Dagblaðið - 21.09.1978, Page 9

Dagblaðið - 21.09.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978. 9 Flugleiðir: 400-500 nýir hlut- hafar „Salan á hlutabréfum gengur þó nokkuð vel,” sagði starfsmaður i hlutabréfadeild Flugleiða i sam- tali viö DB1 gær. Starfsmaðurinn kvað ekki liggja fyrir í tölum hvernig salan hefðig gengið, en sem kunnugt er voru hlutabréf að upphæð tæpar 300 milljónir boðin til sölu á al- mennum markaði. Starfsmaðurinn ætlaði að Flugleiðum hefði bætzt 400—500 nýir hluthafar eftir að sala bréf- anna hófst. Margir eldri hluthafar hefðu þó einnig keypt bréf. •GM. Sovétmenn íinnkaupum: Meira af gaffalbitum Sovétmenn hafa keypt héðan alls 10 milljónir dósa af gaffalbitum að verðmæti 1225 milljónir króna. Á dögunum komu Sovétmenn og sömdu um meiri innkaup og vonazt er til að samningar náist um verulegt magn til viðbótar á árinu. Sildin kemur frá K. Jónsson á Akureyri og Siglósíld. Allir vita að hér er um gæðavöru að ræða og sovézkir virðast hafa bragðlaukana i lagi. Or SEINT AD BREYTA LÁNAREGLUM UN — segir f ramkvæmdastjóri sjóðsins Lánasjóður íslenzkra námsmanna er án stjómar þessa dagana eftir að fulltrúar rikisins i sjóðsstjórn sögðu af sér eins og frá var greint i DB í gær. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á úthlutun haustlána sem á að hefjast 1. október,” sagði Sigurjón Valdimars- 'son. framkvæmdastjóri LÍN, i samtali við DB. Kvaðst hann eiga von á því að ný stjórn yrði skipuð mjög fljótlega. Sigurjón Valdimarsson var að því spurður hvort ný sjóðsstjórn gæti breytt úthlutunarreglum LÍN þannig að breyting kæmi til framkvæmda strax í haust. „Ég tel að það sé of seint að breyta reglunum núna,” svaraði hann. „Úthlutun til námsmanna erlendis á Formaður stúdentaráðs: Veit ekki hvað tef ur skipun stjórnar LÍN „Menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, var búinn að gefa okkur fyrirheit um aðskipa nýja stjórn Lána- sjóðs íslenzkra námsmanna fyrir síðustu helgi,” sagði Bolli Héðinsson, formaður stúdentaráðs, i samtali við DB. „En það hefur hann ekki gert og er nú erlendis. Við vitum ekki hvað það er sem hefur tafið skipun stjórnarinnar, en munum óska eftir skýringum þegar ráðherrann snýr aftur.” Samkvæmt upplýsingum sem DB hefur aflað sér munu námsmenn gera það að tillögu sinni að Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur verði næsti formaður stjórnar lánasjóðsins. Búizt er við að fulltrúar námsmanna I sjóðsstjórn verði áfram hinir sömu, þ.e. Hjördís Bergsdóttir. Bragi Guðbrandsson og Össur Skarphéðins- son. -GM. að hefjast eftir nokkra daga. Ef höfn og það mundi tefja öll lán sam- breyting yrði gerð núna tæki það svarandi tíma." a.m.k. einn mánuð að koma henni i -GM. Það var rólegt á skrifstofu Lánasjóðs islenzkra námsmanna þegar Ragnar Th. Sigurðsson, Ijósmyndari, DB leit þar við i gær. Á skrifstofunni var verið að leggja síðustu hönd á útreikning haustlána, en piltarnir tveir voru að skila inn um- sóknum fyrir námslán síðar i vetur. Hljómplötusalan íReykjavík: EKKIVERULEGUR SAMDRÁTTUR ENN Sala á hljómplötum i verzlunum í Reykjavik hefur ekki dregizt verulega saman samkvæmt upplýsingum sem DB aflaði sér í nokkrum hljómplötu- verzlunum i gær. Megnið af hljóm- plötum er enn á gömlu verði og vörugjald óvíða lagt á þar sem nýjar sendingar hafa ekki borizt. Afgreiðslustúlka í Plötuportinu kvaðst ekki hafa merkt samdrátt i sölu enda væri ný sending ekki komin. I Karnabæ töldu menn sig hafa merkt einhvern samdrátt á sölu nýrri hljómplatna. en megnið væri þó enn á eldra verði. Karnabær var með útsölu á plötum fyrir gengisfellingu og gekk hún vel. Eins varð mikil sala þegar vörugjaldið var í bigerð. Verzlunarstjóri i hljómplötudeild Fálkans þóttist merkja samdrátt vegna gengisfellingar. en kvað vörugjald enn ekki komið á þar sem nýjar sendingar væru ókomnar. Eins hefði Fálkinn verið með útsölu að undanförnu og breytti það dæminu talsvert. Taldi verzlunar- stjórinn aðáhrif vörugjaldsins yrðu fyrst verulega merkjanleg eftir svo sem mánaðartima. Þá ætti að liggja fyrir hvort álagning vörugjalds leiddi af sér alvarlegan samdrátt i hljómplötusölu. -GM. S 1 í ámá i 1 ' Vo i Busar trolleraðir Það er orðin anzi gömul hefð i við. Menntaskólanum í Reykjavik að tollera 1 gær var busavigsla þeirra MR-inga busana, nýliðana i skólanum, í upphafi og gekk talsvert á að vonum. Aðrir skólaárs. Þannig eru þeir vígðir til átaka skólar. yngri og vonlega fátækir að við skruddumar og enginn kemst upp hefðum. hafa tekið upp ýmiss konar með að sleppa við vigslu þessa. sem tiltæki svipaðs eðlis. — DB-mynd R. Th. margir hverjir vilja þó gjarnan sleppa Sig. þaó þarf ekki

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.