Dagblaðið - 01.11.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978.
Hugsunar-
leysi bfl-
stjóra
— hafði næstum kostað vegfaranda lífið
M.M. hringdi:
Ég var á akstri eftir Hjallabraut í
Hafnarfirði. Á móts við kaupfélagið
er gangbraut. Þar stöðvaði ég bílinn
fyrir litilli stúlku, sem vildi komast yfir
götuna, en þarna fara börn um þar
sem skóli er í grenndinni.
Þegar ég hafði stöðvað bíliinn sá ég í
baksýnisspeglinum hvar bíll kom á
miklum hraða. Ég náði að flauta á
stúlkuna þannig að hún hikaði við og
bíllinn þaut fram með' hliðinni á
minum bil og lifi stúlkunnar varð
þarna naumlega bjargað.
Ég elti hinn bílinn uppi og talaði við
bilstjórann er hann nam staðar. Hann
sagðist ekki hafa tekið eftir mínum bíl.
Ég benti honum á að hann hefði verið
á ólöglegum hraða og hefði drepið
barnið ef ég hefði ekki flautað. Það
hefði ég álitið morð en ekki slys, ef svo
hefði farið.
Þetta leiðir hugann að hugsunar-
leysi bilstjóra í slíkum tilfellum. Jafn-
framt bendir það á nauðsyn þess að
koma upp gangbrautarljósum þar sem
er mikil umferð barna, eins og þarna.
Einnig má nefna Breiðvang i Hafnar-
firði, en þar er mikil umferð skóla-
barna. Þar þyrftu einnig að koma
umferðarljós fyrir gangandi vegfar-
endur.
Oryggi gangandi vegfarenda byggist á þvi að þeir, og ökumenn einnig, séu vakandi i umferðinni. M.M. hefur sögu að
segja af hugsunarleysi ökumanns sem næstum hafði kostað einn vegfarenda lífið.
DB-mynd Bj.Bj.
Það kemur fyrir á beztu bæjum að síminn bilar og þá er gott til þess að vita að bú-
ast megi við skjótum viðbrögðum viðgerðamanna Pósts og sima. DB-mynd Bj.Bj.
Sfminn bilaði:
Góð þjónusta
Pósts og síma
Gamall simnotandi vestan úr bæ
hringdi:
Siminn bilaði hjá mér og ég hringdi
á Póst og síma og sagði frá þvi. Þeir
brugðust mjög vel við og voru komnir
á staðinn eftir korter, redduðu málun
um eins og skot og kvöddu. Þetta kalla
ég góða þjónustu og þykir mér full
ástæða til að þetta komi fram því yfir-
leitt stendur ekki á fólki að kvarta yfir
því sem miður fer en er ekki eins fljótt
til að hrósa því sem vel er gert.
Útvegsbanki íslands:
GJALDKERINN VILDI
EKKIGRBÐSLUNA
Dagný H. Vilhjálmsdóttir skrifar:
Ástæðan fyrir því að ég skrifa i
Raddir lesenda er sú, að ég fór i bæinn
i gær (24.10) og ætlaði að nota ferðina
til ýmissa snúninga. Það fyrsta sem lá
fyrir, var að borga víxil. Gjalddaginn
var 24.10. Fyrsti bankinn sem varð á
leið minni var Útvegsbanki tslands að
Laugavegi 105. Þangað fór ég inn og
bar upp erindi mitt. Þessi umræddi
víxill var í innheimtu hjá öðrum
banka og ætlaði ég að fá að borga
hann í Útvegsbankanum með gíró-
seðli, sem virtist auðfengið í fyrstu.
Stúlka útfyllti fyrir mig giróseðilinn,
hringdi síðan i viðkomandi banka að
tilkynna greiðsluna á víxlinum. Allt
var sem sé tilbúið að fara til gjaldkera.
Þarna voru tveir gjaldkerar og var
annar af hinu svokallaða sterkara
kyni. Hann tók við þessum útfyllta
giróseðli af stúlkunni og kallar upp
nafnið. Ég gaf mig þegar fram. „Þetta
eru 500 þús. krónur,” sagði hann. „Já.
Gjörðu svo vel," sagði ég og rétti
honum útfyllta ávísun á upphæðina.
En þá brá svo við að gjaldkerinn var
alls ekki sáttur við að fá greitt með
ávísun úr hefti frá Sparisjóði Kópa-
vogs.
Hann talaði eitthvað um að það
væri ekki hægt að ætlast til að það
væri tekið við svona háum ávísunum
frá öðrum banka þar sem ég var ekki
með viðskipti við Útvegsbankann.
