Dagblaðið - 21.09.1978, Side 4

Dagblaðið - 21.09.1978, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. ^ f ' " ~ '* DB á neytendamarkaði Kaupum, seljum nýjar og notaðar hljómplötur OPIÐ KL.1-6 LAUGARDAGA KL. 9-12 — og þau lægstu gjöldin. Á þessum seðlum munar hvorki meira né minna en 44.036 kr. á meðaltalinu. Langhæst yfir alla linuna var fjög- urra manna fjölskylda i Borgamesi með 54.018 kr. i meðalútgjöld á mann. Næsthæst var tveggja manna fjöl- skylda á Hellu á Rangárvöllum með 49.458 kr. á mann. Þriðja hæsta fjöl- skyldan var þriggja manna fjölskylda á Akureyri með 34.563 kr. í meðalút- gjöldá mann. Langlægstu útgjöldin voru hjá fjög- urra manna fjölskyldu i Vogum. Tekið var fram á seðlinum að fjórir fullorðn- ir væru í heimili. Meðaleyðslan á mann í þeirri fjölskyldu var 9.982 kr. á mann. Næstlægstu útgjöldin voru hjá sex manna fjölskyldu í Reykjavík, 7.138 kr. á mann. Þriðja lægst var þriggja manna fjölskylda á Hellu með 11.067 kr. á mann að meðaltali. Þannig koma fjölskyldur frá Hellu við sögu með næsthæstu útgjöldin og einnig þau þriðju lægstu. Rætt verður við þessar fjölskyldur í DB á næstunni og reynt að komast eftir því hver galdurinn er við ódýru heimilin, og hvað það er einkum sem veldur hinum gífurlega háu útgjöldum hjá nokkrum fjölskyldum. Af öllu þessu má draga mikinn lær- dóm. En þessar upplýsingar fást ekki nema því aðeins að fjölskyldurnar i landinu haldi búreikninga. DB og Vik- an gáfu út veggspjald fyrr 1 sumar til þess að fylla inn á dagleg útgjöld. DB og Vikan hvetja fólkið 1 landinu til þess að halda búreikninga og senda síðan mánaðarlega inn seðla með upp- lýsingum. Verður fróðlegt að fylgjast með því er septembermánuður er liðinn, hvort útgjöld heimilanna lækka eitthvað að ráði. Þau ættu að gera það, ef allt er með felldu, en það kemur í Ijós á sín- um tíma. A.Bj. „Það sem veldur mér mestum erfið- leikum og er dýrast er að ég hef ekkert pláss til að geyma mat og verð þvi að kaupa allt jafnóðum. Ég get ekki sparað mér neitt með því að kaupa i stórum einingum,” sagði verðlauna- hafinn okkar, Anna Pálsdóttir í Reykjavík. Anna gaf upp töluna 130 þúsund í mat og hreinlætisvörur fyrir 4 manna Anna og Barbara dóttir hennar. DB-myndir Ragnar. ÞINGHOLTSSTRÆTI24. fjölskyldu og er það nokkuð hærra en meðalfjölskyldan eyðir. „Það er kann- ski ekkert skrýtið þar sem systur mínar eru í skóla í Reykjavík og borða hjá okkur um helgar.” Anna er trúlofuð Ársæli Árnasyni sem vinnur hjá Bilaryðvörn og eiga þau tvær telpur, Diönu 7 ára og Barböru 5 ára. Anna byrjar sjálf að vinna í kaffiteriunni í Glæsibæ núna i vikunni. „Kjötið hefur veriö einna dýrast. Egg hafa líka verið dýr en ég nota mikið af þeim handa börnunum. Ég nota mikið af kaffi og það er talsvert dýrt. Diana þarf líka að fara með nesti í skólann auk þess sem hún kemur oftast heim i mat. Verðið á fötum finnst mér þó hrylli- legast. En sem betur fer hef ég sloppið mikiðviðkaupá|jeim. Við eigum gamlan bíl sem eyðir talsvert miklu og borgum 30 þúsund á mánuði I húsaleigu auk annars kostnaðar við húsið. Ætli það séu ekki 34 þúsund þegar allt er tekið. Ég hélt að ég eyddi miklu minna eftir að ég fór að halda búreikninga. En það var bara fyrst. Það sækir allt í sama farið aftur enda sé ég ekki hvað ég gæti sparað með því að kaupa I litl- um einingum,” sagði Anna. Anna sagðist helzt vilja verzla I Sláturfélagsbúðinni í