Dagblaðið - 01.11.1978, Page 8

Dagblaðið - 01.11.1978, Page 8
8 /* FFEEPORTKLÚBBURINN auglýsir Námsstyrki í janúar 1979 verður veittur styrkur úr styrktar- og fræðslusjóði Freeportklúbbsins. Til ráðstöfunar verða að þessu sinni kr. 500.000.00. Styrkurinn verður veittur í einu lagi, miöað við að minnsta kosti 6 mánaða náms- dvöl við viðurkennda áfengismálastofnun erlenda, eða tveir styrkir á kr. 250.000.00, miðað við 3ja mánaða lágmarksnámsdvöl við tilsvarandi stofnanir. Umsóknir meö seir. nákvæmustu upplýsingum um viðkomandi, áætlaða námsdvöl og framtíðaráætlanir, sendist formanni Freeportklúbbsins, Tómasi Agnari Tómassyni, Markarflöt 30, 210 Garðabæ, sem einnig veitir nánari upplýsingar. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978. Ki ÍS'ÍA. iítjjivi Séð yfir sænsku deildina. Umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi. Garflabœ, 31. október 1978. STJÓRN FREEPORTKLÚBBSINS s —— „■■■■ > íbúð til sölu í Ólafsvík 140 ferm íbúð ásamt bílgeymslu í húsinu Brautarholt 20, neðri hæð. íbúðin er tilbúin undir tréverk allar innihurðir ásamt körmum fylgja. Uppl. gefnar í síma 93-6295. Suðurnesjafólk! Nú verða allir í stuði. Ákveðið er að næsti dansleikur verði 17. nóvember nk. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar hringi í síma 1485, 3480 eða 2787 fyrir 13. nóvember. Klúbbur þessi er opinn öllum sem vilja skemmta sér án áfengis. Klúbburinn Stuðfólk TRÉSMIÐIR 0G VERKAMENN óskast strax. BYGGINGAFÉLAGIÐ REYNIR Laugavegis 18,6. hæð. Sími 29460 og á kvöldin 23398. 1X2 1X2 1X2 10. leikvika — leikir 28. október 1978 Vinningsröð: 2X1 — 111 — XXI — 222 1. vinningur: 11 réttir — kr. 174.000.- 6997 31792 32576 33892 34435(1/10) 41774(4/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 4.900,- 158 5802 + 7975 31934 + 34784 41309(2/10) 516 6151 30163 32067 34814 41337(2/10) 547 6452 30406 + 32267 + 34868 41430 955 6752 30648 32507 + 40028 41555 42087 1213 7189 30848 32588 40059 41636 54805 2002 7284 30982 32671 40077 41663 + 2383 + 7430 30997 32745 + 40288 41748 + 2674 7591 31463(2/10) 32747 + 40320 41771 + 2955 + 7658 31464 33311 40378 + 41775 + 3130+ 7659 31526 33381 40417 41776+ 4768 7662 31546(2/10) 33407 40615 41777 + 5472 + 7691 31614 34050 40721 41787(2/10) 5795 + 7873 31838 34359 40983 + 42046(2/10) Kærufrestur er til 20. nóvember kl. 12 á hádcgi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof- unni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvfsa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK GLERFIN SYNING Gler virðist hafa fylgt manninum i margar aldir. T.d. eru til grófir gler- molar frá því um 12.000 f. Kr. og frá þvi um 700 f. Kr. eru litaðir glerbútar frá Miðausturlöndum sem voru notaðir í alls kyns skartgripi og skraut- muni. Gler virðist fyrst hafa verið framleitt að einhverju marki I Egypta- landi hinu forna og þaðan eru einmitt fyrstu glermunir í því formi sem við nú þekkjum. Síðan framleiða bæði Grikkir og Rómverjar mjög fallega og vandaða glermuni sem enn eru til og hefur undirritaður nýverið skoðað mikið safn slikra gripa i Dilsseldorf. baö er ekki fyrr en mun siðar að Norðurlandabúar taka að framleiða glervöru, líklega á 18. öld og þá fyrir áhrif Þjóðverja — en þeirrar þjóðar voru fyrstu glergerðarmenn I Sviþjóð. Barst víða Noregskonungur setti síðan á fót glerverksmiðju I Hadeland, nálægt Osló, en þar skorti ekki eldivið. Þetta var árið 1762 og er Hadeland verk- smiðjan enn við lýði, eins og sjá má á sýningu Norræna