Dagblaðið - 21.09.1978, Side 7

Dagblaðið - 21.09.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. Sýriand: Assad óttast innrás Israels og Egypta Sýrlandsf orseti gerír allt sem hann getur til að koma í veg fyrir samkomulagið við ísrael Assad Sýrlandsforseti virðist stað- ráðinn í að gera allt sem i hans valdi er til að koma I veg fyrir að samkomulag þeirra Begins forsætisráðherra ísraels og Sadats Egyptalandsforseta, sem þeir gerðu i Camp David, komist til framkvæmda. Hann er nú gestgjafí fjögurra Arabaleiðtoga sem ræða með honum þær leiðir, sem færar séu til að drepa Camp David samkomulagið í fæðingu. Assad hefur jafnvel gengið svo langt að fullyrða að fyrir því séu ekki litlir möguleikar að Egyptaland og ísrael munu i sameiningu ráðast inn i Sýrland. Gestir Sýrlandsforseta eru frá Alsir, Suður-Jemen, Libýu og frá PLO sam- tökum Palestínuaraba. Allar hafa rikisstjórnir þessarra landa og forusta PLO samtakanna lýst því yfir að Camp David samkomulagið sé ekkert nema svik af Sadats hálfu og bein upp- :gjöf á hagsmunum Araba. Assad Sýrlandsforseti heldur þvi fram að Sadat hafi gengið á bak fyrri orða sinna með þvi að lofa að semja sérstakan frið við Ísrael. Hefur hann ávallt verið andvigur þeim viðræðum sem Sadat hefur staðið fyrir við ísraelska ráðamenn og hófust I desem- ber á fyrra ári. Aldrei hefur Assad þó gengið svo langt sem nú að gera því skóna að ríkin tvö gætu átt það til að ráðast með heri sína inn i Sýrland. Jasser Arafat leiðtogi PLO samtak- anna tók I sama streng og Assad. Full- yrti hann meðal annars að Ísrael hefði komið fyrir hersveitum sextiu þúsund manna meðfram landamærum sínum. sem snúa að Suður-Líbanon og i Golanhæðum. Ummæli Assads Sýrlandsforseta um Sadat Egyptalandsforseta eru siður en svo vinaleg og engan veginn i stil við kveðjtir þeirra á myndinni hér til hliðar. Erlendar fréttir Lögfraeðingur f ynr rétt Lögfræðingurinn Siegfried Haag kemur fyrir rétt í V-Þýzkalandi á mánu- dag ákærður fyrir að aðstoða Baader- Meinhof skæruliðahópinn við skipu- lagningu árásarinnar á v-þýzka sendiráð- ið í Stokkhólmi árið 1975.1 árásinni létu tveir sendiráðsstarfsmenn lífið. Haag var handtekinn I nóvember árið 1976 og búizt er við því að réttarhöldin yfir honum verði ein lengstu réttarhöld, sem haldin hafa verið i málum skæru- liða. Alls verða 122 vitni leidd fram i málinu. Fj a iögurhundruðkg Ihassirekiná fjöruríHollandi Fjögur hundruð kg af hassi í bezta gæðaflokki fundust rekin á fjörur Hol lands i síðustu viku að því er lögreglan þar greinir. Hassið er metið á rúmlega 120 milljónir íslenzkra króna. Hassið var pakkað inn i tin og síðan i poka utan yfir. Lögreglan sagði að verið gæti að hassinu hafi verið hent fyrir borð frá einhverju skipi, sem varð að leita hafnar I siðustu viku, en þá geisaði mikill stormur á Norðursjó. Suður-Afríka: Vorster forsætis- ráðherra segir af qah — orðinn heilsuveill eftir tólf áravaldasetu John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afriku. sagði af sér i gær. Vorster, sem er sextíu og tveggja ára gamall, hefur átt við heilsuleysi að stríða um nokkurra ára skeið. Á þessum tímamótum. er hann lætur af störfum eftir tólf ára störf sem forsætisráðherra, er ekki hægt að segja að bjart sé framundan hjá íbúum Suður-Afríku. Alþjóðleg andstaða og andúðá kynþáttastefnu Suður-Afríku- stjómar fer sifellt vaxandi. Aukinnar óþreyju gætir nú meðal þjóða heims á því að ríkið hlýðnist samþykktum Sameinuðu þjóðanna um að veita Namibiu sjálfstæði. 1 ávarpi sínu þar sem Vorster til- kynnti ákvöróun sína um afsögn var þó alls ekki að merkja t.ð hann sæi ástæðu til neinnar undanlátssemi. Meðal annars gaf hann þeim vestrænu ríkjum, sem undanfarin tvö ár hafa reynt að fá Suður-Afríku til að veita Namibíu frelsi, þungarákúrur. Vorster tilkynnti að þrátt fyrir lé- legt heilsufar hefði hann fallizt á að taka við embætti forseta landsins. Hefur það hingað til verið valdalaust heiðursembætti. Fyrri forseti Suður- Afríku, Nicolaas Diederichs, lézt i sið- asta mánuði. Fjórir af núverandi ráöherrum í rikisstjórn landsins eru taldir meðal líklegra eftirmanna Vorsters. Einn þeirra hefur þó þegar lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Hinir þrir eru Pieter Botha varnar- málaráðherra, sem talinn er hafa einna mest fylgi, Connie Mulder ráð- herra sem fer með málefni svartra og utaririkisráðherrann Pik Botha. Hinir tveir síðarnefndu eru þó ekki taldir hafa mikið minna fylgi en Botha vamarmálaráðherra. Stjórnin i Pretoríu hefur tilkynnt að almennar kosningar verði haldnar í Namibíu eða Suðvestur-Afriku 20. til 24. nóvember næstkomandi. Tag. 24 Litur Natur leflur slitsterkir hrögúmmisólar Stnrflir nr. 41-46 Verflkr. 10.140.- Teg. lO(Reimaðir) Litir: Brúnt eða Natur leður Stœrðir: Nr. 35—46 Verðkr. 12.675.- Skóverslun Þórðar Péturssonar _ Póstsendum Kirkjustræti 8 við Austurvöll — Sími 14181 lllHn Núerujúdóœfingaraðhefjast. i# w Hristiö af ykkur sleniö og iökiö göfuga íþrótt. Æfingar verða sem hérsegir: Byrjendur: Mánudaga og miðvikudaga kl. 19—20. Drengir: Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30—18.20. Framhaldsflokkun Þriðjudaga og fimmtudaga ki. 19—20.30. Innritun að Brautarholti 18 (efstu hæð) á ofannefndum tíma. Sími 16288. Júdófélag Reykjavíkur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.