Glæsibæ fyrir 92 þúsundin og þá eftir helgina. Blaða- maður Neytendasíðunnar fer með henni í þann leiðangur. Sjá blaðið eftir helgi. - DS Eldhúsið þeirra önnu og Ársæls er það litið að I þvf kemst ekki fyrir nema rétt það nauðsynlegasta af mat til næsta dags. Vel haldið á málunum í Hnífsdal Kostnaðurinn við ellefu manna heimilishald í Hnífsdal var í ágústmán- uði 135.654 kr. eða 12.332 kr. á hvern einstakling. — Er það langt undir meðaltali í öðrum fjölskyldustæröum. „Eins og konan á Egilsstöðum, sem vann síðast úttektina hjá ykkur, sagði, þá kemst maður tiltölulega betur út úr innkaupunum ef fjölskyldan er stór, Við fáum líka mikið af nýjum fiski hér, nú upp á siðkastið hef ég verið með frian fisk.” — Hvernig lízt þér á verðlækkan- irnar? „Æ-i ég veit það ekki. Ætli þetta komi ekki niður á einhverju öðru. — Nei, ég keypti ekki neitt kjöt, — það var allt búið þegar ég kom i verzlunina og ætlaði að ná mér í eitthvað. Maður áttaði sig alls ekki á þessu,” sagði Finney í Hnífsdal sem i sumar hefur staðið fyrir ellefu manna heimili og ekki eytt nema rúmiega 12 þúsund kr. á hvern heimilismann í mat og hrein- lætisvörur. A.Bj. „Jú, við vorum ellefu í heimili I sumar,” sagði konan. „Við eigum sex börn, en veikindi voru í fjölskyldunni þannig að ég tók auka-fólk á heimilið.” Þegar við vorum að vinna úr seðl- unum sem bárust í upplýsingasöfnun um kostnað við heimilishald í ágúst rak okkur I rogastanz þegar á einum seölinum stóð að ellefu manns væru i heimili. Við hringdum i viðkomandi, Finneyju Finnbogadóttur, sem búsett er í Hnífsdal. c Mánaðarútgjöld heimilanna: Hæst útgjöld hjá fjögurra manna fjölskyldu Þá höfum við dregið í annað sinn úr innsendum upplýsingaseðlum um kostnað við heimilishald. Að þessu sinni var það kostnaður í ágústmán- uði. Út var dreginn seðill fjögurra manna Reykjavíkurfjölskyldu. — Meðaleyðsla fjögurra manna fjöl- skyldu I ágúst var 23.244 kr. á mann eða samtals 92.976 kr. Vinningurinn er úttekt í matvöruverzlun að eigin vali fyrir þá upphæð. Sjá viðtal við vinningshafann. Mikill munur innan flokkanna Meðaleyðsla tveggja manna fjöl- skyldu reyndist langhæst i ágúst, alveg eins og í júli, eða kr. 31.152 á mann. Hæst var 49.458 og lægst 21.825. Meðaléyðsla þriggja manna fjöl- skyldu var 20.520 kr. á mann. Hæst 34.563 oglægst 11.067. Meðaleyðsla fjögurra manna fjöl- skyldu var 23.244 á mann. Hæst 54.018 oglægst 4.045. Meðaleyðsla fimm manna fjöl- skyldunnar var 18.236. Hæst 25.668 og lægst 11.342. Meðaleyðsla sex manna fjölskyld- unnar var 18.166 kr. á mann. Hæst 24.514oglægst7.138. Meðaleyðsla sjö manna fjölskyld- unnar var ivið hærri eða 20.431 kr. Hæst 25.479 og lægst 17.603. Tvær átta manna fjölskyldur sendu inn seðla og var meðaleyðsla þeirra 13.623 kr. á mann. Sýnist þetta vera frekar heppileg fjölskyldustærð, því meðalútgjöld hennar eru langlægst bæði i júlí og ágúst. Ein niu manna fjölskylda sendi inn upplýsingar og var mánaðareyðslan á mann 26.111 kr. Loks fengum við seðil frá 11 manna fjölskyldu (sjá viðtal) og var meðal- eyðslan á mann aðeins 12.332 kr. Hæstu og lægstu Gríðarlega mikill munur var á þeim seðlum sem voru hæstir og lægstir yfir alla flokkana. Svo undarlega vill til að það er fjögurra manna fjölskyld- an sem á bæði hæstu og lægstu út- „KJOTIÐ HEFUR VER- IÐ DÝRASF’ - Rætt við vinningshafann Önnu Pálsdóttur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.