hússins. Svíar eignast sina fyrstu glerverksmiðju nokkru áður eða 1742 i þorpinu Kosta og frá Svíþjóð barst glerlistin til Finnlands og árið 1793 var Nuutajárvi verksmiðjan stofnuð þar í landi. Meðan Danmörk og Noregur voru undir einni sjtórn notuðust Danir við gler frá Hadeland, en eftir sam- bandsslitin 1814 urðu þeir að ekki fyrr enn þeim tókst að finna ríkulegan mójarðveg í Suður-Sjálandi að þeim tókst að koma upp eigin gler- fabrikku, Holmegaard. Einn íslendingur Það virðist aldrei hafa verið hugsað Vfnglös, af sýningunni. um að framleiða eða nýta gler að ráði hér á landi, eins og svo margt annað, þótt eflaust hefði verið mögulegt nýta mó til kyndingar eins og Danir gerðu. Ekki er heldur neitt sem bendir til þess að gler hafi verið flutt inn til vinnslu, t.d. i steinda glugga. Sem stendur er Jónina Guðnadóttir keramiker eini íslendingurinn sem hannað hefur glermuni— en þaðgerði hún á skólaárum sinum i Stokkhólmni fyrir nokkrum árum. Það ber þvi að þakka kærlega fyrir framtak Norræna hússins er það vekur sérstaka athygli á glermunum á 10 ára afmæli sínu með myndarlegri sýningu. Vonandi á hún eftir að örva fleiri Islendinga til dáða á þessu sviði, en eins og hinir norrænu hönnuðir sögðu í viðtali við skömmu, þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að við gætum framleitt ágæta glermuni. Umdeilanlegar forsendur En þótt sýningNorrænahússinssé vissulega fagnaðarefni, má eflaust deila um forsendur þær sem skipuleggjendur gáfu sér I upphafi, þ.e. að sýna gler frá þeim verksmiðjum sem „tekist hefur að vinna vöru sinni orðstír” eins og segir í sýningarskrá — sem sagt, þeim stærri og voldugri á markaðinum. Sýningin hefði e.t.v. haft á sér listrænna yfirbragð ef reynt hefði verið að taka saman úrval af vinnu hins mikla fjölda gler-lista- manna, sem starfa sjálfstætt viða um Norðurlönd, sérstaklega í Svíþjóð. Allt um það er sýningin vel uppsett, og hinum lága kjallara Norræna hússins skemmtilega skipt í bása. Innan þess- arar heildar finnst mér þó framlag Hadelendinga frá Noregi bera af, bæði vegna uppsetningar og gæða glermunanna en þar virðast fara saman notagildis-hugmyndin og tilfinning fyrir fögru formi. Úr glösum í skúlptúr Norðmenn nota liti einnig á nokkuð sérstakan hátt, allt að því með „Tiffany” tilbrigðum og eru gripir Gro Bergslien þar sér á parti. Glös og önnur ilát frá Holmegaard eru hins vegar án alls íburðar, hreinleg og einföld. Finnsku verksmiðjurnar Iittala og Nuujárvi sýna hluti sem mig minnir ég haft séð í búðum hér á landi, en einkenni þeirra koma að sjálfsögðu betur I Ijós í þessu umhverfi. Þeir beita litum nær ekkert — halda sig við þykkt og tært gler eða þá ögn skyggt. Kosta-Boda hefur líklega verið einna umfangsmest af þessum verksmiðjum hér á landi og á þessari sýningu virðast þeir leggja mikla áherslu bæði á yfir- borðsskreytingu hluta og skúlptúr- eiginleika glersins. Ábót uppi Sveppirnir frá þeim komast einna næst því að vera prjál-hlutir á þessari sýningu. Uppi er svo eins konar ábót á þessa sýningu. Sýndir eru nokkrir munir eftir Jónínu Guðnadóttur sem getið er um hér að ofan og sé ég ekki betur en þeir séu gerðir af talsverðu öryggi. Leifur Breiðfjörð á þrjá ágæta glugga, en annað norrænt framlag á því sviði sem þarna er, gluggar Metu May Holmboe, eru ekki eins beysnir og er á þeim nokkur byrjendabragur. Sýningin stendur til 12. nóvember. Ávafít fyrírfíggjandi Amanti hf. Slmi 25933 |Myndlist

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.