Hann hringdi síðan í Sparisjóð Kópa-
vogs til að fá stöðuna á heftinu hjá
mér. Þá tók nú ekki betra við. Staðan
þennan dag lá ekki fyrir vegna ein-
hverra bilana í tölvu bankanna. Þar
með skipti þessi kaldlyndi hcrramaður
sundur gíróseðlinum og sagði: „Þvi
miður, þá get ég ekki tekið við þessari
greiðslu.” Hann óttaðist það mest að
hann fengi ávisunina innistæðulausa í
hausinn eins og hann orðaði það. Mér
varð orðvant en sagði eitthvað á þá
leið að ég héldi að samvinna bankanna
væri orðin það mikil að slikt væri úti-
lokað.
Úr frekari bæjarferð varð þvi ekki.
Ég fór sárreið inn i Sparisjóð Kópa-
vogs. Þar Spurði ég gjaldkera hvort
hægt væri að fá að borga vixil með
giróseli og ávísun úr öðrum banka.
„Já. Það er allt i lagi ef á að borga eitt-
hvað með ávísuninni, en við borgum
hana ekki út í peningum.” Þá var það
fengið. Ástæðuna fyrir spurningunni
fékk starfsfólkið að vita og það hafði
bara ekki heyrt annað eins. Túlkaði
það þessa framkomu gjaldkerans i Út-
vegsbanka íslands, Laugavegi 105,
sem hinn mesta dónaskap.
Ég sagði þeim jafnframt að hann
hefði hringt inn i Sparisjóð til að fá
stöðuna á heftinu mínu og ekki fengið.
Þá var sú skýring gefin að staðan fyrir
þann dag hefði ekki legið frammi
vegna bilana í tölvu en stöðuna frá
deginum áður gat hann fengið ef beðið
hefði verið um. Svona er nú fólk hik-
laust löðrungað þegar það reynir af
samvizkusemi að standa í skilum.
Astro-Fantom
•VM«VT\X\
1J2BYLGJUCB NET
Aðeins 56 cm á lengd
Netið er límt á rúðu. Þarf
þvi engin göt eða aðrar fest-
ingar, en ersamt fœranlegt.
Engar skemmdir á bílnum.
Sendir og tekur é móti
þréðiaustí gegnum gler.
Upplagt á bíia með hard-
top, mótorhjól, vél-
sleða, heimahús, þarsem
jörð er óþörf.
Le'rtiö upptýsinga.
STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI91-31315
Raddir
lesenda
Fjölbýlishús:
íbúar á 1. hæð eiga að
hafa rétt til næðis
— eins og aðrir íbúar
íbúi við Jórufell skrifar:
Mig langar til að biðja Dagblaðið að
koma á framfæri þeirri orðsendingu til
foreldra barna og unglinga við Jórufell
og nágrenni að þeir tali alvarlega um
fyrir börnunum og leiði þeim fyrir
sjónir að íbúar á fyrstu hæðum húsa
eigi jafnan rétt til næðis og friðar á
heimili sínu og þeir ibúar sem búa á
efri hæðum þessara húsa. tbúar 1.
hæðar hafa rétt til að banna allan
umgang meðfram gluggum hjá sér í
allt að 5 metra frá húsi, hvað þá þar
sem girðing er fyrir. Þessi réttur er
ætíð brotinn og oft á tiðum í augsýn
foreldra. Þar sem ég er búsettur er
girðing báðum megjn við húsið, öðrum
megin er hellulagt meðfram húsinu,
en þó girt svæði sem á að fyrirbyggja
óþarfa umgang. Við hina hlið hússins
er gróið svæði sem nær alveg að
gluggum herbergisálmu. Þeim megin
er svo komið.að vart er hægt að opna
glugga, nema þá i algjöru logni, þvi að
það er búið að traðka svo mikið, og
það fast við húsið, að þar er bara eitt
moldarflag, enda sést það yfirleitt á
göngum, því það er gengið úr mold-
inni og beint inn í hús. Það hefur verið
reynt að tala við börn og unglinga um
þetta. En ef fólkið á fyrstu hæðum
talar um þetta t.d. við unglingana þá
þykir þeim þetta óþarfa afskiptasemi
og espast upp, reyna i staðinn að gera
enn meira ónæði. Ég vil segja að það
eru skritnir foreldrar, sem taka sig ekki
til og tala um fyrir börnum sínum, og
leiða þeim fyrir sjónir hvað þetta er
ljótt, og ennþá Ijótara ef í heimili er
kannski aldrað og veikt fólk.