Dagblaðið - 01.11.1978, Page 7

Dagblaðið - 01.11.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. Erlendar fréttir oóNAS HARALDSSON I REUTER S> Leigubílstjór- ar í Chicago vilja skothelt gler íbíla sína Leigubilstjórar í Chicago hafa nú farið fram á það að fá skothelt gler i bíla sina, á milli þeirra og farþega, til þess að verjast árásum farþeganna. Nú um helgina var 13. leigubílstjór- inn í Chicago drepinn á tveimur árum. Vegna þessarar þróunar mála hafa leigu- bílstjórarnir sett áðurnefnda ósk fram til borgaryfirvalda. Innrás herliðs Uganda langt inn í Tanzaníu — Kenyastjórn reynir að miðla málum milli nágrannanna Herlið frá Uganda með skriðdreka og hjálp stórskotaliðs hefur tekið sér stöðu langt inni í Tanzaníu. Þar berj- ast herlið Tanzaníu og Úganda, að því er stjórnvöld í Tanzaniu greindu í gær. Þetta eru mestu átök, sem orðið hafa á milli þessara nágrannaþjóða i Austur- Afríku og fylgja i kjölfar landamæra- deilna, sem staðið hafa undanfarna daga. í tilkynningu Tanzaníustjómar, sagði að herlið frá Uganda hefði farið yfir landamærin fyrir tveimur dögum. Þar sagði að herlið Ugandamanna væri komið 30 km inn í landið að norðvestanverðu, i borgina Kyaka, sem er skammt frá Virginíuvatni. Tanzaníustjórn sagði að her landsins hefði skotið niður þrjár herþotur frá Uganda í loftbardaga nálægt Viktoriu- vatni i siðustu viku. Lítill vinskapur hefur verið með stjórnum þessara landa allt frá árini 1971 er Idi Amin náði völdum I Uganda. Hann bylti þá stjóm dr. Miltons Obote, sem nú dvelst í Dar es Salam. Kenya á landamæri að báðum þess- um löndum og í gær bauðst Kenya- stjórn til þess að miðla málum. Hún hvatti báða deiluaðila til þess að leggja niður vopn og hætta jafnframtáróð- ursstriðinu sem haldið hefur verið uppi. Daniel Arap Moi, hinn nýkjörni forseti Kenya, ræddi í gær við forseta Tanzaníu, Julius Nyerere i síma. Hann hafði einnig samband við Ugandastjórn. í yfirlýsingu Tanzaníustjórnar kom ekki fram hve margir hermenn berðust eða hvert mannfall hefði orðið. Tekið var fram að ekki þýddi að eyða orðum á Idi Amin Ugandaforseta. Hann vissi vel að staðhæfingar um að herlið Tanzaníu hefði farið yfir landamæri Uganda, væri lygi. Hernaðaryfirvöld í Nairobi sögðu að átökin ættu sér stað á erfiðu landi og ekki væri mikill fjöldi hermanna sem tæki þátt i þeim. Þar sagði og að hvort ríki réði yfir 20—30 skriðdrek- um og talið væri að um 25 þúsund manns væru í fastaherliði Tanzaníu og um 20 þúsund manns í fastaliði Uganda. Tanzaniustjórn telur Ugandaforseta, Idi Amin, ekki viðræðuhætan. EKKIFLEIRIMYNDIR, TAKK Kýr geta eins og aðrir fengið nóg af Ijósmyndurum og þessi lætur það berlega i Ijós. Ekki fleiri myndir að svo stöddu. Nú er nóg komið. Ulla bara. CARTER BOÐIÐ TIL OSLO —til að vera viðstaddur af hendingu f riðarverðlauna Nóbels Komið hefur til tals að norska Nóbels- nefndin bjóði Jimmy Carter Bandarikja- forseta að koma til Osló og vera við- staddur afhendingu friðarverðlauna Nóbels hinn 10. desember nk. Forseti norsku nefndarinnar Aase Lionæs greindi frá þessu í gærkvöldi. Eins og kunnugt er voru friðarverð- laun Nóbels veitt Sadat Egyptalandsfor- seta og Begin forsætisráðherra ísraels að þesu sinni. Þeir eiga þó enn eftir að undirrita friðarsamninga milli þjóðanna, sem hafa átt í deilum nú í þrjá áratugi. Vonazt er til þess að samkomulag náist fyrir afhendingu verðlaunanna og friðarsamningurinn verði undirritaður I Osló 9. desember nk., þ.e. daginn fyrir afhendingu friðarverðlaunanna. Bæði Begin og Sadat hafa tilkynnt að þeir muni koma til Osló til að taka á móti verðlaunum sínum. Begin hefur lagt mikla áherzlu á undirritun samn- inga fyrir þann tima, svo hann geti tekið á móti verðlaununum með góðri sam- vizku, eins og hann orðaði það. Forseti norsku Nóbelsnefndarinnar sagði ennfremur að hún hefði ígrundað boðið til Carters að eigin frumkvæði, en ekki vegna áskorana verðlaunahafanna. Sekt fyrir að fæða — fleirien tvöböm Þingmaður á Filippseyjum er orðinn heldur órólegur vegna mikillar frjósemi og mannfjölgunar þarlendis. Hann undirbýr þvi þessa dagana frumvarp þar sem kveðið er á um sektir á hendur þeim konum sem fæða af sér fleiri en tvö börn. Sekt fyrir fæðingu þriðja barns er rúmlega fjögur þúsund kr. og fyrir fjórða barn rúmlega átta þúsund kr. Fyrir hvert barn að auki, skal sekta mæðurnar um rúmlega fjögur þúsund kr. Þetta er e.t.v. ekki há upphæð á okkar mælikvarða, en er sjálfsagt erfiðari fyrir fátækar fjölskyldur sem rétt draga fram lifið. Nú er tilvafíð að kaupa jó/a- gjöfina á hagstæðu verði. Barnanáttför frá kr. 1300.- Dömu náttkjó/ar frá kr. 2600. - og margt f/eira. Verið velkomin. Opið laugardag kl. 9-12. § Túlípaninn Ingólfsstræti 6.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.