvaldadóttir, 12 ára: Nei, mig langar i hund eða kött. Frænka mín á kisu og á hún heima i Anteriku. Bergrún Jónsdóttir, 9 ára: Já. ég á kisu og er hún uppi i sveit hjá vinum okkar. Mamma vill ekki hafa hana heima. Kisan mín heitir Snotra. Hún er lika falleg og góð. Mig langar að hafa hana heima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.